Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Flestir aðspurðra treysta Ásmundi, en fæstir Bjarna.
Ásmundur Einar er eini ráðherrann sem meirihluti þjóðarinnar treystir
Bjarni Benediktsson hefur á undanförnum mánuðum farið frá því að vera sá ráðherra Sjálfstæðisflokks sem flestir treysta í það að skrapa botninn í trausti ásamt Jóni Gunnarssyni. Traust til leiðtoga allra stjórnarflokkanna fellur skarpt milli mælinga.
26. apríl 2022
Tólf sækjast eftir embætti ríkisendurskoðanda
Tólf manns gefa kost á sér til þess að taka við embætti ríkisendurskoðanda. Alþingi mun kjósa í embættið í maímánuði, eftir að forsætisnefnd Alþingis leggur fram tilnefningu sína.
25. apríl 2022
Erna Bjarnadóttir er varaþingmaður Birgis Þórarinssonar. En þau eru í sitthvorum þingflokknum.
Ding, ding, ding, Erna á þing – fyrir Miðflokkinn
Erna Bjarnadóttir tekur í dag sæti sem varaþingmaður Birgis Þórarinssonar. Við þetta stækkar þingflokkur Miðflokksins um 50 prósent, en Erna fylgdi Birgi ekki yfir í Sjálfstæðisflokkinn er hann ákvað að segja skilið við Miðflokkinn eftir kosningar.
25. apríl 2022
Hildur Björnsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Boða þéttingu byggðar í jaðri byggðar og styrki fyrir að hafa ung börn heima
Sjálfstæðisflokkurinn boðar þéttingu byggðar í Staðarhverfi, Úlfarsárdal og Kjalarnesi og segist vilja tryggja 100 þúsund króna styrki á mánuði til reykvískra foreldra sem „vilja dvelja heima með börnin sín eftir fæðingarorlof“.
22. apríl 2022
Gísli Marteinn Baldursson var fundarstjóri á framboðsfundi Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem fram fór á dögunum.
Einungis eitt framboð vill halda flugvellinum í Vatnsmýri
Á flugvöllurinn að víkja fyrir byggð? Styður þitt framboð Borgarlínu? Á Reykjavíkurborg að beita sér fyrir því að bílaumferð minnki innan borgarmarkanna? Svörin við þessum spurningum og fleirum voru kreist fram úr frambjóðendum í borginni á dögunum.
21. apríl 2022
Vilhjálmur Birgisson var nýlega kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins og er einnig formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur kallar uppsagnirnar hjá Eflingu „mistök“ sem hægt hefði verið að komast hjá
Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins kallar hópuppsögnina hjá Eflingu „mistök“ í pistli sem hann ritar á vef Verkalýðsfélags Akraness í dag.
20. apríl 2022
Margrét Tryggvadóttir er forstjóri Nova.
Nova stefnir á markað í byrjun sumars – Nýir hluthafar eignast 36 prósent
Nýir hluthafar hafa eignast um 36 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu Nova, sem ætlar sér inn á aðalmarkað Kauphallar fyrir mitt ár. Trúnaður ríkir um verðið sem greitt var fyrir rúmlega þriðjungshlut í félaginu.
20. apríl 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Armslengd í endalok Bankasýslu sem Bjarni vildi aldrei sjá
Bankasýsla ríkisins var stofnuð með lögum árið 2009 meðal annars til þess að tryggja að pólitíkusar væru ekki að skipta sér beint af eignarhaldi ríkisins á bönkum. Nú syngur þessi stofnun brátt hið síðasta, eftir að ríkisstjórnin rataði í vandræði.
20. apríl 2022
Lárus Blöndal stjórnarformaður og Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Ráðherrar hafi ekki gagnrýnt eitt né neitt í ferlinu og stjórnvöld verið ítarlega upplýst
Stjórn og starfsfólk Bankasýslunnar segir að framkvæmd útboðsins í Íslandsbanka hafi verið „í nánu samstarfi við stjórnvöld“, sem hafi verið „ítarlega upplýst um öll skref sem stigin voru“ og ekki komið fram með neina formlega gagnrýni.
19. apríl 2022
Lárus L. Blöndal er stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.
Stjórn Bankasýslunnar segir að söluþóknun verði ekki greidd ef ágallar komi fram
Þriggja manna stjórn Bankasýslu ríkisins segist vera að skoða lagalega stöðu sína gagnvart þeim fyrirtækjum sem höfðu milligöngu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Umsamdar þóknanir verði að óbreyttu ekki greiddar ef ágallar opinberist.
19. apríl 2022
Íbúðum á „Reit 13“ fækkað um tíu og samþykkt að auglýsa deiliskipulag
Skipulagsráð Kópavogsbæjar samþykkti í upphafi mánaðarins að setja í auglýsingu deiliskipulagstillögu að svokölluðum „Reit 13“ á Kárnesi. Búið er að fækka fyrirhuguðum íbúðum á reitnum um tíu frá vinnslutillögu sem kynntar var fyrr á árinu.
18. apríl 2022
Tillaga Eflu, brúin Alda, varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog.
Hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú kærð – aftur
Fyrri vinna Eflu við undirbúning Fossvogsbrúar og náin tengsl lykilfólks hjá Vegagerðinni við verkfræðistofuna ættu að leiða til ógildingar á hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú, að mati eins þeirra teyma sem tóku þátt í keppninni.
14. apríl 2022
Ásdís Halla Bragadóttir verður áfram í embætti ráðuneytisstjóra í hinu nýja ráðuneyti.
Ásdís Halla skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Áslaugar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu.
13. apríl 2022
Trúnaðarmenn starfsfólks Eflingar segja hópuppsögnina ranga og ónauðsynlega
Trúnaðarmenn starfsfólks hjá Eflingu, sem tóku þátt í samráðsferli með lögmanni stjórnar Eflingar vegna hópuppsagnar stéttarfélagsins, segjast ekki geta sagt að um samráð hafi verið að ræða. Enginn vilji hafi verið til breytinga né mildunar á hópuppsögn.
13. apríl 2022
Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar og Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands í Stokkhólmi í morgun.
Andersson sögð vera orðin ákveðin í að leiða Svíþjóð inn í Atlantshafsbandalagið
Svenska Dagbladet segir frá því í dag Magdalena Andersson forsætisráðherra vilji að Svíar gangi í Atlantshafsbandalagið í sumar. Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands segir nokkrar vikur í að Finnar kynni ákvörðun sína um aðild að bandalaginu.
13. apríl 2022
Lárus Blöndal stjórnarformaður og Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Bankasýslan segist fagna því að FME skoði tiltekna þætti útboðsins
Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins hefur ritað Fjármáleftirlitinu bréf, þar sem hann segir Bankasýsluna fagna því að FME skoði nú tiltekna þætti nýlegs útboðs á hluta af eign ríkisins í Íslandsbanka.
12. apríl 2022
Jafnréttisstofa telur „vandséð að það að öðlast vottun á að launakerfi uppfylli kröfur jafnlaunastaðalsins“ réttlæti þær aðgerðir sem boðaðar hafa verið á skrifstofu Eflingar.
Jafnréttisstofa: Efling verði að útskýra hvernig jafnlaunavottun tengist uppsögnum
Framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu segir að Efling verði „að rökstyðja hvað það er við jafnlaunavottun sem veldur því að segja þurfi upp öllum ráðningarsamningum“. Jafnréttisstofa hefur aldrei heyrt af því að uppsögnum sé beitt sem lið í jafnlaunavottun.
12. apríl 2022
Rafskútur hafa á skömmum tíma orðið vinsæll og mikið notaður fararmáti. En því fylgja áskoranir.
Ölvun á rafskútum verði refsiverð við 0,5 prómill, en heimilt að aka þeim á sumum umferðargötum
Verkefnishópur innviðaráðuneytisins um smáfarartæki á borð við rafhlaupahjól hefur sett fram nokkrar úrbótatillögur. Ef þær verða að veruleika verður refsivert að aka slíkum tækjum með meira en 0,5 prómill af áfengi í blóðinu.
12. apríl 2022
Nilofar Ayoubi og Katarzyna Scopiek.
„Allir eiga skilið að vera með hreinan kodda undir höfðinu“
Viðbragð Póllands við einni stærstu flóttamannabylgju frá seinna stríði hefur verið borið uppi af almenningi og hjálparsamtökum. Katarzyna Skopiec leiðir ein slík samtök. Kjarninn ræddi við hana og Nilofar Ayoubi frá Afganistan í Varsjá á dögunum.
10. apríl 2022
Til vinstri sést lóðin á milli Kleppsspítala og Holtagarða, þar sem björgunarmiðstöð á að rísa. Til hægri er svo afmörkuð með gulum línum sú ríkislóð sunnan við Borgarspítalann sem borgin fær til eignar. Þar á að þróa íbúabyggð.
Björgunarmiðstöð ríkisins við Holtagarða – Borgin fái stóra ríkislóð í Fossvogi á móti
Áformað er að stórhýsi fyrir viðbragðsaðila muni verða á 30.000 fermetra lóð Faxaflóahafna við Holtagarða, sem Reykjavíkurborg framselur til ríkisins. Í staðinn muni ríkið láta Reykjavíkurborg í té stærðarinnar lóð sunnan Borgarspítala undir íbúðir.
9. apríl 2022
Kynningarefni fyrir Ísey skyr í Rússlandi.
Kaupfélag Skagfirðinga og MS kúpla sig út úr skyrævintýrinu í Rússlandi
Kaupfélag Skagfirðinga hefur selt sig út úr IcePro, fyrirtæki sem stóð að framleiðslu Ísey skyrs í Rússlandi. Ísey útflutningur, systurfélag MS, hefur sömuleiðis rift leyfissamningi við rússneska fyrirtækið.
8. apríl 2022
Ásgeir hættir hjá Arion banka og verður forstjóri SKEL
Aðstoðarbankastjóri Arion banka hyggst láta af störfum þar á næstu dögum, en hann hefur verið ráðinn forstjóri SKEL fjárfestingarfélags.
7. apríl 2022
Jón Þór Þorvaldsson, sem tekið hefur sæti á þingi fyrir Miðflokkinn, er formaður FÍA.
Stéttarfélag flugmanna „fordæmir viðskipti ríkisstjórnarinnar við Bláfugl“
Félag íslenskra atvinnuflugmanna fordæmir að ríkisstjórnin, í umboði íslenskra skattgreiðenda, stundi viðskipti við flugfélagið Bláfugl. Stéttarfélagið segir flugfélagið hafa stundað félagsleg undirboð og gerviverktöku.
6. apríl 2022
Borgarstjóri segir forstjóra ÁTVR hafa lofað því að það verði áfram Vínbúð í miðborginni
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hann og Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR hafi handsalað það á fundi að jafnvel þótt Vínbúðin í Austurstræti myndi loka yrði auglýst eftir 1-2 nýjum staðsetningum fyrir Vínbúðir í miðborg Reykjavíkur.
6. apríl 2022
Páll Magnússon skipar efsta sætið á lista Fyrir Heimaey í maí.
Páll fer fram gegn Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum
Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks mun leiða lista bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey í komandi sveitarstjórnarkosningum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri verður áfram bæjarstjóraefni framboðsins.
5. apríl 2022