Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Telur mikilvægt að reglur nái til ferðamanna
Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að einhverskonar reglur um sóttkví nái einnig til ferðamanna sem koma hingað til lands, en starfshópur mun skila af sér tillögum um hvaða reglur skuli gilda um erlenda ferðamenn öðru hvoru megin við helgina.
16. apríl 2020
Víðir Reynisson á fundinum í dag.
„Það er ekki kominn 4. maí“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild sagðist knúinn til þess að minna fólk á að ekki væri kominn 4. maí, á upplýsingafundi dagsins. Yfirvöld óttast að bakslag gæti komið í faraldurinn ef fólk slakar á og fer á svig við reglur.
16. apríl 2020
Tekjutengdar afborganir námslána lækka að meðaltali um 25 þúsund
Stjórnvöld kynntu í dag breytingar á námslánakerfinu, sem hafa verið í ferli frá því að lífskjarasamningarnir voru undirritaðir á almenna vinnumarkaðnum síðasta vor. Greiðendur námslána munu helst finna fyrir því að tekjutengd afborgun lækkar.
15. apríl 2020
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra.
Telur rétt að skoða tollamál til að efla innlenda matvælaframleiðslu
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir að Íslendingar þurfi að leggja aukna áherslu á matvælaframleiðslu á næstunni. Til þess þurfi að skoða tollamál, sérstakar landgreiðslur og tryggja bændum ódýrt rafmagn.
14. apríl 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Í öllum kreppum felast nýir möguleikar“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í næstu aðgerðum stjórnvalda þurfi að horfa til lítilla fyrirtækja, einyrkja og námsmanna. Hún segir Íslendinga eina ekki geta ráðið því hvaða heimsmynd blasi við þegar faraldurinn verður liðinn hjá.
14. apríl 2020
Samherji nýtir sér hlutabótaúrræði stjórnvalda
Vegna sóttvarnaráðstafana í fiskvinnslum Samherjasamstæðunnar á Akureyri og Dalvík eru starfsmenn nú í 50 prósent starfshlutfalli. Fyrirtækið nýtir sér hlutabótaúrræði stjórnvalda, en tryggir þó að starfsmenn verði ekki fyrir kjaraskerðingu.
14. apríl 2020
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávarpaði landsmenn í kvöld.
„Við höfum séð það svartara, við munum sjá það bjartara“
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávarpaði þjóðina í kvöld og ræddi veirufaraldurinn sem sett hefur daglegt líf úr skorðum. Hann sagði að áfram myndi reyna á samstöðu og seiglu þjóðarinnar, vandinn yrði viðameiri áður en sigri yrði fagnað.
12. apríl 2020
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
8. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
7. apríl 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hnýtir í heimildarmenn Morgunblaðsins
Landsvirkjun hefur sent út yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins í dag, en í fréttinni var meðal annars haft eftir heimildum innan úr Rio Tinto að þar væri í athugun að höfða mál gegn Landsvirkjun vegna vörusvika tengdum sölu upprunavottorða.
7. apríl 2020
Sir Keir Rodney Starmer heitir hann, nýr leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Fékk vinstrimennsku í vöggugjöf
Keir Starmer er orðinn formaður Verkamannaflokksins. Líklegt þykir að undir hans forystu muni Verkamannaflokkurinn sækja í átt að miðjunni á næstu árum, þrátt fyrir að Starmer sjálfur segi að hann vilji halda í róttækni liðinna ára.
7. apríl 2020
Gera ráð fyrir að 2.100 greinist með veiruna í þessari bylgju faraldursins
Ný forspá vísindamanna um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi gerir ráð fyrir því allt að 2.600 manns greinist með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins. Aldursdreifing smitaðra hefur verið hagstæð hér á landi til þessa.
6. apríl 2020
Boris Johnson var í kvöld lagður inn á spítala í London.
Boris Johnson lagður inn á spítala
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á spítala í London til skoðunar, en hann hefur verið með „þrálát einkenni“ COVID-19 sýkingar allt frá því að hann greindist með veiruna fyrir tíu dögum síðan.
5. apríl 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Við þurfum að skuldsetja ríkissjóð verulega“
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna kvörtuðu undan samráðsleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar í Silfrinu í morgun og sögðust telja að stjórnvöld þyrftu að bæta verulega í hvað varðar efnahagsleg viðbrögð við heimsfaraldrinum.
5. apríl 2020
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
4. apríl 2020
Neftóbakssala ÁTVR hefur dregist saman um 66 þúsund dósir það sem af er ári
Heildsala ÁTVR á íslensku neftóbaki dróst saman um 32 prósent, eða 3,3 tonn, á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við söluna á sama tímabili í fyrra. Innfluttir tóbakslausir níkótínpúðar virðast vera að sópa til sín markaðshlutdeild.
3. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
2. apríl 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið
Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.
1. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun mæla með því við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að samkomubann verði framlengt út apríl.
Þórólfur mælir með samkomubanni út mánuðinn: „Veiran mun ekki virða páska“
„Núna reynir virkilega á úthaldið og samstöðuna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi yfirvalda í dag. Hann mun gera tillögu til heilbrigðisráðherra um framlengingu samkomubanns út apríl.
1. apríl 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur sagt sig úr miðstjórn ASÍ.
Ragnar Þór hættur í miðstjórn ASÍ
Formaður VR hætti í miðstjórn Alþýðusambands Íslands á mánudaginn. Hann segir að hann telji orku sinni betur varið í að leita lausna á öðrum vettvangi og að hans mati sé ASÍ að gera það versta í stöðunni, ekki neitt.
1. apríl 2020
Stræti margra stórborga heims eru tómleg að sjá, á þessum undarlegu tímum. Mynd frá New York á dögunum.
Raunveruleg dánartíðni vegna COVID-19 er á huldu
Dánartíðni vegna COVID-19 á heimsvísu er, samkvæmt opinberum tölum, 4,7 prósent. Fjöldi smita er þó vanmetinn og hægt er að slá því föstu að dánartíðnin sé umtalsvert lægri, en þó ólíklega jafn lág og rannsakendur við Oxford-háskóla töldu mögulegt.
30. mars 2020
Alþingiskosningar og samfélagsmiðlar: Hverja reyndu flokkarnir að nálgast og hvernig?
Í nýlegu áliti Persónuverndar um samfélagsmiðlanotkun stjórnmálaflokka fyrir síðustu tvennar Alþingiskosningar má lesa ýmislegt forvitnilegt um það hvernig flokkarnir reyndu að ná til fólks með keyptum skilaboðum á samfélagsmiðlum.
30. mars 2020