Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Stórsókn Pírata virðist ætla að halda meirihlutanum á floti
Sósíalistaflokkurinn bætir við sig einum manni í borgarstjórn samkvæmt nýjustu kosningaspá Kjarnans og Dr. Baldurs Héðinssonar. Sjálfstæðisflokkur tapar þremur mönnum, Viðreisn og Samfylkingin einum og Miðflokkurinn þurrkast út.
12. maí 2022
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ og Þorgerður Arna Einarsdóttir framkvæmdastjóri Blikastaðalands ehf. við undirritun samningsins í síðustu viku.
Styr um samningagerð við Arion í bæjarstjórn Mosfellsbæjar
Níu dögum fyrir sveitarstjórnarkosningar undirritaði Mosfellsbær samkomulag við félag í eigu Arion banka um uppbyggingu Blikastaðalandsins. Minnihlutinn í bæjarstjórn sat ýmist hjá eða greiddi atkvæði gegn samningnum og taldi þörf á meiri umræðu.
12. maí 2022
Vindmyllugarðar munu þekja um eitt prósent af norsku hafsvæði eftir um 20 ár, alls um 1.500 vindmyllur, samkvæmt áætlun stjórnvalda. Þessi vindmyllugarður á myndinni er við strendur Belgíu.
Ætla að næstum tvöfalda raforkuframleiðslu Noregs með vindmyllum úti á sjó
Stjórn Verkamannaflokksins og Miðflokksins í Noregi kynnti í dag áform um stórtæka uppbyggingu vindorkuvera á hafi úti. Uppsett afl 1.500 vindmylla á að geta orðið 30 gígavött, sem er um tífalt samanlagt afl allra virkjana á Íslandi, árið 2040.
11. maí 2022
Sjálfstæðisflokkurinn langstærsta aflið á sveitarstjórnarstiginu
Sjálfstæðisflokkurinn á 117 af þeim 405 fulltrúum sveitarstjórna sem þar sitja í kjölfar kosninga á milli tveggja eða fleiri lista í sveitarfélögum landsins. Í stærstu 22 sveitarfélögunum á flokkurinn hartnær 4 af hverjum 10 kjörnum fulltrúum.
11. maí 2022
Kolbrún Baldursdóttir er oddviti Flokks fólksins.
Flokkur fólksins vill frítt í strætó, Sundabraut í forgang og meira landbrot
Flokkur fólksins vill sjá borgina stórauka lóðaframboð, til dæmis í suðurhlíðum Úlfarsfells og austur af núverandi byggð í Úlfarsárdal. Flokkurinn segist vilja eyða biðlistum í borginni og efla stuðning við öryrkja og aldraða.
10. maí 2022
Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Framsókn vill skoða yfirbyggt Austurstræti, byggja meira og fá „skilvirka“ Borgarlínu
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík segist vilja flýta Sundabraut, endurvekja næturstrætó, byggja meira og hraðar í borginni, skoða yfirbyggingu Austurstrætis, tryggja að næturlíf raski ekki lífsgæðum miðborgarbúa og efla stafræna hæfni eldri borgara.
9. maí 2022
Sanna Magdalena Mörtudóttir er oddviti Sósíalistaflokksins.
Vilja enga útvistun starfa hjá borginni og 3.000 nýjar félagslegar íbúðir
Sósíalistaflokkurinn vill að Reykjavíkurborg byggi þrjú þúsund félagslegar íbúðir, sérstaklega í hverfum þar sem lítið er af félagslegu húsnæði. Borgin ætti að mati flokksins ekki að útvista einu einasta starfi.
7. maí 2022
Gunnar H. Gunnarsson er oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar.
Gáttaður á að umhverfissinnar séu ekki að „lemja á borginni“ út af flugvellinum
Gunnar H. Gunnarsson oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar, segir að flokkar sem bjóði fram á landsvísu glími við pólitískan ómöguleika er kemur að flugvellinum í Vatnsmýri, en brotthvarf flugvallarins er aðalbaráttumál framboðsins.
6. maí 2022
Mótvægisaðgerðir gegn áhrifum verðbólgu á viðkvæma hópa voru samþykktar á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.
Boða um 5 milljarða mótvægisaðgerðir gegn áhrifum verðbólgu á viðkvæma hópa
Bætur almannatrygginga hækka um þrjú prósent 1. júní, húsnæðisbætur um 10 prósent og svo á að greiða 20 þúsund króna barnabótaauka til þeirra sem fá tekjutengdar barnabætur. Kostnaðarauki ríkisins vegna aðgerðanna á þessu ári nemur um 5 milljörðum króna.
6. maí 2022
Efstu þrír frambjóðendur Vinstri grænna í Reykjavík. Líf Magneudóttir, fyrir miðju, leiðir listann.
Vilja gjaldfrjálsa leikskóla, borgarlandverði, „Reykjavíkurbústaði“ og meira íbúalýðræði
Vinstri græn í Reykjavík vilja að borgin stofni sitt eigið leigufélag fyrir almennan leigumarkað, flýta Borgarlínu og nýta íbúakosningar í auknum mæli. Þá vill flokkurinn samstarf við ríkið, háskóla og einkaaðila um svokallaða „Vísindaveröld“.
5. maí 2022
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka.
Högnuðust um 5,2 milljarða og eru að breyta reglum um verðbréfaviðskipti starfsmanna
Arðsemi eigin fjár Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi var 10,2 prósent, sem er yfir markmiðum bankans. Birna Einarsdóttir bankastjóri segir bankann taka gagnrýni á þátttöku starfsmanna í nýlegu útboði á hlutum í bankanum alvarlega.
5. maí 2022
Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða en arðsemi dvínar
Arðsemi eigin fjár Landsbankans var 4,7 prósent á fyrsta ársfjórðungi, sem er vel undir tíu prósenta arðsemismarkmiði bankans. Hagnaður bankans er meira en helmingi minni en á sama tímabili í fyrra.
5. maí 2022
Blikastaðalandið er stærsta óbyggða svæðið innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins.
3.500-3.700 nýjar íbúðir verði byggðar á Blikastaðalandinu í Mosfellsbæ
Samningar voru í dag undirritaðir um mikla húsnæðisuppbyggingu á Blikastaðalandinu, sem er í endanlegri eigu Arion banka, og Mosfellsbæjar. Fjöldi þeirra íbúða sem fyrirhugaðar eru slagar langleiðina upp í þann fjölda íbúða sem eru í Mosfellsbæ í dag.
5. maí 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi leggst gegn uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði
Innviðaráðherra segir að fyrirhuguð íbúðauppbygging í Skerjafirði brjóti gegn samkomulagi ríkisins og Reykjavíkur um rannsóknir á nýju flugvallarstæði í Hvassahrauni. Hollenskir sérfræðingar sögðu flugöryggisrök ekki standa uppbyggingunni í vegi.
4. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Viðreisn vill sjá aukinn einkarekstur í Reykjavík og þéttari byggð
Viðreisn vill nagladekkjaskatt sem renni til sveitarfélaga, hallalausan borgarsjóð árið 2024, gjaldfrjálsan sex tíma leikskóla fyrir 5 ára börn, þéttari byggð í Reykjavík og skoða sölu á einingum Orkuveitu Reykjavíkur sem eru í samkeppnisrekstri.
3. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn í fyrsta sinn undir 20 prósent í þjóðarpúlsi Gallup
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19,8 prósenta fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og hefur aldrei farið lægra. Fyrri versta niðurstaða flokksins var í miðjum stormi bankahrunsins árið 2008, en þá mældist fylgið 20,6 prósent.
3. maí 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála.
Reikna með 28 prósenta samdrætti í losun til 2030 – markmið ríkisstjórnarinnar 55 prósent
Umhverfisstofnun hefur framreiknað þróun í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands m.t.t. aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum og kemst að þeirri niðurstöðu að 55 prósenta samdráttarmarkmið ríkisstjórnarinnar sé ansi langt undan.
2. maí 2022
Ómar Már Jónsson stendur í stafni fyrir lista Miðflokksins í Reykjavík.
Vilja ráðningarstopp og mögulega rukka nágrannasveitarfélög fyrir félagsþjónustu
Miðflokkurinn í Reykjavík vill hraða uppbyggingu í Úlfarsárdal, Gufunesi, Geldinganesi, Keldnalandi, Kjalarnesi og víðar, fjölga mislægum gatnamótum, fækka gönguljósum og endurskoða allan rekstur borgarinnar út frá umhverfismálum.
30. apríl 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er oddviti Samfylkingarinnar.
Boða þéttingu og fjárfestingu í núverandi hverfum og lægri gjöld fyrir tekjulága
Samfylkingin vill að tekjulágar fjölskyldur í Reykjavík greiði minna fyrir leikskóla- og frístund, skoða hvort jarðgöng væru fýsilegri en Miklubrautarstokkur og leggur áherslu á uppbyggingu á svæðum eins og Ártúnshöfða, Skeifu, Múlahverfi og Mjódd.
29. apríl 2022
Rússneska sendiráðið í Reykjavík.
Níu Íslendingar settir á svartan lista Rússa
Rússneska utanríkisráðuneytið tilkynnti í dag að níu Íslendingar væru nú komnir á lista yfir einstaklinga sem beittir væru refsiaðgerðum vegna þátttöku Íslands í refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn rússneskum borgurum.
29. apríl 2022
Nýtt lagaákvæði um hæfi kjörstjórnarfólks útvíkkaði töluvert þau tengsl sem leiða til vanhæfis. Ef börn systkina maka, eða jafnvel maki barnabarns maka, er í framboði leiðir það t.d. til vanhæfis kjörstjórnarmanns, samkvæmt kosningalögum.
Tvö af fimm í landskjörstjórn þurftu að víkja vegna vanhæfis
Báðir aðalmennirnir sem Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefndi í landskjörstjórn reyndust vanhæfir til að sitja þar í komandi kosningum vegna tengsla við frambjóðendur. Er varamenn þeirra könnuðu hæfi sitt kom í ljós að þau teldust einnig vanhæf.
29. apríl 2022
Kjartan Magnússon er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi til borgarstjórnar.
Ekkert hefur gefið tilefni til sérstakrar skoðunar á fjármálum Reykjavíkurborgar
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokks og frambjóðandi til borgarstjórnar spurði að því á þingi hvort fjármál Reykjavíkurborgar hefðu verið tekin til sérstakrar skoðunar. Svarið sem barst er að lykiltölur í rekstri borgarinnar hafi ekki gefið tilefni til þess.
27. apríl 2022
Skjáskot af meintu brottkasti sem náðist á upptöku úr flugvél Landhelgisgæslunnar árið 2019. Fiskistofa flýgur nú drónum yfir báta á miðunum. Mynd: Skjáskot/LHG
Brottkast hefur sést hjá um 40 prósentum báta sem flogið hefur verið yfir á dróna
Brottkasts hefur orðið vart hjá um 40 prósentum þeirra báta sem Fiskistofa hefur flogið yfir á drónum sínum frá því að drónaeftirlit hófst í upphafi síðasta árs. Hlutfallið er svipað óháð veiðarfærum, samkvæmt stofnuninni.
27. apríl 2022
Hús atvinnulífsins í Borgartúni hýsir Samtök atvinnulífsins og flest aðildarsamtök þeirra.
Ríkisfyrirtæki greiddu yfir 200 milljónir í félagsgjöld til hagsmunasamtaka í fyrra
Félög sem ríkið á að fullu eða fer með ráðandi eignarhlut í greiddu Samtökum atvinnulífsins og aðildarsamtökum þess vel yfir 200 milljónir króna í félags- og aðildargjöld á síðasta ári.
27. apríl 2022
Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti Pírata í Reykjavík.
Píratar vilja sex tíma gjaldfrjálsan leikskóla í Reykjavík og fá Borgarlínu fyrr
Píratar í Reykjavík segjast vilja skapa hvata til styttri dagvistunar barna með því að hafa sex tíma leikskóla gjaldfrjálsan. Flokkurinn vill líka flýta Borgarlínu, fækka bílastæðum og stækka gjaldskyldusvæðin í borginni.
26. apríl 2022