Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Athugasemdir gerðar við aukastörf íslenskra dómara
Þrátt fyrir að meginreglan í lögum um dómstóla sé sú að dómarar skuli ekki sinna öðrum störfum eru margir dómarar sem sinna aukastörfum, til dæmis setu í stjórnsýslunefndum og háskólakennslu. Þetta þykir ekki öllum æskilegt.
16. desember 2020
Íþróttamannvirki í Laugardalnum. Ríkissjóður mun bæta félögum hluta launakostnaðar á tímabilum þar sem bannað hefur verið að stunda íþróttir vegna sóttvarnaráðstafana.
Íþróttafélög fá launakostnað starfsmanna sem ekki mega vinna greiddan úr ríkissjóði
Ráðgert er að um hálfur milljarður króna renni til íþróttafélaganna í landinu vegna launagreiðslna til þjálfara og leikmanna á þeim tímabilum þar sem íþróttastarf liggur niðri vegna sóttvarnaráðstafanna. Greiðslur munu einnig ná til verktaka.
15. desember 2020
Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Hávær orðrómur um að Trump ætlaði að náða Assange fór á flug
Hávær orðrómur þess efnis að Trump Bandaríkjaforseti ætlaði sér að náða blaðamanninn Julian Assange fór á flug síðdegis í dag, eftir að bandamaður forsetans hélt því fram. Sá bar tíðindin síðan til baka.
14. desember 2020
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði.
Guðmundur genginn í Viðreisn og sækist eftir oddvitasæti á heimaslóðum
Fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði ætlar í stjórnmál og sækist eftir því að leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Hann segist hafa skoðað fleiri kosti, en innst inni hafi hann vitað að Viðreisn yrði fyrir valinu.
14. desember 2020
Angela Merkel kanslari á blaðamannafundi í Berlín í gær.
Stórhertar sóttvarnaráðstafanir í Þýskalandi yfir hátíðarnar
Það verður lítill ys og þys í Þýskalandi í aðdraganda jóla og yfir hátíðarnar. Allar verslanir sem selja annað en nauðsynjavöru eiga að loka dyrum sínum frá og með miðvikudegi og samgangur fólks á að vera í algjöru lágmarki.
14. desember 2020
Tveir ákærðu í málinu, Bernhard Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og tengdasonur hans Tamson Hatuikulipi, ráða ráðum sínum. Þeir og aðrir sakborningar verða áfram í haldi.
Réttarhöld í Samherjamálinu í Namíbíu hefjast í apríl
Ákveðið hefur verið að réttarhöld hefjist í spillingarmáli sem tengist mútugreiðslum Samherja í Namibíu í apríl. Saksóknari boðar að þrír til viðbótar verði ákærðir í málinu, auk þeirra sjö sem hafa setið í gæsluvarðhaldi um lengri tíma.
14. desember 2020
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Tæplega 21 þúsund manns eru án atvinnu á Íslandi
Almennt atvinnuleysi mældist 10,6 prósent í nóvember. Til viðbótar er 1,4 prósent vinnuaflsins á hlutabótaleiðinni. Heildaratvinnuleysi mældist því 12 prósent. Ein af hverjum fjórum konum á Suðurnesjum er án vinnu eða í skertu starfshlutfalli.
11. desember 2020
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Loftslagsstefna Íslands verði að vera „miklu gagnsærri og skýrari“
Náttúruverndarsamtök Íslands kalla eftir meiri skýrleika varðandi markmið Íslands um samdrátt í losun fram til ársins 2030 og segja „óboðlegt“ að gengið verði til kosninga á næsta ári án þess að búið verði að lögfesta markmið um kolefnishlutleysi 2040.
11. desember 2020
Á samfélagsmiðlum má finna fjölmargar færslur þar sem fólk tjáir sig undir kassmerkinu #örlítillgrenjandiminnihluti
Grenjandi minnihlutinn lætur í sér heyra og vantreystir ráðherra
Óánægja er á meðal ýmsra hópa vegna frumvarps umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð. Orð forseta Alþingis um að einungis „örlítill grenjandi minnihluti“ standi gegn málinu hafa verið prentuð á bílalímmiða.
11. desember 2020
Kamala Harris og Joe Biden eru manneskjur ársins 2020 hjá TIME Magazine.
Biden og Harris eru manneskjur ársins 2020 hjá TIME
Joe Biden og Kamala Harris hafa verið valin manneskjur ársins 2020 hjá TIME Magazine.
11. desember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri segir Vigdísi Hauksdóttur bulla um kostnað við endurgerð Óðinstorgs
Dagur B. Eggertsson segir kostnað við endurgerð Óðinstorgs 60 milljónir, ekki 657 milljónir króna eins og Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi hefur gefið í skyn í dag.
10. desember 2020
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra með fjárlagafrumvarp ársins 2021 í höndunum. Meirihluti fjárlaganefndar bætir 55,3 milljörðum króna við útgjöld ríkissjóðs, með breytingatillögum sem lagðar hafa verið fram.
Halli ríkissjóðs 2021 nú áætlaður 320 milljarðar króna
Breytingatillögur meirihluta fjárlaganefndar hafa verið lagðar fram á Alþingi. Efnahagsstaðan hefur versnað frá því að fjárlög voru kynnt 1. október, sem þýðir meiri fjárútlát ríkissjóðs en áætlað var.
9. desember 2020
Þingflokkur Miðflokksins stendur allur á bak við þingsályktunartillögu um útlendingamál, sem lögð var fram í vikunni.
Miðflokkurinn vill að Áslaug Arna breyti útlendingalögum og „hemji útgjöld“
Miðflokkurinn vill að Alþingi feli dómsmálaráðherra að breyta útlendingalögum á yfirstandandi þingvetri. Þingflokkurinn segir kostnað vegna útlendingamála hafa fylgt „lögmálum veldisvaxtar“ og að Ísland muni ekki fá neitt við ráðið nema gripið sé inn í.
9. desember 2020
737-MAX vélarnar hafa verið kyrrsettar á heimsvísu
Fyrsta farþegaflug MAX-vélar í 20 mánuði lenti heilu og höldnu
Farþegar í stuttu innanlandsflugi í Brasilíu í dag gerðu sér fæstir grein fyrir því að þeir væru að taka þátt í sögulegri stund, þegar þeir hófust á loft í fyrsta farþegaflug Boeing MAX-þotu síðan í mars 2019.
9. desember 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra Vinstri grænna mælti fyrir frumvarpinu í gær.
Vaxandi stuðningur við þjóðgarð á hálendinu undanfarinn áratug en ekki sátt í þinginu
Tæp 63 prósent landsmanna sögðust styðja stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu í könnun árið 2018, en einungis tæp 10 prósent voru andvíg. Mörg ólík sjónarmið eru þó enn uppi um útfærsluna og ekki full sátt um málið í þingliði ríkisstjórnarflokkanna.
9. desember 2020
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu. Þangað mun ólíklega nokkur Íslendingur fást framseldur í bráð.
Laganna armur langur þó Íslendingar fáist ekki framseldir
Sagt hefur verið frá vilja namibískra yfirvalda til að fá íslenska borgara framselda vegna Samherjamálsins undanfarna daga. Íslendingar verða þó ólíklega framseldir til Namibíu.
9. desember 2020
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis í ræðustól í kvöld.
Spurði hvort „örlítill grenjandi minnihluti“ ætti að geta neitað þjóðinni um þjóðgarð
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði á þingi að frumvarp um Hálendisþjóðgarð færði aukin völd og áhrif til heimamanna og þjóðgarðurinn nyti ríks stuðnings þjóðarinnar. „Grenjandi minnihluti“ ætti ekki að hafa neitunarvald.
8. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
4. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
3. desember 2020
Bóluefni Pfizer og BioNTech fer í dreifingu í Bretlandi í næstu viku. Risastór áfangi. En munu nægilega margir vilja láta bólusetja sig?
Þegar bóluefnið lendir mun enn þurfa að sannfæra marga
Breskir ráðamenn stíga nú fram og segjast tilbúnir að láta bólusetja sig í beinni útsendingu til að auka tiltrú á bóluefnum. Ný dönsk samanburðarrannsókn sýnir mismikinn bólusetningarvilja á milli ríkja og að traust í garð yfirvalda ráði miklu þar um.
3. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
2. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
1. desember 2020