Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Jón Óttar Ólafsson sagði Páli Steingrímssyni þann 3. febrúar að „skoðun“ væri hafin á því hvort Helgi Seljan væri staddur í Namibíu.
„Skæruliðadeildin“ grennslaðist fyrir um meint heimshornaflakk Helga Seljan
Eftir að Helgi Seljan fór í vinnuferð til Kýpur í janúar sagði Jón Óttar Ólafsson að „skoðun“ væri hafin á því hvort hann væri í Namibíu. Páll Steingrímsson leitaði líka til ráðuneytisstjóra í upphafi árs í von um að fá upplýsingar um ferðir Helga.
26. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Reglur um sóttkví bólusettra og útsettra eru til endurskoðunar
Í sumum löndum þurfa þeir sem orðnir eru fullbólusettir gegn COVID-19 ekki lengur að fara í sóttkví, þrátt fyrir að teljast útsettir fyrir smiti. Reglur um þetta eru til endurskoðunar hér á landi, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
25. maí 2021
Færeyjaáætlun skæruliðadeildarinnar
Undanfarna mánuði hafa starfsmenn Samherja velt vöngum yfir því hvernig ætti að bregðast við fréttum færeyska Kringvarpsins. Fulltrúi fyrirtækisins kom sér í samband við færeyskan ritstjóra í þeim yfirlýsta tilgangi að rægja færeyskt fréttafólk.
23. maí 2021
Daði og Gagnamagnið stíga ekki á svið í kvöld og fylgjast með söngvakeppninni frá hóteli sínu í Rotterdam. Þrátt fyrir það er þeim spáð góðu gengi.
Fleiri en einn af hverjum tíu sem fara í skimun í Hollandi greinast með COVID-19
Hlutfall jákvæðra COVID-prófa í Hollandi var yfir 12 prósent í síðustu viku. Það bendir til þess að veiran sé á meira flugi í hollensku samfélagi en fjöldi smita segir til um. Í Eurovision-búbblunni í Rotterdam er hlutfallið þó innan við 0,1 prósent.
22. maí 2021
„Hallgrímur Helgason rithöfundur er ekki skráður eigandi Teslu“
Lögmaðurinn Þorbjörn Þórðarson fletti upp eignum rithöfundarins Hallgríms Helgasonar til að komast að því hvort hann ætti Teslu, sem er í eigu nágranna hans. Hugmyndin var að nota meinta Teslu-eign gegn honum á opinberum vettvangi.
22. maí 2021
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
18. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
17. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
15. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
14. maí 2021
Skjáskot úr einu af fyrstu myndböndunum sem Samherji lét framleiða með ávirðingum í garð fréttamannsins Helga Seljan í lok síðasta sumars.
Spæjaraleikur rifjaður upp á þýsku
Eitt víðlesnasta dagblað Þýskalands fjallar um framgöngu sjávarútvegsrisans Samherja gagnvart Helga Seljan í dag. Namibískur fréttamaður segist aldrei hafa þurft að standa frammi fyrir þvíumlíku í sínu heimalandi.
12. maí 2021
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna.
Erindi vegna Kolbeins barst til fagráðs Vinstri grænna í lok mars
Mál þingmannsins Kolbeins Óttarssonar Proppé er það fyrsta sem komið hefur inn á borð fagráðs Vinstri grænna gegn kynbundnu ofbeldi og einelti frá því fagráðið tók til starfa. Málið var komið í ferli áður en forval í Suðurkjördæmi fór fram.
12. maí 2021
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins telur koma til greina að fjölga kjördæmum í landinu.
Bjarni „myndi vilja sjá minni kjördæmi út um landið“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að fyrir sitt leyti komi til greina að tvöfalda fjölda kjördæma á landsbyggðinni, til þess að færa þingmennina nær fólkinu. Hann telur þörf á grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni.
11. maí 2021
Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústssynir hafa verið í forsvari fyrir trúfélagið Zuism.
Enn 765 manns í trúfélagi bræðra sem ákærðir eru fyrir fjársvik og peningaþvætti
Þrátt fyrir að forsvarsmenn trúfélagsins Zuism hafi verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti eru enn 765 manns skráð í félagið, samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá. Í Þjóðkirkjunni eru nú slétt 62 prósent landsmanna.
11. maí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Tilnefningarhlutverk Hæstaréttar „arfur frá gamalli tíð“ sem ætti að breyta
Dómsmálaráðherra er þeirrar skoðunar að Hæstiréttur ætti ekki að koma nálægt því að tilnefna fulltrúa í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins. Dr. Páll Hreinsson benti á að það væri óheppilegt að rétturinn tilnefndi í stjórnsýslunefndir árið 2019.
11. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
8. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
7. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
6. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
5. maí 2021
Annalena Baerbock annar leiðtoga Græningja verður kanslaraefni flokksins í kosningunum í haust.
Græningjar taka forystu
Þegar fimm mánuðir eru til kosningar í Þýskalandi hafa Græningjar, sem eru í dag sjötti stærsti flokkurinn í þýska þinginu, tekið forystu í skoðanakönnunum. Af kanslaraefnum þriggja stærstu flokkanna vilja flestir sjá Önnulenu Baerbock taka við.
4. maí 2021
Kristján Vilhelmsson kennir tæknilegum vanköntum í kosningakerfi SFS um að Samherji eigi ekki lengur stjórnarmann í hagsmunasamtökunum.
Tölvan sagði nei við Kristján Vilhelmsson
Samherji missti stjórnarmann sinn í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi á rafrænum aðalfundi síðasta föstudag. Kristján Vilhelmsson kenndi tæknilegum vanköntum í atkvæðagreiðslu um, en SFS hefur ekki kannast við neina slíka.
4. maí 2021
Guðlaugur Þór og Gerard Pokruszyński sendiherra Póllands á fundinum á föstudag.
Sendiherra lýsti yfir áhyggjum af neikvæðri umræðu í garð Pólverja á Íslandi
Sendiherra Póllands lýsti yfir áhyggjum af neikvæðri umræðu í garð Pólverja hér á landi á fundi sínum með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra síðasta föstudag. Ráðherra segir smitskömmun ekki eiga að líðast.
3. maí 2021