Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Hljómsveitin Hjaltalín gat ekki fengið bankamillifærslu frá Bretlandi vegna veru Íslands á gráa lista FATF.
Hjaltalín getur ekki fengið millifærslur frá bresku fyrirtæki vegna gráa listans
Breskt fyrirtæki sagði umboðsmanni hljómsveitarinnar Hjaltalín að Ísland væri eitt þeirra landa sem fyrirtækið ætti ekki að millifæra til, vegna aðgerða til að sporna við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
12. ágúst 2020
Samherji hefur ekki enn svarað spurningum um Namibíuskipin þrjú
Ekki hafa enn borist svör frá Samherja við fyrirspurn Kjarnans frá 25. júlí um breytta skráningu og nafnabreytingar togara sem notaðir voru í útgerð Samherjasamstæðunnar í Namibíu. Tvö skipanna sigldu þaðan fyrr á árinu, en eitt er enn kyrrsett.
12. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
11. ágúst 2020
Lögreglan hefur barið á mótmælendum í helstu borgum Hvíta-Rússlands frá því að úrslit kosninganna lágu fyrir síðla á sunnudag. Myndin er tekin í Minsk í gær.
Síðasti einræðisherra Evrópu heldur velli en mótstaðan eykst
Hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti Hvíta-Rússlands á sunnudag. Fæstir leggja trú á niðurstöður kosninganna og hefur þeim verið ákaft mótmælt. Mótframbjóðandi hans er búin að flýja landið.
11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
10. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
8. ágúst 2020
Hæfur til að meta hæfni þar til annað kemur í ljós
Eiríkur Tómasson, formaður dómnefndar um hæfni dómara, telur sig hæfan samkvæmt stjórnsýslulögum til að meta hæfni umsækjenda um embætti við Landsrétt, en árið 2017 var hann umsagnaraðili eins þeirra sem nú sækist eftir embættinu.
5. ágúst 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
5. ágúst 2020
Mótmælendur komu saman á Austurvelli skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá innihaldi Samherjaskjalanna í nóvember síðastliðnum. Nú virðist sjávarútvegsfyrirtækið vera að mæla almenningsálitið.
Spurt hvað fólki finnist um viðbrögð Samherja við Namibíumálinu
Gallup spurði viðhorfahóp sinn í vikunni um álit á aðgerðum Samherja „í kjölfar ásakana um mútur í Namibíu“. Sjávarútvegsfyrirtækið virðist vera að taka stöðuna á almenningsálitinu, áður en það ræðist í að svara ásökunum í auknum mæli opinberlega.
3. ágúst 2020
Neikvæðni þjóðarinnar mældist sú mesta frá því í október árið 2010 í apríl síðastliðnum, samkvæmt Væntingavísitölu Gallup.
Svartsýni þjóðarinnar jókst í júlí
Væntingavísitala Gallup hefur mælt viðhorf þjóðarinnar til stöðu og framtíðarhorfa í efnahagsmálum í nær tvo áratugi. Í apríl tók vísitalan sitt lægsta gildi frá því í október árið 2010 og í júlí lækkaði hún á ný eftir tvo mánuði aukinnar jákvæðni.
1. ágúst 2020
Sending af nýjum stólum barst á Grund í gær. Nú taka auknar varúðarráðstafanir við þar og á öðrum hjúkrunar- og dvalarheimilum landsins.
Minna stress núna en í mars og apríl
Hjúkrunar- og dvalarheimili landsins þurfa á ný að biðja starfsmenn og aðstandendur um að gæta sérstakrar varúðar, til að forða því að smit berist inn á heimilin. Forstjóri Grundar segir minna stress núna en í mars og apríl, þar sem ógnin er þekkt.
1. ágúst 2020
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu á fundinum í dag.
„Óendanlega mikilvægt“ að sinna persónulegum smitvörnum
„Við þurfum að standa saman í því að hlýða þremenningunum með þrennunni; fjarlægðarmörk, handþvottur og sprittun,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Unnið verður frameftir við sýnatöku hjá heilsugæslunni í dag.
31. júlí 2020
Hugmynd Trumps um að fresta kosningunum hefur ekki fengið mikinn hljómgrunn.
Frestunarhugmynd forsetans snarlega afskrifuð af samflokksmönnum
Donald Trump viðraði í gær hugmynd um að fresta forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember. Tillögunni var fálega tekið, enda fráleit, þrátt fyrir að sumir hafi búist við henni. Áhrifamiklir samflokksmenn forsetans lýstu sig ósammála.
31. júlí 2020
Frá og með morgundeginum verður skylda að vera með grímur í almenningssamgöngum á Íslandi. Myndin er frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam.
Reglur um andlitsgrímunotkun væntanlegar frá sóttvarnalækni
Unnið er að því á skrifstofum sóttvarnalæknis að semja reglur um grímunotkun hérlendis. Frá og með hádegi á morgun mun þurfa að bera grímur í almenningssamgöngum og víðar þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nándarmörk.
30. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Einungis 100 mega koma saman og tveggja metra fjarlægð verður skylda
Frá og með hádegi á morgun mega einungis 100 manns koma saman á sama stað. Tveggja metra nándarmörk milli ótengdra einstaklinga verða nú skylda.
30. júlí 2020
Rannsókn Wikborg Rein á starfsemi Samherja í Namibíu er lokið
Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji greinir frá því á vef sínum í dag að rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein sé lokið og að hún hafi verið kynnt fyrir stjórn félagsins.
29. júlí 2020
„Jákvæður viðsnúningur“ hjá Arion en COVID-óvissa framundan
Arion banki hagnaðist um 4,95 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi og var arðsemi eiginfjár 10,5 prósent á fjórðungnum, sem bankastjórinn segir sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að eiginfjárstaðan sé langt umfram kröfur eftirlitsaðila.
29. júlí 2020
Átta sækjast eftir tveimur lausum dómaraembættum við Hæstarétt
Átta lögfræðingar sækjast eftir tveimur lausum dómaraembættum við Hæstarétt Íslands. Í hópi umsækjenda eru fjórir dómarar við Landsrétt.
29. júlí 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Flokkurinn mælist nú með 13,1 prósent fylgi, rúmum þremur prósentustigum minna en fyrir röskum mánuði.
Píratar bæta við sig en Samfylkingin dalar í nýrri könnun MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun frá MMR. Píratar mælast með 15,4 prósent og eru næst stærstir en Samfylkingin dalar á milli mánaða og mælist með 13,1 prósent. Framsókn skýst upp fyrir Miðflokkinn og Viðreisn.
29. júlí 2020
Nú þegar margir vilja ekki nota almenningssamgöngur vegna smithættu hefur breska stjórnin gengið á lagið og boðar umfangsmikla uppbyggingu hjólastíga í borgum og bæjum landsins.
Boris Johnson boðar róttæka hjólreiðabyltingu í Bretlandi
Breska ríkisstjórnin kynnti í gær stórhuga áform um lagningu hágæða hjólastíga í borgum og bæjum. Boris Johnson forsætisráðherra segir að allir græði á því er einn hjóli, líka þeir sem eru á bílum.
28. júlí 2020
Ný spá alþjóðasamtaka flugfélaga um áhrif veirufaraldurins á fluggeirann var kynnt í dag. Útlitið er dekkra en gert var ráð fyrir í apríl.
Búast ekki við fullum bata flugbransans fyrr en árið 2024
Alþjóðasamtök flugfélaga hafa gefið út nýja spá um batahorfur í fluggeiranum eftir kórónuveirufaraldurinn. Hún lítur verr út en spá samtakanna frá því í apríl. Ekki er búist við því að jafn margir setjist upp í flugvél og fyrir COVID fyrr en árið 2023.
28. júlí 2020
Icelandair Group býst við að sækja tæpa 3,3 milljarða í uppsagnastyrki frá ríkinu
Samkvæmt uppgjöri Icelandair Group fyrir annan ársfjórðung ráðgerir fyrirtækið að sækja um tæplega 3,3 milljarða styrk í ríkissjóð til þess að greiða laun starfsmanna á uppsagnarfresti. Ekki er loku fyrir það skotið að upphæðin verði enn hærri.
28. júlí 2020
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti niðurstöðuna í máli Fossa síðasta föstudag.
Fjármálaeftirlitið sektaði Fossa fyrir að klæða kaupauka í búning arðgreiðslna
Fossar markaðir fengu fyrr í sumar 10,5 milljóna króna stjórnvaldssekt frá Fjármálaeftirlitinu fyrir arðgreiðslur til hluthafa úr hópi starfsmanna, sem FME segir ólögmætar. Fossar ætla að vísa málinu til dómstóla til þess að „eyða óvissu“ um framkvæmdina.
28. júlí 2020
Icelandair hefur nú náð samningum við flugstéttirnar þrjár, flugmenn, flugvirkja og flugfreyjur og -þjóna.
Flugfreyjur samþykktu nýjan samning með miklum meirihluta
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair með 83,5 prósentum greiddra atkvæða, en rafrænni kosningu lauk kl. 12 á hádegi og hafði staðið yfir frá því á miðvikudag. Samningurinn er í gildi til fimm ára.
27. júlí 2020