Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Píratar vilja afgreiða stjórnarskrárfrumvarp Katrínar úr nefnd
Þingflokkur Pírata segir að það muni ekki stranda á sér að afgreiða stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, óháð því hvort sátt náist um málið eða ekki. Þingmenn eigi að fá að taka afstöðu til þess.
10. júní 2021
Þorsteinn R. Hermannsson samgöngustjóri Reykjavíkurborgar hefur verið ráðinn til Betri samgangna ohf.
Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar ráðinn til Betri samgangna
Þorsteinn R. Hermannsson hefur verið ráðinn til Betri samgangna ohf. sem forstöðumaður samgangna, til eins árs frá 1. september. Hann fer í leyfi frá starfi sínu hjá borginni á meðan.
10. júní 2021
Utanríkisráðuneytinu barst tilkynning um brotthvarf Örnu frá kýpverskum stjórnvöldum þann 2. júní.
Lögmaður Samherja ekki lengur kjörræðismaður Kýpur á Íslandi
Utanríkisráðuneytinu barst tilkynning um það 2. júní að Arna B. McClure, lögmaður Samherja til margra ára, hefði látið af störfum sem kjörræðismaður Kýpur á Íslandi.
9. júní 2021
Teikning af nýbyggingununum á Kirkjusandi.
Krafa ÍAV um kyrrsetningu eigna 105 Miðborgar á borði sýslumanns
Deilur verktakafyrirtækis og fjárfestingarsjóðs um riftun verksamnings um byggingu húsa á Kirkjusandi eru nú komnar í þann farveg að verktakafyrirtækið hefur óskað kyrrsetningu eigna fjárfestingarsjóðsins sem heldur utan um húsbygginguna.
9. júní 2021
Nayib Bukele forseti El Salvador breytti um helgina prófílmynd sinni á Twitter og er nú með laser-augu, eins og margir þeir sem hafa kynnst heimi rafmynta og hrifist.
El Salvador ætlar að viðurkenna rafmyntina Bitcoin sem lögeyri
Eftir um þrjá mánuði verður El Salvador fyrsta ríki heims til þess að viðurkenna Bitcoin formlega sem lögeyri. Forseti þessa fátæka lands í Mið-Ameríku hefur mikla trú á rafmyntinni en sérfræðingar eru ekki á einu máli um ágæti ákvörðunarinnar.
9. júní 2021
Flokkur hermanna með sótthreinsibúnað að vopni bíður sig hér undir að leggja til atlögu gegn veirunni á lestarstöð í Taipei undir lok síðasta mánaðar.
Landamæravarnir Taívans brustu eftir nær algjört smitleysi frá upphafi faraldurs
Fyrsta alvöru bylgja kórónuveirufaraldursins hefur gert strandhögg í Taívan og náð töluverðri útbreiðslu. Eyríkið, sem hafði verið smitlaust meira og minna frá því í upphafi faraldursins, glímir nú við erfiða stöðu, en um 3 prósent íbúa eru bólusett.
8. júní 2021
Kvika banki sektaður um 18 milljónir af Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlitið hefur lokið skoðun sinni á útgáfu skuldabréfaflokksins OSF II 18 01, sem Kvika banki bauð fjárfestum upp á árin 2018 og 2019. Bankinn hefur fallist á að greiða 18 milljóna króna sektargreiðslu.
4. júní 2021
Almar Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, var nýlega ráðinn framkvæmdastjóri Reiknistofu lífeyrissjóða.
Reiknistofa lífeyrissjóða segir upp samningi sínum við Init
Reiknistofa lífeyrissjóða hefur sagt upp samningi sínum við félagið Init, sem heldur utan um lífeyris-, iðgjalda- og verðbréfakerfið Jóakim. Kveikur fjallaði um óútskýrðar greiðslur frá Init til tengdra aðila í lok aprílmánaðar.
4. júní 2021
Tesla-bifreið fyrir framan Hallgrímskirkju.
Hafa lokað tímabundið á níu lögmenn frá árinu 2016
Eftirlit Samgöngustofu með uppflettingum lögmanna í ökutækjaskrá fer fram með árlegu slembiúrtaki. Síðan 2016 hafa níu lögmenn verið staðnir að því að misnota víðtækan aðgang sinn að ökutækjaskránni og aðgangi þeirra verið lokað tímabundið.
4. júní 2021
Mikill munur virðist á afstöðu fólks til hugmynda um Borgarlínu eftir því hversu margir bílar eru í heimilishaldinu, samkvæmt þessari nýju könnun.
Þeim sem búa miðsvæðis í Reykjavík líst best á hugmyndir um Borgarlínu
Samkvæmt nýrri könnun sem MMR framkvæmdi fyrir þrýstihóp sem vill verja minna almannafé í bættar almenningssamgöngur líst um 40 prósentum íbúa á höfuðborgarsvæðinu vel á framkomnar hugmyndir um Borgarlínu, en 34 prósentum illa.
3. júní 2021
MMR segir að fleiri baráttulínur séu að teiknast upp á milli flokka en bara sú sem fyrirtækið hefur vakið máls á að séu greinilegar á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks.
Framsókn og Píratar bæta við sig í nýrri könnun MMR – Vinstri græn dala mest
Fylgi Vinstri grænna mældist þremur prósentustigum lægra en síðast í nýrri könnun MMR. Á sama tíma bæta Framsókn og Píratar við sig tæpum þremur prósentustigum hvor flokkur. Píratar mælast næststærsti á eftir Sjálfstæðisflokki, sem er nærri kjörfylgi.
2. júní 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Erindi sem hann fékk frá Samherja eða fulltrúa fyrirtækisins eftir viðtal við Stundina í apríl fæst ekki afhent vegna þagnarskyldu starfsmanna Seðlabankans.
Ásgeir Jónsson fékk bréf frá Samherja eftir viðtalið við Stundina
Kjarninn hefur fengið staðfestingu á því að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fékk sent erindi frá Samherja í kjölfar þess að viðtal við hann í Stundinni birtist í aprílmánuði. Erindið fæst ekki afhent vegna þagnarskyldu starfsmanna Seðlabankans.
2. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már í yfirlýsingu: „Svona stundum við hjá Samherja einfaldlega ekki viðskipti“
Fjöldi skjala sem Samherji hefur lagt fram vegna málarekstursins í Namibíu var birtur í vefgátt namibískra dómstóla í dag. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri og fleiri varpa allri ábyrgð á meintu ólögmætu athæfi á Jóhannes Stefánsson uppljóstrara.
1. júní 2021
Tæplega 60 manns hafa þegar komið til landsins á dvalarleyfi fyrir fjarvinnufólk
Samkvæmt nýjum tölum frá Útlendingastofnun hafa 111 manns, þar af 105 Bandaríkjamenn, sótt um dvalarleyfi fyrir fjarvinnufólk. 59 manns hafa þegar komið til landsins á grundvelli þessa nýja möguleika.
1. júní 2021
Hugmyndir eru uppi um að byggja sex fjölbýlishús á svæðinu fyrir aftan Hilton Nordica-hótelið við Suðurlandsbraut.
Sex fjölbýlishús við Hilton Nordica-hótelið?
Fasteignafélagið Reitir er með hugmyndir um að byggja allt að 120 íbúðir í sex fjölbýlishúsum á því sem í dag er að mestu bílastæði fyrir aftan Hilton Nordica-hótelið við Suðurlandsbraut.
31. maí 2021
Vildu að Lilja útskýrði orð sín um að Samherji hefði gengið „of langt“
Lögmaður á vegum Samherja óskaði eftir því 27. apríl að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra útskýrði nákvæmlega hvað hún átti við, þegar hún sagði á þingi deginum áður að Samherji hefði gengið „of langt“ í viðbrögðum sínum.
31. maí 2021
Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi 12. maí. Hér sjást Sveinn Agnarsson, ritstjóri skýrslunnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Engin formleg gögn til um afhendingu skýrslu til Morgunblaðsins og Fréttablaðsins
Kjarninn falaðist eftir því að fá gögn um samskipti starfsmanna ráðuneytis við blaðamenn Morgunblaðsins og Fréttablaðsins vegna skýrslu sem þessir miðlar fengu afhenta en Kjarnanum var synjað um. Engin formleg gögn eru til, segir ráðuneytið.
31. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji segist hafa gengið „of langt“
Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji segir í yfirlýsingu að „of langt“ hafi verið gengið í viðbrögðum stjórnenda félagsins við „neikvæðri umfjöllun“ um fyrirtækið og biðst „afsökunar á þeirri framgöngu.“
30. maí 2021
Tugir fyrirtækja hafa undirritað samfélagsstefnu SFS. Íslandsdeild Transparency International vill að þau taki afstöðu til þess framferðis Samherja sem hefur opinberast á undanförnum dögum.
Krefur önnur sjávarútvegsfyrirtæki um afstöðu til framferðis Samherja
Íslandsdeild Transparency International sendi erindi á stjórnarformann og framkvæmdastjóra SFS í gær. Þar var skorað á fyrirtæki sem hafa undirritað samfélagsstefnu SFS um að taka afstöðu til þess hvort framferði Samherja væri í anda þeirrar stefnu.
30. maí 2021
Tíu molar um hvernig Reykjavík hyggst verða „hjólaborg á heimsmælikvarða“
Ný hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar var kynnt og samþykkt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í vikunni. Kjarninn skoðaði plaggið og tók saman nokkra mola um það sem í því felst.
29. maí 2021
Friðjón R. Friðjónsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Sér dreift eignarhald fyrir sér sem leið til sátta um sjávarútveg
Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík viðrar í dag hugmynd um að þrengja að hámarksaflahlutdeild þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem kjósa að vera ekki skráð á hlutabréfamarkað.
28. maí 2021
Grein skipstjórans birtist í Kjarnanum snemma í september í fyrra, en þar voru skrif ritstjóra Kjarnans um Samherjamálið og myndbandaframleiðslu fyrirtækisins gagnrýnd.
Annar skipstjóri Samherja lánaði nafn sitt undir skrif í þágu fyrirtækisins
Skipstjórinn Guðmundur Jónsson er ekki raunverulegur höfundur greinar sem hann fékk birta undir sínu nafni í Kjarnanum síðasta haust. Páll Steingrímsson segir sig og Þorbjörn Þórðarson hafa skrifað greinina í sameiningu.
28. maí 2021
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra og fyrsti formaður Viðreisnar.
Féllst á annað sætið en fékk ekki afsökunarbeiðni: „Því fór sem fór“
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar segir rangt að hann hafi hafnað 2. sæti á lista flokksins. Þvert á móti hafi hann fallist á beiðnina, en einnig gert kröfu um afsökunarbeiðni, sem hafi ekki verið í boði.
27. maí 2021
„Fyrirtæki sem vilja sanna heilindi sín nota ekki undirförular aðferðir gagnvart þeim sem segja frá staðreyndum í þágu almannahagsmuna,“ er haft eftir Daniel Eriksson, framkvæmdastjóra skrifstofu samtakanna í Berlín, í yfirlýsingunni.
Transparency á alþjóðavísu tekur undir ákall vegna „skæruliðadeildarinnar“
Alþjóðasamtökin Transparency International segja það framferði hóps starfsmanna og ráðgjafa Samherja sem hefur opinberast í umfjöllunum Kjarnans og Stundarinnar „óskiljanlegt“. Aðferðirnar séu ekki þær sem fyrirtæki sem vilji sanna heilindi sín beiti.
27. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen er sjávarútvegsráðherra Noregs.
Ekki ljóst hvort kaup Samherja á útgerð í Noregi verði skoðuð á grundvelli nýrra reglna
Sjávarútvegsráðherra Noregs segir Kjarnanum að ekki sé búið að ákveða hvort nýjar reglur sem hann setti norsku Fiskistofunni um umsvif útlendinga í norskum sjávarútvegi verði látnar gilda afturvirkt — og þá um kaup dótturfélags Samherja í Eskøy.
27. maí 2021