Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Ísland kostaði tæpum tveimur milljónum til vinnu FAO við fyrsta áfangann. Óljóst er hvernig kostun annars áfanga verksins verður háttað.
Kostnaður Íslands við vinnu FAO innan við tvær milljónir
Samkvæmt atvinnuvegaráðuneytinu kostaði vinnan við fyrsta áfangann í úttekt á vegum FAO um viðskiptahætti útgerða 15 þúsund bandaríkjadali, eða rétt innan við tvær milljónir króna.
28. október 2021
Bandaríkin hafa gefið út sitt fyrsta kynhlutlausa vegabréf.
Fyrsta kynhlutlausa vegabréfið gefið út í Bandaríkjunum
Kyn: X. Bandaríkin hafa nú bæst í þann stækkandi hóp ríkja sem gefið hafa út vegabréf með hlutlausri kynskráningu.
27. október 2021
ÁTVR leitar nú að nýju plássi undir Vínbúð í miðborg Reykjavíkur.
Vínbúðin gagnrýnd fyrir að leita sér að bílvænni stað í miðborginni
Fréttir af því að ÁTVR kanni möguleikann á að finna nýjan stað undir Vínbúð í miðborg Reykjavíkur hafa fallið í grýttan jarðveg hjá ýmsum. Ríkisfyrirtækið hefur áður sætt gagnrýni fyrir að reka stefnu sem miði að því að fólk komi keyrandi að kaupa vín.
27. október 2021
Þann 1. október voru heimildir til þess að byggja rúmlega þrjúþúsund íbúðir á deiliskipulögðum lóðum hér og þar í Reykjavík.
Meirihluti íbúða í samþykktu deiliskipulagi er á nýjum uppbyggingarsvæðum
Flestar þær íbúðir sem heimilt var samkvæmt samþykktu deiliskipulagi að byggja í Reykjavíkurborg þann 1. október, án þess að búið væri að gefa út byggingarleyfi, eru fyrirhugaðar á nýjum uppbyggingarsvæðum í Vogahverfi, Bryggjuhverfi og Skerjafirði.
27. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
25. október 2021
Kristján Þór Júlíusson, sem brátt lætur af störfum sem sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra.
Skýrslan sem Ísland ákvað að fjármagna vegna Samherjamálsins tilbúin til kynningar
Tæpum tveimur árum eftir að upp komst um vafasama viðskiptahætti Samherja í Namibíu er nú tilbúin skýrsla, sem Ísland fjármagnaði, sem er fyrsti þáttur í úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar í þróunarríkjum.
24. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
21. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
20. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
19. október 2021
Péter Márki-Zay hefur verið borgarstjóri í Hódmezővásárhely frá árinu 2018.
Márki-Zay leiðir ungversku stjórnarandstöðuna gegn Orbán
Óflokksbundinn íhaldsmaður á miðjum aldri sem heitir því að berjast gegn spillingu í Ungverjalandi mun leiða sex flokka kosningabandalag ungverskra stjórnarandstæðinga gegn Viktori Orbán og Fidesz-flokki hans í vor.
18. október 2021
Lýðræðisveislan var ekki ókeypis
Kostnaður frambjóðenda sem tóku þátt í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins fyrr á árinu var á sjöunda tug milljóna. Mestu fé var varið í prófkjörin á höfuðborgarsvæðinu, en yfir 20 þúsund manns tóku þátt í því að stilla upp D-listum á landsvísu.
16. október 2021
Danir munu bjóða öllum sem hafa verið bólusettir tvisvar að koma í þriðja skammtinn þegar sex og hálfur mánuður hefur liðið frá öðrum skammtinum.
Sex mánuðir og 14 dagar talinn réttur tími fyrir þriðja skammtinn
Dönsk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um að bjóða öllum bólusettum landsmönnum að fá þriðja skammtinn þegar sex og hálfur mánuður hefur liðið frá því að fólk fékk annan skammtinn.
15. október 2021
Kjarnanum flaug í hug að Seðlabankinn hefði einhverja vitneskju um umfang rafmyntaeignar eða -viðskipta innlendra aðila, eða hefði gert tilraun til að leggja mat á það, en svo er ekki.
Seðlabankinn veit ekki hvað Íslendingar eiga mikið af eða hafa hagnast mikið á rafmyntum
Samkvæmt svörum við spurningum Kjarnans veit Seðlabankinn ekki neitt um það hversu mikið af rafmyntum Íslendingar eiga, eða hversu mikið fé hefur komið inn í íslenskt hagkerfi vegna hagnaðar af fjárfestingum í rafmyntum.
15. október 2021
Frá Ármúla í Reykjavík.
Nú má heita Ármúla
Mannanafnanefnd samþykkti millinafnið Ármúla á fundi sínum á þriðjudag, en nafnið uppfyllti öll þau skilyrði sem millinöfn þurfa lögum samkvæmt að uppfylla til að hljóta samþykki nefndarinnar.
14. október 2021
Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði í september athugasemdir við nokkra þætti í rekstri tveggja lífeyrissjóða.
Fjármálaeftirlitið hnýtir í tvo lífeyrissjóði eftir vettvangsathuganir
Í kjölfar vettvangsathugana Fjármálaeftirlitsins hjá Íslenska lífeyrissjóðnum og Eftirlaunasjóði FÍA fyrr á þessu ári voru gerðar nokkrar athugasemdir við ákveðna þætti í rekstri beggja sjóða.
14. október 2021
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins á nýliðadegi í þinginu fyrr í vikunni.
Prófkjörsbarátta Diljár Mistar kostaði rúmar 4,5 milljónir króna
Diljá Mist Einarsdóttir náði miklum árangri sem nýliði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar og hafnaði í þriðja sæti. Hún varði 4,5 milljónum í prófkjörsbaráttu sína samkvæmt uppgjöri framboðs hennar.
14. október 2021