Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Þjóð föst í viðjum vanans
Framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins finnst ekki ganga nógu hratt að færa ýmsar stórar skipulagsheildir í samfélaginu til nútímahorfs. Íslendingum hafi heilt yfir mistekist að ná fram hagkvæmni í því sem verið er að gera.
11. september 2020
Þegar nýir stjórnarmenn taka sæti í lífeyrissjóðum þurfa þeir að standast hæfismat FME. Sumir eru teknir í munnlegt hæfismat, en ekki allir.
„Ríkari kröfur“ gerðar til stjórnarmanna í stórum lífeyrissjóðum en minni
Fjármálaeftirlitið gerir „ríkari kröfur“ til þekkingar stjórnarmanna í stórum lífeyrissjóðum en minni og því er líklegra er að þeir sem taka sæti í stjórnum stórra sjóða séu kallaðir inn í munnlegt hæfismat af hálfu FME. Það er þó metið hverju sinni.
11. september 2020
Donald Trump með bíblíu í hönd í Washington í sumar. Hann kann sennilega betur við þá bók en ýmsar aðrar sem nýkomnar eru út eða væntanlegar.
Skruddurnar skella á Trump
Afhjúpanir í nýrri bók Bob Woodward hafa vakið mikla athygli, en þar játar Donald Trump að hafa gert minna úr kórónuveirunni opinberlega en efni stóðu til. Bók Woodward kemur út í næstu viku og gæti reynst forsetanum þung á lokametrum kosningabaráttunnar.
10. september 2020
Hver er staðan á Sundabraut?
Sundabraut hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur, eins og svo oft áður. Ýmsir hópar hafa rýnt í þessa framkvæmd áratugum saman, en hún virðist enn á byrjunarreit. Tillaga enn eins starfshópsins um framtíðarlausn er væntanleg fyrir októberlok.
10. september 2020
Ekki hefur áður komið efnislega fram hvað það var sem Seðlabankinn kærði Samherja fyrir á sínum tíma.
Ljósi varpað á hvað það var sem fólst í kæru Seðlabankans á hendur Samherja
Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabankanum í dag kom fram í fyrsta skipti fyrir hvaða efnisatriði Seðlabankinn kærði Samherja fyrir til sérstaks saksóknara árið 2013. Veigamesta kæruefnið laut að félagi á Kýpur.
9. september 2020
Úr dyragættinni í dómsalnum í morgun, en þar hafa blaðamenn setið í hnapp og fylgst með því sem fór fram.
Seðlabankinn hafi sakað Samherja um að skila ekki 85 milljarða gjaldeyri
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir að Seðlabankinn hafi sakað Samherja um að standa ekki í skil á 85 milljörðum í gjaldeyri til landsins. Seðlabankinn virðist telja að dótturfélögum Samherja hafi verið stjórnað frá Íslandi í reynd.
9. september 2020
Meintar ásakanir Kveiks, samkvæmt myndbandi Samherja. Ekkert af þessu þrennu er fullyrt í þætti Kveiks.
Samherji leiðréttir „ásakanir“ Kveiks sem aldrei voru settar fram
Samherji hefur birt nýtt myndband á YouTube, þar sem fyrirtækið hafnar þremur ásökunum sem það segir hafa verið settar fram af hálfu Kveiks í nóvember í fyrra. Kveikur fullyrti þó ekkert af því sem Samherji svarar fyrir.
8. september 2020
Félög í eigu Icelandair Group hafa fengið á fjórða milljarð króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði.
Skatturinn birtir lista yfir uppsagnarstyrki til fyrirtækja
Stærstu ferðaþjónustufyrirtæki landsins raða sér efst á lista sem Skatturinn hefur birt á vef sínum yfir svokallaða uppsagnarstyrki.
7. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Unnið að tæknilegri útfærslu á styttri sóttkví
Verið er að vinna í tæknilegri útfærslu á styttri sóttkví, þannig að þeir sem verði útsettir fyrir kórónuveirusmiti þurfi ekki að vera 14 daga í sóttkví. Mögulega yrði tekið sýni úr fólki á sjöunda degi, segir sóttvarnalæknir.
7. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Þarf að svara því hvað sé ásættanlegt að margir veikist og látist
Þórólfur Guðnason segir að þegar verið sé að vega og meta hvort ásættanlegt sé að hleypa veirunni á meiri skrið innanlands þurfi líka að svara því hvað sé ásættanlegt að margir sýkist og látist í framhaldinu. Þetta þurfi að horfast í augu við.
7. september 2020
Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þrýstingi beitt á lífeyrissjóði sem settir hafi verið „í gjaldeyrishöft“ af ríkisstjórninni
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að sér hugnist ekki sú áhætta sem lífeyrissjóðum er ætlað að taka í hlutafjárútboði Icelandair. Bjarni Benediktsson segir að ef lífeyrissjóðir láti undan þrýstingi séu stjórnendur „ekki að standa sig í vinnunni.“
6. september 2020
Donald Trump er þegar búinn að sá fræjum efa í huga almennings um lögmæti komandi kosninga. Hvað gerist ef niðurstaðan verður hreint ekki ljós á kosninganótt?
Raunhæfur möguleiki á glundroða í kjölfar forsetakosninganna
Hvernig mun bandarískt samfélag dagsins í dag bregðast við ef svo fer, eins og margt bendir til, að úrslit forsetakosninganna þar í landi muni ekki liggja ljós fyrir á kosninganótt? Óhuggulegar sviðsmyndir eru fyrir hendi.
6. september 2020
Neitar að horfa á vinnumarkaðinn sem stríðsvöll
Kjarninn hitti bæði fulltrúa atvinnulífs og launafólks og fékk sýn þeirra á stöðu mála, í upphafi hausts. Sá þriðji sem rætt er við er Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
5. september 2020
Mark Zuckerberg stofnandi Facebook.
Facebook grípur til aðgerða gegn upplýsingaóreiðu í kringum kosningarnar
Stofnandi Facebook greindi frá því í dag að miðillinn ætlaði að beita sér sérstaklega gegn útbreiðslu misvísandi upplýsinga í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum í haust. Facebook fer í samstarf við Reuters um miðlun lokaniðurstaðna.
3. september 2020
Alexei Navalní liggur enn þungt haldinn á spítala í Berlín.
Nýliði í tebolla
Taugaeitur af gerðinni novichok fæst ekki keypt úti í búð. Það er einungis talið í höndum rússneskra yfirvalda, sem nú eru krafin svara við áleitnum spurningum, eftir að leifar eitursins fundust í líkama andófsmannsins Alexei Navalnís.
3. september 2020
Fjórðungshlutur í Sagafilm er kominn í eigu dótturfélags stærsta sjálfstæða kvikmyndafyrirtækis Evrópu.
Efni frá Sagafilm verður boðið víðar í kjölfar erlendrar fjárfestingar
Dótturfélag stærsta sjálfstæða kvikmyndafyrirtækis Evrópu hefur keypt 25 prósent hlut í Sagafilm. Kaupverðið er trúnaðarmál, en forstjóri Sagafilm segir kaupin staðfesta að áætlanir fyrirtækisins undanfarin misseri hafi gengið.
2. september 2020
Sólsetur við Lagarfljót á Fljótsdalshéraði.
Allir í framboði og kynleiðrétting hjá Miðflokknum í nýju sveitarfélagi
Kjósendur í nýju sveitarfélagi á Austurlandi ganga að kjörborðinu 19. september. Fimm listar bjóða fram krafta sína, en bæði er kosið til ellefu manna sveitarstjórnar og fjögurra heimastjórna. Athygli hefur vakið hve fáar konur eru á lista Miðflokksins.
2. september 2020
Klukkubreytingarnar hafa verið á borði forsætisráðuneytisins undanfarin tvö ár.
Ekki „nægilega sterk rök“ fyrir klukkubreytingum
Ríkisstjórn Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu „nægilega sterk rök“ fyrir því að breyta staðartíma á Íslandi. Málið hefur nú verið til lykta leitt eftir rúmlega tveggja ára umfjöllun í stjórnarráðinu.
1. september 2020
Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að afmarka ríkisábyrgð til Icelandair Group við flugrekstur
Samkeppniseftirlitið segir mikilvægt að afmarka ríkisábyrgð við flugrekstur
Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að áformuð ríkisábyrgð til Icelandair Group sé afmörkuð eins og kostur er við flugrekstur félagsins, áætlunarflug til og frá landinu. Þetta segir stofnunin varða bæði hagsmuni keppinauta félagsins og almennings.
1. september 2020
Inga Sæland formaður Flokks fólksins
Inga Sæland óskar svara um vísindalegt framlag Hafrannsóknastofnunar
Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur sent Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra tíu skriflegar fyrirspurnir um rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á mismunandi nytjastofnum.
1. september 2020
Ekkert nýtt innanlandssmit
Enginn greindist með COVID-19 innanlands í gær, sunnudag. Alls voru rúmlega tvöhundruð sýni úr fólki með einkenni tekin til greiningar.
31. ágúst 2020
Afleiðingar atvinnuleysisins þurfa að vera með í reikningsdæminu
Íslands er í alvarlegri efnahagskreppu. Taka þarf afleiðingar langtímaatvinnuleysis fjölda fólks með inn í jöfnuna þegar verið er vega og meta efnahagsleg áhrif sóttvarnaaðgerða, segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
29. ágúst 2020
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Mikilvægt að fá gögn um skammtímagistingu
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mjög mikilvægt að íslensk skattayfirvöld séu byrjuð að fá gögn um greiðslur vegna skammtímagistingar á borð við AirBnB. Hert eftirlit undanfarinna ára hafi einnig þegar skilað árangri.
27. ágúst 2020
Yfir þúsund manns eru nú í sóttkví.
Þrjú ný innanlandssmit og enginn lengur á spítala
Þrír einstaklingar greindust með COVID-19 innanlands í gær. Einn var þegar í sóttkví, en tveir ekki. Yfir þúsund manns eru nú í sóttkví.
27. ágúst 2020
Embætti skattrannsóknastjóra hefur fengið gögn um 30 prósent þeirra aðila sem fengu hæstar greiðslur vegna AirBnB-útleigu á Íslandi á árunum 2015-2018.
Fengu gögn um þá stóru en ekki þá mörgu smáu
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að gögn um 25 milljarða greiðslur til AirBnB-leigusala sem fengust afhent frá AirBnB á Írlandi nemi um 80 prósent heildargreiðslna, en varði einungis 30 prósent leigusala.
26. ágúst 2020