Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
1. desember 2020
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á fundinum í dag.
Landsmenn beðnir um að búa sér til „jólakúlu“
Í tilmælum sem gefin hafa verið út eru landsmenn beðnir um að búa sér til „jólakúlu“, búbblu fólks til þess að hitta yfir hátíðarnar. Ekki er þó alveg skýrt hversu margir ættu að vera í jólakúlu hvers og eins.
30. nóvember 2020
Rannsóknarskýrsla Alþingi kom út árið 2010. Alls fann framkvæmdavaldið 249 ábendingar sem lúta að stjórnsýslunni við yfirferð sína á skýrslunni og segir að brugðist hafi verið við flestum.
Hvaða skýrsla um skýrslur er þetta eiginlega?
Síðdegis á föstudag birtist skýrsla sem Alþingi óskaði eftir í janúar árið 2018, um það hvernig framkvæmdavaldið hefði brugðist við ábendingum sem finna mætti í þremur rannsóknarskýrslum Alþingis, þar á meðal þeirri stóru um fall bankanna.
30. nóvember 2020
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
28. nóvember 2020
Rannsóknin byggir á gögnum sem safnað var við Kauptún í Garðabæ.
Nagladekk virðast hafa langmest áhrif á svifryksmyndun
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar gefa til kynna að nagladekk séu lang veigamesti þátturinn í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu. Vegagerðin vakti athygli á niðurstöðunum á vef sínum í vikunni.
27. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
25. nóvember 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda við einstaklinga og heimili
Formaður VR segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um nýtingu COVID-19 úrræða stjórnvalda hafi einungis um 7 milljarðar króna skilað sér beint til einstaklinga og heimila, en yfir 80 milljarðar til fyrirtækja.
25. nóvember 2020
Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Turnbygging sem íbúar lýstu sem „fokkmerki“ lækkuð um 10 hæðir
Hópur íbúa í Glaðheimahverfi í Kópavogi krafðist þess að hæsta hús á Íslandi yrði ekki byggt í hverfinu, til þess að áfram yrði gott að búa í Kópavogi. Turn sem átti eitt sinn að verða 32 hæðir og síðan 25 hæðir verður á endanum sennilega bara 15 hæðir.
25. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
24. nóvember 2020
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
23. nóvember 2020
Þingmaður Pírata spurði dómsmálaráðherra út í pólitíska stefnumörkun ríkisstjórnarinnar varðandi endursendingar flóttafólks til Grikklands.
Vonaðist eftir skýrara svari um endursendingar flóttafólks til Grikklands
Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir öfugsnúið að Ísland sendi fólk sem hefur stöðu flóttafólks í Grikklandi aftur þangað, á sama tíma og boðað hefur verið að taka eigi við sýrlenskum flóttamönnum frá Grikklandi.
20. nóvember 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Hækka atvinnuleysisbætur næsta árs með sérstöku viðbótarálagi
Ríkisstjórnin kynnti í dag enn frekari efnahagsaðgerðir, sem ætlað er að veita fólki og fyrirtækjum meiri fyrirsjáanleika inn í veturinn. Grunnatvinnuleysisbætur næsta árs verða rúmar 307 þúsund krónur.
20. nóvember 2020
Þingflokkur Pírata.
Segjast ekki hafa nógu góðar upplýsingar til að leggja mat á sóttvarnastefnuna
Píratar á þingi segja að frekari upplýsingar þurfi að koma fram til að hægt sé að leggja mat á það hvort við séum á réttri leið í baráttu við veiruna. Þingmenn Viðreisnar segja kraftlitlar efnahagsaðgerðir samfara sóttvörnum skapa óvissu, sem auki kvíða.
20. nóvember 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafa ekki átt nein samskipti við namibíska ráðamenn frá því að Samherjamálið kom upp á yfirborðið.
Engin símtöl til Namibíu
Engir fundir eða samtöl hafa átt sér stað á milli hérlendra ráðherra og namibískra stjórnmálamanna síðan Samherjamálið kom upp á yfirborðið fyrir rösku ári síðan, samkvæmt svörum ráðuneyta við fyrirspurnum Kjarnans.
20. nóvember 2020
Frá bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjudaginn.
Hart tekist á um aukin útgjöld vegna jólagjafa í Reykjanesbæ
Þegar atvinnuleysi í bæjarfélagi stendur í rúmum 20 prósentum, er þá réttlætanlegt að hækka útgjöld vegna jólagjafar bæjarstarfsmanna? Eða er það taktlaust? Tekist var á um þessar spurningar á hitafundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á þriðjudaginn.
19. nóvember 2020
Ætti að taka ákvarðanir um sóttvarnaráðstafanir á Alþingi?
Innan flokkanna þriggja sem mynda ríkisstjórn á Íslandi í dag er ekki einhugur um það hvernig skuli glíma við kórónuveiruna. Stöku þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa verið gagnrýnir á sóttvarnaaðgerðir. Kjarninn bauð þingmönnum að tjá sína skoðun á málinu.
19. nóvember 2020
Pfizer sækir um leyfi fyrir dreifingu bóluefnis á næstu dögum
Bóluefni Pfizer og BioNTech er sagt hafa 95 prósent virkni og engar alvarlegar aukaverkanir, samkvæmt nýjum niðurstöðum. Pfizer ætlar að sækja um leyfi til dreifingar í Bandaríkjunum á næstu dögum.
18. nóvember 2020
Sérstakir styrkir fyrir mæður sem þurfa að dvelja fjarri heimili fyrir fæðingu
Ríkisstjórnin samþykkti í dag nýtt frumvarp um fæðingar- og foreldraorlof. Áfram er lagt til að hvort foreldri fái sjálfstæðan sex mánaða rétt til orlofs. Foreldrum fjærst fæðingarþjónustu verður bætt upp að þurfa að dvelja utan heimilis fyrir fæðingu.
17. nóvember 2020
Fjölmiðlanefnd hefur beint því til þriggja íslenska hlaðvarpsþátta að þeir séu fjölmiðlar og beðið þá um að skrá sig sem slíka hjá nefndinni.
Fjölmiðlanefnd vill að sum hlaðvörp skrái sig sem fjölmiðla
Fjölmiðlanefnd hefur beðið þrjá íslenska hlaðvarpsþætti um að skrá sig formlega sem fjölmiðla og er að skoða að biðja fleiri um hið sama. Kveikjan að þessum beiðnum nefndarinnar virðast vera ábendingar um ólöglegar veðmálaauglýsingar.
17. nóvember 2020
GRECO, samtök gegn spillingu, segja að Ísland verði að gera meira
Ísland þarf að gera meira til þess að koma í veg fyrir spillingu og efla heilindi hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og innan löggæslustofnana, samkvæmt nýrri eftirfylgniskýrslu GRECO, samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu.
16. nóvember 2020