Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Óvissa ríkir um hvort hægt verður að halda mannmargar samkomur á borð við Þjóðhátíð í Eyjum á næstu vikum. Að taka ákvörðun um það bíður ríkisstjórnarinnar.
Líkir afléttingum og takmörkunum á víxl við pyntingar á stríðsföngum
Hildur Sólveig Sigurðardóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur stjórnvöld til þess að stíga varlega til jarðar í ákvörðunum um mögulegar sóttvarnaráðstafanir innanlands.
22. júlí 2021
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi árs nam 14,1 milljarði króna.
Landsbankinn hagnaðist um 14,1 milljarð á fyrri helmingi árs
Landsbankinn hagnaðist um 6,5 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi. Bankastjórinn segir uppgjör bankans á fyrri helmingi árs hafa verið afar gott og bankinn sé vel í stakk búinn til að mæta áframhaldandi COVID-óvissu.
22. júlí 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera farna að ræða mögulegar aðgerðir vegna nýrrar bylgju veirufaraldursins.
Segir „ekki hægt að draga bara sömu aðgerðir upp úr poka“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að vísindafólk og ríkisstjórnin verði að fá „andrými til að meta stöðuna“ í faraldrinum og viðeigandi viðbrögð, í ljósi útbreiddra bólusetninga á Íslandi.
22. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefnanna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Furða sig á flatri fjallahjólabraut í Kópavogi
„Þetta er ekki fjallahjólabraut, það er nokkuð ljóst,“ segir íbúi í Kópavogi um nýja fjallahjólabraut við Austurkór, sem var valin af íbúum í kosningunni Okkar Kópavogur í fyrra. Íbúar gagnrýna skort á mishæðum í brautinni, sem átti að kosta 8 milljónir.
22. júlí 2021
Meirihluti sveitarstjórnar í Borgarbyggð neitaði að láta íbúa hafa skýrslu sem KPMG vann um fjárhagsmálefni sveitarfélagsins.
Borgarbyggð skikkuð til að afhenda íbúa endurskoðunarskýrslu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skikkað Borgarbyggð til þess að afhenda íbúa í sveitarfélaginu skýrslu sem KPMG vann fyrir sveitarstjórnina undir lok síðasta árs. Oddviti minnihluta sveitarstjórnar segir það hið besta mál.
21. júlí 2021
Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður er sagður til rannsóknar hjá lögreglu í Bretlandi.
Gylfi Þór sagður til rannsóknar fyrir meint kynferðisbrot gegn barni
Besti knattspyrnumaður Íslands er sagður til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester og nágrenni vegna meints kynferðisbrots gegn barni. Lið hans Everton staðfesti í gærkvöldi að leikmaður félagsins hefði verið sendur í leyfi vegna lögreglurannsóknar.
20. júlí 2021
Eftirlitsmyndavélar mega sín lítils gegn þeim háþróaða tölvubúnaði sem fyrirtæki á borð við NSO Group selja til ríkisstjórna víða um heim til þess að hafa eftirlit með einstaklingum.
Eftirlit afhjúpað
Á annan tug fjölmiðla hófu í gær umfjöllun um gagnaleka sem virðist varpa ljósi á eftirlit ríkisstjórna víða um heim með blaðamönnum, aðgerðasinnum og pólitískum andstæðingum með háþróuðum ísraelskum njósnahugbúnaði sem engin leið er að verjast.
20. júlí 2021
Ólafur Ísleifsson var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í Reykjavík norður árið 2017, en færði sig yfir í Miðflokkinn eftir að Klausturmálið kom upp.
Vilborg leiðir Miðflokkinn í Reykjavík norður – Ólafur vék til að leysa „pattstöðu“
Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins sóttist ekki eftir sæti á lista flokksins í Reykjavík norður til þess að leysa „pattstöðu“ sem kom upp við uppstillingu listans í kjördæminu. Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir lögfræðingur mun leiða lista flokksins.
19. júlí 2021
Bólusettir komufarþegar verða krafðir um niðurstöðu COVID-prófs áður en þeir halda af stað til Íslands frá og með næsta mánudegi.
Bólusettir þurfa að skila inn COVID-prófi áður en þeir leggja af stað til Íslands
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að frá og með 27. júlí þurfi bólusettir einstaklingar sem ferðast til Íslands að skila inn neikvæðu COVID-prófi, ýmist PCR-prófi eða hraðprófi, áður en haldið er af stað.
19. júlí 2021
ÁTVR hefur lagt fram kæru gegn Arnari og fyrirtækjum hans fyrir meint skattsvik.
Krefur forstjóra ÁTVR um opinbera afsökunarbeiðni í prent- og netmiðlum
Vínkaupmaðurinn Arnar Sigurðsson fer fram á að Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR biðji hann opinberlega afsökunar og afturkalli kærur sem lagðar hafa verið fram gagnvart honum og fyrirtækjum hans.
19. júlí 2021
Bæjarstjórinn í Kópavogi á hlutabréf fyrir meira en 50 milljónir
Ármann Kr. Ólafsson telur ekki að eign hans á hlutabréfum í sex skráðum félögum, þar á meðal 32 milljóna króna eign í banka, kalli á að hann upplýsi samstarfsmenn sína um eignirnar.
29. júní 2021
Bréf frá lögmanni á vegum Samherja og forstjóra þess barst seðlabankastjóra sama dag og Stundin birti við hann viðtal. Því var svarað tveimur vikum seinna.
Samherji og Þorsteinn Már vildu vita hvort rétt væri haft eftir Ásgeiri í Stundinni
Seðlabankinn hefur afhent Kjarnanum samskipti lögmanns Samherja við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra, sem bankinn hafði áður hafnað að láta af hendi. Samherji og forstjóri hans vildu vita hvort blaðamaður Stundarinnar væri að hafa rétt eftir Ásgeiri.
21. júní 2021
Lóðirnar sem um ræðir eru samliggjandi við sjávarsíðuna á Vesturvör á Kársnesi. Þær verða í grennd við brúarsporð fyrirhugaðrar Fossvogsbrúar.
Óld tán við Skæla gún á Kársnesi?
Bæjarráð Kópavogsbæjar hefur samþykkt að úthluta lóðum í grennd við nýja baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi til tengds fyrirtækis sem hefur áform um að byggja þar upp „Old Town“, afþreyingarhverfi í gömlum íslenskum stíl.
19. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
18. júní 2021
Almenningur í Japan hefur verið ansi andsnúinn því að leikarnir fari fram í Tókíó í sumar.
Skattgreiðendur þurfi að borga fyrir tómar áhorfendastúkur
Borgaryfirvöld í Tókíó gætu þurft að niðurgreiða Ólympíuleikana sem þar eiga að fara fram síðsumars um jafnvirði 97 milljarða króna til viðbótar, ef leikarnir þurfa að fara fram fyrir luktum dyrum.
16. júní 2021
Miklubrautarstokkur, eins og teymi Arkís, Landslags og Mannvits sér fyrir sér að hann gæti orðið.
Mannlíf yfir bílum: Tillögur að stokkalausnum kynntar
Fimm þverfagleg teymi hafa skilað inn tillögum að stokkum á Miklubraut og Sæbraut, eftir hugmyndaleit sem Reykjavíkurborg stóð fyrir. Borgarstjóri sagði á kynningarfundi að Miklubraut í núverandi mynd væri ógn við lífsgæði og heilsu íbúa á stóru svæði.
15. júní 2021
Alma Möller landlæknir.
Landlæknir segir viðbrögð við hópsýkingu á Landakoti hafa mátt vera snarpari
Embætti landlæknis birti í dag niðurstöður rannsóknar sinnar á hópsýkingunni á Landakoti. Í skýrslunni segir meðal annars að vísbendingar séu um að skortur hafi verið á yfirsýn, samhæfingu og upplýsingaflæði þegar þörf var fyrir sterka stjórn.
15. júní 2021
Bernhard Esau, annar tveggja namibísku stjórnmálamannanna sem Bandaríkin hafa gripið til aðgerða gegn.
Bandaríkin beita namibísku ráðherrana í Samherjamálinu refsiaðgerðum
Bandaríska utanríkismálaráðuneytið hefur gefið það út að Sacky Shanghala og Bernhard Esau, fyrrverandi ráðherrar í namibísku stjórninni sem sæta spillingarákærum vegna Samherjamálsins, megi ekki koma til Bandaríkjanna, vegna þátttöku sinnar í spillingu.
15. júní 2021
Fyrirtækið Vörðuberg uppfyllti ekki skilyrði um hæfi í útboði borgarinnar.
Fengu ekki að laga gangstéttir borgarinnar vegna Landsréttardóms frá 2018
Verktakafyrirtækið Vörðuberg átti nýlega lægsta tilboðið í gangstéttaviðgerðir í Reykjavík. Tilboðinu var þó hafnað, þar sem eini hluthafi félagsins, samkvæmt síðasta ársreikningi, hlaut árið 2018 dóm í Landsrétti fyrir ýmis brot í rekstri annarra félaga.
14. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
12. júní 2021
Brynjar Níelsson hugsar sig enn um hvort hann eigi að halda áfram í stjórnmálum, eftir að hafa gefið út að hann væri hættur fyrir skemmstu.
Brynjar íhugar að hætta við að hætta: „Boginn í baki“ undan þrýstingi samflokksfólks
Brynjar Níelsson segir í nýjum hlaðvarpsþætti að hann sé ekki endanlega búinn að gera upp við sig um hvort hann bjóði sig fram til þings eða ekki. Segist ætla að skoða málin.
11. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mælir með því að áfram verði skimað fyrir veirunni hjá bólusettum á landamærum út mánuðinn.
Landamæraskimun bólusettra, barna og þeirra sem áður hafa sýkst verður hætt 1. júlí
Frá og með 1. júlí þurfa þau sem koma bólusett eða með vottorð um fyrri sýkingu ekki lengur að fara í COVID-próf á landamærunum. Einnig stendur til að hætta að skima börn, að tillögu sóttvarnalæknis.
11. júní 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Áfram grímur á viðburðum og hömlur á opnunartíma veitingastaða
300 manns mega koma saman frá og með 15. júní og almenn nándarregla verður færð úr 2 metrum í einn. Sóttvarnalæknir telur að mikil tilslökun á fjöldatakmörkunum myndi senda röng skilaboð út í samfélagið.
11. júní 2021
Forsætisráðherra segir að ef mögulegur þolandi myndi leita til sín vegna einhverra mála, teldi hún sig bundna trúnaði um þau samskipti.
Katrín látin vita af ámælisverðri hegðun Kolbeins Proppé fyrir um ári síðan
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna hvorki játar því né neitar, sem heimildir Kjarnans herma, að hún hafi verið upplýst um ámælisverða háttsemi þingmannsins Kolbeins Ó. Proppé gagnvart konu fyrir um það bil ári síðan.
11. júní 2021