Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Farþegar frá „eldrauðum“ svæðum þurfa að dvelja í sóttvarnahúsum
Ríkið ætlar að tryggja sér meira húsnæði undir sóttvarnahús. Farþegar sem koma frá þeim svæðum Evrópu þar sem nýgengi smita er hæst munu þurfa að dvelja þar á milli landamæraskimana. Sóttvarnalæknir lagði til að flestir eða allir færu í sóttvarnahús.
23. mars 2021
Ísland úr lofti. Alþjóðamál og tengdar öryggisógnir í hefðbundnum skilningi voru ekki ofarlega á lista, þegar svarendur voru beðnir um að nefna helstu áskoranir Íslands.
Tortryggni í garð Kína og vilji til aukins Norðurlandasamstarfs
Íslendingar voru spurðir út í afstöðu sína til alþjóðamála í nýlegri könnun á vegum Alþjóðamálastofnunar. Rúmur meirihluti vill sporna við kínverskri fjárfestingu í íslensku efnahagslífi og tæpt 41 prósent segist líta Atlantshafsbandalagið jákvæðum augum.
23. mars 2021
Goshátíð í Geldingadölum
Blaðamaður Kjarnans gekk óþarflega langa leið að gosstöðvunum á Reykjanesi í gær og lýsir því sem fyrir augu bar. Ljósmyndarinn Golli var einnig á staðnum og fangaði stemninguna.
22. mars 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
RÚV telur óljóst hverju það skili að innheimta útvarpsgjaldið eins og bifreiðagjöld
Ríkisútvarpið segist ekki sjá hvernig frumvarp sjö þingmanna Sjálfstæðisflokks verði til þess að auka aðhald með rekstri og dagskrárgerð ríkisfjölmiðilsins. Sýn styður frumvarpið og segir fólk oft gleyma því að RÚV sé ekki ókeypis.
19. mars 2021
Sif Gunnarsdóttir hefur verið skipuð nýr forsetaritari.
Sif Gunnarsdóttir nýr forsetaritari
Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, hefur verið skipuð forsetaritari. Alls sóttust 60 manns eftir embættinu þegar það var auglýst í lok síðasta árs.
19. mars 2021
Borgarlínuleiðin sem pólitíkin í Hafnarfirði og Garðabæ vill kanna hvort hægt sé að flýta undirbúningi á er sú sem hér sést í fjólubláum lit, á milli Fjarðar og Miklubrautar.
Garðabær og Hafnarfjörður kanna hvort unnt sé að flýta vinnu við Borgarlínu
Bæjarstjórnir bæði Hafnarfjarðar og Garðabæjar hafa í vikunni samþykkt að kanna hjá Betri samgöngum og Vegagerðinni hvort mögulegt sé að fara fyrr af stað með vinnu við frumdrög að borgarlínuleiðinni sem tengja á Hafnarfjörð og Reykjavík.
19. mars 2021
Samstaða er á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu Borgarlínu og fulltrúar segja fagnaðarefni hve langt á veg verkefnið er komið. Innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg ríkir ekki sama sáttin.
„Þverpólitísk sátt“ um Borgarlínu nær ekki inn í Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík
Langflestir fulltrúar í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, þar á meðal þrír sjálfstæðismenn í Kraganum, telja það fagnaðarefni að borgarlínuverkefnið sé komið vel af stað. Ekki þó fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
18. mars 2021
Miðstjórn ASÍ  segir hætt við því að ferðaþjónustan og tengdar greinar geti borið meiri skaða af en ella ef opnunin verði til þess að grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða innanlands.
Líst illa á það sem stjórnvöld ætla sér 1. maí
Miðstjórn ASÍ varar við fyrirætlunum stjórnvalda um tilslakanir á landamærum og segir hætt við því að ferðaþjónustan og tengdar greinar geti borið meiri skaða af en ella ef opnunin verði til þess að grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða innanlands.
18. mars 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í gær.
Ráðherra leggur til að flugvallareglur ráðherra trompi skipulagsáætlanir sveitarfélaga
Í nýju frumvarpi til laga um loftferðir er lagt til að ráðherra verði heimilt að setja skipulagsreglur fyrir flugvelli sem gangi framar skipulagi sveitarfélaga. Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir þetta „galið.“
17. mars 2021
Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingar ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu.
Guðjón Brjánsson hættir á þingi í haust
Þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins að nýju til Alþingiskosninga síðar á árinu.
17. mars 2021
Hvað keyrir áfram bílamenninguna í Reykjavík?
Í nýlegri rannsókn reyndi fræðafólk við Háskóla Íslands og Aalto-háskóla í Finnlandi að kortleggja hvað útskýrir mikla bílaeign á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagið skiptir miklu, í bland við slæma ímynd almenningssamgangna og sess einkabílsins í samfélaginu.
17. mars 2021
Borgaryfirvöld segja núverandi almenn hraðamörk, 50 km/klst., leiði til þess að hraðamörk séu oft og tíðum of há innan þéttbýlis.
Reykjavíkurborg hlynnt því að 30 kílómetra hámarkshraði verði nýja normið
Reykjavíkurborg hefur skilað inn jákvæðri umsögn um frumvarp sem felur í sér að almenn hraðamörk í þéttbýli lækki úr 50 km/klst. í 30 km/klst. Borgin bendir á að núverandi hraðamörk séu ekki í samræmi við rannsóknir eða þróun síðustu áratuga.
16. mars 2021
Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins.
Hildur og Marta hafa sætaskipti í ráðum borgarinnar
Hildur Björnsdóttir fer í skóla- og frístundaráð og Marta Guðjónsdóttir í skipulags- og samgönguráð. Hildur segir við Kjarnann að þetta sé gert að hennar beiðni. Marta hlakkar til að takast á við skipulagsmálin.
15. mars 2021
Það þyrfti líklega um 17.500 rafbíla fyrir alla þá sem nýttu sér strætó að jafnaði á degi hverjum áður en faraldurinn skall á.
Hve marga rafbíla þyrfti að kaupa fyrir alla notendur Strætó?
Hópur sem telur Borgarlínu of dýra framkvæmd og vill byggja meira undir einkabíla viðraði nýlega þá hugmynd að færa öllum notendum Strætó lítinn rafbíl að gjöf. Það væri ódýrara og betra fyrir loftslagið. Kjarninn skoðaði hversu marga rafbíla þyrfti til.
15. mars 2021
Samtökin Access Now hafa tekið saman 155 tilvik um heftan aðgang borgara að internetinu árið 2020.
Ríkin sem rugla í netinu
Indland var það ríki sem oftast takmarkaði internetaðgang borgara sinna árið 2020, samkvæmt nýlega útgefinni skýrslu. Hvíta-Rússland truflaði rafræn samskipti í 121 dag samfleytt eftir umdeildar forsetakosningar í ágúst.
15. mars 2021
Lægri hámarkshraði myndi kalla á fleiri strætisvagna
Strætó segir í umsögn við frumvarp Andrésar Inga Jónssonar um lækkun hámarkshraða í þéttbýli að það myndi auka öryggi gangandi vegfarenda. En einnig ferðatíma strætófarþega og kostnað Strætó, nema gripið yrði til mótvægisaðgerða.
13. mars 2021
Katrín Jakobsdóttir og Ásmundur Einar Daðason kynntu átakið á blaðamannafundi í dag.
Vilja skapa allt að 7.000 tímabundin störf með 4,5-5 milljarða aðgerðum
Nýtt atvinnuátak ríkisstjórnarinnar útvíkkar ráðningarstyrkina sem hafa verið til staðar til að mæta afleiðingum heimsfaraldursins. Áhersla er lögð á að skapa hvata fyrir fyrirtæki til að ráða fólk sem hefur verið lengi án atvinnu.
12. mars 2021
Tíu molar um hóp sem vill fresta Borgarlínu og malbika meira
Nýr hópur sem kallar sig „Áhugafólk um samgöngur fyrir alla“ lagði á dögunum fram tillögur að breytingum á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Hópurinn telur Borgarlínu of dýra og leggur til mörg ný mislæg gatnamót. Kjarninn skoðaði tillögurnar.
12. mars 2021
Boeing 737 MAX-vélarnar voru kyrrsettar um heim allan í nærri tvö ár.
Tæpur helmingur Íslendinga segist viss um öryggi MAX-vélanna
Um það bil einn af hverjum fimm Íslendingum telur óöruggara að fljúga með Boeing 737 MAX en öðrum farþegaþotum. Það er svipað hlutfall og sagðist í könnun í Bandaríkjunum árið 2019 ekki ætla að fljúga með þotunum um leið og kyrrsetningu yrði aflétt.
11. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar telur þetta óvænta vendingu.
Efling fer ekki lengra með málið gegn Eldum rétt og Mönnum í vinnu
Stéttarfélagið Efling hyggst ekki styðja framhald dómsmála á hendur Eldum rétt og starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu. Ábyrgðarsjóður launa hefur fallist á að greiða vangreidd laun fjögurra rúmenskra félagsmanna Eflingar.
10. mars 2021
Guðjón Auðunsson forstjóri Reita og Dagur B. Eggertson borgarstjóri undirrituðu samkomulag um uppbyggingu Orkureitsins í gær.
Heimilislausir handan Suðurlandsbrautar virðast ekki ætla að stöðva áform Reita
Samkomulag hefur verið undirritað um uppbyggingu 440 íbúða á Orkureitnum. Reitir sögðust í fyrra áskilja sér rétt til þess að hætta við áformin ef smáhýsi fyrir heimilislausa yrðu byggð í nágrenninu. Forstjórinn segir oftúlkun að kalla það hótun.
10. mars 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már kærir Jóhannes uppljóstrara til lögreglu fyrir rangar sakargiftir
Forstjóri Samherja hefur kært Jóhannes Stefánsson til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir rangar sakargiftir. Haft var eftir Jóhannesi í nýlegu blaðaviðtali í Namibíu að hann teldi fyrrverandi vinnuveitendur sína hafa vitneskju um tilræði gegn sér.
9. mars 2021
Átt þú inneign hjá Icelandair vegna meginlandsferðar sem ekki var hægt að fara í út af heimsfaraldrinum? Þá getur þú tekið flugið innanlands í staðinn.
Inneignir og gjafabréf frá Icelandair munu gilda í innanlandsfluginu og til Grænlands
Icelandair gaf í fyrra út inneignarnótur fyrir rúma 12 milljarða íslenskra króna. Þeir sem eiga inneign eða gjafabréf munu geta bókað sér flug innanlands eða til Grænlands, eftir samþættinguna við Air Iceland Connect.
9. mars 2021
Lilja Alfreðsdóttir hafði ekkert tjáð sig um málið frá því dómur Héraðsdóms Reykjavíkur lá fyrir og var búin að gefa það út að hún ætlaði ekki að gera það.
Lilja rýfur þögnina og segir áfrýjunina byggja á lögfræðiálitunum
Ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur um að áfrýja niðurstöðu í máli sínu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar byggir á því sem fram kemur í lögfræðiálitum sem Lilja aflaði sér í sumar, áður en ákveðið var að sækja málið fyrir dómstólum.
9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
8. mars 2021