Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Bólusetningu þjóðarinnar gæti verið lokið í júní, segir heilbrigðisráðuneytið
Ef allt gengur eftir, sem ekki er öruggt, gæti bólusetningu allra fullorðinna gegn COVID-19 hér á landi verið lokið í júní. Þetta segir heilbrigðisráðuneytið í nýrri tilkynningu, en búið er að setja bólusetningardagatal í loftið.
19. febrúar 2021
Hönnunarteymið fær það verkefni að taka við þeim tillögum sem koma fram í frumdragaskýrslu Borgarlínu og útfæra verkefnið nánar fram að framkvæmdum, í samstarfi við Vegagerðina.
Franskur verkfræðirisi leiðir hönnunarteymi Borgarlínu
Alþjóðlega verkfræðifyrirtækið Artelia Group og danskir og íslenskir samstarfsaðilar þess urðu hlutskörpust í hönnunarútboði fyrir fyrstu lotu Borgarlínu.
19. febrúar 2021
Facebook í sögulegri störukeppni við áströlsk stjórnvöld og fjölmiðla
Ef einhver velktist í vafa um það ægivald sem Facebook hefur yfir miðlun upplýsinga í heiminum í dag þá ætti vafinn að vera algjörlega úr sögunni eftir nýjustu vendingar í deilu fyrirtækisins við áströlsk stjórnvöld.
18. febrúar 2021
Vegakerfið uppfyllir víða ekki lágmarksviðmið vegna uppsafnaðrar viðhaldsþarfar, að sögn skýrsluhöfunda.
Uppsöfnuð viðhaldsþörf vegakerfisins metin yfir 450 þúsund krónur á hvern Íslending
Stærstur hluti uppsafnaðrar viðhaldsþarfar innviða á Íslandi er í vegakerfinu, eða um 160-180 milljarðar króna. Í nýrri skýrslu frá Samtökum iðnaðarins eru stjórnvöld sögð þurfa að ráðast í frekari opinberar fjárfestingar en boðað hefur verið.
17. febrúar 2021
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Telja að heilbrigðisstarfsfólk sé mögulega að verða jákvæðara í garð dánaraðstoðar
Sjö þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að heilbrigðisráðherra verði falið að láta gera nýja könnun á afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar. Síðasta könnun af sama meiði var gerð árið 2010 og síðan hefur umræðan þróast.
17. febrúar 2021
Ingibjörg Þórðardóttir ritari, Óli Halldórsson sveitarstjórnarmaður og Bjarkey Olsen Gunnardóttir þingflokksformaður.
Ritari Vinstri grænna segist upplifa fullkomna höfnun
Eftir forval Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi segist ritari flokksins upplifa fullkomna höfnun. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður er sömuleiðis vonsvikin og ætlar að gefa sér tíma til að ákveða hvort hún þiggi annað sætið á listanum.
16. febrúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stórauknar kröfur á landamærunum frá 19. febrúar
Allir sem koma til Íslands eftir 19. febrúar þurfa að framvísa vottorði um að þeir séu ekki með COVID-19, sem má mest vera orðið þriggja daga gamalt. Áfram verður gerð almenn krafa um tvöfalda skimun á alla nema þá sem eru bólusettir.
16. febrúar 2021
Sjö fróðleiksmolar um Borgarlínu
Af hverju er aftur verið að ráðast í þetta borgarlínuverkefni? Hvernig líta næstu áfangar þess út? Og hvað vitum við um væntan kostnað? Kjarninn tók saman nokkra mola um sögu og framtíð Borgarlínu.
16. febrúar 2021
Það hefur vakið athygli hjá írskum landamæravörðum að síðan ónauðsynleg ferðalög út úr landinu voru bönnuð eru jafnvel 30-40 prósent farþega í sumum sólarlandaferðum með bókaða tannlæknatíma.
Til tannlæknis á Tene
Írsk stjórnvöld íhuga að hækka sektargreiðslur fyrir ónauðsynleg ferðalög út úr landinu, sem voru nýlega bönnuð. Landamæraverðir veita því athygli að margir virðast á leið til tannlæknis í sólarlöndum.
12. febrúar 2021
Tillaga íbúaráðs Grafarvogs um að taka upp póstnúmerið 112 í Bryggjuhverfi hefur verið dregin til baka.
Tillaga um póstnúmerabreytingu í Bryggjuhverfi afturkölluð
Ekkert virðist ætla að verða af hugmyndum íbúaráðs Grafarvogs um að breyta póstnúmeri Bryggjuhverfis úr 110 í 112. Tillaga um þá breytingu hefur verið afturkölluð, en ekki reyndist einhugur á meðal íbúa um málið.
11. febrúar 2021
Án nýrrar lántöku yrði lausafé Strætó á þrotum innan fárra vikna
Blikur eru á lofti í rekstri Strætó út af faraldrinum. Samkvæmt nýlegri fjármálagreiningu frá KPMG verður ekki hægt að endurnýja vagnaflotann í takt við þarfir nema með stórauknu framlagi eigenda, sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
11. febrúar 2021
Samherji gagnrýnir verklag héraðdómara og saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara á vef sínum í dag.
Samherji segir vinnubrögð saksóknara og dómara í héraðsdómi „ótrúleg“
Samherji hefur kvartað til nefndar um dómarastörf og nefndar um eftirlit með störfum lögreglu vegna verklags í Héraðsdómi Reykjavíkur, er héraðssaksóknari fékk gögn og upplýsingar um fyrirtækið frá KPMG með dómsúrskurði.
10. febrúar 2021
Tilraunastöðin tók til starfa að Keldum í botni Grafarvogs árið 1948. Til stendur að selja landið og nýta ágóðann af sölunni til samgöngumála. Tilraunastöðin krefst samráðs um skipulag og hlutdeildar í ágóðanum af sölunni.
Keldur vilja vera áfram að Keldum og fá hlutdeild í söluandvirði landsins
Í upphafi mánaðar lagði Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum fram þrjár kröfur til mennta- og menningarmálaráðherra. Stofnunin vill vera áfram að Keldum, eiga samráð um skipulagningu landsins og fá hlutdeild í söluágóða þess.
10. febrúar 2021
Álögð veiðigjöld námu tæpum 4,8 milljörðum króna í fyrra
Stærstu sextán gjaldendurnir í íslenskum sjávarútvegi greiddu alls þrjá milljarða af þeim tæpu 4,8 millljörðum sem greidd voru í veiðigjöld vegna nýtingar sjávarauðlindanna á síðasta ári.
9. febrúar 2021
Af efnisatriðum málsins má ráða að um sé að ræða gagnaöflun sem tengist rannsókn skattrannsóknarstjóra á Samherjasamstæðunni.
Gagnaöflun skattrannsóknarstjóra um rekstur félags í Belís talin lögmæt
Landsréttur komst í lok janúar að þeirri niðurstöðu að skattrannsóknarstjóra hefði verið heimilt að sækja bókhaldsgögn um félag í Belís til endurskoðunarfyrirtækis í lok maí í fyrra. Málið virðist tengjast rannsókn embættisins á Samherjasamstæðunni.
8. febrúar 2021
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Héraðssaksóknari fékk bókhald Samherjasamstæðunnar með dómsúrskurði
Í byrjun desember féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfur embættis héraðssaksóknara um að fá afhent bókhaldsgögn Samherjasamstæðunnar og fleira frá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG. Þagnarskyldu endurskoðandans var aflétt.
6. febrúar 2021
Til vinstri má sjá núverandi hringtorg á Hringbraut og tillöguna þar fyrir neðan og til hægri má sjá núverandi hringtorg á Suðurlandsbraut og tillögu að gatnamótum þar fyrir ofan.
Hringtorg kveðja og vinstri beygjur víða gerðar ómögulegar
Lagt er til að tvö stór hringtorg verði ljósagatnamót og vinstri beygjum í kringum borgarlínuleiðir verði fækkað verulega, í fyrstu tillögum að útfærslu alls 79 gatnamóta sem eru í fyrstu lotu Borgarlínu.
6. febrúar 2021
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu, þar sem fyrirtaka í Samherjamálinu fór fram í morgun.
Félög tengd Samherja og þrír Íslendingar ákærðir í Namibíu
Ríkissaksóknari Namibíu hefur lagt fram ákærur á hendur félögum tengdum Samherja í landinu og þremur íslenskum stjórnendum þeirra. Þetta kom fram við fyrirtöku í Samherjamálinu þar í landi í morgun.
5. febrúar 2021
Hvernig breytir Borgarlínan götunum?
Frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínu hafa verið birt. Þar fæst skýrari mynd en áður hefur komið fram um hvernig fyrirséð er að Borgarlínan breyti samgönguskipulaginu á þeim götum sem hún fer um. Tillaga er gerð um einstefnu á Hverfisgötu.
5. febrúar 2021
Ein spillingarmæling sker sig úr og dregur Ísland niður listann hjá Transparency International
Mat tveggja íslenskra fræðimanna sem fjalla reglulega um stöðu íslensks stjórnkerfis fyrir þýska hugveitu er að spillingarvarnir á Íslandi komi ekki í veg fyrir mögulega spillingu. Hin Norðurlöndin koma betur út í sambærilegu mati eigin sérfræðinga.
4. febrúar 2021
Sundabrúin myndi vera í allt að 35 metra hæð yfir haffletinum, nógu há til þess að skip sem væru nærri 30 metrum gætu siglt undir hana og laggst að bryggju innar í Kleppsvík.
Sundabrú myndi rísa allt að 35 metrum yfir haffletinum í Kleppsvík
Starfshópi sem falið var að meta hvort fýsilegra væri að nota jarðgöng og lágbrú til að þvera Kleppsvík í tengslum við Sundabraut komst að þeirri niðurstöðu að kostir brúar væru meiri. Sundabrú yrði hins vegar ekki neitt sérlega lág.
3. febrúar 2021
Valkostirnir tveir sem starfshópurinn rýndi í og mat upp á nýtt voru löng og dýr jarðgöng eða lágbrú sem mun fyrirsjáanlega hafa einhver áhrif á starfsemi Sundahafnar.
„Þurfum ekki að skrifa fleiri skýrslur“: Sundabrú trompar Sundagöng
Brú yfir Kleppsvík þykir fýsilegri kostur en jarðgöng úr Laugarnesi yfir í Gufunes, samkvæmt nýrri skýrslu starfshóps. Áætlaður heildarkostnaður við lagningu Sundabrautar er tæpir 70 milljarðar króna.
3. febrúar 2021
„Sögulegur sigur fyrir loftslagið“ í frönskum réttarsal
Dómstóll í París hefur komist að þeirri niðurstöðu að franska ríkið hafi ekki gert nægilega mikið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins. Refsing ríkisins á að felast í því að gera betur.
3. febrúar 2021
Jeff Bezos ætlar að hætta sem forstjóri Amazon í sumar.
Bezos sleppir stjórnartaumunum hjá Amazon í sumar
Stofnandi og forstjóri Amazon-veldisins hyggst færa sig yfir í nýtt hlutverk innan fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi. Andy Jessy, sem hefur starfað hjá Amazon frá 1997, tekur við keflinu.
2. febrúar 2021
Eva Bergþóra Guðbergsdóttir mun leiða samskiptateymi Reykjavíkurborgar.
Eva Bergþóra ráðin teymisstjóri samskiptateymis Reykjavíkurborgar
Fyrrverandi aðstoðarfréttastjóri á Stöð 2 og Bylgjunni sem hefur starfað hjá háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum undanfarinn áratug hefur verið ráðin til að leiða upplýsingagjöf Reykjavíkurborgar.
2. febrúar 2021