Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Fleiri vantreysta bönkunum en treysta þeim í tengslum við viðbrögð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar, samkvæmt könnun MMR.
Fáir treysta fjármálakerfinu í tengslum við viðbrögð við faraldrinum
Almannavarnir og heilbrigðisstofnanir njóta yfirgnæfandi trausts landsmanna hvað viðbrögð við kórónuveirunni varðar. Á móti segjast fleiri vantreysta fjármálakerfinu en bera til þess traust, samkvæmt nýrri könnun MMR.
27. mars 2020
Telja rétt að stórauka framlög til nýsköpunar til að mæta afleiðingum faraldursins
Þingmenn í minnihluta fjárlaganefndar telja að stórauka þurfi framlög til nýsköpunarverkefna í fjárfestingarátaki ríkisins. Sumir segja að bæta mætti auknu fé til verklegra framkvæmda, en fjármálaráðherra óttast að „troða“ of miklu fé í verktakageirann.
27. mars 2020
Anders Jensen, forseti og framkvæmdastjóri NENT Group.
Stefna á íslenska þáttagerð en gefa ekkert upp um ásókn í enska boltann
Streymisveitan Viaplay verður aðgengileg á Íslandi frá og með 1. apríl. Forseti og framkvæmdastjóri NENT Group, sem rekur streymisveituna, ræddi við Kjarnann um fyrirætlanir fyrirtækisins á íslenska markaðnum.
26. mars 2020
Það er lítið um að vera á Keflavíkurflugvelli þessa dagana.
Flugferðum til og frá landinu fer fækkandi og framhaldið er óljóst
Ákvarðanir um flugáætlun Icelandair eru teknar dag frá degi og ekki er hægt að segja til um það í dag hvaða flug verða flogin næstu daga. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar verður einungis flogið þaðan til London og Boston á morgun.
25. mars 2020
Nettó og Heimkaup hafa ráðið inn tugi nýrra starfsmanna til að mæta aukinni eftirspurn í netverslun og Krónan hyggur á opnun netverslunar innan skamms.
Tugir nýrra starfa í netverslun: Krónan stefnir á heimsendingar innan skamms
Tugir nýrra starfsmanna hafa tekið til starfa hjá Nettó og Heimkaupum vegna aukinnar eftirspurnar í netverslun. Krónan ætlar að opna snjallverslun innan skamms og byrja að senda mat heim til fólks.
24. mars 2020
Boris Johnson ávarpar þjóðina í kvöld.
Útgöngubann í Bretlandi: „Þið verðið að vera heima“
Boris Johnson ávarpaði bresku þjóðina í kvöld og tilkynnti að nú væri tekið gildi nær algjört útgöngubann í landinu. Öllum verslunum sem ekki selja nauðsynjavörur á að loka án tafar og lögregla mun hafa vald til að sekta þá sem brjóta reglur.
23. mars 2020
Hrafnhildur Edda Magnúsdóttir, formaður Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi.
Læknanemar tilbúnir að leggja sitt af mörkum á óvissutímum
Íslenskur læknanemi í Ungverjalandi segir nema tilbúna að leggja sitt af mörkum þegar álagið í heilbrigðiskerfinu eykst. Nemar hafa verið beðnir um koma til starfa í Ungverjalandi og Landspítali hefur einnig leitað til nema sem eru á lokaári í námi ytra.
22. mars 2020
Bjarki Þór Grönfeldt er doktorsnemi í stjórnmálasálfræði við University of Kent í Englandi.
Kom heim frá Bretlandi vegna værukærra viðbragða við veirunni
Íslenskir námsmenn erlendis eru nú margir komnir heim eða að íhuga að koma heim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Doktorsnemi í Bretlandi segist vera kominn heim vegna værukærðar af hálfu bæði stjórnvalda og almennings þar í landi.
21. mars 2020
Landspítali. Reikna má með því að álagið á heilbrigðiskerfið verði mest um eða eftir miðjan apríl.
Reikna með 1.000 greindum smitum fyrir lok maí
Spálíkan vísindamanna frá Háskóla Íslands, embætti landlæknis og Landspítala hefur verið birt opinberlega. Reiknað er með því að 1.000 smit verði greind hér á landi fyrir lok maí, en svartsýnasta spá gerir þó ráð fyrir tvöfalt fleiri smitum.
19. mars 2020
Arnar Þór Ingólfsson
„Góðan daginn, ertu með einkenni?“
19. mars 2020
Vonar að við séum á leið inn í flata kúrfu
Enn vantar forsendur til að geta spáð fyrir um það hvernig faraldur COVID-19 muni þróast hér innanlands, að sögn landlæknis, sem býst við að fjöldi veikra fari fljótlega að aukast með tilheyrandi auknu álagi á heilbrigðiskerfið.
18. mars 2020
Seðlabankastjóri segir bankann vera „rétt að byrja“ að takast á við stöðuna
Ásgeir Jónsson segir að Seðlabankinn eigi enn ýmis tól í vopnabúri sínu til að bregðast við síversnandi efnahagshorfum. Þá segir seðlabankastjóri hækkun sveiflujöfnunaraukans hafa verið „hárrétta ákvörðun“, sem nú sýni gildi sitt.
18. mars 2020
„Fremur ólíklegt“ að COVID-19 hafi verið dánarmein ferðamannsins
Sóttvarnalæknir segir að það sé „fremur ólíklegt“, miðað við þau einkenni sem ástralskur ferðamaður sem lést á Húsavík í gær hafði, að andlát hans megi rekja beint til COVID-19. 225 smit hafa greinst á Íslandi til þessa.
17. mars 2020
Donald Trump forseti Bandaríkjanna.
Bresk skýrsla brýndi Bandaríkjastjórn til harðari aðgerða
Stigvaxandi viðbrögð bandarískra stjórnvalda virðast byggð á nýrri skýrslu frá sérfræðingum við Imperial College í Lundúnum. Hvíta húsið mælist nú til þess að fólk komi ekki saman í hópum stærri en tíu einstaklinga.
17. mars 2020
Láta á það reyna hvort veiran virði landamæri
Múrar eru nú reistir á milli Evrópuþjóða til þess að reyna að hefta útbreiðslu COVID-19. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill setja á ferðabann eftir að hafa gagnrýnt ferðabann Bandaríkjanna. Þessar ákvarðanir virðast pólitískar, ekki vísindalegar.
16. mars 2020
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Evrópusambandið vill loka sig af og fá Ísland með
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur mælst til þess að öll ríki ESB sem og nágrannalönd sem standa utan ESB, þar á meðal Ísland, banni öll „ónauðsynleg ferðalög“ til Evrópu í 30 daga.
16. mars 2020
Hópurinn var á Tenerife í skemmtiferð.
Skemmtiferð sjávarútvegsfyrirtækis endar í sóttkví
Sjötíu manns frá Patreksfirði, yfir 10 prósent bæjarbúa, þurfa að fara í 14 daga sóttkví eftir ferð til Tenerife. Um er að ræða hóp frá fiskvinnslufyrirtæki, starfsmenn þess til lands og sjávar og maka þeirra.
16. mars 2020
Verða meistarar krýndir í heimsfaraldri?
Kórónuveiran er búin að lama íþróttaheiminn og framhaldið er óljóst, eins og svo margt annað. Mótshaldarar eru í erfiðri stöðu og fjárhagslegt tjón íþróttafélaga verður fyrirsjáanlega mikið, bæði hér heima og erlendis.
15. mars 2020
„Við hvetjum almenning til að haga innkaupum sínum til heimilisins með eðlilegum hætti, það er engin ástæða til annars,“ sagði Andrés.
Algjör óþarfi að hamstra mat
Það er engin ástæða fyrir íslenskan almenning að hamstra mat eða aðrar nauðsynjavörur. Það er nóg til af mat og nóg til af lyfjum, segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hamstur veldur óþarfa álagi á verslunarfólk.
13. mars 2020
Skilaboð sóttvarnalæknis eru þau að fólk eigi alls ekki að yfirgefa sóttkví til þess að fara í sýnatöku til Íslenskrar erfðagreiningar.
Ekki fara beint úr sóttkví í sýnatöku til Kára
Sóttvarnalæknir brýnir fyrir fólki í sóttkví að freistast ekki til þess að skjótast í sýnatöku til Íslenskrar erfðagreiningar. 128 hafa greinst með COVID-19 hér á landi. Landlæknir segir læknum að ávísa einungis eðlilegu magni lyfja til fólks.
13. mars 2020
Saknar skýrari aðgerðaáætlunar frá ríkisstjórninni
Viðbrögð stjórnvalda í þeirri stöðu sem upp er komin þurfa að vera skýr, afgerandi og fumlaus, að sögn Þorsteins Víglundssonar þingmanns Viðreisnar.
12. mars 2020
Leggja til að allar brottvísanir til Grikklands verði stöðvaðar
Nítján þingmenn vilja að brottvísanir fólks til Grikklands verði stöðvaðar án tafar. Í þingsályktunartillögu þingmannanna segir að hætta sé á að flóttafólk í Grikklandi verði fyrir meðferð sem teljist ómannúðleg í lagalegum skilningi.
12. mars 2020
Biðla til starfsmanna um að taka leyfi ef kostur er
Starfsfólk Icelandair spurði mikið um uppsagnir á rafrænum starfsmannafundi sem fram fór á innra neti fyrirtækisins kl. 13 í dag. Ekki var þó tilkynnt um neinar slíkar, en fyrirtækið hefur beðið fólk um að taka launalaust leyfi, hafi það tök á.
12. mars 2020
Fjármálaráðherra var fremur myrkur í máli þegar hann fór yfir stöðuna sem upp er komin í útvarpsviðtali á Bylgjunni í morgun.
Einhliða ferðabann Trumps „gríðarlegt reiðarslag“ fyrir Ísland
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að hann telji ferðabann Bandaríkjanna „gríðarlegt reiðarslag“ og ljóst sé að efnahaglegu áhrifin verði mikil. Viðbrögð til að hefta útbreiðslu COVID-19 verði þó að vera í forgangi.
12. mars 2020
Upptök skjálftans var skammt norðan við Grindavík.
Rúmlega fimm stiga skjálfti á Reykjanesi
Jarðskjálfti, 5,2 að stærð, reið yfir norðan við Grindavík kl. 10:25. Skjálftinn fannst mjög greinilega á höfuðborgarsvæðinu.
12. mars 2020