Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Veiran gæti jafnvel verið búin að smita um 130 þúsund manns hérlendis
Staðfest kórónuveirusmit hérlendis til þessa eru rúmlega 58 þúsund talsins. Kári Stefánsson segist telja að veiran gæti jafnvel verið búin að smita 130 þúsund Íslendinga, samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr mótefnarannsókn fyrirtækisins.
24. janúar 2022
Búið að samþykkja að veita næstum helmingi meira í hlutdeildarlán en greitt hefur verið út
Við lok árs 2021 var búið að greiða út 2,5 milljarða króna vegna hlutdeildarlána úr ríkissjóði. Á sama tíma var búið að samþykkja að veita hlutdeildarlán að andvirði 4,9 milljarða í heildina.
24. janúar 2022
Þorkell Sigurlaugsson er formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Hann mun hugsanlega gefa kost á sér í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík og vonast til að það verði í boði.
Gefur kost á sér til prófkjörs sem óljóst er hvort fara muni fram
Ekki er útséð með hvernig Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ætlar sér að velja á lista fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í kvöld barst fjölmiðlum þó tilkynning um hugsanlegt framboð í opið prófkjör, ef af því verður.
23. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
21. janúar 2022
Bryndís Haraldsdóttur hér fyrir miðju ásamt þeim Vilhjálmi Árnasyni og Ásmundi Friðrikssyni. Öll eru þau á meðal flutningsmanna frumvarpsins.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill kynningu á sóttvarnaaðgerðum í velferðarnefnd
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins nema ráðherrarnir fimm og forseti Alþingis hafa lagt fram frumvarp sem felur í sér að heilbrigðisráðherra skuli kynna breyttar sóttvarnaráðstafanir fyrir velferðarnefnd áður en þær eru kynntar almenningi.
21. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri segir að taka þurfi öllum fréttum Moggans með fyrirvara í aðdraganda kosninga
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gagnrýnir Morgunblaðið í dag fyrir að hafa sleppt því að birta svör hans sem hrekja efnislega nokkra punkta í fréttaflutningi blaðsins um bensínstöðvarlóð við Ægisíðu 102.
21. janúar 2022
Áfram verður hægt að fá virðisaukaskatt af hinum ýmsu viðhaldsverkefnum á íbúðarhúsnæði endurgreiddan langt fram á næsta ár. Ráðstöfunin kostar ríkið rúma 7 milljarða króna og var lítið rökstudd í fjárlagavinnunni á þingi.
Fá rök sett fram til réttlætingar á margmilljarða skattaendurgreiðslum
Óljós ávinningur af aukinni innheimtu tekjuskatts eru helstu rökin sem lögð hafa verið fram af hálfu þeirra stjórnmálamanna sem lögðu til og samþykktu að verja milljörðum króna í að endurgreiða virðisaukaskatt af vinnu manna fram eftir ári.
21. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
20. janúar 2022
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
20. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
19. janúar 2022
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún segir tístið „hugsað í algjörri einlægni“ og ekki tengt sóttvörnum
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að umdeild færsla hennar á samfélagsmiðlinum Twitter, þar sem hún vitnaði til bandaríska baráttumannsins Martins Luthers King, tengist ekki skoðun hennar á sóttvarnaráðstöfunum.
18. janúar 2022
Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna
Vígreif Líf vill að Vinstri græn eignist fleiri kjörna fulltrúa í Reykjavík
Félagsfundur Vinstri grænna í Reykjavík samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta í gærkvöldi að halda flokksval um efstu þrjú sætin á lista fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi vill leiða listann áfram.
18. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
17. janúar 2022
Óljósar ábendingar til ráðuneytis og réttarfarsnefndar tilefni til lagabreytinga
Drög að breytingum á lögum um réttarfar og dómstóla sem nýlega voru lögð fram í samráðsgátt voru sögð fram sett m.a. vegna ábendinga sem borist hefðu ráðuneyti og réttarfarsnefnd. Engar skriflegar ábendingar hafa þó borist, samkvæmt dómsmálaráðuneytinu.
15. janúar 2022
Frá samstöðufundi með Afgönum á Austurvelli síðsumars.
Áformað að taka við 35-70 manns frá Afganistan
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að taka við allt að 70 flóttamönnum frá Afganistan. Sérstaklega á að beina sjónum að því að taka á móti einstæðum konum og börnum þeirra, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum.
14. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Barir loka, 10 manna samkomutakmarkanir, engir hraðprófaviðburðir en óbreytt skólastarf
Þrír ráðherrar kynntu hertar samkomutakmarkanir og endurvakningu efnahagsaðgerða eftir fund ríkisstjórnarinnar í dag. Tíu manns mega koma saman að hámarki, nema á stöðum eins og veitingastöðum, í skólum og sundlaugum og líkamsræktarstöðvum.
14. janúar 2022
Reikna má með því að stór hluti bíla sem komu nýir á götuna á árunum 2015-2021 verði enn í bílaflota landsmanna árið 2030.
Bara pláss fyrir 10-30 þúsund nýja jarðefnaeldsneytisbíla í flotann
Einungis um 130 þúsund fólksbílar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti mega vera á götunni árið 2030, ef markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum eiga að ganga eftir. Yfir hundrað þúsund brunabílar hafa komið nýir á götuna undanfarin sex ár.
14. janúar 2022
Brátt eiga allar bílaauglýsingar í Frakklandi að fela í sér hvatningu um að ferðast með öðrum hætti en á bíl.
Skylda að hvetja fólk til að hjóla eða nota almenningssamgöngur í bílaauglýsingum
Franskar bílaauglýsingar munu brátt breyta um svip. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tekur gildi í mars verða auglýsendur að hvetja fólk til þess að ferðast með öðrum leiðum en sínum eigin einkabíl í öllum bílaauglýsingum.
13. janúar 2022
Lenya Rún Taha Karim tók sæti á Alþingi fyrir Pírata í fyrsta sinn á milli jóla og nýárs.
Fordæma hatur og rasisma gagnvart Lenyu Rún
„Allt frá kjöri sínu hefur hún þurft að sitja undir rætnum persónuárásum, rasisma og hatursorðræðu vegna uppruna síns,“ segir í yfirlýsingu þingflokks Pírata, sem sett er fram til stuðnings varaþingmanninum Lenyu Rún Taha Karim.
13. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Viðreisn blæs til prófkjörs í Reykjavík – þess fyrsta í sögu flokksins
Viðreisn hefur ákveðið að halda prófkjör fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Fólk þarf að hafa verið skráð í Viðreisn þremur dögum fyrir prófkjörið til að hafa atkvæðisrétt.
11. janúar 2022
Bók Jareds kom út í Bretlandi í upphafi októbermánaðar.
Bók um íslenska hrunið fær glimrandi umsögn í Financial Times
Blaðamaðurinn Ian Fraser ritaði bókadóm um nýlega bók Jareds Bibler fyrir Financial Times og segir bókina stórkostlega lesningu, sem feli í sér varnaðarorð um stöðu eftirlits með fjármálakerfinu á heimsvísu.
11. janúar 2022