Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Kristalina Georgieva er og verður áfram framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Gagnafárið í Alþjóðabankanum
Kristalina Georgieva framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður ekki beðin um að víkja úr starfi sínu þrátt fyrir ásakanir um að hún hafi beitt undirmenn þrýstingi um að fegra gögn um Kína í fyrra starfi sínu hjá Alþjóðabankanum.
13. október 2021
Sjúkraþjálfarar og sérfræðilæknar hafa undanfarin misseri starfað samkvæmt gjaldskrá SÍ og margir hverjir lagt á sérstök komugjöld sem ríkið tekur engan þátt í að greiða niður.
Sjúklingar rukkaðir um hátt á annan milljarð króna í sérstök komugjöld
Sjúkraþjálfarar og sérfræðilæknar sem starfa samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga innheimta hátt á annan milljarð árlega í sérstök komugjöld, samkvæmt mati hagfræðings sem ÖBÍ fékk til að leggja mat á umfang þessara gjalda.
13. október 2021
Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits og Jared Bibler fyrrverandi rannsakandi hjá FME.
Varaseðlabankastjóri hafnar ummælum sem eftir henni eru höfð í nýrri bók
Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits hafnar því að hafa látið ummæli falla sem höfð eru eftir henni í bók eftir Jared Bibler, fyrrverandi rannsakanda á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins.
12. október 2021
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er búinn að setja 138 fyrirtæki á útilokunarlista  hvað fjárfestingar varðar.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna útilokar fjárfestingu í 138 fyrirtækjum
Boeing, Shell og Airbus eru á meðal 138 alþjóðlegra fyrirtækja sem komin eru á nýjan útilokunarlista Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, vegna stefnu sjóðsins um útilokun fjárfestingarkosta með tilliti til ábyrgra fjárfestinga.
12. október 2021
Hver er framtíð tómlega túnbalans í horni Laugardalsins?
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardal hafa verið samþykkt í borgarráði þrátt fyrir mótbárur, en hvað svo? Kjarninn skoðar þær hugmyndir og áætlanir sem eru uppi um grasbalann mikla vestan við Glæsibæ. Þar er jafnvel rætt um að setja niður leikskóla.
10. október 2021
Hæð byggðar í Mjódd lækkuð og blásið á hugmyndir um búðarkjarna við Bauhaus
Aðalskipulag Reykjavíkur fram til ársins 2040 var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar á miðvikudag. Helsta breytingin frá auglýstri tillögu er sögð sú að viðmiðunarhæð byggðar í Mjódd lækkar niður í 4-7 hæðir.
9. október 2021
Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og sömuleiðis af óljósum ástæðum einn stærsti eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins.
Félag Eyþórs keypti kröfu á annað félag Eyþórs vegna Moggakaupa af dótturfélagi Samherja
Fyrr á þessu ári keypti félag í eigu Eyþórs Arnalds kröfu sem dótturfélag Samherja átti á annað félag í eigu Eyþórs vegna viðskipta með hlut í Morgunblaðinu. Ekki er ljóst hvort félag Eyþórs greiddi eitthvað fyrir kröfuna.
8. október 2021
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.
Sex flokka kosningabandalag til höfuðs Orbán
Sex stærstu flokkarnir í ungversku stjórnarandstöðunni ætla sér að bjóða sameinaðir fram krafta sína gegn Fidesz-flokki Viktors Orbán í komandi þingkosningum. Skoðanakannanir gefa til kynna að engu muni á kosningabandalagi andstöðunnar og flokki Orbáns.
7. október 2021
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Ríkisstjórnin hafi tekið „pólitíska ákvörðun“ um að setja sveitarfélög í „spennitreyju“
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að sveitarfélögin á Íslandi muni verða lengur að vinna sig út úr heimsfaraldrinum en þau hefðu þurft að vera sökum pólitískra ákvarðana sem teknar voru í fyrra.
7. október 2021
Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
„Útrýmingarstefnan“ búið spil
Nýja-Sjáland hefur gefist upp á því að reyna að útrýma delta-afbrigði veirunnar úr samfélaginu. Það þýðir þó ekki að hömlulaust líf bíði íbúa þar í bráð. Stífar takmarkanir verða áfram í gildi í fjölmennustu borg landsins næstu vikur.
7. október 2021
Í athugasemd frá arkitektúrdeild LHÍ segir að þéttleiki sumra uppbyggingarreita í breyttu aðalskipulagi séu í mótsögn við markmið gildandi aðalskipulags borgarinnar.
Gagnrýnir lítið samráð í tengslum við „afgerandi“ breytingar á borginni
Í umsögn frá deildarforseta arkitektúrdeildar LHÍ um breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur segir að viðmið um þéttleika og hæð byggðar á nokkrum reitum virðist í ósamræmi við markmið aðalskipulagsins sem nú er í gildi.
7. október 2021
Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins sér ekki hvernig flokkur hans eigi að ná saman við Vinstri græn um áframhaldandi stjórnarsamstarf.
Telur líklegra að Sjálfstæðisflokkur fari að vinna með Viðreisn en Vinstri grænum
Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að það muni reynast of erfitt að ná saman við Vinstri græn um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Hann telur stjórn með Framsókn og Viðreisn vænlegri kost.
6. október 2021
Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR.
Forstjóri ÁTVR falaðist eftir viðbótarlaunum en fékk ekki
Samkvæmt svörum frá fjármálaráðuneytinu og ÁTVR hefur forstjóri ÁTVR undanfarin misseri verið í viðræðum við ráðuneytið um starfssamband sitt og launakjör. Af svari ráðuneytisins má ráða að hann hafi falast eftir viðbótarlaunum en ekki fengið.
6. október 2021
Páll Matthíasson fráfarandi forstjóri Landspítala og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Hvorki Páll né Svandís segjast vita hver verði heilbrigðisráðherra í nýrri stjórn
Fráfarandi forstjóri Landspítala segir að ekki eigi að túlka orð hans um að Svandís Svavarsdóttir sé að fara að „láta af embætti“ heilbrigðisráðherra sem svo að hann viti til þess að hún verði ekki heilbrigðisráðherra í næstu ríkisstjórn.
5. október 2021
Við Ægisíðu 102 er í dag þjónustu- og bensínstöð á vegum N1.
Telja opnað fyrir óeðlilega mikið byggingarmagn við Ægisíðu 102
Íbúar í grenndinni við Ægisíðu 102, þar sem þjónustustöð N1 er í dag, telja að borgin sé að opna á of mikla uppbyggingu á lóðinni með breytingum á aðalskipulagi. Þeir furða sig einnig á að Festi hf. fái byggingaréttinn á lóðinni afhentan.
5. október 2021
Á hinum svokallaða Heklureit sem stendur við Laugaveg stendur til að byggja fjölmargar íbúðir á næstu árum.
Lýsa áhyggjum af „skuggasundum“ og dimmum íbúðum á Heklureit
Tveir arkitektar gagnrýna þéttleika byggðar á hinum svokallaða Heklureit við Laugaveg og segja athugasemdir sínar raunar geta átt við um fleiri þéttingarreiti í borginni. Þeir segja þéttingu byggðar meðfram legu Borgarlínu ekki mega bitna á gæðum íbúða.
4. október 2021
Fasteignafélagið sem á verslunarhúsnæði Bauhaus vill fá leyfi til að byggja nýjan verslunarkjarna á lóðinni, sem liggur meðfram Vesturlandsvegi.
Vilja reisa nýtt verslunarhúsnæði á bílaplaninu við Bauhaus
Fasteignafélagið Lambhagavegur vill fá leyfi til þess að reisa nýjan 3-4.000 fermetra verslunarkjarna á bílaplaninu við Bauhaus. Félagið gerir ráð fyrir því að þar gæti verið matvöruverslun, auk annarrar þjónustu.
3. október 2021
Mjódd og Norður-Mjódd verða að óbreyttu skilgreind sem uppbyggingarsvæði þar sem ráð er gert fyrir að hús geti verið 5-8 hæðir. Íbúar í Neðra-Breiðholti eru ekki par sáttir við það.
Fara fram á að nýbyggingar í Mjóddinni verði ekki hærri en fimm hæðir
Margir íbúar í Neðra-Breiðholti mótmæla skilgreindri viðmiðunarhæð nýrrar byggðar í Mjódd og Norður-Mjódd í breyttu aðalskipulagi Reykjavíkur. Íbúarnir segjast margir óttast að kvöldsól og útsýni muni heyra sögunni til, rísi háreist byggð á svæðinu.
2. október 2021
Samanlagt rekstrartap Isavia á síðasta ári og fyrstu sex mánuðum þessa árs nemur 18,3 milljörðum króna.
Tap Isavia frá því að faraldurinn hófst nemur 18,3 milljörðum króna
Samanlagt rekstrartap samstæðu Isavia á síðasta ári og fyrstu sex mánuðum þessa árs nemur 18,3 milljörðum króna. Rekstrarafkoman á fyrri helmingi þessa árs var neikvæð um 5,1 milljarð.
1. október 2021
Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands.
Forseti ASÍ segist hafa fengið nafnlaus bréf með hjálparbeiðnum frá starfsfólki Play
Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir í pistli í dag að henni hafi undanfarnar vikur og mánuði borist nafnlaus bréf frá starfsmönnum Play, sem óttist afleiðingar af því að koma fram undir nafni, með ábendingum um slæman aðbúnað.
1. október 2021
Íslandsdeild TI gagnrýnir Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi í dag.
Transparency lýsir yfir áhyggjum af viðbrögðum formanns yfirkjörstjórnar
Íslandsdeild Transparency International segir í yfirlýsingu að áhyggjur af framkvæmd kosninga og talningu byggist hvorki á samsæriskenningum né óþarfa upphlaupi heldur staðreyndum um klúður og lögbrot við talningu atkvæða.
1. október 2021
Þrátt fyrir að þing verði ekki kallað saman strax getur kjörbréfanefnd til bráðabirgða hafið störf strax eftir helgi.
Kjörbréfanefndar þingsins bíður langþyngsta úrlausnarefni aldarinnar
Kjörbréfanefndin sem tekur til starfa á Alþingi í næstu viku fær mun þyngra verkefni í fangið en aðrar slíkar nefndir sem starfað hafa það sem af er öldinni.
1. október 2021
Fjárframlög til Miðflokksins skerðast um helming – Framsókn á grænni grein
Framsóknarflokkurinn fær ekki einungis aukin áhrif í stjórnarmyndunarviðræðum vegna kosningasigurs síns, heldur líka stóraukin framlög úr ríkissjóði næstu árin. Miðflokkurinn tapaði mestu fylgi og verður því einnig af mestum peningum inn í flokksstarfið.
30. september 2021
Úr greinargerð formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til landskjörstjórnar.
Fundargerð yfirkjörstjórnar: Mannleg mistök hörmuð og skekkjan í bunkunum útskýrð
Kjarninn hefur fengið afhenta fundargerð og greinargerð frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi. Þar er misræmið á milli tveggja talninga allra atkvæða í kjördæminu útskýrt og beðist afsökunar á mistökum.
29. september 2021
Arnar Þór Jónsson varaþingmaður og fráfarandi héraðsdómari.
Flýgur frjáls úr héraðsdómaraembætti
Arnar Þór Jónsson verðandi varaþingmaður og héraðsdómari boðar að hann ætli að segja sig frá dómstörfum. Hann segir embættið oft hafa látið sér líða „eins og fugli í búri“.
29. september 2021