Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
14. janúar 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að þing komi saman á morgun til að gera breytingar á sóttvarnalögum.
Samfylkingin vill að Alþingi komi saman og styrki sóttvarnalög
Formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að boðað verði til aukaþingfundar á morgun til þess að gera breytingar á sóttvarnalögum, sem renna myndum lagastoðum undir þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir hefur lagt til á landamærunum.
14. janúar 2021
Betri samgöngur ohf. hefur yfirumsjón með þeim samgönguframkvæmdum sem á að ráðast í á höfuðborgarsvæðinu á komandi árum og fjármögnun þeirra. Mynd úr safni.
Stjórn Betri samgangna réði Davíð eftir að þrír umsækjendur spreyttu sig á verkefni
Árni Mathiesen, stjórnarformaður Betri samgangna ohf., segir að stjórn félagsins hafi tekið lokaákvörðun um að ráða Davíð Þorláksson sem framkvæmdastjóra eftir ferli þar sem 18 manns sóttu um, sjö voru tekin í viðtöl og þrjú látin leysa verkefni.
14. janúar 2021
Ásmundur EInar Daðason félags- og barnamálaráðherra vill verða þingmaður Reykvíkinga.
Ásmundur Einar vill verða þingmaður Reykjavíkur
Félags- og barnamálaráðherra ætlar að söðla um og gefa kost á sér til þess að leiða Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. Hann telur að Framsókn geti ekki orðið leiðandi afl kerfisbreytinga án fótfestu í þéttbýli.
13. janúar 2021
Bráðum innlögnum hjartasjúklinga er í dag sinnt á öðrum legudeildum spítalans og öllum valkvæðum aðgerðum og göngudeildarheimsóknum á hjartadeild í dag hefur verið frestað.
Smitið á hjartadeildinni: Öll sýni neikvæð til þessa
Búið er að skima um 180 manns fyrir COVID-19 eftir að eitt smit greindist hjá sjúklingi sem hafði legið inni á hjartadeild Landspítala í gær. Yfir 130 niðurstöður hafa þegar borist og enginn hefur reynst smitaður af veirunni.
13. janúar 2021
Tugmilljörðum varið í að gera Champs-Élysées að betri stað
Anne Hidalgo borgarstjóri Parísar staðfesti í viðtali sem birtist á sunnudag að hún ætlaði að standa við loforð og gera breiðstrætið Champs-Élysées grænna og mannvænlegra. Áformin eru verðmetin á tæpa 40 milljarða íslenskra króna.
12. janúar 2021
Bílar bruna um Borgartún. Ef til vill, einn daginn, einungis þeir sem hafa bílnúmer sem enda á oddatölu?
Ríkar heimildir til takmarkana á umferð vegna loftgæða í nýjum reglugerðardrögum
Samgönguráðuneytið er búið að skilgreina í reglugerðardrögum hvaða aðgerðum sveitarfélögum eða Vegagerðinni verður heimilt að grípa til í því skyni að takmarka bílaumferð og tryggja loftgæði, á svokölluðum gráum dögum.
12. janúar 2021
Oddagarðar við Sæmundargötu eru nú á meðal þeirra stúdentagarða þar sem fólk sem ekki er í námi getur sótt um herbergi til leigu.
Fólk sem er ekki í námi getur nú sótt um herbergi hjá Félagsstofnun stúdenta
Vegna áhrifa COVID-faraldursins á háskólakennslu eru biðlistar eftir herbergjum með sameiginlegri eldhúsaðstöðu og dvalarrýmum styttri en venjulega hjá Félagsstofnun stúdenta. Fólk sem er ekki í námi getur nú sótt um slík herbergi í fyrsta sinn.
12. janúar 2021
Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni.
Demókratar hóta því að ákæra Trump til embættismissis strax á miðvikudag
Demókratar hafa boðað að Donald Trump verði ákærður til embættismissis á miðvikudaginn ef honum verði ekki velt úr embætti í krafti 25. greinar stjórnarskrá Bandaríkjanna eða láti sjálfur af embætti næsta sólarhringinn.
11. janúar 2021
Frá Bryggjuhverfi. Íbúar þar vilja fá póstnúmerið 112.
Íbúar í Bryggjuhverfinu vilja skipta um póstnúmer
„Við tilheyrum Grafarvogi að öllu leyti,“ segir fulltrúi Samfylkingar í íbúaráði Grafarvogs. Ráðið samþykkti í síðustu viku tillögu um að póstnúmerinu í Bryggjuhverfinu verði breytt úr 110 í 112.
11. janúar 2021
Benjamín Netanjahú forsætisráðherra segist hafa náð samningum við Pfizer með því að tala 17 sinnum beint við forstjóra lyfjarisans í síma.
Ísrael búið að gera samning við Pfizer, eins og Ísland vonast eftir
Forsætisráðherra Ísraels segist hafa náð samningi við Pfizer um að selja ríkinu nægt bóluefni til að bólusetja alla Ísraela fyrir lok mars. Í staðinn fær Pfizer tölfræðigögn frá Ísrael, sem hefur bólusett 18 prósent landsmanna til þessa.
8. janúar 2021
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd úr safni.
Trump segist allt í einu „æfur“ út í þá sem hann sagðist elska á miðvikudag
Bandaríkjaforseti las upp ræðu að kvöldi fimmtudags og sagðist „æfur“ út í ofbeldið sem fólst í árásinni á þingið á miðvikudag, þrátt fyrir að hafa áður sagst elska þá sem að henni stóðu. Einnig viðurkenndi forsetinn að ný stjórn tekur við 20. janúar.
8. janúar 2021
Frá bæjarstjórnarfundi í Múlaþingi í gær. Þröstur Jónsson bæjarfulltrúi Miðflokksins er fyrir miðri mynd og Jódís Skúladóttir bæjarfulltrúi VG í efstu röð til hægri.
Sagðist „hæddur og spottaður fyrir að nefna nafn Jesú Krists“ á sveitarstjórnarfundi
Tekist var á um trúmál og loftslagsmál á bæjarstjórnarfundi í Múlaþingi á miðvikudag. Bæjarfulltrúi Miðflokksins afneitaði loftslagsvísindum og þakkaði bænahópi í Reykjavík fyrir að biðja fyrir Seyðfirðingum morguninn áður en stærsta skriðan féll.
7. janúar 2021
Könnun YouGov var framkvæmd á meðan að atburðirnir í Washington voru enn í fullum gangi.
Könnun: 45 prósent kjósenda repúblikana studdu gjörðir þeirra sem réðust á þingið
Á meðan að heimurinn fylgdist með fréttum af innrás æsts múgs í þjóðþing Bandaríkjanna gerði fyrirtækið YouGov skoðanakönnun á því hvernig fólk upplifði atburðina. Demókratar og repúblikanar sáu hlutina gjörólíkum augum.
7. janúar 2021
Mike Pence varaforseti stýrði formlegheitunum í þinginu og lýsti svo Biden og Harris réttkjörin í embætti sín.
Formlegheitunum lokið – Kjör Biden og Harris staðfest af þinginu
Báðar deildir Bandaríkjaþings komu aftur saman kl. 1 í nótt að íslenskum tíma og hafa staðfest kjör næsta forseta og varaforseta landsins. Í fulltrúadeildinni lá við handalögmálum þegar demókrati sakaði repúblikana um að bera ábyrgð á árásinni á þingið.
7. janúar 2021
Hundruð mótmælenda brutu sér leið inn í húsakynni Bandaríkjaþings á Kapitóluhæð í Washington DC.
Kona skotin í húsakynnum Bandaríkjaþings
Bandarískir fjölmiðlar greinar frá því að kona, líklega úr röðum mótmælenda, hafi verið skotin inni í húsakynnum Bandaríkjaþings í kjölfar þess að hundruð stuðningsmanna Trump brutu sér leið þangað inn. Þjóðvarðliðið í Washington DC hefur verið kallað út.
6. janúar 2021
Stacey Abrams hefur fengið mikið lof í dag, en hún og margir aðrir hafa barist fyrir kosningaþátttöku minnihlutahópa í Georgíu undanfarin ár.
Afdrifarík barátta í Georgíuríki
Demókratar virðast hafa hrifsað bæði öldungadeildarþingsætin af repúblikönum í Georgíu og þar með stjórn yfir öllum þremur örmum alríkisvaldsins í Bandaríkjunum. Repúblikanar bölva sumir Trump, en demókratar þakka Stacey Abrams.
6. janúar 2021
Höfuðstöðvar Moderna, í Massachusetts í Bandaríkjunum.
Lyfjastofnun Evrópu gefur bóluefni Moderna grænt ljós
Bóluefnið frá Moderna mun fá íslenskt markaðsleyfi von bráðar, en Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því að framkvæmdastjórn ESB veiti skilyrt leyfi til notkunar þess í Evrópu.
6. janúar 2021