Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
2. júní 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
30. maí 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnuð fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
28. maí 2020
Meiri ánægja mælist störf kvenna en karla í ríkistjórn Íslands í nýrri könnun frá Gallup.
Konurnar við ríkisstjórnarborðið þykja standa sig betur í starfi en karlarnir
Þeir fjórir ráðherrar sem mest ánægja er með á meðal þjóðarinnar eru konur. Svo koma tveir karlar. Síðan fimmta konan. Og fjórir karlar verma botnsætin. Mynstrið er svipað og þegar ánægja með frammistöðu ráðherranna var mæld í fyrra.
28. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
26. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
25. maí 2020
Fjarvinnan eftir faraldurinn gæti orðið þáttur í að byggja upp hagkerfi Íslands til framtíðar
Fjölmargir sérfræðingar í alþjóðlegum tæknifyrirtækjum fá núna leyfi til þess að vinna fjarvinnu til frambúðar. Þetta fólk ætti Ísland að reyna að sækja til búsetu í skemmri eða lengri tíma, segir Kristinn Árni L. Hróbjartsson, ritstjóri Northstack.
23. maí 2020
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.
Hvert einasta tilvik einu tilviki of mikið
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir ýmislegt í niðurstöðum könnunar um vinnuumhverfið á Alþingi hafa slegið sig. Helmingur þingmanna sagðist þar telja að starf þeirra hefði orðið öðrum í fjölskyldu þeirra til ama.
21. maí 2020
Eftir að lögin taka gildi mun það ekki kosta útgerðirnar eina krónu, allavega ekki í stimpilgjöld hér á landi, að færa skip inn og út af íslenskri skipaskrá.
Baráttumál útgerðanna um afnám stimpilgjalda samþykkt á Alþingi
„Þetta skaðar okkar menn,“ segir formaður Sjómannasambandsins, um frumvarp um afnám stimpilgjalda í skipaviðskiptum sem samþykkt var á Alþingi í gær. Frumvarpið lækkar skattbyrði útgerða og sjómenn óttast að það skaði atvinnuöryggi þeirra.
21. maí 2020
Þingmenn segjast hafa orðið fyrir bæði einelti og kynbundinni áreitni
Á annan tug þingmanna hafa upplifað einelti og/eða kynbundið áreiti í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt, samkvæmt nýrri könnun frá Félagsvísindastofnun sem þingið lét vinna og birt var í dag. Niðurstöðurnar eru „sláandi“ að sögn forseta Alþingis.
19. maí 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Þrettán fyrirtæki voru með yfir 150 starfsmenn á hlutabótaleiðinni í apríl
Um 73 prósent allra fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleið stjórnvalda í apríl voru einungis með einn til þrjá starfsmenn í skertu starfshlutfalli, en þrettán fyrirtæki voru hvert um sig með yfir 150 starfsmenn á hlutabótaleiðinni.
19. maí 2020
Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts.
Pósturinn nýtti hlutabótaleiðina fyrir 125 starfsmenn
Íslandspóstur, opinbert hlutafélag, nýtti hlutabótaleið stjórnvalda fyrir 125 starfsmenn í apríl. Birgir Jónsson forstjóri segir að magnminnkun í erlendum pakkasendingum og innlendum bréfum hafi leitt til þess að verkefnum fækkaði.
19. maí 2020
Frá Seljalandsfossi. Þrjátíu og sjö prósent allra starfsmanna sem nýttu hlutabótaúrræð stjórnvalda í apríl starfa í ferðaþjónustu.
Atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara er komið upp í 16 prósent
Atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara hér á landi er komið upp í um 16 prósent. Þá eru ótaldir þeir erlendu ríkisborgarar sem verið hafa í minnkuðu starfshlutfalli undanfarið, en þeir eru á níunda þúsund.
18. maí 2020
Eistneskur landamæravörður í Ikla, á landamærunum við Lettland, gat ekki annað en brosað þegar hann fjarlægði í gær stöðvunarmerki á landamærastöðinni. Ferðabandalag er orðið til og þau gætu orðið fleiri.
Gætu ferðabandalög smám saman komið Evrópu í eðlilegra horf?
Fyrsta ferðabandalagið, eða ferðabúbblan, innan Evrópu er orðin að veruleika fyrir botni Eystrasaltsins. Mögulegt er að slík bandalög ríkja sem náð hafa þolanlegum tökum á heimfaraldri kórónuveiru verði fleiri í Evrópu á næstu vikum og mánuðum.
16. maí 2020
Laugardalslaugin mun geta tekið við 350 gestum þegar sundlaugarnar opna á ný.
Allt að 350 manns mega fara ofan í Laugardalslaug strax á miðnætti 18. maí
Sundlaugar Reykjavíkurborgar geta tekið á móti á milli 110 og 350 manns í einu þegar leyfilegt verður að opna þær á ný á mánudag. Til stendur að hafa næturopnun í sundlaugum borgarinnar aðfaranótt mánudags.
15. maí 2020
Því grænna, því betri er mannréttindastaðan. Ísland fikrar sig upp um fjögur sæti á milli ára hvað varðar lagalega stöðu hinsegin fólks.
Ísland grænkar á Regnbogakortinu eftir samþykkt laga um kynrænt sjálfræði
Ísland færist upp um fjögur sæti á milli ára, upp í 14. sæti, í hinu svonefnda Regnbogakorti, árlegri úttekt Alþjóðasamtaka hinsegin fólks á réttindastöðu hinsegin fólks í Evrópu.
14. maí 2020
Drífa Snædal forseti ASÍ á blaðamannafundinum í dag.
ASÍ vill að ríkið eignist hlut í fyrirtækjum sem fá verulegan stuðning úr ríkissjóði
Alþýðusambandið kynnti í dag tillögur sem það kallar „réttu leiðina“ úr úr COVID-19 kreppunni. ASÍ telur stjórnvöld eiga að grípa til bráðaaðgerða að verja afkomu almennings og setja stóraukin skilyrði fyrir ríkisstuðningi til fyrirtækja.
14. maí 2020
Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason leikur með Augsburg í Þýskalandi.
Íslendingar geta legið yfir fótbolta um helgina
Þýska Bundesligan í fótbolta hefst á laugardag eftir hlé vegna heimsfaraldursins. Streymisveitan Viaplay, sem hefur sýningarréttinn að Bundesligunni, byrjar að bjóða upp á íþróttapakkann sinn á Íslandi á morgun.
14. maí 2020
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður fékk áminningu sinni frá úrskurðarnefnd lögmanna hnekkt fyrir Hæstarétti.
Kostnaður Lögmannafélagsins vegna máls Jóns Steinars tæpar 10,8 milljónir króna
Heildarkostnaður Lögmannafélags Íslands vegna málaferla sem félagið stóð í gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni nam í heildina tæpum 10,8 milljónum króna frá árinu 2017.
13. maí 2020
Þórólfur Guðnason á upplýsingafundinum í dag.
Barir fá að opna á ný 25. maí og sundlaugar verða á hálfum afköstum í fyrstu
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti á upplýsingafundi í dag að hann ætlaði að leggja til við heilbrigðisráðherra að vínveitingastaðir fengju að opna á ný 25. maí. Hann mun einnig leggja til að samkomubann verði rýmkað í 200 manns, úr 50 nú.
13. maí 2020
Persónuverndarlög hindra ekki birtingu lista yfir fyrirtæki sem nýta hlutabótaleiðina
Persónuvernd segir í svari til Vinnumálastofnunar að persónuverndarlög gildi ekki um fyrirtæki og því sé ekkert í þeim sem geri stofnuninni óheimilt að verða við beiðni um birtingu lista yfir þau fyrirtæki sem nýtt hafa hlutabótaleiðina.
13. maí 2020