Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Bóluefni Janssen eða Johnson & Johnson verður ekki notað í bólusetningaráætlun Dana.
Danir ætla að sleppa því að nota bóluefni Janssen
Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að sleppa því að nota bóluefni Janssen í bólusetningaráætlunum sínum, en heilbrigðisráðherra landsins tjáði þingmönnum allra flokka þetta á fundi í dag. Ákvörðunin tengist fágætum aukaverkunum sem fram komu í Bandaríkjunum.
3. maí 2021
Helgi Seljan fréttamaður fær stuðning frá namibískum fjölmiðlamönnum, í yfirlýsingu samtaka þeirra í dag.
Samtök namibískra fjölmiðlamanna gagnrýna framferði Samherja
Ófrægingarherferð sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja gegn Helga Seljan er harðlega gagnrýnd í yfirlýsingu NAMPU, fagfélags namibísks fjölmiðlafólks.
3. maí 2021
Norski bankinn DNB varpaði Samherja úr viðskiptum hjá sér undir lok árs 2019.
DNB fær milljarða sekt – Samherjamál sagt staðfesta fyrri aðfinnslur
Norska fjármálaeftirlitið segir bankann DNB hafa staðið sig illa í að framfylgja lögum um peningaþvætti árum saman. Í skýrslu þess um Samherjamálið fær bankinn ákúrur fyrir að skoða ekki sérstaklega millifærslur fyrir og eftir að Samherjamálið kom upp.
3. maí 2021
Aldrei fleiri skráð í VG – kjörskrár tútnuðu út í aðdraganda forvals
Metfjöldi félaga er um þessar mundir skráður í VG, eða yfir 7.100 manns. Frá áramótum hafa á bilinu 1.400 til 1.500 manns bæst í flokkinn. Þingmaður sem tapaði oddvitaslag segist efins um fyrirkomulagið sem flokkurinn notar til að velja sér fulltrúa.
1. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís bíður með reglugerðarbreytingar sem banna aukagjöld sérfræðilækna
Reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við SÍ hefur verið framlengd um einn mánuð. Heilbrigðisráðherra fer því ekki fram með boðaðar breytingar á reglugerðinni að sinni.
30. apríl 2021
Leiðtogar ríkisstjórnarinnar kynntu aðgerðir stjórnvalda eftir ríkisstjórnarfund í dag. Mynd úr safni.
Styrkir til langtímaatvinnulausra, útvíkkun viðspyrnustyrkja og önnur ferðagjöf
Ríkisstjórnin kynnti í dag nokkur ný úrræði til að bregðast við áhrifum faraldursins á fólk og fyrirtæki. Einnig er eldri úrræðum breytt og sum þeirra framlengd. Þau sem hafa verið atvinnulaus í 14 mánuði geta fengið allt að 100 þúsund króna eingreiðslu.
30. apríl 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri taldi sig ekki rétta manninn til þess að koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að ræða áhrif hagsmunahópa, en orð hans í nýlegu viðtali við Stundina hafa vakið mikla athygli.
Ásgeir þekktist ekki boð um að ræða við þingnefnd um völd hagsmunahópa
Þingmaður Vinstri grænna segir seðlabankastjóra ekki hafa þegið boð um að mæta og ræða orð sín um áhrif hagsmunahópa í íslensku samfélagi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
29. apríl 2021
Biden reynir að selja Bandaríkjunum að ríkisstjórnin geti gert mikilvæga hluti
Joe Biden hélt fyrstu stefnuræðu sína í gærkvöldi og fagnar 100 dögum í embætti Bandaríkjaforseta í dag. Hann hefur lagt fram tvo nýja efnahagsaðgerðapakka á vikum sem samanlagt eru verðmetnir á 4 billjónir dollara.
29. apríl 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri vill að ríkið sé alltaf tilbúið að ráðast í nokkrar stórframkvæmdir
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í dag að hann gæti gagnrýnt stjórnvöld fyrir of litla áherslu á fjárfestingu í faraldrinum. Hann stingur upp á því að ríkið verði alltaf klárt að keyra 4-5 stór verkefni af stað.
28. apríl 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þáði boð Breta um aðild að JEF í janúar.
Fengum boð um aðild að viðbragðssveitum í september og þáðum það í janúar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þáði boð Breta um aðild að sameiginlegum viðbragðssveitum, Joint Expeditionary Force, með bréfi til varnarmálaráðherra Bretlands þann 11. janúar síðastliðinn.
27. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi þar sem fyrsta samkomubannið var tilkynnt, 16. mars í fyrra. Nú er búið að teikna upp áætlun um afléttingar og verður hún kynnt í dag.
Horft til þess að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir lok júní
Ríkisstjórnin ræddi um afléttingaráætlun sóttvarnatakmarkana á fundi sínum í morgun. Fjórar vörður eru teiknaðar upp á leiðinni að hömlulausu samfélagi, sú síðasta fyrir lok júnímánaðar.
27. apríl 2021
Bretar leiða Joint Expeditionary Force, en þar erum við nú líka ásamt Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Lettlandi, Litháen, Hollandi, Noregi og Svíþjóð.
Ísland gerist aðili að sameiginlegum viðbragðssveitum Breta
Íslands gekk inn í nýjan varnarmálavettvang í vikunni sem leið og það vakti svo litla athygli að það fór næstum því framhjá Samtökum hernaðarandstæðinga. Ísland mun líklega leggja fram borgaralegan sérfræðing í samstarfið er fram líða stundir.
25. apríl 2021
Þingflokkur Vinstri grænna taldi það eitt af sínum mikilvægustu málum fyrr á kjörtímabilinu að takmarka arðgreiðslur í heilbrigðisþjónustu, en það hefur ekki verið á stefnuskrá stjórnvalda.
Er eðlilegt að hagnast vel á því að veita opinbera heilbrigðisþjónustu?
Pólitíska spurningin um arðgreiðslur úr heilbrigðisþjónustu hefur verið á ís, en dæmi eru um mikla arðsemi fyrirtækja sem veita þjónustu fyrir almannafé. Myndgreiningarsamstæða í eigu eins læknis hagnaðist um vel yfir 200 milljónir króna árið 2019.
24. apríl 2021
Skattar, skattar, skattar. Fjárfestar í Bandaríkjunum urðu hvumsa í gær þegar það spurðist út að til stæði að hækka fjármagnstekjuskatt á þá tekjuhæstu í Bandaríkjunum allverulega.
Fjármagnstekjuskattur á þau ríkustu allt að 43,4 prósent?
Nýjar og óstaðfestar skattatillögur Joe Biden Bandaríkjaforseta ollu titringi á fjármagnsmörkuðum á fimmtudag, en hann er sagður ætla að leggja til að fjármagnstekjuskattur á þau ríkustu í samfélaginu verði nærri tvöfaldaður.
23. apríl 2021
Ráðherrar fjölmenntu á blaðamannafund í Hörpu í gær til þess að kynna breytingar á landamæraaðgerðum vegna veirunnar. Mikill misskilningur hefur verið uppi um hvað stjórnvöld ætla sér í dag.
Hvað á eiginlega að gera á landamærunum?
Margir hafa misskilið það sem ríkisstjórnin ætlar sér að gera á landamærunum. Enda hafa misvísandi upplýsingar komið fram. Stjórn Læknafélagsins gagnrýnir nýjar skilgreiningar stjórnvalda harðlega. En hvað hefur ríkisstjórnin boðað?
21. apríl 2021
Yfirvöld eru byrjuð að birta upplýsingar sem gefa gleggri mynd af 14 daga nýgengi smita í hópi komufarþega til landsins.
Nýgengi smita á landamærum birt í samhengi við fjölda komufarþega
Nú má sjá á tölfræðivef yfirvalda upplýsingar um 14 daga nýgengi smita sem greinast í landamæraskimunum í samhengi við fjölda farþega sem koma til landsins. Nýgengið er nú yfir 450 á hverja 100 þúsund farþega.
21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
20. apríl 2021
Ísland fellur í fjölmiðlafrelsisvísitölu Blaðamanna án landamæra fjórða árið í röð.
Ísland fellur um eitt sæti í vísitölu Blaðamanna án landamæra
Samtökin Blaðamenn án landamæra hafa birt fjölmiðlafrelsisvísitölu sína fyrir árið 2021. Ísland fellur um eitt sæti á listanum, niður í það sextánda. Herferðar Samherja gegn trúverðugleika fréttamanna á síðasta ári er getið í umfjöllun samtakanna.
20. apríl 2021
Fótboltaheimurinn engist um vegna lokaðrar elítudeildar stórliða
Stuðningsmenn, stjórnmálamenn, keppinautar og æðstu valdabatterí knattspyrnuheimsins hafa gagnrýnt áform 12 evrópskra fótboltaliða um stofnun ofurdeildar fyrir útvalda. Þau eru sögð ganga gegn öllu því sem fótbolti sem íþrótt eigi að standa fyrir.
19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
19. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
17. apríl 2021