Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Milorad Dodik leiðtogi Bosníu-Serba.
Hætta talin á upplausn í Bosníu og Hersegóvínu
Bosníu-Serbar hafa fyrirætlanir um að draga sig út úr lykilstofnunum Bosníu og Hersegóvínu, hernum, skattinum og dómsvaldinu, og stofna sínar eigin. Viðkvæmur friðurinn sem náðist fram með Dayton-samkomulaginu er talinn í hættu vegna þessa.
13. nóvember 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Telur „enn harðari aðgerðir“ koma til greina og segir stjórnvöld þurfa að vera tilbúin
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að stjórnvöld þurfi að vera reiðubúin að grípa enn frekar í handbremsuna ef þær hertu aðgerðir sem hafa verið boðaðar í dag skili ekki árangri. Fyrstu teikn um árangur ættu að sjást á um 7-10 dögum.
12. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Aftur niður í 50 manna fjöldatakmörk á miðnætti
Almennar fjöldatakmarkanir munu frá og með miðnætti kveða á um að almennt megi einungis 50 manns megi vera í sama rými. Allt að 500 manns mega þó koma saman á viðburðum, þar sem krafist verði hraðprófa.
12. nóvember 2021
Bæjarstjórinn í Árborg lítur svo á að það þurfi að byggja upp nýjan veg, ýmist sunnan við Selfoss eða í Ölfusi, til að höndla þungaflutninga austan að og til Þorlákshöfn.
Sunnlenskir sveitarstjórar hugsi yfir auknum þungaflutningum um Suðurland
Bæjarstjórinn í Árborg segir ljóst að byggja þurfi upp nýjan veg umhverfis Selfoss til að anna stórkostlegri aukningu vöruflutninga úr austri og til Þorlákshafnar, óháð því hvort fyrirhugaðir flutningar Kötluvikurs af Mýrdalssandi verði að veruleika.
12. nóvember 2021
Miklir þungaflutningar um Suðurlandið fylgja vikurnáminu sem fyrirhugað er við Hafursey. Mynd af þjóðvegi 1 í Rangárvallasýslu.
Flutningabíll æki að meðaltali á sex mínútna fresti í gegnum þéttbýlisstaði á Suðurlandi
Skipulagsstofnun áréttar, í áliti sínu vegna matsáætlunar um fyrirhugaða vikurnámu við Hafursey á Mýrdalssandi, að umhverfismatsskýrsla þurfi að fjalla um áhrif afar umfangsmikilla flutninga með vikurinn til Þorlákshafnar.
11. nóvember 2021
Jared Bibler, fyrrverandi rannsakandi hjá FME.
Stendur við orð sín um að Seðlabankinn hafi verið misnotaður
Fyrrverandi rannsakandi hjá Fjármálaeftirlitinu segir Seðlabankann annað hvort reyna að snúa út úr eða opinbera umhugsunarvert skilningsleysi með svörum sínum til Kjarnans um svik sem áttu sér stað á tímum gjaldeyrishafta.
10. nóvember 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna mælist slælega í skoðanakönnunum um þessar mundir.
Meirihluti Bandaríkjamanna ósáttur með frammistöðu Bidens í embætti
Eftir tæplega 300 daga í embætti mælist mikil og vaxandi óánægja með störf Joe Bidens Bandaríkjaforseta í skoðanakönnunum. Einungis einn fyrrverandi forseti landsins hefur mælst óvinsælli eftir jafn marga daga í embætti og Biden hefur setið nú.
9. nóvember 2021
Jeffrey Ross Gunter fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi fær vægast sagt slæma umsögn frá fyrrverandi undirmönnum sínum í bandaríska sendiráðinu í skýrslu innra eftirlits utanríkisþjónustu landsins.
Þrúgandi starfsumhverfi, versnandi tengsl og ekki greitt í samræmi við kjarasamninga
Algengt var að starfsmenn bandaríska sendiráðsins á Íslandi eyddu klukkustundum af vinnudeginum í að hjálpa fyrrverandi sendiherra að semja eina færslu á samfélagsmiðla, samkvæmt innra eftirliti bandarísku utanríkisþjónustunnar.
9. nóvember 2021
Seðlabanki Íslands segir það langsótt að tala um að tiltekin brot gegn gjaldeyrislögum eftir hrun sem nokkurs konar misnotkun á Seðlabankanum.
Viðskiptabankarnir misnotaðir, ekki Seðlabankinn
Seðlabankinn segir að þau meintu svik sem lutu að úttektum á gjaldeyri fyrir tilhæfulausa reikninga á tímum gjaldeyrishafta hafi varðað viðskipti við viðskiptabankana, en ekki Seðlabankann, líkt og ráða mátti af nýlegri umfjöllun Kjarnans.
8. nóvember 2021
Kjósendur Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks hafa minnstar áhyggjur af sölunni á Mílu til Ardian
Samkvæmt nýrri könnun frá Maskínu hafa rúm 42 prósent landsmanna fremur miklar eða miklar áhyggjur af sölunni á fjarskiptafyrirtækinu Mílu til erlendra aðila. Kjósendur Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks hafa mun minni áhyggjur en flestir aðrir.
8. nóvember 2021
Scott Morrison forsætisráðherra Ástralíu.
Andfætlingar okkar, kolafíklarnir
Áströlsk stjórnvöld eru víða gagnrýnd fyrir að vera loftslags-skussar sem neiti að draga úr vinnslu jarðefnaeldsneytis. Fyrrverandi forsætisráðherra segir stærsta stjórnmálaflokki landsins haldið í gíslingu af „eitruðu bandalagi“ loftlagsafneitara.
7. nóvember 2021
Veflausn KOT er ætluð til þess að hjálpa þeim sem eru að selja stór nýbyggingaverkefni að halda utan um söluferlið.
Áhugasamir kaupendur geta séð hæstu tilboð sem borist hafa
Ný veflausn sprotafyrirtækisins KOT, sem hönnuð er til að halda utan um sölu á stórum fasteignaverkefnum, fór í loftið í vikunni. Þar munu kaupendur geta séð hæstu virku tilboð í eignir sem eru til sölu og fengið SMS ef ný tilboð berast.
7. nóvember 2021
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Uppboð aflaheimilda skilaði árangri í annarri tilraun Namibíumanna
Önnur tilraun stjórnvalda í Namibíu til þess að bjóða upp aflaheimildir heppnaðist og skilaði jafnvirði tæplega 3,5 milljarða króna í ríkissjóð. Fjármálaráðherra landsins segir stjórnina sannfærða um að uppboð séu rétta leiðin til að úthluta kvótanum.
5. nóvember 2021
Flugfélagið Play hóf sig á loft fyrr á árinu eftir langan undirbúningstíma.
Níu mánaða tap Play 1,4 milljarðar – Opna skrifstofu í Litáen í desember
Flugfélagið Play greinir frá því í uppgjörstilkynningu í dag að það ætli sér að opna skrifstofu í Vilníus í Litáen í desember. Höfuðstöðvar, auk allra áhafna og flugreksturs, verði þó áfram hér á landi.
4. nóvember 2021
Rafbílar eru fyrirferðamiklir í umræðunni í kringum Cop26-ráðstefnuna í Glasgow.
Rörsýn á rafmagnsbíla á ráðstefnunni í Glasgow
Í aðalsýningarsalnum á Cop26 í Glasgow er hægt að sjá kappakstursbíl sem gengur fyrir rafmagni. Lítil áhersla er hins vegar bæði þar og í dagskrá ráðstefnunnar á virka ferðamáta og almenningssamgöngur, ýmsum til furðu.
4. nóvember 2021
Á meðal nýrra fyrirheita sem sett hafa verið fram á ráðstefnunni í Glasgow er markmið Indlands um kolefnishlutleysi árið 2070. Þaðan er myndin.
1,9°?
Samanlögð fyrirheit ríkja heims um samdrátt í losun hafa í fyrsta sinn, samkvæmt vísindamönnum frá Ástralíu, meira en helmings líkur á því að hemja hlýnun jarðar við 2° fyrir lok aldar. Ef þeim verður öllum framfylgt.
3. nóvember 2021
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi.
Creditinfo er að endurskoða hvað það merkir að vera „framúrskarandi fyrirtæki“
Nýr framkvæmdastjóri Creditinfo segir að unnið sé að því að fjölga mælikvörðum að baki vottuninni Framúrskarandi fyrirtæki. Einnig skoðar Creditinfo að áskilja sér rétt til að fjarlægja fyrirtæki tímabundið af listanum, vegna t.d. spillingarrannsókna.
3. nóvember 2021
Kínverskur verkamaður fyrir framan vindmyllu. Í Kína og mun víðar um heiminn þarf að lyfta grettistaki í orkuskiptum ef ekki á illa að fara.
Hvað koma ríkin sem losa mest með að borðinu?
Kína, Bandaríkin, ríki Evrópusambandsins og Indland eru samanlagt ábyrg fyrir rúmum helmingi árlegrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Hvaða fyrirheit hafa þau ríki sem mest losa sett fram um að minnka losun til framtíðar?
2. nóvember 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér formennsku
Starfsfólk Eflingar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ályktun starfsmanna Eflingar frá því á föstudag hafi ekki verið sett fram til að lýsa vantrausti á eða hrekja Sólveigu Önnu Jónsdóttur úr starfi formanns.
2. nóvember 2021
Gríðarmiklu skóglendi er fórnað víða um heim í dag, ekki síst undir framleiðslu á pálmaolíu.
Yfir hundrað ríki heita því að hætta eyðingu skóga fyrir 2030
Yfir hundrað þjóðarleiðtogar hafa gerst aðilar að yfirlýsingu um að hætta eyðingu skóga fyrir árið 2030. Bent hefur verið á að svipuð yfirlýsing frá árinu 2014, þó hún hafi verið smærri í sniðum, hafi skilað afar litlum árangri.
2. nóvember 2021
Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu.
Formaður Eflingar hafi reynt að hylma yfir vanlíðan starfsmanna
Stjórnarmaður í Eflingu segir í yfirlýsingu að Sólveig Anna Jónsdóttir hafi haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórn stéttarfélagsins og að tilraun hafi verið gerð til að beita hann persónulegri kúgun er hann gekk eftir því að fá þessar upplýsingar.
1. nóvember 2021
Fólk trúir að það geti haft áhrif á sitt nánasta nágrenni
Almenningur vill láta sig skipulagsmál varða, en mörgum þykja þau flókin og óaðgengileg. Fagfólk telur litla háværa hópa stundum hafa of mikil áhrif. Kjarninn ræðir samráð í skipulagsmálum við Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur forstjóra Skipulagsstofnunar.
31. október 2021
Rafbílar, skógrækt, kýr sem borða þara, færri álver og fleiri vegan
Í skýrslu Íslands til COP26 eru dregnar upp fimm mismunandi sviðsmyndir um leið Íslands til kolefnishlutleysis árið 2040, sem byggja á samráði við almenning. Þar kennir ýmissa grasa.
29. október 2021
Borgin hefur verið að vinna með það að markmiði að hægt verði að bjóða öllum börnum leikskólavist við 12 mánaða aldur innan nokkurra ára.
Mun þétting byggðar fylla skólana í borginni?
Með þéttingu byggðar og fólksfjölgun í Reykjavíkurborg má vænta þess að börnum fjölgi í sumum grónum hverfum borgarinnar – fyrir utan nýju hverfin. Kjarninn kannaði hvernig áætlanir borgarinnar um grunnskóla- og leikskólamál líta út til næstu ára.
29. október 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir bloggar og segir faraldurinn í veldisvexti
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir á nýjum vettvangi sínum á covid.is að reynslan sýni að samfélagslegum smitum fækki ekki „fyrr en gripið er til takmarkandi aðgerða í samfélaginu.“ Á sama tíma er stefnt að afléttingu allra takmarkana 18. nóvember.
28. október 2021