Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi um fundinum í dag.
Efast um að Íslendingar myndu sætta sig við harðar aðgerðir út af einu smiti
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur útrýmingu kórónuveirunnar í íslensku samfélagi mjög illa framkvæmanlega og efast um að Íslendingar myndu sætta sig við harðar aðgerðir til að bregðast við einu smiti.
1. febrúar 2021
Í væntanlegum frumdrögum verður meðal annars farið yfir það hvernig fyrsta lota Borgarlína gæti mögulega legið um höfuðborgarsvæðið. Þetta sem hér sést er dæmi um kjörsnið Borgarlínu.
Frumdrögin að fyrstu lotu Borgarlínu opinberuð á næstu dögum
Frumdragaskýrsla vegna fyrsta hluta Borgarlínu á að koma út á næstu dögum. Efni hennar var kynnt kjörnum fulltrúum á höfuðborgarsvæðinu fyrir jól. Í henni verður dregin fram heildstæð mynd af leiðinni á milli Ártúnshöfða og Hamraborgar.
1. febrúar 2021
Arnar Þór Ingólfsson
Getum við tryggt að fórnir þriðju bylgjunnar verði ekki til einskis?
30. janúar 2021
Ólafur Guðmundsson varaborgarfulltrúi mun víkja sem varamaður í þremur ráðum borgarinnar vegna ummæla sem hann lét falla um skotárás á bíl borgarstjóra.
Ólafur geldur orða sinna og víkur úr ráðum borgarinnar
Ólafur Guðmundsson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks mun ekki sitja áfram sem varamaður í þremur ráðum borgarinnar, vegna ummæla sem hann lét falla um skotárás á bíl borgarstjóra í gær. Hann segist þó áfram verða varaborgarfulltrúi.
29. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Hugnast ekki að breyta um stefnu og reyna að „útrýma“ veirunni í stað þess að bæla hana
Á Írlandi er þessa dagana rætt um að skipta um kúrs í slagnum við kórónuveiruna og reyna að „útrýma“ henni eins og gert hefur verið t.d. í Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þessu verði ekki auðveldlega stýrt.
29. janúar 2021
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur: „Í mínu hjarta þá er komið hingað og ekki lengra”
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir við RÚV að skotárás á bifreið fjölskyldu hans hafi uppgötvast á laugardag. Hún hafi verið áfall og ætti að verða tilefni til umræðna um hvernig við viljum hafa þjóðfélagsumræðuna.
28. janúar 2021
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Byssukúlur fundust í bílhurð borgarstjóra
Byssukúlur fundust í hurðinni á bíl í eigu fjölskyldu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í síðustu viku, samkvæmt heimildum Kjarnans. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu neitar að staðfesta þetta eða tjá sig nokkuð frekar um málið að svo stöddu.
28. janúar 2021
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
27. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
25. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
22. janúar 2021
Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Áttatíu og sex prósent vilja að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum
Samkvæmt nýrri könnun frá YouGov eru einungis þrjú prósent Íslendinga fylgjandi þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að fylgja stefnu NATÓ um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum. Samningurinn tekur gildi í dag.
22. janúar 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Hefði verið mjög djarft að binda okkur ekki við Evrópusambandið
Bjarni Benediktsson segir nauðsynlegt að horfa til þess að þegar Ísland var að semja um samflot við ESB í bóluefnakaupum hafi ekkert verið fast í hendi hvað bóluefni varðaði. Það hefði verið „mjög djörf ákvörðun“ að reyna að feta veginn ein.
21. janúar 2021
Leið evrópskra fótboltamanna til Englands þrengdist vegna Brexit
Frjálst flæði evrópsks vinnuafls til Bretlands heyrir sögunni til. Það á einnig við um fótboltamenn, sem nú þurfa að uppfylla ákveðnar gæðakröfur til að fá atvinnuleyfi. Leið ungra leikmanna til Englands er orðin þrengri. Kjarninn rýndi í breytingarnar.
21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
20. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
19. janúar 2021