Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Börn fædd 2011 og síðar þurfa hvergi að nota grímur
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð sem felur í sér að börn fædd 2011 og síðar, en ekki 2015 og síðar, eru undanþegin grímuskyldu þegar hún á við. Breytingin er gerð í samráði við sóttvarnalækni.
2. nóvember 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
31. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
30. október 2020
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
30. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
29. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
28. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við undirritun reglugerðanna í dag.
Opnað á hálfs árs fjarvinnu erlendra sérfræðinga með reglugerðarbreytingum
Ráðherrar í ríkisstjórninni undirrituðu í dag breytingar á reglugerðum sem gefa ríkisborgurum utan EES færi á að koma hingað til lands með fjölskyldur sínar og vinna í fjarvinnu til sex mánaða.
27. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
24. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
23. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
22. október 2020
Marcus Rashford er framherji Manchester United og enska landsliðsins og baráttumaður fyrir því að börn þurfi ekki að fara svöng að sofa.
Fótboltamaður ljáir svöngum börnum rödd
Tillaga fótboltamannsins Marcus Rashford um matarstuðning til fátækra barna í öllum skólafríum fram að næstu páskum var felld í breska þinginu í gær. Fótboltamaðurinn náði ekki að beygja forsætisráðherrann, eins og hann gerði í sumar.
22. október 2020
„Mikilvægi miðlalæsis hefur því aldrei verið meira, en í hugtakinu felst að einstaklingur geti aðgreint falsfréttir frá raunverulegum fréttum,“ segir í tillögu þingmannanna.
Leggja á ný til stofnun starfshóps sem á að bregðast við upplýsingaóreiðu
Þingmenn sem sitja í Íslandsdeild Norðurlandaráðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um skipan starfshóps sem á að móta aðgerðir gegn upplýsingaóreiðu á Íslandi og auka upplýsinga- og tæknilæsi allra aldurshópa, ekki síst eldra fólks.
21. október 2020
Félagsmiðlarnir Facebook og Twitter lágu undir ámæli í vikunni sem leið fyrir að hefta dreifingu fréttar frá New York Post.
Hliðverðirnir sýna klærnar
Vafasöm frétt í New York Post um Biden-feðgana Joe og Hunter og viðbrögð Facebook og Twitter við henni hafa vakið upp umræðu um ægivald félagsmiðlanna yfir þeim upplýsingum sem almenningur hefur fyrir augum á internetinu.
20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
20. október 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti reglugerðir sínar um áframhaldandi sóttvarnaráðstafanir í gær.
Tíu staðreyndir um áframhald sóttvarnaraðgerða
Hvað felst í þeim sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á morgun og móta daglegt líf Íslendinga til 10. nóvember? Kjarninn tók það helsta saman.
19. október 2020
Frank Jensen yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar og varaformaður Sósísaldemókrataflokksins er hættur afskiptum af stjórnmálum.
Borgarstjóri Kaupmannahafnar hættur í stjórnmálum vegna áreitnismála
Borgarstjóri Kaupmannahafnar og varaformaður danskra sósíaldemókrata er hættur í pólítík, en hann hefur undanfarna daga verið sakaður um og viðurkennt kynferðislega áreitni. Síðast í gær sagðist hann hafa stuðning til að sitja áfram.
19. október 2020
Kristrún Frostadóttir hagfræðingur telur að ríkissjóður þurfi að hjálpa sveitarfélögunum að komast í gegnum kófið án þess að fara í verulegan niðurskurð í þjónustu eða fjárfestingu.
Mikilvægt að muna að ríkissjóður er ekki rekinn eins og fyrirtæki
Kristrún Frostadóttir hagfræðingur Kviku banka stígur inn í umræðu um stöðu sveitarfélaga í COVID-krísunni og segir það hættulegt út frá efnahagslegu sjónarmiði að gera sveitarfélögunum að mæta miklu tekjutapi sínu með niðurskurði.
18. október 2020
Kolbeinn Árnason var framkvæmdastjóri LÍU og síðar SFS, eftir að hafa leitt sameiningu LÍU og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF).
Fyrrverandi framkvæmdastjóri LÍU og SFS á meðal nýrra skrifstofustjóra
Kolbeinn Árnason, Ása Þórhildur Þórðardóttir og Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir hafa verið skipuð skrifstofustjórar í atvinnuvegaráðuneytinu. Kolbeinn var framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka útgerðarmanna á árunum 2013-2016.
18. október 2020
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni tekur undir áhyggjur Ásmundar Friðrikssonar af kostnaði við hælisleitendur
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra tekur undir áhyggjur Ásmundar Friðrikssonar um að kostnaður vegna umsókna um alþjóðlega vernd sé mikill. Hann segir að reyna ætti að flýta afgreiðslu umsókna sem augljóslega verði ekki samþykktar.
17. október 2020
Thor Aspelund prófessor í líftölfræði og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í vor.
Algjört lykilatriði að ná smitstuðlinum undir 1
Áætlað er að smitstuðull utan sóttkvíar sé í dag 1,4 á Íslandi. Á meðan að þessi tala er yfir einum er óvissa til staðar um þróun faraldursins og hann gæti farið í veldisvöxt. Þátttaka í sóttvarnaraðgerðum er það sem nær smitstuðlinum niður.
16. október 2020