Færslur eftir höfund:

Arnar Þór Ingólfsson

Bílarnir sem rúllað hafa út úr verksmiðjum og til neytenda á síðustu misserum hafa verið dýrari en fyrir faraldurinn.
Færri bílar seldir en hagnaður í hæstu hæðum
Skortur á nauðsynlegum íhlutum í bíla hefur leitt til breytinga á stefnum ýmissa bílaframleiðenda, sem einbeita sér nú að því að koma þeim tölvukubbum sem eru til skiptanna í dýrari gerðir bíla. Hagnaður stærstu bílaframleiðenda er í hæstu hæðum.
12. júní 2022
Fjórir virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði færast úr verndarflokki í biðflokk, samkvæmt tillögum umhverfis- og samgöngunefndar.
Ramminn: Kjalölduveita og Héraðsvötn verði færð úr verndarflokki í biðflokk
Kjalölduveita og fjórir virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði verða færðir úr verndarflokki í biðflokk, ef vilji meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar nær fram að ganga. Nefndarálit hafa ekki verið gerð opinber.
11. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Rúm 72 prósent væntra kjósenda VG jákvæð í garð aðildar Íslands að NATO
Jákvæðni í garð aðildar að Atlantshafsbandalaginu er nú minni hjá kjósendahópum Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins en á meðal væntra kjósenda VG, samkvæmt nýrri könnun frá Maskínu.
10. júní 2022
Herjólfur leggst að bryggju í Landeyjahöfn. Vegagerðin segir dýpkunarþörf hafa stórminnkað með nýju skipi, en Ríkisendurskoðun bendir á að kostnaðurinn sé enn langt umfram áætlanir eftir að nýja skipið hóf siglingar.
Dýpkunarkostnaður Landeyjahafnar bókfærður sem fjárfesting hjá Vegagerðinni
Búið að verja meira fé í að dæla sandi úr Landeyjahöfn en kostaði að byggja hana og er dýpkunarkostnaður á árunum 2011-2020 fjórfaldur miðað við upphaflegar áætlanir. Ríkisendurskoðun gagnrýnir að Vegagerðin bókfæri dýpkunarkostnað sem fjárfestingu.
10. júní 2022
Ríkisstjórnin samþykkti tillögur sem eiga að vinna gegn þenslu og verðbólgu á ríkisstjórnarfundi á miðvikudag.
Ætla að flýta nýrri umferðargjaldtöku og lækka framlög til stjórnmálaflokka
Umfang aðgerða sem ríkisstjórnin hefur komið með inn í vinnu við fjármálaáætlun felur í sér tekjusókn eða aðhald sem nema á 26 milljörðum króna fyrir næsta ár. Nýju gjaldtökukerfi umferðar verður flýtt, en það er þó enn óljóst hvernig útfærslan verður.
10. júní 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Dómsmálaráðherra frestar frumvarpi sínu um útlendingamál til haustsins
Jón Gunnarsson hefur ákveðið að fresta frumvarpi sínu um útlendingamál til haustþings. Hann féllst ekki á þær breytingar sem þrír stjórnarandstöðuflokkar kröfðust að gerðar yrðu á málinu í upphafi vikunnar – og þeir ekki á gagntillögur hans.
9. júní 2022
Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknar er formaður atvinnuveganefndar þingsins.
Dagsektir Fiskistofu geti orðið allt að ein milljón á dag, en ekki 30 þúsund krónur
Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til að dagsektarheimildir Fiskistofu verði hækkaðar verulega frá því sem lagt var til í frumvarpi matvælaráðherra. Einnig vill meirihlutinn að Fiskistofa tilkynni opinberlega þegar stofnunin notar dróna við eftirlit.
9. júní 2022
Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs.
Greiðslur frá Halldóri gerðu Reyni vanhæfan til að fjalla um Róbert
Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs er í tveimur aðskildum kærumálum talinn hafa gerst brotlegur við siðareglur Blaðamannafélagsins, vegna skrifa sem varða málefni Róberts Wessman.
9. júní 2022
Fjöldi brugghúsa um allt land gætu löglega hafið smásölu á bjór beint til gesta sinna ef frumvarp dómsmálaráðherra yrði að veruleika. Mynd úr brugghúsi Kalda á Árskógssandi.
Hættulegt lýðheilsu þjóðarinnar að brugghús fái að selja bjór beint frá býli
ÁTVR ítrekar andstöðu sína við það að brugghús fái að selja bjór í smásölu á framleiðslustað og segir frumvarp dómsmálaráðherra um efnið til þess fallið að einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis líði undir lok.
8. júní 2022
Kjósendur í borginni voru spurðir út í skoðanir sínar á mögulegu samstarfi í borginni, sem nú er orðið að veruleika, í skoðanakönnun Maskínu.
Næstum fjórum af hverjum tíu kjósendum Framsóknar líst illa á samstarfið í borginni
Tæplega 40 prósentum þeirra sem segjast hafa kosið Framsókn í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum líst illa á samstarf flokksins við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn, samkvæmt könnun sem Maskína hefur framkvæmt undanfarna daga.
7. júní 2022
Stóru línurnar í þróun borgarinnar breytast lítið með nýjum meirihluta
Framsókn undir forystu Einars Þorsteinssonar virðist hafa fallið eins og flís við rass að stefnu síðasta meirihluta í málum sem varða framtíðarvöxt og -þróun Reykjavíkurborgar. Ögn aukna áherslu á uppbyggingu í jaðri byggðar má þó sjá í nýju samstarfi.
7. júní 2022
Ólíklegt er að Vínbúð opni á Fiskislóð 10 á Granda, samkvæmt aðstoðarforstjóra ÁTVR.
ÁTVR og Reitir hafa ekki náð saman og „ólíklegt“ að það verði Vínbúð á Fiskislóð
Samningaviðræður ÁTVR um að taka húsnæði í eigu Reita við Fiskislóð 10 á leigu undir Vínbúð hafa ekki skilað árangri. Atvinnuhúsnæðið, sem er í eigu Reita, hefur verið auglýst til leigu á fasteignavefjum.
6. júní 2022
Misjafnt er hvort lífeyrissjóðir séu byrjaðir að taka mið af fasteignamati 2023 við vinnslu húsnæðislána.
Misjafnt hvort lífeyrissjóðir byrja strax að horfa til nýs fasteignamats við lánavinnslu
Af sjö lífeyrissjóðum sem svöruðu fyrirspurn Kjarnans um hvort þeir tækju nýtt fasteignamat strax inn í lánavinnslu sína segjast þrír þeirra ætla að gera það nú þegar en fjórir ætla að bíða fram í desember eða janúar.
4. júní 2022
Ríkisstjórnin samþykkti skipan nýju ráðherranefndarinnar á fundi sínum í morgun.
Setja á fót tímabundna ráðherranefnd um málefni innflytjenda og flóttafólks
Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og mennta- og barnamálaráðherra munu skipa nýja ráðherranefnd um málefni innflytjenda og flóttafólks, sem á að vinna markvisst að áherslum stjórnarsáttmála í þessum málaflokkum.
3. júní 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra ferðamála.
Ferðaskrifstofur fá áratug til þess að greiða lánin frá Ferðaábyrgðarsjóði til baka
Síðustu lánin sem ríkið veitti ferðaskrifstofum til að endurgreiða neytendum vegna ferða sem felldar voru niður í upphafi heimsfaraldursins verða ekki að fullu greidd til baka fyrr en undir lok árs 2032, samkvæmt frumvarpi ráðherra.
3. júní 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra lagði frumvarp sitt til nýrra starfskjaralaga fram í byrjun apríl.
ASÍ og SA á öndverðum meiði um lykilatriði í starfskjaralagafrumvarpi
Forseti ASÍ segir að munnlegt samkomulag hennar við ráðherra um að leggja ekki fram frumvarp til starfskjaralaga óbreytt hafi verið virt að vettugi. ASÍ leggst nú gegn ákvæði um févíti vegna launaþjófnaðar en SA segir að því skuli ekki breyta.
3. júní 2022
Íslandsbanki ætlar ekki að byrja að taka tillit til nýs fasteignamats við endurfjármögnun húsnæðislána fyrr en nýja fasteignamatið hefur tekið gildi.
Íslandsbanki byrjar ekki að horfa til fasteignamats 2023 fyrr en á nýju ári
Bæði Landsbankinn og Arion banki byrja strax að horfa til fasteignamats næsta árs við endurfjármögnun húsnæðislána. Íslandsbanki hins vegar horfir ekki til nýja fasteignamatsins fyrr en það tekur gildi og segir það gert í ljósi aðstæðna í efnahagslífinu.
2. júní 2022
Frá Reykjavíkurflugvelli.
Ætla má að innanlandsflug hafi hækkað um 10 prósent á milli ára
Flugfargjöld sem keypt voru með Loftbrú voru um það bil 10 prósentum dýrari í febrúar á þessu ári en í febrúar í fyrra, samkvæmt því sem fram kemur í svari innviðaráðherra við fyrirspurn á þingi.
2. júní 2022
Blóðmerahópur lýkur störfum – Svandís setur reglugerð um starfsemina til þriggja ára
Starfshópur um blóðmerahald hefur lokið störfum og mun Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setja reglugerð sem heimilar blóðmerahald með auknum skilyrðum til þriggja ára. Samhliða á að velta upp siðferðilegum álitamálum og leggja mat á framhaldið.
1. júní 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
15. maí 2022
Vinir Kópavogs spruttu upp úr óánægju með skipulagsmál í Kópavogi og eru með 17,2 prósent eftir fyrstu tölur úr bænum.
Stórsigur Vina Kópavogs í takti við könnun sem framboðið lét framkvæma
Þegar félagið Vinir Kópavogs var að ákveða hvort það ætti að bjóða fram í bæjarstjórnarkosningum eða ekki lét það gera könnun, sem sýndi að rúm 17 prósent bæjarbúa gætu hugsað sér að kjósa sérframboð félagsins – sama fylgi og sést í fyrstu tölum.
14. maí 2022
Frá oddvitakappræðum í gærkvöldi.
Meirihlutinn í Reykjavík á tæpasta vaði – Framsókn á fleygiferð
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur á um helmingslíkur á því að halda velli, samkvæmt síðustu kosningaspá Kjarnans og Dr. Baldurs Héðinssonar. Framsókn virðist ætla að ná inn fjórum fulltrúum í borgarstjórn.
14. maí 2022
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Telur nauðsynlegt að vextir Seðlabankans verði hærri en verðbólgan á næstu mánuðum
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir í grein í Vísbendingu að það sé nauðsynlegt að raunvextir á Íslandi verði jákvæðir á næstu mánuðum. Hann segir einnig að nú sé tími til sátta á vinnumarkaði.
14. maí 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Sjálfstæðismenn gætu verið að sleppa því að svara skoðanakönnunum
Doktorsnemi í félagstölfræði telur ólíklegt að fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verði jafn lágt og kannanir sýna. Fyrir utan þætti eins og dræma kjörsókn ungs fólks, gæti Íslandsbankamálið hafa gert sjálfstæðisfólk afhuga skoðanakönnunum.
13. maí 2022
Ísland færist upp um fimm sæti á Regnbogakorti ársins 2022.
Ísland ekki lengur neðst Norðurlandanna á Regnbogakortinu
Ísland er komið í topp tíu á Regnbogakorti ILGA-Europe, sem er mælikvarði á lagalega stöðu hinsegin fólks í alls 49 ríkjum Evrópu. Stefnan er að fara enn hærra, með frekari réttarbótum til handa hinsegin fólki á Íslandi.
12. maí 2022