Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Niðurgreiðsla sumarúrræða brýtur gegn bæði EES-samningi og lögum að mati FA
Félag atvinnurekenda hefur sent Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra erindi vegna ríkisstyrkja til sumarnáms á háskólastigi. Hluti styrkjanna fer í að niðurgreiða námskeiðahald, sem FA segir skekkja samkeppnisstöðu einkafyrirtækja.
24. júní 2020
Neytendasamtökin og ASÍ telja meðal annars að 50.000 króna skuld sé allt of lág upphæð til að verðskulda skráningu á vanskilaskrá.
Telja almannahagsmuni standa til þess að starfsleyfi Creditinfo verði endurskoðað
Neytendasamtökin og ASÍ gera ýmsar „alvarlegar athugasemdir“ við starfsemi Creditinfo varðandi skráningu á vanskilaskrá. Samtökin segja almannahagsmuni standa til þess að starfsleyfi fyrirtækisins, sem Persónuvernd gefur út, verði endurskoðað.
24. júní 2020
Ferðagjöf stjórnvalda er nú aðgengileg, bæði í snjallsímaforriti og með strikamerki á Ísland.is
Greiða 12-15 milljónir króna fyrir hönnun og rekstur Ferðagjafar-forrits
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið samdi við fyrirtækið YAY ehf. um hönnun og rekstur snjallsímaforrits utan um ferðagjöf stjórnvalda. Samkvæmt ráðuneytinu hefur fyrirtækið ekki heimild til að nýta upplýsingar sem safnast frá notendum appsins.
23. júní 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála.
Allt að 4,5 milljarðar frá ríkinu í endurgreiðslu pakkaferða
Ráðgert er að allt að 4,5 milljörðum króna verði veitt úr nýjum Ferðaábyrgðarsjóði til þess að endurgreiða neytendum pakkaferðir sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Ferðaskrifstofur hafa allt að 6 ár til að greiða ríkinu til baka.
23. júní 2020
Allir níu þingmenn Miðflokksins hafa rætt mikið um samgönguáætlanir Alþingis undanfarna daga. Á myndina vantar Bergþór Ólason.
Samgönguáætlanir voru til umræðu í 43 klukkustundir
Umræðu um samgönguáætlanir Alþingis til fimm og tíu ára lauk í hádeginu, er þingmenn Miðflokksins héldu fjórar ræður. Alls var rætt um samgönguáætlunirnar í 43 klst. í annarri umræðu. Samgöngumál eru áfram á dagskrá þingsins.
23. júní 2020
Vladimír Pútín, Rússlandsforseti. Hann segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta á ný árið 2024, geri stjórnarskrárbreytingar honum það kleift.
Núllstilling Pútíns
Í Rússlandi hefst í vikunni þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrárbreytingar, sem meðal annars opna á að Pútín forseti gæti setið tvö kjörtímabil í viðbót, eða allt til ársins 2036. Hann sagði í viðtali í gær að hann útilokaði ekki að bjóða sig fram á ný.
22. júní 2020
Viðra hugmynd um nýjan dómstól og telja ekki rétt að fella út íhlutunarheimild SKE
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar þingsins lagði til töluverðar breytingar á samkeppnislagafrumvarpi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur ráðherra, sem bíður þess að vera tekið til 2. umræðu á Alþingi.
22. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir munnlegt samkomulag í gildi á milli sín og Íslenskrar erfðagreiningar vegna aðkomu fyrirtækisins að landamæraskimunum.
Þórólfur samdi munnlega við Íslenska erfðagreiningu vegna landamæraskimana
„Gert er ráð fyrir því að ÍE muni senda reikning fyrir efniskostnaði og launakostnaði,“ segir í svari Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis við fyrirspurn Kjarnans, þar sem óskað var eftir upplýsingum um aðkomu ÍE að skimunum ferðafólks.
19. júní 2020
Norrænu ráðuneytin svara því ekki hvað þeim þótti um afstöðu Íslands
Kjarninn er búinn að fá svör frá fjármálaráðuneytum Finnlands, Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs vegna máls Þorvaldar Gylfasonar, sem íslenska ráðuneytið sagði að væri of virkur í pólitík til að viðeigandi væri að hann ritstýrði fræðatímariti.
18. júní 2020
Bókstafleg túlkun orðsins kyn færir hinsegin fólki mikla réttarbót
Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp ákvörðun á mánudag sem fer á spjöld réttindasögu hinsegin fólks í landinu. Með bókstaflegum lestri löggjafar frá 1964 komst sex dómara meirihluti að þeirri niðurstöðu að bannað væri að reka fólk á grundvelli kynhneigðar.
17. júní 2020
Bjarni Benediktsson sat fyrir svörum á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun og var meðal annars spurður út í gagnrýni fyrrverandi ritstjóra NEPR um afstöðuna sem sett var fram í garð Þorvalds Gylfasonar
Mögulega hafi „gamla góða kunningjasamfélagið“ ætlað að ráða för
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að mögulega megi skýra hörð viðbrögð sænska prófessorsins Lars Calmfors við því að Ísland lagðist gegn ráðningu Þorvaldar Gylfasonar með því að þeir séu kunningjar frá fornu fari.
15. júní 2020
Þorvaldur Gylfason fékk starfstilboð á samnorrænum vettvangi sem ekki var heimilt að veita honum, áður en fjármála- og efnahagsráðuneytið lagðist gegn ráðningu hans á pólitískum forsendum.
Bjuggust ekki við mótbárum gegn hæfum manni sem var til í starfið
Sænski hagfræðiprófessorinn Lars Calmfors segir að norræni stýrihópurinn sem annast útgáfu tímaritsins NEPR hafi verið kominn í tímaþröng með að finna nýjan ritstjóra er Þorvaldi Gylfasyni var boðið starfið.
15. júní 2020
Í finnska fjármálaráðuneytinu er Markku Stenborg fulltrúi í stýrihópi sem sér um útgáfu ritsins NEPR. Hann myndi ekki hleypa stjórnmálamönnum þar nærri.
Finnski fulltrúinn í stýrihópnum myndi ekki hleypa stjórnmálamönnum nærri NEPR
Markku Stenborg, sem er fulltrúi finnska fjármálaráðuneytisins í stýrihópi vegna útgáfu fræðiritsins Nordic Economic Policy Review, segir að hann myndi ekki leyfa stjórnmálamönnum að hafa afskipti af stjórnun ritsins.
13. júní 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra segir unnið hratt að því að gera erlendum sérfræðingum auðveldara um vik að flytjast til Íslands.
Meðvituð um að Ísland sé ekki eina landið sem ætli að reyna að sækja fjarvinnufólk
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra segir að unnið sé hratt að því þessa dagana að gera erlendum sérfræðingum sem vinna fyrir erlend fyrirtæki auðveldara um vik við að setjast að hér á landi og vinna í fjarvinnu. Ýmis ljón séu þó í veginum.
12. júní 2020
Lars Calmfors er prófessor við Stokkhólmsháskóla og fráfarandi ritstjóri NEPR.
Danmörk snerist á sveif með Íslandi eftir að pólitísk afstaða Íslands lá fyrir
Danska fjármálaráðuneytið lagðist, rétt eins og það íslenska, gegn því að Þorvaldur Gylfason tæki við sem ritstjóri NEPR. Sú afstaða danska ráðuneytisins var þó einungis byggð á því að Þorvaldur nyti ekki stuðnings íslenska fjármálaráðuneytisins.
11. júní 2020
Lars Calmfors (t.v.) er prófessor við Stokkhólmsháskóla og var síðasti ritstjóri NEPR. Hann segir það hafa verið rangt af íslenska fjármálaráðuneytinu að hafna því að Þorvaldur yrði ráðinn í stöðuna.
„Ég gerði öllum ljóst að það var mjög rangt að gera þetta“
Lars Calmfors, sænskur hagfræðiprófessor sem var ritstjóri fræðatímaritsins NEPR, mótmælti afstöðu íslenska fjármálaráðuneytisins til Þorvalds Gylfasonar. Hann segir pólitískar röksemdir ekki eiga að hafa nokkur áhrif á ráðningu í stöðuna.
11. júní 2020
Félag prófessora ætlar að ræða mál Þorvalds á næsta stjórnarfundi
Félag prófessora við ríkisháskóla ætlar að ræða íhlutun fjármála- og efnaráðuneytisins í ráðningarferli Þorvalds Gylfasonar hagfræðiprófessors í ritstjórastöðu á samnorrænum vettvangi á stjórnarfundi sínum í næstu viku.
10. júní 2020
Wikipedia-síða um Þorvald Gylfason. Þangað segist ráðuneytið hafa sótt sér rangar upplýsingar, sem það byggði á þegar það sagðist ekki geta stutt Þorvald í stöðu ritstjóra fræðatímarits.
Fjármálaráðuneytið segist hafa stuðst við úrelta Wikipedia-síðu um Þorvald
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist hafa stuðst við rangar upplýsingar á Wikipedia-síðu um Þorvald Gylfason, þegar það kom rangfærslum um stjórnmálaþátttöku hans til norrænna ráðuneyta. Ráðuneytið segir að virða eigi akademískt frelsi í hvívetna.
9. júní 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
„Skaðleg undirverðlagning“ á enska boltanum, segir forstjóri Símans
Forstjóri Símans segir að ef endursöluaðilar enska boltans vilji selja vöruna með tapi sé það þeirra mál, eins langt og það nær. Hins vegar sé um „skaðlega undirverðlagningu“ að ræða af hálfu Vodafone. Nova ætlar líka að bjóða boltann á 1.000 krónur.
9. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytið sagði Þorvald Gylfason hagfræðiprófessor vera of virkan í stjórnmálum til að geta notið stuðnings í ritstjórastöðu samnorræns fræðatímarits.
Fjármálaráðuneytið lagðist gegn ráðningu Þorvalds og sagði hann of virkan í pólitík
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fór með rangfærslur um Þorvald Gylfason hagfræðiprófessor við erlenda aðila er verið var að ræða hvort hann ætti að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Þorvaldur kveðst vera með gilda ráðningu í stöðuna.
9. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
5. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
4. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
2. júní 2020