Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
17. apríl 2021
Kínverski fáninn á húni fyrir utan sendiráð ríkisins í Reykjavík.
Kína krefst þess að Ísland skipti sér ekki af innanríkismálum
Sendiráð Kína á Íslandi segir í yfirlýsingu að boðuð þátttaka Íslands í þvingunaraðgerðum vegna stöðu minnihlutahóps úígúr-múslima í landinu sé ástæða þess að íslenskur maður sé kominn á svartan lista kínverskra stjórnvalda, fyrir skrif í Morgunblaðið.
16. apríl 2021
Læknafélag Íslands telur umræðuna bæði bjagaða og einhliða, þegar að dánaraðstoð kemur. Mynd úr safni.
Læknafélagið leggst gegn tillögu um skoðanakönnun um dánaraðstoð
Einhliða og bjöguð umræða, keyrð áfram af þeim sem helst vilja beita sér fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar, er ástæða þess að Læknafélag Íslands segist ekki telja tímabært að gera nýja könnun á hug heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar.
16. apríl 2021
Helgi Seljan fer fram á að úrskurður siðanefndar RÚV frá 26. mars verði endurupptekinn í heild sinni.
Helgi Seljan fer fram á endurupptöku siðanefndarúrskurðarins
Helgi Seljan hefur krafist þess að úrskurður siðanefndar RÚV í kærumáli Samherja gegn honum verði endurupptekinn eða afturkallaður, vegna mistaka siðanefndarinnar sem ekki hafi verið unnið rétt úr og vanhæfis eins nefndarmanna.
15. apríl 2021
Sveitarfélög þar sem raforkuframleiðsla fer fram vilja geta lagt skatta á virkjanamannvirkin og segjast verða af milljörðum á ári vegna undanþágu, sem flokka megi sem ólögmæta ríkisaðstoð. Mynd frá Þeistareykjum..
Vilja fá skatttekjur af virkjanamannvirkjum og kvarta til ESA vegna ívilnana
Samtök orkusveitarfélaga ætla, með stuðningi Sambands íslenskra sveitarfélaga, að kvarta til eftirlitsstofnunar EFTA vegna undanþágu í lögum sem gerir það að verkum að ekki er hægt að leggja fasteignaskatta á virkjanamannvirki.
15. apríl 2021
Oddný Harðardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi á ný.
Oddný og Viktor Stefán leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi var samþykkur á fundi kjördæmisráðs í kvöld. Oddný Harðardóttir leiðir listann áfram og Viktor Stefán Pálsson verður í öðru sæti listans.
14. apríl 2021
Orlen er stærsta fyrirtæki Póllands og lýtur stjórn ríkisins, sem á í því 27,5 prósent hlut.
Ríkið, olíurisinn, Polska Press og umboðsmaðurinn
Á mánudag frysti dómstóll í Varsjá kaup olíufélagsins Orlen á einni stærstu fjölmiðlasamsteypu landsins. Sjálfstæður umboðsmaður þingsins kærði ákvörðun samkeppnisyfirvalda um viðskiptin og telur þau vega að fjölmiðlafrelsi í landinu. Það telja fleiri.
14. apríl 2021
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
13. apríl 2021
Ekki svona þétt reyndar. Og með grímu. En áhorfendur munu fá að sækja íþróttakeppnir þegar íþróttir verða heimilar á ný á fimmtudag.
Hundrað áhorfendur mega sækja íþróttaviðburði á fimmtudag
Allt að 100 áhorfendur mega mæta á íþróttaviðburði hér á landi á fimmtudag. Hlutirnir hafa breyst frá því í morgun, en í upphaflegri tilkynningu frá stjórnvöldum um tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum kom fram að íþróttakeppni væri heimil, án áhorfenda.
13. apríl 2021
Uhunoma Osayomore kom hingað til lands sem flóttamaður árið 2019.
Afstaða yfirvalda í máli Uhunoma óbreytt eftir nýjan úrskurð kærunefndar
Kærunefnd útlendingamála staðfesti á föstudag eldri ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Uhunoma Osayomore um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Ráðherrum voru í febrúar afhentar yfir 45 þúsund undirskriftir vegna málsins.
13. apríl 2021
Ragnheiður Elín Árnadóttir tekur nú sæti í stjórn Ríkisútvarpsins.
Ragnheiður Elín og tveir Merðir í stjórn RÚV
Ragnheiður Elín Árnadóttir fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra Sjálfstæðisflokks er á meðal þriggja nýrra aðalmanna sem Alþingi tilnefnir í stjórn Ríkisútvarpsins næsta árið. Þar eru líka tveir af þeim fimm mönnum á Íslandi sem heita Mörður.
12. apríl 2021
Hólmfríður Árnadóttir varð hlutskörpuð í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Hólmfríður Árnadóttir leiðir VG í Suðurkjördæmi
Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði skaut bæði sitjandi þingmanni og upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar ref fyrir rass í forvali VG í Suðurkjördæmi. Raunar röðuðust konur í þrjú efstu sætin í forvalinu.
12. apríl 2021
Drífa Snædal forseti ASÍ gerir miklar athugasemdir við samráðsleysi stjórnvalda í málinu.
Telur stjórnvöld vera að „smygla“ inn óræddum breytingum í lífeyrismálum
Nýtt frumvarp um breytingar á lífeyrismálum frá fjármálaráðherra hefur fallið í grýttan jarðveg hjá verkalýðshreyfingunni. Forseti ASÍ segir að svo virðist sem búið sé að smygla inn í það óásættanlegum hlutum sem aldrei hafi verið ræddir.
12. apríl 2021
Synjun borgarinnar byggði meðal annars á því að innsendu erindin, þar sem fram komu athugasemdir íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja um breytingar á borgarskipulaginu, ætti að kynna kjörnum fulltrúum áður en þau væru afhent almenningi.
Innsend erindi teljast fyrirliggjandi gögn óháð því hvort borgarfulltrúar hafi séð þau eða ekki
Afgreiðsla Reykjavíkurborgar á gagnabeiðni frá Kjarnanum var haldin verulegum annmörkum, að mati úrskurðarnefndar. Borgin hélt því fram að innsend erindi um skipulagsmál gætu ekki talist fyrirliggjandi gögn fyrr en borgarfulltrúar hefðu kynnt sér þau.
10. apríl 2021
Høgni Hoydal, þingmaður og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja.
Fyrrverandi ráðherra í Færeyjum segist hafa upplifað pólitískan þrýsting frá Íslandi
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra í Færeyjum sagði í fréttaskýringarþætti í gær að stjórnmálamenn á Íslandi, sér í lagi Sjálfstæðismenn, hefðu beitt sér gegn því að útlendingar yrðu útilokaðir úr færeyskum sjávarútvegi.
9. apríl 2021
Lögfræðingur í forsætisráðuneytinu sagðist ekki telja vafa um lagaheimild vegna sóttvarnahúsa
Lögfræðingur í forsætisráðuneytinu sagði í minnisblaði til forsætisráðherra 29. mars að það léki ekki vafi á því að lagaheimild væri til staðar til þess að gera það sem Héraðsdómur Reykjavíkur sagði svo að mætti ekki.
9. apríl 2021
Þrátt fyrir að smitin á landamærunum séu að jafnaði bara nokkur á dag eru þau hlutfallslega miklu mun fleiri en greinst hafa innanlands að undanförnu.
Fjórtán daga nýgengi landamærasmita er margfalt hærra en í samfélaginu almennt
Sérfræðingar hjá sóttvarnalækni eru að skoða hvernig megi koma upplýsingum um fjölda smita á landamærum á framfæri við almenning með nýjum hætti. Forritari segir birta útreikninga yfirvalda um nýgengi smita þar valda ruglingi í umræðunni.
8. apríl 2021
Efstu fjóru frambjóðendurnir á lista Samfylkingarinnar.
Logi og Hilda Jana efst á lista Samfylkingar í Norðausturkjördæmi
Listi Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi var samþykktur á fundi kjördæmisráðs flokksins í kvöld. Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi á Akureyri verður í öðru sæti listans, á eftir flokksformanninum Loga Einarssyni.
7. apríl 2021
New York-ríki í Bandaríkjunum hefur þegar kynnt snjallsímaforrit sem fólk á að geta notað til að sýna fram á að það sé bólusett.
Ónæmi eða neikvæð niðurstaða víða að verða aðgöngumiði að samfélaginu
Heimur þar sem þeir sem eru ónæmir eða þeir sem geta sannað að þeir séu ekki smitaðir af COVID-19 geta einir notið ákveðinnar þjónustu er handan við hornið. Þessu munu óhjákvæmilega fylgja deilur og ýmsar lögfræðilegar og siðferðilegar spurningar.
7. apríl 2021
Frá sýnatökumiðstöð heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut.
Flest þeirra sex sem greindust utan sóttkvíar tengjast einhverjum böndum
Alls greindust ellefu manns með COVID-19 innanlands í gær og sex manns voru utan sóttkvíar.
7. apríl 2021
Vilhjálmur Árnason, hér til hægri, segir að hann telji rétt að vinna með lögin eins og þau eru og mögulega auka lögreglueftirlit með þeim sem eru í sóttkví.
Nefndarmenn í velferðarnefnd ekki sammála um hvað skuli eða þurfi að gera
Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur að vinna eigi með sóttvarnalögin eins og þau eru og mögulega herða eftirlit með fólki í sóttkví, ef þörf krefji. Þingmaður Samfylkingar segir eðlilegt að skjóta lagastoð undir skyldusóttkví í farsóttarhúsum.
6. apríl 2021
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin styður ekki bólusetningarvegabréf að svo stöddu
Vegna óvissu um hvort bólusettir geti borið með sér veiruna og jafnræðissjónarmiða styður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ekki áform um að gera bólusetningu að skyldu fyrir ferðalögum á milli ríkja.
6. apríl 2021
DV mun tímabundið hætta að koma út á prenti. Greiðsluseðlar áskrifenda fyrir apríl verða felldir niður.
Hætta tímabundið að gefa DV út á pappír
Ákveðið hefur verið að hætta að prenta DV tímabundið. Í staðinn á að styrkja vef miðilsins. Lestur prentútgáfu DV hjá öllum aldurshópum var innan við þrjú prósent samkvæmt könnun Gallup í febrúarmánuði.
6. apríl 2021