Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Fjórir málaflokkar gína yfir alla aðra hvað mikilvægi varðar, samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr könnun sem stendur yfir.
Umhverfið, efnahagurinn, heilbrigðiskerfið og kjaramál efst í hugum kjósenda
Heilbrigðismál, umhverfis- og loftslagsmál, efnahagsmál og kjaramál eru mikilvægustu málin í kosningabaráttunni að mati kjósenda, samkvæmt frumniðurstöðum úr Íslensku kosningarannsókninni, sem stendur yfir þessa dagana.
13. september 2021
Svona er hlutfallsleg skipting skráðra félaga í flokkunum, samkvæmt því sem Kjarninn kemst næst.
Hátt í 100 þúsund félagar á flokksskrám stjórnmálaflokkanna
Skráðir félagar í stjórnmálaflokkum á Íslandi eru hátt í 100 þúsund talsins, sem er ákaflega hátt hlutfall kjósenda í alþjóðlegum samanburði. Líklega eru þó margir skráðir í fleiri en einn flokk.
13. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins í Forystusætinu á RÚV á fimmtudaginn.
Yfirlýst stefna Joe Biden í skattamálum er róttækari en stefna Framsóknarflokksins
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar orð Sigurðar Inga Jóhannssonar um að Joe Biden Bandaríkjaforseti sé með svipaðar áherslur í skattamálum og Framsóknarflokkurinn.
11. september 2021
Samtökin '78 birtu mat sitt á stefnu flokkanna í málefnum hinsegin fólks á fimmtudaginn. Mynd úr safni.
Léleg einkunn frá Samtökunum ‘78 þýðir ekki að flokkar standi gegn hinsegin fólki
Samkvæmt svörum frá öllum flokkum til Samtakanna '78 vilja þeir styðja við réttindabaráttu hinsegin fólks. Stefnur flokkanna fengu þó afar ólíkar einkunnir í huglægu mati stjórnar samtakanna. Engin stig voru gefin fyrir almennar stefnur um mannréttindi.
11. september 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Björn Þorfinnsson og Jakob Frímann Magnússon.
Ritstjóri DV: „Stórslys fyrir lýðræðið“ ef frambjóðandi Flokks fólksins næði inn á þing
Björn Þorfinnsson ritstjóri DV svarar athugasemdum Ástu Lóu Þórsdóttur, frambjóðanda Flokks fólksins, við fréttaflutning af máli Jakobs Frímanns Magnússonar fullum hálsi í dag. Ritstjórinn segir frambjóðandann gaspra af ábyrgðarleysi.
10. september 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór varði 11 milljónum króna í baráttunni við Áslaugu Örnu
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem varð hlutskarpastur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, varði 11,1 milljón króna í prófkjörsbaráttu sinni gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hann lagði sjálfur út 4,4 milljónir króna.
9. september 2021
Arnar Þór Jónsson héraðsdómari og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins.
Prófkjörsbarátta dómarans kostaði 4,7 milljónir króna
Arnar Þór Jónsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og héraðsdómari, sem sóttist eftir 2.-3. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, fékk 4,7 milljónir í styrki frá fyrirtækjum og einstaklingum til að heyja prófkjörsbaráttu sína.
9. september 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni kallaði niðurstöður Gylfa Zoega um fjármögnun Landspítala „hátimbraðar“
Fjármála- og efnahagsráðherra sagði í pallborðsumræðum á vegum ASÍ í dag að hann teldi niðurstöður hagfræðiprófessors um fjármögnun Landspítala vera „mjög hátimbraðar“ eins og hann horfði á það.
9. september 2021
Kjósendur, flokkarnir og fólk á flótta: Hverjir vilja hvað?
Nýleg könnun um afstöðu Íslendinga til móttöku flóttamanna leiðir í ljós að nokkur munur er á því á milli kjósendahópa flokkanna hvernig Ísland eigi að haga málum varðandi móttöku fólks sem er á flótta frá heimalandi sínu. En hvað boða flokkarnir?
9. september 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna setti 8,7 milljónir króna í slaginn á móti Guðlaugi Þór
Prófkjörsbarátta Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í Reykjavík kostaði 8,7 milljónir króna, samkvæmt uppgjöri framboðsins. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem lagði Áslaugu í baráttu um fyrsta sætið í Reykjavík, hafði ekki skilað uppgjöri fyrir lok dags í gær.
8. september 2021
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki núll stig fyrir markmið sín um að hætta að brenna olíu
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Bjarna Benediktssonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki fengið stig í mati Ungra umhverfissinna fyrir að stefna að því að hætta að brenna olíu fyrst þjóða.
7. september 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kom frumvarpi sínu um styrki til einkarekinna fjölmiðla í gegnum þingið á vordögum.
Stærstu útgáfufyrirtækin fá rúma 81 milljón hvert í fjölmiðlastyrki
Úthlutun fjölmiðlastyrkja fyrir árið 2021 var birt í dag. Árvakur, Sýn og Torg, stærstu einkareknu fjölmiðlafyrirtæki landsins, fá rúmar 244 milljónir af þeim 389 milljónum sem voru til úthlutunar í sinn hlut.
7. september 2021
Lögfræðingar við HR og HÍ hafa rýnt í umræðu um lögmæti stóreignaskatta.
Stóreignaskattur sé „að meginreglu stjórnskipulega gildur“
Tveir fræðimenn í lögfræði stíga inn í umræðu um stóreignaskattinn sem Samfylkingin boðar á hreina eign yfir 200 milljónir og segja að meginreglan sé sú að slíkir skattar séu stjórnskipulega gildir, þó það skipti máli hvernig þeir séu útfærðir.
6. september 2021
Þorsteinn Gunnarsson var skipaður í embætti formanns kærunefndar útlendingamála undir lok ágústmánaðar.
Skora á Þorstein um að víkja sem formaður kærunefndar útlendingamála
Félagasamtök og einstaklingar senda í dag frá sér yfirlýsingu, þar sem skorað er á nýskipaðan formann kærunefndar útlendingamála um að láta af störfum. Fyrri störf hans fyrir Útlendingastofnun eru sögð leiða til þess að hann geti ekki notið trausts.
6. september 2021
Á vef stjórnarráðsins er hægt að nálgast lista yfir framgang málanna sem voru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.
Flest mál sem ekki hafa drifið alla leið í umhverfis- og félagsmálaráðuneytum
Af þeim málum sem ríkisstjórnin setti í stjórnarsáttmálann fyrir tæpum fjórum árum eru flest mál ókláruð, samkvæmt huglægu mati stjórnvalda sjálfra, í umhverfis- og félagsmálaráðuneytum.
6. september 2021
Áróðursmyndbönd flokkanna: Hvað vilja þeir sýna kjósendum?
Íslensku stjórnmálaflokkarnir dæla nú flestir út stuttum myndböndum með skilaboðum til þeirra sem ætla sér á kjörstað 25. september. Kjarninn kafaði í auglýsingabanka Facebook og rýndi í það hverju flokkarnir eru að koma á framfæri þessa dagana.
4. september 2021
Ekki hefur verið samið um neina aðkomu ríkisins að rekstri Borgarlínunnar, ennþá.
Ríkið mun setja rúma 46 milljarða í Borgarlínu á núvirði
Formaður Miðflokksins fékk svör frá fjármála- og efnahagsráðherra um núvirtan kostnað ríkisins við framkvæmdir vegna Borgarlínu til 2033. Á núvirði kostar verkefnið í heild tæpa 53 milljarða króna á núvirði.
3. september 2021
Fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu sögðust keyra til vinnu í júní 2021 en þegar spurt var að því sama í júní árið 2020.
Áfram fleiri sem keyra oftast til vinnu en helst myndu kjósa
Hlutfall þeirra sem keyrðu oftast í vinnuna í júnímánuði jókst á þessu ári miðað við síðasta ár, samkvæmt nýrri ferðavenjukönnun frá Maskínu. Borgarfulltrúar túlkuðu niðurstöðurnar hver með sínu nefi á fundi skipulags- og samgönguráðs á miðvikudag.
3. september 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.
Hvað vill Flokkur fólksins?
Flokkur fólksins boðar margvíslegar aðgerðir til þess að bæta hag þeirra sem standa höllum fæti í íslensku samfélagi. Flokkurinn segist geta sótt tugi milljarða til þess að fjármagna loforð sín með breytingum í lífeyrissjóðakerfinu.
2. september 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sést hér með nokkrum samstarfsaðilum í útgerð fyrirtækisins í Namibíu.
Fara fram á að tölvupóstum frá Íslandi og vitnisburði Jóhannesar verði vísað frá
Lögmaður á vegum Samherjafélaga í Namibíu hefur sett fram kröfu um að nýjum sönnunargögnum sem sett voru fram í sumar og vitnisburði uppljóstrarans Jóhannessar Stefánssonar verði ekki meðal sönnunargagna í málinu sem þar er rekið.
2. september 2021
Bjarni Jónsson oddviti VG í NV-kjördæmi og Katrín Jakobsdóttir flokksformaður á landsþinginu um liðna helgi.
Fá loforð um breytingar í kosningastefnu Vinstri grænna
Kosningastefna Vinstri grænna er fremur almennt orðuð um flesta hluti, nema helst loftslagsmál, þar sem vilji er til að ganga lengra en nú er. Flokkurinn vill að barnabætur nái til fleiri en þær gera í dag og skoða þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt.
1. september 2021
Julian Assange situr í bresku fangelsi.
Blaðamannafélagið vill að Ísland tali máli Assange í samskiptum við Bandaríkin
Í bréfi sem stjórn Blaðamannafélags Íslands sendi forsætisráðherra á mánudag er sett fram áskorun um að íslensk stjórnvöld tali máli Julians Assange í samskiptum sínum við bandarísk stjórnvöld.
1. september 2021
Bæði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Logi Einarsson gagnrýndu Katrínu Jakobsdóttur fyrir árangur og stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
Metnaðarleysi, tækifæri, snillingar, svipur og réttlát umskipti í loftslagsmálum
Í kappræðum um loftslagsmál á RÚV tókust stjórnmálaleiðtogar tíu flokka á um mismunandi leiðir til þess að stýra Íslandi að markmiðum í loftslagsmálum, árangurinn hingað til, markmiðin sjálf og það hverjir eigi að bera byrðarnar.
31. ágúst 2021
Gunnar Smári Egilsson, frambjóðandi og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Sósíalistaflokkurinn segist vilja „brjóta upp Samherja“ og hefja „fjórða þorskastríðið“
Sósíalistaflokkurinn boðar að stærstu útgerðarfélögum landsins verði skipt upp bæði þversum og langsum ef hann komist til valda. Einnig segir flokkurinn að veiðigjöld, sem innheimt verði við löndun, geti skilað hinu opinbera 35 milljörðum króna.
31. ágúst 2021
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála.
Ferðaskrifstofum veitt aukaár til að byrja að greiða Ferðaábyrgðarsjóði til baka
Ráðherra ferðamála hefur tekið ákvörðun um að fresta fyrsta gjalddaga á lánum sem ríkið veitti ferðaskrifstofum til að endurgreiða neytendum pakkaferðir til 1. desember 2022. Staða ferðaskrifstofa er sögð erfið, í tilkynningu atvinnuvegaráðuneytisins.
31. ágúst 2021