Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Að upplifa þvingun varðandi það að senda myndir eða aðrar persónulegar upplýsingar yfir netið er helst bundið við yngstu aldurshópana, samkvæmt nýrri könnun fjölmiðlanefndar.
Unglingsstúlkur upplifa helst þvinganir í samskiptum á netinu
Tæpur fjórðungur unglingsstúlkna á aldrinum 15-17 ára sögðust hafa upplifað þvinganir um að senda myndir eða aðrar persónulegar upplýsingar yfir netið, samkvæmt könnun fjölmiðlanefndar.
18. ágúst 2021
Alþýðusambandið gagnrýnir stefnumörkun ríkisins um einkaframkvæmdir og veggjöld
Í umsögn ASÍ um Grænbók í samgöngumálum má finna gagnrýni á þá stefnu sem mörkuð hefur verið á undanförnum árum um gjaldtöku af umferð á höfuðborgarsvæðinu og samstarf ríkisins við einkaaðila um einstakar vegaframkvæmdir.
18. ágúst 2021
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
KSÍ hafnar því að taka þátt í að þagga niður ofbeldismál
KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem því er hafnað að sambandið taki þátt í því að þagga niður ofbeldismál eða hylma yfir með gerendum. Þar segir jafnframt að „dylgjum“ um slíkt sé alfarið vísað á bug.
17. ágúst 2021
Fram kemur í umsögn SSH um málið að samtökin hafi rekið á eftir því við ráðuneytið að hefja vinnu um hvernig ríkið og sveitarfélögin ætli að fjármagna rekstur almenningssamgangna til framtíðar.
Telja nauðsynlegt að ríkið auki framlög til reksturs almenningssamgangna
Bæði Strætó og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu koma því á framfæri í umsögnum við drög að Grænbók um samgöngumál að ríkið þurfi að koma að rekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu af auknum krafti.
17. ágúst 2021
Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður hefur verið kynntur sem oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.
Jakob Frímann oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi
Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður verður oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.
16. ágúst 2021
Auglýsingaborðinn sem Nýja vínbúðin keypti á vef mbl.is.
Vefverslun með áfengi auglýsir sig á einum stærsta fréttavef landsins
Í gær birti Nýja vínbúðin, bresk vefverslun með vín sem þjónar íslenskum neytendum, auglýsingu á mbl.is. Stofnandi hennar segir ekkert í reglugerðum eða lögum banna erlendum áfengisverslunum að auglýsa í íslenskum fjölmiðlum.
13. ágúst 2021
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgarfulltrúi telur Reiti setja fram „gamaldags viðhorf til fólks“ og þykir það leitt
Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir leitt að sjá neikvæðar athugasemdir fasteignafélagsins Reita við uppbyggingu smáhýsa fyrir nokkra skjólstæðinga velferðarsviðs borgarinnar í Laugardal.
13. ágúst 2021
Hinum Norðurlöndunum hefur tekist að bjóða kvótaflóttafólk velkomið í heimsfaraldrinum
Enginn kvótaflóttamaður kom til Íslands í fyrra og einungis 11 af þeim 100 sem átti að bjóða velkomin í fyrra samkvæmt ákvörðunum stjórnvalda eru komin. Kjarninn kannaði hvernig hinum Norðurlöndunum hefur gengið að bjóða flóttafólk velkomið á tímum veiru.
13. ágúst 2021
Eyjólfur Ármannsson verður oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Formaður Orkunnar okkar leiðir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi
Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur og formaður hópsins Orkunnar okkar, mun leiða lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi til komandi kosninga.
13. ágúst 2021
Stjórnmálaflokkarnir sem sitja á þingi skipa fulltrúa í stjórn Ríkisútvarpsins.
Leggur til að nýir flokkar fái gjaldfrest vegna auglýsinga á RÚV þar til ríkisstyrkir berast
Fulltrúi Pírata í stjórn RÚV hefur sagt sósíalistum að hann muni leggja til við aðra stjórnarmenn að flokkar utan þings fái auglýsingatíma úthlutuðum með gjaldfresti fram á næsta kjörtímabil.
12. ágúst 2021
Borgarráð samþykkti þessar breytingar á fundi sínum í dag.
Verð á bílastæðakortum fyrir miðborgarbúa hækkar um allt að 275 prósent á ársgrundvelli
Borgarráð hefur samþykkt að hækka gjald fyrir bílastæðakort íbúa á gjaldskyldum svæðum miðborgar úr 8 þúsund krónur upp í 15 þúsund eða 30 þúsund, eftir því hver orkugjafi bílsins er. Eigendur raf- og vetnisbíla fá helmingsafslátt.
12. ágúst 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur vert að skoða þrepaskipt fjármagnstekjuskattskerfi.
Forsætisráðherra vill skoða þrepaskipt fjármagnstekjuskattskerfi
Til þess að gera skattkerfið réttlátara mætti taka til skoðunar að koma á þrepaskiptu fjármagnstekjuskattskerfi á Íslandi, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er hún svaraði spurningu um málið á Facebook.
12. ágúst 2021
Aðalfundi Pírata fyrir komandi alþingiskosningar hefur verið frestað um viku.
Píratar þurfa að fresta aðalfundi vegna veirusmits á Fellsströnd
Aðalfundi Pírata verður frestað um eina viku sökum þess að starfsmaður Vogs á Fellsströnd, þar sem fundurinn verður haldinn, hefur greinst með kórónuveiruna.
12. ágúst 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Óbólusettir fimmfalt líklegri til að þurfa gjörgæslumeðferð en bólusettir
Hlutfallslega eru þeir sem ekki hafa verið bólusettir um þrefalt líklegri til að smitast og fimmfalt líklegri til þess að þurfa að leggjast inn á gjörgæslu en þeir sem hafa verið bólusettir, samkvæmt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni.
12. ágúst 2021
Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels.
Ísraelar búa sig undir að staða spítala verði erfiðari en nokkru sinni fyrr í faraldrinum
Samkvæmt nýrri spá ísraelskra yfirvalda er búist við því að fjöldi alvarlega veikra inni á sjúkrahúsum landsins verði tvöfalt meiri eftir mánuð en þegar staðan var hvað verst, fyrr í faraldrinum. Til stendur að bæta við heilbrigðisstarfsmönnum.
11. ágúst 2021
Færeyingar vilja fá aðild að Alþjóða Ólympíunefndinni, en sú barátta hefur ekki skilað árangri.
Færeyingar náðu betri árangri en Íslendingar í Tókýó og vilja keppa undir eigin fána
Leiðtogi færeysku landsstjórnarinnar ítrekaði í vikunni vilja Færeyinga til þess að fá að keppa undir sínum eigin fána, Merkinu, á Ólympíuleikum. Færeyskur ræðari hafnaði í fjórða sæti á leikunum í Tókýó, en keppti fyrir hönd Danmerkur.
11. ágúst 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Sósíalistaflokkurinn biður um að fá ókeypis auglýsingar á RÚV
Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins hefur sent útvarpsráði erindi með beiðni um að Sósíalistaflokkurinn fái ókeypis pláss í miðlum Ríkisútvarpsins til þess að auglýsa sig fyrir kosningar.
11. ágúst 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Núverandi sóttvarnaráðstafanir verða framlengdar um tvær vikur
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði á blaðamannafundi að ákveðið hefði verið að framlengja núverandi reglugerð um opinberar sóttvarnaráðstafanir um tvær vikur þegar hún rennur út 13. ágúst.
10. ágúst 2021
Eftir nokkuð áhyggjulítið sumar hvað veirumálin varðar hefur faraldurinn vaxið og áhyggjur almennings með.
Bólusetningar virðast lítið hafa dregið úr áhyggjum landsmanna af veirunni
Þrátt fyrir útbreiddar bólusetningar gegn COVID-19 á Íslandi mælist svipað hlutfall landsmanna með miklar áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum faraldursins og mældist í fyrstu bylgjunni sem gerði strandhögg í mars og apríl í fyrra.
10. ágúst 2021
Það hefur ekki verið mikið um afbókanir erlendra ferðamanna eftir að smitum tók að fjölga innanlands.
Staða faraldursins og erlendir listar hafa ekki haft mikil áhrif: „Sjö, níu, þrettán“
Þegar ný bylgja kórónuveirusmita var að rísa lýstu talsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu yfir áhyggjum af því að Ísland færðist inn á „rauða lista“ erlendis. Áhrifin af því hafa verið hverfandi, þó enn sé „spurning hvernig Ameríkaninn bregst við“.
10. ágúst 2021
Listi Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Haraldur Ingi oddviti er fyrir miðju og Margrét, sem skipar annað sætið, er hægra megin við hann.
Haraldur Ingi leiðir Sósíalistaflokkinn í Norðausturkjördæmi
Haraldur Ingi Haraldsson verkefnastjóri og Margrét Pétursdóttir verkakona skipa tvö efstu sætin á lista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar.
10. ágúst 2021
Erla Björg Gunnarsdóttir er nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.
Erla Björg tekur við af Þóri sem ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2
Þórir Guðmundsson hefur látið af störfum sem ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Við starfi hans tekur Erla Björg Gunnarsdóttir, sem verið hefur fréttastjóri Stöðvar 2.
9. ágúst 2021
Dulkóðað drif með tölvupóstum Samherja frá Íslandi til Namibíu
Í tölvupóstsamskiptum sem lögð hafa verið fram af hálfu ákæruvaldsins í Namibíu kemur fram að Aðalsteinn Helgason viðraði möguleika á mútugreiðslum til namibískra áhrifamanna við Jóhannes Stefánsson og Ingvar Júlíusson í desember árið 2011.
7. ágúst 2021
Víðir, Kamilla og Páll á upplýsingafundinum í dag.
Lýstu yfir áhyggjum af því að kerfin gætu farið að bresta
Þrír talsmenn almannavarna og heilbrigðisyfirvalda voru ómyrk í máli á upplýsingafundi dagsins, er þau voru spurð í það hver staðan gæti orðið á næstu vikum ef fjöldi kórónuveirusmita og þeirra sem veikjast vegna þeirra héldi áfram að vaxa innanlands.
5. ágúst 2021
Það hægðist á bólusetningum í Bandaríkjunum í sumar. Nú hafa 70 prósent fullorðinna þó fengið fyrri skammt bólusetnis hið minnsta.
Bólusettir kenna óbólusettum um fjölgun smita
Þegar bólusettir Bandaríkjamenn eru spurðir út í það hverju megi kenna um fjölgun smita og útbreiðslu nýrra afbrigða þar í landi nefna tæp 80 prósent þá landa sína sem eru af einhverjum ástæðum óbólusettir.
4. ágúst 2021