Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Rétt eins og bóluefni Pfizer og BioNTech notast Moderna við genaupplýsingar (mRNA) fyrir svokölluð gaddprótein sem er að finna á yfirborði kórónuveirunnar, SARS-CoV-2.
Tvær lykilástæður til að gleðjast yfir jákvæðum niðurstöðum Moderna
Jákvæð tíðindi um þróun bóluefnis frá Moderna eru jafnvel enn gleðilegri en þau sem bárust af bóluefni Pfizer í síðustu viku. Þau sýna nefnilega að aðferðin sem bæði fyrirtækin nota virðist virka og einnig virðist geymsla og dreifing vera einfaldari.
16. nóvember 2020
Byggingin hefur staðið auð frá því árið 2017.
Húsið ekki rifið fyrr en skipulagsvinnu lýkur
Rakaskemmt stórhýsi Íslandsbanka á Kirkjusandi mun ekki verða rifið fyrr en skipulagsvinnu reitsins lýkur, en bankinn vinnur að skipulagi á svæðinu í samvinnu við Reykjavíkurborg. Húsið hefur verið autt síðan árið 2017.
16. nóvember 2020
Starfsmannaleigur á Íslandi: Frá Kárahnjúkum að Bræðraborgarstíg
Þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð voru í fyrsta sinn hundruð starfsmanna hér á landi á vegum starfsmannaleigna. Ljótar sögur þaðan urðu kveikjan að sérstakri löggjöf um þetta form ráðninga. Enn eru þó áhyggjur af réttindum og aðbúnaði starfsmanna.
15. nóvember 2020
Búrfellsvirkjun. Tekist hefur verið á um raforkuverð Landsvirkjunar á opinberum vettvangi undanfarin misseri og líklegt er að sú umræða haldi áfram.
Deildar meiningar um samkeppnishæfni til framtíðar þrátt fyrir óháða úttekt
Samtök álframleiðenda segja að þrátt fyrir að niðurstöður óháðrar úttektar sýni að raforkuverð til álvera sé almennt ekki að skerða samkeppnishæfni þeirra við önnur Vesturlönd, sé í skýrslunni ekki tekin afstaða til þess verðs sem býðst í dag.
13. nóvember 2020
Stjórn Ríkisútvarpsins neitaði að gefa upp hverjir það voru sem sóttust eftir starfi útvarpsstjóra í fyrra, en það var þvert á vilja löggjafans, samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra.
Vilji löggjafans að almenningur hafi rétt til upplýsinga um starfsmannamál RÚV
Ríkisútvarpið mun þurfa að veita almenningi upplýsingar um starfsmannamál sín rétt eins og um stjórnvald væri að ræða, samkvæmt nýju lagafrumvarpi sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda.
12. nóvember 2020
Google Photos verður ekki lengur með ókeypis ótakmarkað geymslupláss fyrir ljósmyndir og myndskeið frá og með 1. júní 2021.
Google: „Hæ kæri notandi, við viljum fara að græða á þér“
Google mun frá og með 1. júní á næsta ári ekki lengur bjóða upp á ótakmarkað ókeypis geymslupláss fyrir ljósmyndir og myndbönd. Yfir milljarður manna notar Google Photos til þess að geyma sitt efni í skýinu og nú vill fyrirtækið láta fólk fara að borga.
12. nóvember 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Úttekt FAO mun skiptast í fjóra áfanga og Ísland greiðir fyrir þann fyrsta
Ekki er enn búið að skrifa formlega undir samning við Alþjóðamatvælastofnunina FAO um úttekt sem íslensk stjórnvöld eiga frumkvæði að og varðar viðskiptahætti útgerða. Vinnunni var hrundið af stað eftir að Samherjamálið kom upp fyrir ári síðan.
12. nóvember 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Sendiherra segir Guðlaug Þór vega að starfsheiðri embættismanna í eigin ráðuneyti
Stefán Skjaldarson sendiherra fer hörðum orðum um frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og framferði ráðherrans sjálfs í umræðum um málið. Segir hann ráðherra gera embættismönnum upp pólitískar skoðanir.
11. nóvember 2020
Fjórðungur kjósenda ætlar að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt, samkvæmt nýrri könnun MMR.
Einungis þrír flokkar mælast með yfir 10 prósent fylgi í nýrri könnun MMR
Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Píratar eru einu þrír flokkar landsins sem bæta við sig fylgi og mælast yfir 10 prósentum í nýrri könnun MMR, sem birt var í dag.
11. nóvember 2020
Laugardalsvöllur var reistur fyrir 63 árum. Nú er stefnt að því að byggja nýjan völl.
Ekki talið borga sig að reyna að lappa upp á Laugardalsvöll
Breskt ráðgjafafyrirtæki mælir með því að byggður verði nýr 15 þúsund sæta knattspyrnuleikvangur, ýmist með opnanlegu þaki eða án. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að stefna að byggingu nýs vallar og ætlar í viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref.
10. nóvember 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Ýmsum athugasemdum mætt í endanlegri reglugerð um hlutdeildarlán
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hefur birt endanlega reglugerð um útfærslu hlutdeildarlánanna. Þar er komið til móts við ýmsar þær athugasemdir sem settar voru fram í umsögnum við drög að reglunum og þær rýmkaðar tímabundið.
10. nóvember 2020
Tilkynning lyfjarisans Pfizer og þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech um góðan árangur í bóluefnistilraunum vakti upp miklar væntingar í dag.
Bóluefnisbjartsýni grípur fjármálamarkaði, vísindafólk og almenning
Uppörvandi fréttir af bóluefni Pfizer og BioNTech hafa haft veruleg áhrif á gang mála á fjármálamörkuðum heimsins í dag. Tíðindin urðu til þess að margir fylltust bjartsýni um að eðlilegra líf blasi við á næsta ári.
9. nóvember 2020
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnarþingmaður segist hættur „meðvirkni“ með sóttvarnaraðgerðum
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokks talar á afgerandi hátt gegn sóttvarnaráðstöfunum stjórnvalda í dag og segir að COVID-19 valdi ekki nægilegu neyðarástandi til að réttlæta aðgerðirnar, sem séu stærstu skref í átt til alræðis í Íslandssögunni.
9. nóvember 2020
Höfuðstöðvar þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech í Mainz.
Fullyrða að bóluefni sitt gegn COVID-19 hafi meira en 90 prósent virkni
Hlutabréfamarkaðir víða um heim hafa brugðist með jákvæðum hætti við stórum tíðindum af þróun bóluefnis Pfizer og BioNTech, sem hefur verið prófað á yfir 43.500 manns og er sagt hafa meira en 90 prósent virkni.
9. nóvember 2020
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala á fundinum í dag.
Býst við að Landspítali fari af neyðarstigi í vikunni
Forstjóri Landspítala býst við að spítalinn geti farið af neyðarstigi niður á hættustig í vikunni, sem þýðir að aftur verður hægt að framkvæma valkvæðar aðgerðir á spítalanum. Skýrsla um hópsýkingu á Landakoti gæti verið kynnt almenningi fyrir vikulok.
9. nóvember 2020
Borgarleikhúsið sagði upp 8 starfsmönnum um síðustu mánaðamót.
Borgin hyggst styrkja Borgarleikhúsið um allt að 78 milljónir vegna COVID-19
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í vikunni að styrkja Borgarleikhúsið og Tjarnarbíó um allt að 83 milljónir króna vegna áhrifa kórónuveirufaraldurins.
7. nóvember 2020
Joe Biden mun hafa betur í Pennsylvaníu og verður því næsti forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden verður næsti forseti Bandaríkjanna
Joe Biden mun fá fleiri atkvæði en Donald Trump þegar allt verður saman talið í Pennsylvaníu-ríki og því verða næsti forseti Bandaríkjanna. Decision Desk HQ reið á vaðið og lýsti yfir sigri demókratans, sem hefur tryggt sér að minnsta kosti 273 kjörmenn.
6. nóvember 2020
Stuðningsmenn forsetans fyrir utan talningarstað í Phoenix í Arizona.
„Stöðvið talninguna“ segir forseti Bandaríkjanna, eins og við mátti búast
Donald Trump virðist hafa tapað forsetakosningunum og eftir því sem fleiri atkvæði eru talin í lykilríkjum skýrist sú mynd. Í dag hefur hann lýst því yfir að stöðva eigi atkvæðatalninguna og „svindlið“ sem hann hefur verið að tala um mánuðum saman.
5. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Góð teikn á lofti en fólk hvatt til að „ferðast innanhúss“ um helgina
Sóttvarnalæknir segir góð teikn á lofti um þróun faraldursins, en lítið megi þó út af bregða, hópsmit gætu enn blossað upp. Almannavarnir hvetja fólk til að fara ekki í ferðalög um helgina. Einn einstaklingur á tíræðisaldri lést á Landspítala í gær.
5. nóvember 2020
Biden virðist með pálmann í höndunum, nú þegar línur eru farnar að skýrast varðandi niðurstöðu forsetakosninganna.
Biden þarf einungis Pennsylvaníu á leið sinni til sigurs
Svo virðist sem Joe Biden verði næsti forseti Bandaríkjanna, nema eitthvað óvænt komi upp á lokametrum talningar atkvæða. Hann er kominn með 253-264 örugga kjörmenn samkvæmt fjölmiðlum, sem hafa verið misdjarfir í ályktunum um Arizona-ríki.
5. nóvember 2020
Munu hlutdeildarlán verka gegn skipulagsstefnu höfuðborgarsvæðisins?
Bæði Reykjavíkurborg og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lýsa yfir áhyggjum af þeim hvötum sem birtust í fyrstu útfærslu hinna nýju hlutdeildarlána, sem nú er hægt að sækja um. Ekki er búið að gefa út endanlega reglugerð.
4. nóvember 2020
Óli Halldórsson og Kári Gautason hafa í vikunni lýst því yfir að þeir vilji vera í fararbroddi hjá VG í Norðausturkjördæmi. Óli vill leiðtogasæti listans.
Óli vill taka við forystusætinu af Steingrími í Norðausturkjördæmi
Óli Halldórsson, sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi, hefur boðað að hann vilji leiða framboð VG í Norðausturkjördæmi. Kári Gautason framkvæmdastjóri þingflokks VG hefur einnig hug á sæti ofarlega á lista í þessu sterka vígi flokksins.
3. nóvember 2020
Rannsókn á mögulegu broti norska bankans DNB tengdum Samherja-málinu hefur verið vísað til saksóknaraembættisins í Ósló.
Rannsakaði fyrrverandi dótturfélag Samherja í starfi sínu fyrir PwC
Æðsti yfirmaður efnahagbrotadeildar norsku lögreglunnar segist vanhæfur til að skoða möguleg peningaþvættisbrot DNB, af því að hann var áður ráðinn til að rannsaka starfsemi fyrrverandi dótturfélags Samherja, fyrir nýja eigendur þess.
3. nóvember 2020
Vínbúð ÁTVR í Borgartúni.
ÁTVR bregst við aðfinnslum yfirvalda og hleypir inn 25 að hámarki
ÁTVR hefur ákveðið að hámarka fjölda viðskiptavina í stærstu verslunum sínum frekar, til að koma til móts við sóttvarnayfirvöld. Áfengi er skilgreint sem matvara í lögum og fellur því undir undanþáguákvæði í reglugerð ráðherra um samkomutakmarkanir.
3. nóvember 2020
Sérstakir styrkir vegna íþrótta- og frístundastarfs barna af tekjulágum heimilum líta brátt dagsins ljós.
Tekjulág heimili eiga að geta sótt um frístundastyrki um miðjan mánuðinn
Sérstakur stuðningur við íþrótta- og tómstundaiðkun barna af tekjulágum heimilum er loks að komast til framkvæmda, en aðgerðin var kynnt í apríl. Styrkur getur numið 45 þúsund krónum á hvert barn, samkvæmt reglum sem sveitarfélög hafa birt.
3. nóvember 2020