Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Bogi Nils Bogason ræddi við starfsmenn Icelandair um stöðu mála á fjarfundi kl. 15 í dag.
Laun flugmanna 30 prósent af heildarlaunakostnaði Icelandair
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group sagði á starfsmannafundi félagsins í dag að launakostnaður flugmanna væri um 30 prósent af heildarlaunakostnaði félagsins. Icelandair vill fá meira vinnuframlag frá flugstéttunum.
12. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.
Vill girða fyrir stuðning til fyrirtækja sem setja upp skattahagræðisfléttur
Nefndarmaður í efnahags- og viðskipanefnd segir ekki girt fyrir að fyrirtæki sem setji upp skattahagræðisfléttur fái stuðning úr ríkissjóði, þrátt fyrir að meirihluti nefndarinnar reyni að „slá ryki í augu“ þings og þjóðar um annað.
12. maí 2020
Stuðningslánin verði 40 milljónir að hámarki í stað 6 milljóna og nái til mun fleiri fyrirtækja
Mun fleiri fyrirtæki munu eiga kost á stuðningslánum með ríkisábyrgð og hámarksfjárhæð lánanna verður hækkuð úr 6 milljónum upp í 40 milljónir, samkvæmt breytingatillögum meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar.
12. maí 2020
Skatturinn getur ekki enn afgreitt endurgreiðslur sem stjórnvöld kynntu í mars
Þrátt fyrir að lög sem fela í sér hækkun og útvíkkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts hafi verið samþykkt á Alþingi 31. mars getur Skatturinn ekki enn afgreitt umsóknir um endurgreiðslur. Tæknivinna „hefur tekið lengri tíma en hægt var að sjá fyrir.“
11. maí 2020
Fáir eru á leið í ferðalag á næstunni, en margir hafa þó greitt ferðaskrifstofum og flugfélögum fúlgur fjár sem nú fást ekki til baka.
Nartað í réttindi neytenda
Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til þess að veita bæði ferðaskrifstofum og flugfélögum tímabundið svigrúm til þess að ganga á réttindi neytenda. Formaður Neytendasamtakanna segir að aldrei hafi verið mikilvægara að standa vörð um neytendarétt.
10. maí 2020
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Fyrirtæki verða beðin um að rökstyðja notkun hlutabótaleiðarinnar
Þau fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda verða beðin um að sýna fram á nauðsyn þess á næstunni. Fjármálaráðherra segir „alveg óskaplega slæmt“ að fyrirtæki sem virðist ekki hafa haft þörf á að nýta úrræðið hafi gert það.
8. maí 2020
Strætó hefur ekið eftir laugardagsáætlun sinni, sem þýðir skerta ferðatíðni, frá því að kórónuveiran fór að láta á sér kræla.
Strætó segir „ekki verjandi“ að aka tómum vögnum um göturnar
Framkvæmdastjóri Strætó segir að það sé „ekki verjandi“ að aka um með vagnana tóma. Eftirspurn eftir strætóferðum hefur hríðfallið á farsóttartímum og aukist takmarkað í þessari viku. Neytendasamtökin gagnrýna þjónustuskerðingu fyrirtækisins.
7. maí 2020
Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson eru ekki sammála um tollamálin.
Bjarni ekki hlynntur hugmyndum Sigurðar Inga um aukna tollvernd
Á fundi með Félagi atvinnurekenda í morgun sagði Bjarni Benediktsson að honum hugnaðist ekki að hækka tolla til að auka innlenda framleiðslu, en Sigurður Ingi Jóhannsson sagðist telja slíkt hyggilegt í ræðustóli á Alþingi fyrir um þremur vikum.
6. maí 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Ísland veitir 276 milljónum til alþjóðasamvinnu vegna COVID-19
Samkvæmt áætlun sem alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofa utanríkisráðuneytisins hefur unnið verður 276 milljónum veitt til alþjóðastofnana, mannúðarsamtaka og þróunarverkefna í fyrstu viðbrögðum Íslands við COVID-19 faraldrinum.
6. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði út í hagsmunatengsl vegna björgunarpakka
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort ráðherrar hefðu rætt um möguleg hagsmunatengsl sín í ljósi umfangsmikilla efnahagsaðgerða sem nú er verið að grípa til vegna heimsfaraldursins.
5. maí 2020
Almenningur gæti komist í sund 18. maí næstkomandi.
Stefnt að opnun sundlauga 18. maí
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra séu ásátt um að stefna á opnun sundlauga þann 18. maí, með einhverjum takmörkunum, sem ekki er búið að formfesta.
4. maí 2020
Ólafur Ragnar Grímsson í Silfrinu í morgun.
Ólafur Ragnar telur marga vilja koma til Íslands í sóttkví
Ólafur Ragnar Grímsson telur að það verði mögulegt að lokka ferðafólk til Íslands í stórum stíl á næstu misserum, þrátt fyrir að fólk þyrfti að vera í sóttkví við komuna. Jákvæð alþjóðleg umfjöllun um veiruviðbrögðin hér á landi vinni með Íslendingum.
3. maí 2020
Íþróttirnar eygja endurkomu
Þeir sem skipuleggja íþróttamót eru ekki í öfundsverðu hlutverki þessa dagana. Misjafnt er á milli landa hvenær leyfilegt verður að setja íþróttastarf aftur af stað, samhliða tilslökunum á samkomubönnum. Fjárhagslegir hagsmunir eru gríðarlega miklir.
3. maí 2020
Joe Biden, sem verður forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins nema eitthvað mjög óvænt gerist, svaraði í gær fyrir ásakanir um kynferðislegt ofbeldi.
Biden í bobba vegna alvarlegra ásakana
Joe Biden, sem væntanlega verður forsetaframbjóðandi demókrata gegn Donald Trump í haust, svaraði í gær fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi sem hann er sakaður um að hafa beitt árið 1993. Hann þvertekur fyrir að atvikið hafi átt sér stað.
2. maí 2020
Hjólreiðamaður á ferð í New York um liðna helgi.
Versti ársfjórðungurinn í Bandaríkjunum frá 2008 en sá næsti verður mun verri
4,8 prósent samdráttur varð í bandaríska hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýjum bráðabirgðahagtölum sem birtar voru í dag. Búist er að við að samdrátturinn verði margfalt meiri á þeim næsta.
29. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu.
Repúblikanar hafa vaxandi áhyggjur af framgöngu Trumps
Vaxandi áhyggjur eru innan raða Repúblikanaflokksins af því að framganga Trumps, meðal annars á blaðamannafundum vegna heimsfaraldursins, gæti orðið til þess flokkurinn missi meirihluta sinn í öldungadeild þingsins í haust.
28. apríl 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Allir COVID-19 sjúklingar útskrifaðir af gjörgæslu
Enginn er lengur á gjörgæslu vegna COVID-19 smits, sagði Alma Möller landlæknir á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag.
28. apríl 2020
Um þrjátíu prósent virkra smita nú á norðanverðum Vestfjörðum
Þrjú ný COVID-19 smit greindust á landinu í gær, öll á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, þar sem yfir tvöhundruð sýni voru rannsökuð. Enginn af þeim 449 einstaklingum sem Íslensk erfðagreining skimaði reyndist smitaður.
28. apríl 2020
Ekkert nýtt smit greindist á Íslandi í gær
Í fyrsta sinn síðan 29. febrúar greindist ekkert nýtt COVID-19 smit á Íslandi í gær, hvorki á sýkla- og veirufræðideild Landspítala né hjá Íslenskri erfðagreiningu, en allt í allt voru tæplega 200 sýni tekin.
24. apríl 2020
Popúlísk ráð duga skammt gegn raunverulegum vandamálum
Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor ræddi við Kjarnann um áhrif heimsfaraldursins á stjórnmálin. Hann telur líklegt að hægt verði að draga lærdóm af því hvernig popúlískir leiðtogar eins og Trump og Bolsonaro standa andspænis áskoruninni nú.
23. apríl 2020
Almannavarnadeild hefur með auglýsingum sínum vísað fólki inn á vefsíðuna covid.is, þar sem finna má upplýsingar og leiðbeiningar um veirufaraldurinn.
Almannavarnadeild ver milljónum í auglýsingar vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra varði rúmlega 4,4 milljónum, að frátöldum virðisaukaskatti, í að birta auglýsingar í fjölmiðlum vegna veirufaraldursins í marsmánuði. Nærri fjórðungi auglýsingafjárins var varið í birtingar á fréttavef mbl.is.
22. apríl 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna.
Enginn tími fyrir eftirlit með hlutabótaúrræðinu
Vegna álags og tímaskorts hefur Vinnumálastofnun ekki nýtt sér heimild sem hún hefur lögum samkvæmt til þess að spyrja neina atvinnurekendur af hverju þeir eru að nýta sér hlutabótaúrræði stjórnvalda.
22. apríl 2020
Óska eftir mati Landsvirkjunar á rekstrarstöðu fyrirtækja í orkufrekum iðnaði
Fjármálaráðherra og ráðherra iðnaðarmála funduðu í síðustu viku með forstjóra og stjórnarformanni Landsvirkjunar og óskuðu þar eftir mati Landsvirkjunar á rekstrarstöðu fyrirtækja í orkufrekum iðnaði á Íslandi.
20. apríl 2020
Fjögur dótturfélög Norwegian gjaldþrota
Fjögur dótturfélög Norwegian í Svíþjóð og Danmörku hafa verið lýst gjaldþrota. Um fjögur þúsund og sjöhundruð manns missa vinnuna í þessum sviptingum. Norwegian rær nú lífróður sem aldrei fyrr.
20. apríl 2020
Auður leikvöllur í Barselóna. Börn landsins hafa þurft að vera inni á heimilum sínum í rúman mánuð og ekkert útlit er fyrir að það breytist alveg á næstunni.
Einu börnin í Evrópu sem mega ekki fara út
Spænsk börn eru þau einu í Evrópu sem mega ekkert fara út úr húsi. Þau hafa verið innilokuð í rúman mánuð og ýmsum finnst nóg komið, foreldrum jafnt sem sérfræðingum. Ekki er útlit fyrir að spænsk börn fái að mæta í skólann fyrr en í haust.
17. apríl 2020