Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Frumvarpsdrög veiti stétt dómara of mikið vald yfir skipan dómara
Nýdoktor í lögfræði gerir athugasemdir við breytingar á lagaákvæðum um skipan dómara sem settar eru fram í frumvarpsdrögum frá dómsmálaráðuneytinu. Drögin voru sett fram á Þorláksmessu og athugasemdafrestur vegna þeirra rann út í gær.
11. janúar 2022
The Athletic kom eins og stormsveipur yfir Atlantshafið til Bretlands árið 2019 og sópaði til sín mörgum af þekktustu fótboltablaðamönnum landsins.
New York Times kaupir The Athletic og nælir sér í 1,2 milljónir áskrifenda
Þrátt fyrir að The Athletic hafi aldrei náð að skila hagnaði frá stofnun miðilsins árið 2016 stendur nú til að New York Times kaupi vefmiðilinn, sem einbeitir sér að íþróttaumfjöllun á dýptina, á jafnvirði rúmlega 70 milljarða króna.
8. janúar 2022
Félag leikskólakennara segir að sveitarfélög landsins verði að fara að taka varnaðarorð um of hraðan vöxt leikskólastigsins alvarlega.
Félag leikskólakennara segir „Tupperware píramída hvatningu“ ólíklega til árangurs
Félag leikskólakennara segir að verið sé að taka inn sífellt yngri börn á leikskóla án þess að hugsa málið til enda. Sveitarfélög verði að fara að taka varnaðarorð félagsins um of hraðan vöxt leikskólastigsins alvarlega.
7. janúar 2022
Útlit er fyrir að fjölga þurfi leikskólastarfsmönnum um 250-300 í borginni á næstu 3-4 árum. Ekki tekst að manna leikskólana til fulls í dag.
Ætla að greiða starfsmönnum leikskóla 75 þúsund fyrir að fá vini eða ættingja til starfa
Starfsmenn á leikskólum Reykjavíkurborgar munu geta fengið 75 þúsund króna launaauka ef þeir fá vini sína eða ættingja til starfa á leikskólum. Ráðast á í auglýsingaherferð og frekari aðgerðir til að fá fólk til starfa á leikskólum borgarinnar.
7. janúar 2022
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.
Ísland bjóði upp á „skálkaskjól“ fyrir netglæpi
Vararíkissaksóknari segir „hreint galið“ að glæpamenn hafi vettvang „í túnfætinum hjá okkur, til að fremja glæpi sína undir nafnleynd“ og vísar þar til þjónustu nokkurra netþjónustufyrirtækja sem hýsa starfsemi sína hér á landi.
7. janúar 2022
Þröstur Jónsson sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi og Arnar Þór Jónsson lögmaður hans og varaþingmaður.
Kjörinn fulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi firrir sig ábyrgð á bólusetningu barna
Lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ritað opið bréf fyrir hönd sveitarstjórnarmanns í Múlaþingi, þar sem varað er við bólusetningum barna á aldrinum 5-11 ára. Fulltrúinn firrir sig ábyrgð á bólusetningum barna í sveitarfélaginu.
6. janúar 2022
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu ræddi um kostnað heimila og fyrirtækja af geymslu einkabíla í samtali við Kjarnann fyrir skemmstu.
Bílastæðið í kjallaranum stundum „langdýrasta herbergið í húsinu“
Gríðarlegt pláss fer undir þá bíla sem bætast við á höfuðborgarsvæðinu á hverju ári og kostnaður við geymslu þeirra er borinn af heimilum og fyrirtækjum, sagði Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur í viðtali við Kjarnann á dögunum.
5. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur ætlar að segja frá framboðsmálum þegar hann losnar úr sóttkví
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vonast til þess að geta sagt frá því hvort hann fari aftur fram í borgarstjórnarkosningunum í vor um helgina eða strax eftir helgi.
5. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Búið að skipa blóðmerahóp
Iðunn Guðjónsdóttir frá atvinnuvegaráðuneytinu, Sigrún Björnsdóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun og Ólafur Páll Jónsson heimspekiprófessor við Háskóla Íslands hafa verið skipuð í starfshóp sem á að skoða blóðtöku úr fylfullum hryssum hér á landi.
3. janúar 2022
Arnar Þór Jónsson lögmaður Samtakanna Frelsi og ábyrgð og varaþingmaður.
Krefjast þess að Lyfjastofnun afturkalli markaðsleyfi bóluefnis fyrir 5-11 ára
Samtökin Frelsi og ábyrgð hafa beint stjórnsýslukæru til heilbrigðisráðuneytisins og fara fram á að Lyfjastofnun afturkalli útgefið markaðsleyfi fyrir bóluefni Pfizer handa 5-11 ára börnum.
3. janúar 2022
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu segist hafa „tröllatrú“ á að best væri að fækka akreinum undir almenna umferð á Suðurlandsbraut.
Saknar einhver fjögurra akreina Skeiðarvogs?
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur segist hafa „tröllatrú“ á því að skynsamlegast væri að fækka akreinum fyrir almenna umferð á Suðurlandsbraut samfara uppbyggingu sérrýmis Borgarlínu. Hann segir dæmin sýna að fólk sakni ekki akreina þegar þær fara.
3. janúar 2022
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur.
Samgöngusáttmálinn „stóra málamiðlunin“ á milli öfganna í umræðunni
Skipulagsfræðingurinn Hrafnkell Á. Proppé hefur verið í forsvari fyrir borgarlínuverkefnið undanfarin ár. Hann er nýlega horfinn til annarra starfa, en ræðir við Kjarnann um Borgarlínu, stöðu verkefnisins, sögu þess og framtíð.
29. desember 2021
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar.
Ekki oft sem ráðuneyti vari Alþingi við hagstjórnarmistökum
Þingmaður Samfylkingar gagnrýnir að meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hafi ekki tekið tillit til varnaðarorða fjármálaráðuneytisins um framlengingu „Allir vinna“. Formaður nefndarinnar segir „ósanngjarnt“ að horfa bara á útgjaldahlið átaksins.
27. desember 2021
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er fædd árið 2002. Hún varð í dag yngst til að taka sæti á Alþingi, 19 ára og 240 daga gömul.
Fyrst af þeim sem fæðst hafa á 21. öldinni til að taka sæti á Alþingi
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir varð í dag yngst til að taka sæti á þingi, er hún kom inn sem varaþingmaður fyrir hönd Pírata. Hún er fædd árið 2002 og er fyrsta manneskjan sem fædd er eftir aldamót til að taka sæti á Alþingi.
27. desember 2021
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þingmaður upplifði „landsbyggðarrasisma“ við sjónvarpsáhorf á öðrum degi jóla
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins horfði á fyrsta þátt Verbúðarinnar í gærkvöldi og spurði í kjölfarið hvort það væri ekki kominn tími til að „landbyggðarrasisma menningarvitanna og Ríkisútvarpsins“ linnti.
27. desember 2021
Eggin brúnu frá Brúnegg ehf.
Máli hluthafa Brúneggja gegn RÚV og Matvælastofnun vísað frá dómi
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli vegna rúmlega fimm ára gamallar umfjöllunar Kastljóss um eggjaframleiðandann Brúnegg ehf. Fyrrverandi hluthafar Brúneggja gerðu að mati dómsins ekki skýra grein fyrir tjóni sínu vegna umfjöllunarinnar.
22. desember 2021
Alls hafa 126 af 292 veittum hlutdeildarlánum verið á höfuðborgarsvæðinu.
Um 43 prósent hlutdeildarlána veitt á höfuðborgarsvæðinu
Inn í reglugerð um hlutdeildarlán er skrifuð sérstök trygging fyrir því að hið minnsta 20 prósent lánanna þurfi að vera veitt utan höfuðborgarsvæðisins. Það hefur heldur betur ekki þurft að grípa til þeirrar forgangsaðgerðar til þessa.
22. desember 2021
Eyþór Arnalds ætlar ekki að gefa kost á sér til borgarstjórnar í vor.
Eyþór segist hafa „tilfinningu“ fyrir 35-36 prósenta fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni í vor
Leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir ákvörðun hans um að hverfa á braut úr borgarmálunum ekki byggjast á einhverjum skoðanakönnunum sem hafi verið honum eða flokknum í óhag. Þvert á móti segir hann Sjálfstæðisflokkinn standa sterkt.
21. desember 2021
Erling Freyr Guðmundsson er framkvæmdastjóri Ljósleiðararans.
Míla muni þurfa að auka markaðshlutdeild, hækka verð eða draga úr kostnaði
Í kynningu sem Ljósleiðarinn sendi Alþingi segir að Míla muni þurfa að auka markaðshlutdeild, hækka verð eða draga úr kostnaði til að standa undir arðsemiskröfu væntra nýrra eigenda. Ljósleiðarinn vill að Fjarskiptastofa fá heimild til að rýna kaupin.
21. desember 2021
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks hér til vinstri.
Segist „fullur efasemda um harðari aðgerðir“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að honum sýnist „enn og aftur“ ekki horft til heildarhagsmuna við ákvörðunartöku varðandi sóttvarnaaðgerðir. Leiðin áfram sé að „treysta fólki til að taka ábyrgð á sjálfu sér“.
21. desember 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mælti fyrir frumvarpinu á þingi 13. desember og virðist ætlan stjórnvalda að láta það verða að lögum sem allra fyrst.
Stærstu fjarskiptafyrirtækin afar óhress með nýtt frumvarp um fjarskiptainnviði
Stærstu einkareknu fjarskiptafyrirtæki landsins hafa sett fram nokkuð hvassa gagnrýni á stjórnarfrumvarp sem snertir m.a. á erlendri fjárfestingu í fjarskiptainnviðum. Síminn segir að ráðherra fái alltof víðtækar heimildir ef frumvarpið verði að lögum.
20. desember 2021
Hlutdeildarlánunum var ætlað að hjálpa tekju- og eignalitlu fólki að komast í eigið húsnæði og skapa hvata til aukinnar uppbyggingar ódýrari íbúða.
Hlutdeildarlánin ekki að ganga jafn hratt út og áætlanir gerðu ráð fyrir
Þegar hlutdeildarlánin voru kynnt til sögunnar haustið 2020 var gert ráð fyrir því að um fjórir milljarðar yrðu lánaðir vaxtalaust til fyrstu kaupenda á ári hverju. Á fyrsta rúma árinu hafa útlán hins opinbera hins vegar numið tæpum 2,5 milljörðum.
18. desember 2021
Frá Waldorfskólanum í Lækjarbotnum. Mynd úr safni.
Leik- og grunnskóli í Kópavogi kærir tvöföldun Suðurlandsvegar
Waldorfskólinn í Lækjarbotnum hefur kært tvöföldun Suðurlandsvegar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Forsvarsmenn skólans telja sig ekki hafa neina tryggingu fyrir því að tengingar skólans við tvöfaldan veginn verði viðunandi.
18. desember 2021
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti skýrslubeiðandi.
Stjórnarandstaðan sameinast um að láta kanna loforð ráðherra í aðdraganda kosninga
Öll stjórnarandstaðan á Alþingi hefur lagt fram skýrslubeiðni til Ríkisendurskoðunar, með ósk um að skoðað verði hvernig ráðherrar úthlutu eða lofuðu fé í sumar, þegar þingið var ekki starfandi og kosningabarátta í gangi.
17. desember 2021
Sala tveggja flutningaskipa í brotajárn til Alang í Indlandi er ástæða þess að héraðssaksóknari hefur fengið húsleitarheimild hjá Eimskip.
Héraðssaksóknari ræðst í húsleit hjá Eimskip vegna skipanna sem enduðu í Indlandi
Héraðssaksóknara hefur verið veitt heimild til húsleitar á starfsstöðvum Eimskips á grundvelli úrskurðar héraðsdóms. Húsleitin tengist rannsókn á meintum brotum á lögum sem tengjast sölu tveggja flutningaskipa í brotajárn til Indlands.
16. desember 2021