Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Benedikt Bogason verður forseti Hæstaréttar
Benedikt Bogason hefur verið kjörinn forseti Hæstaréttar og Ingveldur Einarsdóttir varaforseti, en kosning fram fór á fundi dómara réttarins í dag. Þau taka við embættum sínum 1. september næstkomandi.
27. júlí 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín og Davíð biðja Ragnar Þór um að draga „órökstuddar dylgjur“ til baka
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA og Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs SA segja Ragnar Þór Ingólfsson formann VR hafa farið fram með órökstuddar dylgjur um þá og fleiri og óska eftir því að hann dragi orð sín til baka.
25. júlí 2020
Heinaste heitir enn Heinaste, en tvö önnur skip sem tengdust umsvifum Samherja í Namibíu eru komin með ný nöfn án allra Íslandstenginga.
Namibíuskip Samherjasamstæðunnar komin með ný nöfn og belíska fána
Togararnir Saga og Geysir, sem sigldu frá Namibíu fyrr á árinu, heita nú Vasiliy Filippov og Galleon. Þessi skip og einnig togarinn Heinaste, sem liggur kyrrsettur í Namibíu, eru skráð með heimahöfn í mið-ameríska smáríkinu Belís.
25. júlí 2020
Rafrænu ökuskírteinin voru kynnt á blaðamannafundi í síðustu viku.
Allir fæddust á Íslandi samkvæmt stafrænu ökuskírteinunum
Rúmur fjórðungur allra bílstjóra á Íslandi hefur þegar sótt stafræn ökuskírteini í símann. Í fyrstu útgáfu skírteinanna voru allir handhafar með Ísland sem skráðan fæðingarstað, en því mun hafa verið kippt í liðinn.
9. júlí 2020
Tamson Hatuikulipi og Bernhard Esau grímuklæddir í réttarsal í Windhoek í vikunni ásamt lögmanni sínum.
Yfir 200 milljónir frá Samherjafélagi til tengdasonar sjávarútvegsráðherra Namibíu
Rannsakandi hjá namibísku spillingarlögreglunni segir að háar óútskýrðar greiðslur hafi farið frá Esju Fishing til tengdasonar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins. Umræddir tengdafeðgar reyna þessa dagana að losna úr gæsluvarðhaldi.
8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
7. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
6. júlí 2020
Mörg störf hafa horfið vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustuna.
Rúmlega 27 þúsund færri störf mönnuð á öðrum ársfjórðungi en í fyrra
Samkvæmt nýrri starfaskráningu frá Hagstofu Íslands voru 2.600 laus störf á Íslandi á öðrum ársfjórðungi, en störfunum sem voru mönnuð á íslenskum vinnumarkaði fækkaði um rúmlega 27 þúsund á milli ára.
6. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
4. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
3. júlí 2020
Áfram verslað með Icelandair þrátt fyrir tilkynningu um mögulega greiðslustöðvun
Grunur þarf að vera um ójafnan aðgang fjárfesta að innherjaupplýsingum til þess að viðskipti með bréf Icelandair verði stöðvuð tímabundið í Kauphöllinni. Aðilar á fjármálamarkaði furða sig sumir á því að enn sé verslað og bréfin ekki athugunarmerkt.
2. júlí 2020
Stilla úr auglýsingunni.
Ögrandi reiðhjólaauglýsing sem hnýtir í bílaframleiðendur bönnuð í Frakklandi
Auglýsing hollenska rafhjólaframleiðandans VanMoof fær ekki að birtast í frönsku sjónvarpi. Hún þykir koma óorði á bílaframleiðendur á ósanngjarnan hátt og valda kvíða hjá áhorfendum, sem er bannað þar í landi.
1. júlí 2020
Lagt er til í frumvarpsdrögum að stjórnarskrárbreytingum að forseti megi einungis sitja tvö sex ára kjörtímabil að hámarki.
Lagt til að forseti megi aðeins sitja í 12 ár á Bessastöðum
Forseti Íslands má ekki sitja lengur en tvö sex ára kjörtímabil að hámarki, verði frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar sem lögð hafa verið fram til kynningar fram að ganga. Lagt er til að mælt verði fyrir um þingræði í stjórnarskránni.
1. júlí 2020
Strembnum þingvetri lauk með átökum um vímuefnamál
Ýmis þingmál runnu í gegn á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí. Sum í góðri sátt, en önnur ekki. Samkeppnislögum var breytt, Borgarlína færist nær og stjórnarflokkar lögðust gegn breytingum á vímuefnalöggjöf sem þó er fjallað um í stjórnarsáttmálanum.
30. júní 2020
Gert er ráð fyrir að turninn verði 25 hæða hár, en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir 32 hæða turni. Hér er hugmynd að því hvernig hann gæti litið út, samkvæmt deiliskipulagskynningunni.
Gert ráð fyrir allt að 115 metra háum turni í nýju hverfi í Kópavogi
Breytt deiliskipulag fyrir Glaðheimahverfið í Kópavogi gerir ráð fyrir því að allt að 115 metra hár turn rísi austan Reykjanesbrautar. Núgildandi skipulag sem er frá 2009 gerir ráð fyrir 32 hæða turni. Húsið yrði langhæsta bygging landsins.
30. júní 2020
Kísilver PCC á Bakka var gangsett í maí árið 2018, eftir þriggja ára framkvæmdatímabil. Stefnt er að því að slökkva á báðum ofnum þess í lok júlí.
Óviss framtíð einungis tveimur árum frá gangsetningu
Tímabundin rekstrarstöðvun er framundan hjá kísilveri PCC á Bakka við Húsavík, einungis tveimur árum eftir að verksmiðjan var gangsett. Ríkið hefur varið milljörðum króna í að verkefnið á Bakka verði að veruleika á undanförnum árum.
28. júní 2020
Slökkt verður á báðum ofnum verksmiðjunnar í lok júlí og stórum hluta starfsmanna sagt upp.
Slökkva á báðum ofnum PCC á Bakka í júlílok og segja stórum hluta starfsfólks upp
Stórum hluta starfsfólks kísilvers PCC á Bakka verður sagt upp og slökkt verður tímabundið á báðum ofnum verksmiðjunnar í júlílok. Rekstrarstöðvunin er að sögn fyrirtækisins tímabundin, þar til heimsmarkaður á kísilmálmi tekur við sér á ný.
25. júní 2020
Rebecca Long-Bailey var skuggaráðherra menntamála í skuggaráðuneyti Starmer. Þangað til í dag.
Starmer sparkar skuggaráðherra fyrir illa ígrundað tíst
Keir Starmer formaður Verkamannaflokksins ákvað í dag að reka þingkonuna Rebeccu Long-Bailey úr skuggaráðuneyti sínu, fyrir að deila viðtali við breska leikkonu með fylgjendum sínum á Twitter.
25. júní 2020
Grant Thornton var fengið til þess að skoða málefni GAMMA: Novus og Upphafs fasteignafélags.
Hafa tilkynnt saksóknara um greiðslur fleiri en eins aðila til stjórnanda Upphafs
Endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton hefur lokið úttekt sinni á starfsemi GAMMA: Novus og Upphafs fasteignafélags. GAMMA segist hafa látið héraðssaksóknara vita af greiðslum fleiri aðila til fyrrverandi framkvæmdastjóra fasteignafélagsins.
25. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson situr nú í forstjórastóli Samherja ásamt Brynjólfi Jóhannssyni.
Niðurstöður rannsóknar Wikborg Rein brátt kynntar stjórn Samherja
Samherji segir að búist sé við því að stjórn fyrirtækisins fái kynningu á niðurstöðum rannsóknar norsku lögfræðistofunnar Wikborg Rein innan skamms. Í kjölfarið verði skoðað hvað úr rannsókninni verði hægt að birta og hvernig.
25. júní 2020
Skemmtiferðaskip við bryggju á Akureyri.
Reiknar ekki með neinum skemmtiferðaskipum í ár
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að hann reikni ekki með því að eitt einasta skemmtiferðaskip leggist að bryggju í Reykjavík í ár, þó mögulega gætu nokkur smærri skip komið síðar á árinu. Alls voru 189 komur bókaðar hjá Faxaflóahöfnum.
24. júní 2020