Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er nú með málaflokk fjarskiptamála í sínu fangi og því skrifuð fyrir hinum nýja lagabálki um fjarskiptamál, sem lagður var fram á þingi um helgina.
Sektarheimildin sem íslensku fjarskiptafyrirtækin vildu alls ekki sjá snýr aftur
Samkvæmt nýju stjórnarfrumvarpi til fjarskiptalaga verður hægt að sekta fjarskiptafyrirtæki um allt að 4 prósent af árlegri heildarveltu fyrir brot á lögunum. Í tilfelli Símans gæti sekt af slíkri stærðargráðu numið tæpum milljarði króna.
15. mars 2022
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og Gerard Sławomir Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi.
Íslenskt sendiráð verður opnað í Póllandi
Til stendur að opna íslenskt sendiráð í Varsjá, höfuðborg Póllands, í haust. Stofnun sendiráðs í Varsjá var á meðal tillagna sem lagðar voru til í skýrslu sem kom út síðasta haust um samskipti Íslands og Póllands.
14. mars 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Fallið frá því að heimila dómstólasýslunni að velja dómara í dómnefnd um dómaraskipanir
Vegna athugasemda sem fram komu við frumvarpsdrög um ýmsar breytingar á lögum sem snerta dómstóla hefur verið ákveðið að falla ekki frá skilyrði sem nú er í lögum um að dómstólasýslan skuli ekki tilnefna dómara í dómnefnd um hæfni dómaraefna.
14. mars 2022
Margir virðast á því máli á að mældar sviptingar í afstöðu Íslendinga til ESB-aðildar megi rekja til hernaðarbrölts Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu.
Öfugt við Íslendinga mælist lítill ESB-hugur í Norðmönnum
Í fyrsta sinn síðan árið 2009 mælist nú meiri stuðningur við aðild að Evrópusambandinu en andstaða, samkvæmt nýlegri könnun. Í Noregi er hið sama alls ekki uppi á teningnum.
14. mars 2022
Þjóðin ætti að fá að vita hve mikil orka fer í rafmyntagröft
Dominic Ward forstjóri Verne Global, sem rekur gagnaver í Reykjanesbæ, segir að öll önnur gagnaver á Íslandi geri lítið annað en að grafa eftir rafmyntum og segir að upplýsingar um orkunotkun rafmyntagraftar ættu að vera uppi á borðum.
13. mars 2022
Rúmlega 300 manns töldust heimilislaus í Reykjavíkurborg síðasta haust.
Þrjúhundruð manns töldust heimilislaus í Reykjavík á liðnu hausti
Samkvæmt úttekt á stöðu heimilislausra í höfuðborginni er rúmlega helmingur þeirra sem teljast heimilislausir með húsnæði. Rúm þrjátíu prósent til viðbótar nýttu sér neyðargistingu og lítill hópur býr við slæmar aðstæður á víðavangi.
11. mars 2022
Roman Abramovich er eigandi Chelsea.
Fótboltalið í frystikistu breskra stjórnvalda
Á meðal sjö rússneskra auðmanna sem bættust á refsilista breskra stjórnvalda í morgun var Roman Abramovich, aðaleigandi fótboltaliðsins Chelsea. Fyrirhuguð sala hans á liðinu er í uppnámi og liðið sjálft beitt ýmsum hömlum.
10. mars 2022
Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Skeljungs.
Varð syfjaður þegar hann gekk inn á skrifstofur Skeljungs árið 2019
Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Skeljungs segir frá því í ávarpi sínu í ársskýrslu Skeljungs að honum hafi liðið eins og hann væri að mæta á fund hjá „ríkisstofnun í gamla daga“ þegar hann kom inn í Skeljung 2019. Nú séu hins vegar breyttir tímar.
10. mars 2022
Í könnun Maskínu var spurt hvort fólk væri hlynnt eða andvígt lagningu Sundabrautar, óháð því hvort um brú eða göng yrði að ræða.
Rúm 66 prósent landsmanna segjast hlynnt lagningu Sundabrautar
Mældur stuðningur við Sundabraut á meðal Reykvíkinga er á pari við landsmeðaltalið, samkvæmt könnun sem Maskína framkvæmdi um afstöðu til þessarar stórframkvæmdar í febrúarmánuði.
10. mars 2022
Samtök atvinnulífsins segja að einfalda þurfi regluverk og skipulagsferla hér á landi til að hraða íbúðauppbyggingu.
Samtök atvinnulífsins leggja til sameiningu HMS og Skipulagsstofnunar
Samtök atvinnulífsins segja að stjórnvöld hafi aðallega ýtt undir eftirspurn með aðgerðum sínum í húsnæðismálum á undanförnum árum. Nú þurfi að auka framboð – og til þess að það sé hægt að byggja hratt þurfi að einfalda regluverkið í byggingariðnaðinum.
9. mars 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar.
Landvernd segir „draumóra orkugeirans“ birtast í skýrslu starfshóps um orkumál
Landvernd segir að ef skýrsla um stöðu og horfur í orkumálum, sem kynnt var í gær, verði grundvöllur ákvarðanatöku ríkisstjórnarinnar í orkumálum næstu ára sé „ljóst að náttúra Íslands á sér engan talsmann í ríkisstjórninni“.
9. mars 2022
Múrmansk hefur verið hluti af svokallaðri appelsínugulri siglingaleið Eimskipafélagsins.
Eimskip hættir að koma við í Múrmansk „í ljósi stöðunnar“
Eimskipafélag Íslands hefur tekið ákvörðun um að stefna skipum sínum ekki til Múrmansk í norðvesturhluta Rússlands á næstunni, en borgin er hluti af einni siglingaleið félagsins.
8. mars 2022
Í dag er ekki lengur hægt að fara í PCR-próf nema í undantekningartilfellum, en hraðpróf eru notuð til að staðfesta smit með opinberum hætti.
Kostnaður við veiruskimanir að minnsta kosti 9,2 milljarðar króna
Samkvæmt skriflegu svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns Miðflokksins var að minnsta kosti 9,2 milljörðum króna varið í að skima landsmenn og gesti fyrir kórónuveirunni með PCR-prófum eða hraðprófum á árunum 2020 og 2021.
7. mars 2022
Úkraínskir þjóðernissinnar marsera hér um götur Kænugarðs þann 1. janúar síðastliðinn, í minningargöngu á afmælisdegi úkraínska þjóðernissinnans Stepan Bandera.
Öfgahægrivandinn ekki meiri í Úkraínu en í nágrannaríkjunum
Hópur þjóðernissinnaðra sjálfboðaliðahermanna sem kalla sig Azov-hreyfinguna varð formlegur hluti af þjóðvarðliði Úkraínu árið 2014. Úkraína á þó ekki við meira öfgahægri- eða nýnasistavandamál að etja en ýmsar margar nágrannaþjóðir landsins.
6. mars 2022
Viðreisnarfólki í Reykjavík hefur fjölgað um 6-700 manns síðan ákveðið var að halda prófkjör fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt upplýsingum frá flokknum.
Viðreisnarfólki í Reykjavík fjölgaði um 6-700 í aðdraganda prófkjörs
Alls verða um 1.900 manns á kjörskránni í fyrsta prófkjöri Viðreisnar, sem hefst á morgun. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Þórdís Jóna Sigurðardóttir bítast um efsta sætið á lista flokksins í Reykjavík.
3. mars 2022
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti á blaðamannafundi á sunnudag að bannfæring ákveðinna rússneskra fjölmiðla yrði á meðal aðgerða sem ESB ætlaði að grípa til.
Ritskoðun og bannfæring ekki svarið við áróðursmiðlum Rússa
Evrópusamtök blaðamanna segja að rétta leiðin til þess að mæta upplýsingafölsun og áróðri Rússa sé að styðja við sterka og sjálfstæða fjölmiðla í álfunni, fremur en að banna útsendingar rússneskra miðla eins og áformað er.
2. mars 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja skylda ÁTVR til að eiga samráð við sveitarfélög um staðsetningu Vínbúða
Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa lagt fram frumvarp sem myndi gera ÁTVR skylt að hafa samráð við sveitarfélög um staðarval undir nýjar Vínbúðir. ÁTVR leist mjög illa á frumvarpið þegar það var áður lagt fram árið 2019.
1. mars 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ).
Íslensk landslið munu neita að mæta Rússum og ekki leika í Hvíta-Rússlandi
Stjórn KSÍ hefur ákveðið, vegna innrásar Rússa í Úkraínu, að íslensk landslið muni ekki mæta rússneskum andstæðingum á meðan hernaði standi. Einnig munu íslensk landslið ekki taka þátt í kappleikjum í Hvíta-Rússlandi.
28. febrúar 2022
Dóra Björt Guðjónsdóttir hlaut traust flokksfélaga sinna til að leiða Pírata að nýju til kosninga í Reykjavík.
Dóra Björt sigraði í prófkjöri Pírata í Reykjavík – Alexandra önnur
Núverandi borgarfulltrúar Pírata höfnuðu í tveimur efstu sætunum í prófkjöri Pírata í Reykjavík, sem lauk í dag. Magnús Davíð Norðdahl og Kristinn Jón Ólafsson gætu orðið nýir borgarfulltrúar flokksins, m.v. nýjustu fylgiskönnun Maskínu.
26. febrúar 2022
Fylgið við flokkana: Hverjir sækja hvert?
Maskína birti á dögunum nýja skoðanakönnun um fylgi flokka á landsvísu til Alþingis. Kjarninn rýndi í bakgrunnsbreytur könnunarinnar og tók saman hvert stjórnmálaflokkarnir sem keppast um hylli almennings sækja fylgi sitt um þessar mundir.
26. febrúar 2022
Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra.
Hafdís Helga: Sært stolt Lilju „dýru verði keypt fyrir skattgreiðendur“
Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri segir að málshöfðun Lilju Alfreðsdóttur á hendur sér sé dæmi um valdbeitingu á kostnað skattgreiðenda sem aldrei megi endurtaka sig.
25. febrúar 2022
Á meðal þess sem Ríkisendurskoðun gagnrýnir í úttekt sinni er það að fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi fengið að fljóta með þyrlu Gæslunnar til starfa í Reykjavík eftir að hafa verið í hestaferð úti á landi.
Olíukaup í Færeyjum, flugferðir ráðamanna og flugvél sem er sjaldnast heima
Ríkisendurskoðun finnur að ýmsum atriðum í rekstri Landhelgisgæslu Íslands í nýrri úttekt sem Alþingi bað um og kynnt var fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í vikunni. Flogið var með ráðamenn þjóðarinnar tíu sinnum í loftförum LHG á árunum 2018-2020.
25. febrúar 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Fasteignahluti Þjóðskrár færður til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
Öll verkefni tengd fasteignaskrá og fasteignamati verða flutt frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Engar uppsagnir fylgja þessari uppstokkun, samkvæmt tilkynningu innviðaráðuneytisins.
24. febrúar 2022
Frá mótmælum gagnvart aðgerðum Rússa í Berlín í dag.
Breyttur heimur blasir við: Eftirsjár vart í Þýskalandi
„Ég er svo reið út í okkur,“ segir fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýnin á linkind Þjóðverja og annarra Evrópuríkja gagnvart Rússum. Utanríkisráðherra landsins segir Pútín að hann muni ekki ná að drepa drauma Úkraínumanna.
24. febrúar 2022
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hvatti þingmenn og stjórnvöld til að taka samtal við þjóðina um stuðning við fullveldi Úkraínu.
Sat í bílnum, hlustaði á útvarpið og var brugðið yfir stuðningi við aðgerðir Rússa
Nokkrir þingmenn lýstu yfir stuðningi við Úkraínu á Alþingi í dag. Þingmanni Sjálfstæðisflokks var brugðið er hún heyrði hlustendur hringja inn í útvarpsþátt í gær og lýsa yfir stuðningi við aðgerðir Rússa.
23. febrúar 2022