Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Tryggjum lagastoðina“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef hann fengi að ráða myndi Alþingi koma saman og tryggja að lagastoð yrði fyrir því að skylda komufarþega frá ákveðnum svæðum í sóttvarnahús.
6. apríl 2021
Hér sjást samherjarnir fyrrverandi í þingflokki Bjartrar framtíðar, Páll Valur Björnsson og Róbert Marshall (t.h.). Páli var hafnað ásamt fleirum af uppstillingarnefnd Samfylkingar en Róbert er einn nokkurra sem nú keppast um að leiða VG.
Óánægjugos hjá Samfylkingu og fjöldi í framboði fyrir Vinstri græn
Flokkarnir eru að búa sig til kosninga. Í Suðurkjördæmi hefur uppstillingarleið Samfylkingar verið harðlega gagnrýnd, hrúga af fólki vill leiða lista Vinstri grænna og oddviti Sjálfstæðisflokks tilkynnti snögglega á páskadag að hann ætli að hætta á þingi.
5. apríl 2021
Steingrímur J. Sigfússon á forsetastóli. Hann er einn þriggja oddvita í Norðausturkjördæmi sem fara ekki fram að nýju.
Reynslumiklir oddvitar hverfa á braut og fylgi Miðflokks dvínar
Framboðslistar stærstu flokkanna í Norðausturkjördæmi munu sumir hverjir hafa nýja ásýnd í kosningunum í haust, en reynslumiklir þingmenn fara ekki fram að nýju. Fylgi Miðflokksins í kjördæmi formannsins er mun minna nú en árið 2017.
4. apríl 2021
Páll Magnússon ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs.
Páll Magnússon ætlar að hætta á þingi
Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokks mun ekki sækjast eftir því að vera áfram á þingi. Hann hafði áður boðað þátttöku í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi en segir áhugann hafa dofnað – neistann kulnað.
4. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Samfylkingin ríði vart feitum hesti frá því að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokk
Sigríður Á. Andersen er ekki viss um að Samfylkingin og aðrir flokkar græði á því að útiloka ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Að sama skapi eigi Sjálfstæðisflokkur ekki að hlaupa til og geðjast flokkunum sem eru lengra til vinstri.
4. apríl 2021
Sókn Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur í oddvitasæti Haraldar Benediktssonar í Norðvesturkjördæmi hefur þegar valdið titringi í röðum flokksmanna.
Gæti ráðherra og varaformaður þurft að sætta sig við annað sæti á framboðslista?
Hvernig verða framboðslistarnir í Norðvesturkjördæmi í haust? Sumir þeirra eru orðnir nokkuð klárir, en aðrir ekki. Einhver innanflokksátök gætu verið framundan og titrings hefur þegar orðið vart. Kjarninn leit yfir stöðu mála.
3. apríl 2021
Heimkaup var oftast með lægsta verðið í nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ, en verðlagseftirlitið gerði athugasemdir við tölvupóst þar sem vísað var í niðurstöðurnar.
Verðlagseftirlit ASÍ gerði athugasemdir við að Heimkaup segðist ódýrast
Athugasemdir voru gerðar við að Heimkaup segðist ódýrast, en netverslunin var þó oftast með ódýrustu vöruna í nýjustu könnun verðlagseftirlits ASÍ. Heimkaup segist óvart hafa sent út drög að auglýsingapósti með röngu orðalagi.
31. mars 2021
Þorsteinn Sigurðsson hefur verið skipaður forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Þorsteinn Sigurðsson skipaður nýr forstjóri Hafró
Kristján Þór Júlíusson hefur skipað Þorstein Sigurðsson í embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Sigurður Guðjónsson, sem stýrt hefur stofnuninni frá 2016, var á meðal umsækjenda um stöðuna en hlaut ekki skipan að nýju.
31. mars 2021
Stjórn RÚV tók
Stjórn RÚV segir Samherja að hún hafi ekkert með fréttaflutning að gera
Stjórn RÚV mun ekkert aðhafast vegna kröfu Samherja um að Helgi Seljan sinni ekki frekari umfjöllun um fyrirtækið og verði áminntur í starfi. Stjórnin bendir Samherja á að það sé ekki í hennar verkahring.
31. mars 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ferðamenn verða látnir greiða fyrir dvöl og fæði í sóttvarnahúsum
Ferðamenn verða rukkaðir um 10 þúsund krónur fyrir nóttina í sóttvarnahúsum yfirvalda frá og með 11. apríl. Ríkisstjórnin hefur einnig ákveðið að bólusettir og þeir sem hafa áður fengið COVID-19 þurfi að fara í eina landamæraskimun.
30. mars 2021
Auglýsingar fyrir þessa nýjung frá VÍS hafa verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu.
Safna upplýsingum um allar ferðir notenda á prufutímabili
Þeir sem ákveða að prófa nýtt forrit sem VÍS notar til að fylgjast með aksturslagi viðskiptavina sinna þurfa að samþykkja að veita tryggingafélaginu aðgang að snjallsímagögnum um ferðir sínar á meðan prufutímabili stendur.
30. mars 2021
Ever Given laust af strandstað
Augu heimsbyggðarinnar hafa verið á flutningaskipinu risavaxna sem sat fast í Súes-skurði í tæpa viku. Forseti Egyptalands hrósaði sigri eftir að það tókst að hreyfa skipið til í nótt og nú siglir það frá strandstað.
29. mars 2021
WOW air féll 28. mars 2019.
Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar vegna falls WOW air er tilbúin
Skýrsla Ríkisendurskoðunar þar sem rýnt er í aðgerðir Samgöngustofu og Isavia í aðdraganda þess að WOW air varð gjaldþrota í lok í mars 2019 er tilbúin. Gera má ráð fyrir að úttektin verði tekin til umræðu í þingnefnd eða -nefndum eftir páska.
26. mars 2021
Dreifikerfi Rarik er að nær öllu leyti utan höfuðborgarsvæðisins og um 70 prósent starfsmanna fyrirtækisins líka. Þrír þingmenn Framsóknar vilja færa höfuðstöðvar Rarik út í landsbyggðirnar en það telja stjórnendur Rarik óráð.
Rarik telur fyrirséð að þekking og reynsla glatist við flutning höfuðstöðva frá Reykjavík
Forstjóri Rarik segir í umsögn til Alþingis að fengin reynsla „kenni okkur“ að ólíklegt sé að starfsmenn fylgi stofnunum og fyrirtækjum hins opinbera út á land ef höfuðstöðvar eru fluttar þangað. Þannig sé fyrirséð að þekking og reynsla glatist.
26. mars 2021
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Engin hætta á ferðum en stórslys sett á svið“
Þingmaður Viðreisnar furðar sig á viðbrögðum stjórnvalda við fréttaflutningi af meintu útflutningsbanni ESB á bóluefni til Íslands. Hún segir stjórnvöld hafa „manað upp“ storm í vatnsglasi og flutt æfðar ræður um hættu sem aldrei var til staðar.
26. mars 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata.
„Almenningur er ekki samansafn af börnum“
Þingmaður Pírata segir að kanna verði rækilega hvernig frumvarp um bann við nafnlausum kosningaáróðri samræmist tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og lýðræðislegum gildum. Treysta þurfi fólki til að láta ekki vitleysu á netinu heilaþvo sig.
26. mars 2021
Janssen er dótturfélag bandaríska stórfyrirtækisins Johnson & Johnson.
Búist við litlu magni af bóluefni Janssen í apríl en síðan vaxandi fjölda skammta
Gert er ráð fyrir því að fyrsta sending af bóluefni Janssen komi hingað til lands 16. apríl. Ekki er ljóst hve mikið magn kemur, en búist er við að það verði lítið. Norsk og dönsk yfirvöld reikna með að fá færri skammta í apríl en áður var gert ráð fyrir.
25. mars 2021
Keflavíkurflugvöllur. Farþegum þar fækkaði um 81 prósent í fyrra miðað við árið 2019.
Það er flókið að reka flugvelli í heimsfaraldri
Tap Isavia eftir skatta nam 13,2 milljörðum árið 2020. Tekjusamdrátturinn á þessu ári faraldurs nam 62 prósentum og forstjórinn segir faraldurinn hreinlega hafa tekið völdin af stjórnendum opinbera hlutafélagsins.
25. mars 2021
Stöðugur straumur fólks var í sýnatöku við Suðurlandsbraut 34 er Kjarninn leit þar við í morgun.
Átta smit greindust innanlands
Allir sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, en alls voru rúmlega 2.000 sýni tekin. Fimm smit greindust í landamæraskimun.
25. mars 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Nýjar reglur ESB muni ekki hafa áhrif á Ísland
Stjórnvöld segja forsætisráðherra hafa fengið „skýr skilaboð“ í dag frá forseta framkvæmdastjórnar ESB um að nýjar reglur ESB um útflutningshömlur á bóluefnum muni ekki hafa áhrif á afhendingu bóluefna til Íslands.
24. mars 2021
Stífla í Súes
Eitt stærsta flutningaskip í heimi virðist hafa lotið í lægra haldi fyrir vindhviðu á för sinni um Súes-skipaskurðinn í Egyptalandi á þriðjudagsmorgun. Þrátt fyrir tilraunir hefur fleyið, sem er lengra en Eiffel-turninn í París, ekki náðst á flot.
24. mars 2021
Katrín Jakobsdóttir á fundinum í dag.
„Mjög fast“ gripið inn í með 10 manna fjöldatakmörkunum
Tíu manna fjöldatakmarkanir verða meginreglan næstu þrjár vikurnar. Margvíslegar takmarkanir verða á starfsemi í samfélaginu vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Hart er stigið niður, til að aðgerðir standi skemur, sagði forsætisráðherra.
24. mars 2021
Það má með sanni segja að umfjöllun BBC, undir fyrirsögn sem gæti útlagst sem „Hvernig Ísland stemmdi stigu við og hafði betur gegn veirunni“ á íslensku, hafi komið fram á óheppilegum tíma.
Staðan breytist hratt – BBC lýsti yfir sigri Íslands gegn veirunni á mánudagskvöld
Í fréttaskýringu BBC á mánudagskvöld var fyrir yfir það hvernig Íslandi hefði tekist að berja veiruna niður á ný og hvernig komist hefði verið í veg fyrir útbreiðslu breska afbrigðisins innanlands. Skjótt skipast veður í lofti.
24. mars 2021
Laugarnesskóli verður lokaður á morgun rétt eins og Laugalækjarskóli, en að minnsta kosti fimm smit hafa verið staðfest hjá kennara og nemendum í Laugarnesskóla.
Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví
Vegna fjölgunar smita í Laugarnesskóla hefur verið gerð krafa um að allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fari í úrvinnslusóttkví og haldi sig heima á miðvikudag.
23. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur leggur til að bólusettir verði skimaðir við komuna
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að bólusettir verði skimaðir einu sinni við komuna til landsins. Ekki hefur verið tekin afstaða til þessarar tillögu í ríkisstjórninni.
23. mars 2021