Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Um það bil helmingur þeirra ferðamanna sem hafa komið til landsins um Keflavíkurflugvöll undanfarna mánuði hafa verið Bandaríkjamenn.
Bandaríkin setja Ísland á þriðja áhættustig af fjórum
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna ræður nú óbólusettum ferðamönnum frá því að fara í ónauðsynlegar ferðir til Íslands. Enn sem komið er bætist Ísland þó ekki í flokk ríkja sem stofnunin mælir gegn því að fólk ferðist til, bólusett eða óbólusett.
4. ágúst 2021
Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingar.
Hugsanlegt að Samfylkingin þurfi að hugsa sinn gang
Guðjón S. Brjánsson fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar segist telja flokkinn hafa „hvikað frá grundvallarstefnu jafnaðarmanna“ og ekki verið nægilega einbeittan í grundvallarþáttunum.
2. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
1. ágúst 2021
Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi.
Framtíð kapítalisma sem efnahagskerfis ekki björt frammi fyrir áskorunum nútímans
Ari Trausti Guðmundsson fráfarandi þingmaður VG segist verja ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „sem framsækna á mörgum sviðum“ þótt honum sjálfum, sem sósíalista, þyki margt ógert til að ná auknum jöfnuði og jafnrétti.
31. júlí 2021
Rafdrifin framtíð virðist nálgast of hratt fyrir Toyota
Japanski bílaframleiðandinn Toyota er sagður reyna að beita áhrifum sínum til þess að tvinnbílar og vetnisbílar verði hluti af orkuskiptastefnu Biden-stjórnarinnar, en ekki bara hreint rafmagn.
31. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
30. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
28. júlí 2021
Daniel Hale var í gær dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir að láta blaðamanni í té gögn frá Bandaríkjaher sem vörpuðu ljósi á það hvernig drónum hefur verið beitt í hernaði í Mið-Austurlöndum.
Dæmdur fyrir að segja frá drónadrápum
Eftir að hafa ofboðið beiting Bandaríkjahers á drónum til þess að ráðast gegn óvinum sínum í Afganistan ákvað ungur hermaður að gerast uppljóstrari. Í gær var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi.
28. júlí 2021
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir sérfræðingur hjá sóttvarnalækni.
Mæla „mjög líklega“ með bólusetningum 12-15 ára á næstunni
Heilbrigðisyfirvöld munu „mjög líklega“ mælast til þess að 12-15 ára börn verði bólusett á næstunni, í ljósi uppgangs faraldurs COVID-19 á Íslandi. Rúmlega 2.400 börn á þessum aldri hafa þegar fengið bólusetningu.
27. júlí 2021
Alma Möller landlæknir ræddi um óvissu og þekkingarleitina sem nú stendur yfir á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Alma: „Svörin fást á næstu vikum“
„Við erum auðvitað öll komin með leið á þessari veiru,“ segir Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi dagsins. Hún minnti á að bólusetningar veita góða vörn gegn veikindum af völdum kórónuveirusmits og þá sér í lagi alvarlegum veikindum.
27. júlí 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Rúmur helmingur kjósenda VG frá 2017 ætlar að kjósa annan flokk í haust
Samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Fréttablaðið verða níu flokkar á Alþingi eftir komandi kosningar. Rúmur helmingur þeirra sem kusu Vinstri græn árið 2017 segjast ætla að leita á önnur mið er gengið verður til kosninga í september.
27. júlí 2021
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
26. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
24. júlí 2021
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.
Inneignir fyrir 11,2 milljarða útistandandi
Í lok júní áttu viðskiptavinir Icelandair alls 11,2 milljarða í ónýttum inneignarnótum. Á sama tíma nam verðmæti bókaðra flugmiða hjá félaginu 21,3 milljörðum.
23. júlí 2021
Ríkisstjórnin kemur saman til fundar á Egilsstöðum kl. 16 í dag til þess að ræða tillögur að hertum aðgerðum vegna útbreiðslu COVID-19 innanlands.
Ákvarðanir verða teknar á Egilsstöðum síðdegis
Ríkisstjórnin mun funda um mögulega herðingu sóttvarnaráðstafana kl. 16 í dag. Vegna ferðalaga hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar var heppilegast að ríkisstjórnin kæmi saman til fundar í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum.
23. júlí 2021
Icelandair vonast til þess að flytja 400 þúsund ferða menn til landsins á árinu.
Icelandair tapaði 6,9 milljörðum á öðrum ársfjórðungi
Jákvæðni svífur yfir vötnum hjá Icelandair Group þrátt fyrir að félagið hafi tapað 10,9 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins. Flugfélagið sér fyrir sér að flytja 400 þúsund ferðamenn til landsins á árinu.
22. júlí 2021