Færslur eftir höfund:

Sunna Ósk Logadóttir

Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
9. desember 2022
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
8. desember 2022
Í orkuverinu yrðu á bilinu 70-100 vindmyllur, sem eru 200 metra háar aflstöðvar hver fyrir sig. Myndin er frá vindorkuveri í Svíþjóð
Áforma að reisa 70-100 vindmyllur í grennd við Stuðlagil
Ef fyrirætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 70-100 vindmyllur rísa á Fljótsdalsheiði, í um 4-5 kílómetra fjarlægð frá Stuðlagili. Svæðið er í dag óbyggt en Zephyr segir það tilvalið undir vindorkuver enda vindafar ákjósanlegt og stutt í háspennulínur.
8. desember 2022
Hvað er svona merkilegt við Mauna Loa?
Það er stærsta virka eldfjall jarðar þrátt fyrir að hafa ekki gosið í tæp fjörutíu ár. Allt þar til fyrir nokkrum dögum er ólgandi hraunið tók að flæða upp úr 180 metra djúpri öskjunni. Eldfjallið Mauna Loa þekur um helming stærstu eyju Hawaii.
7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
6. desember 2022
Um 80 þúsund eldislaxar sluppu úr einni kví Arnarlax í Arnarfirði síðasta sumar.
Segja stjórnvöld gefa erlendum stórfyrirtækjum auðlindir Íslands
80 þúsund frjóir laxar eru taldir hafa sloppið úr kvíum Arnarlax á Vestfjörðum. Villti laxastofninn á Íslandi telur aðeins um 50 þúsund laxa. Um er að ræða „grafalvarlegt umhverfisslys“.
5. desember 2022
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
3. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá haustinu 2017. Félagið sem rak hana varð gjaldþrota árið 2018.
Orkan sem átti að fara í kísilbræðslu í Helguvík nýttist í annað
Ekki var virkjað sérstaklega á sínum tíma til að útvega kísilverinu í Helguvík orku. Landsvirkjun samdi við þáverandi eigendur verksmiðjunnar um afhendingu 35 MW eða 300 gígavattstunda árlega.
3. desember 2022
Hjúkrunarfræðingur bólusetur karlmann í Bandaríkjunum gegn apabólu. Bóluefni gegn bólusótt gagnast til að verjast apabólu.
Nafni apabólu verður líklega breytt
Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að breyta nafninu á sjúkdómi þeim sem nú er kallaður apabóla. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur ákveðið að enska heitinu monkeypox verði breytt í mpox.
3. desember 2022
Rauð viðvörun! Rauði liturinn táknar að hiti á viðkomandi veðurstöð hafi verið hærri í nóvember en að meðaltali síðustu tíu árin á undan.
Sex skrítnar staðreyndir um tíðarfarið í nóvember
Rafskútur í röðum – á fleygiferð. Fjöldi fólks á golfvöllum. Borðað úti á veitingastöðum. Nóvember fór sérlega blíðum höndum um Ísland þetta árið. Svo óvenju blíðum að hann fer í sögubækurnar.
3. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
2. desember 2022
Nafnlausi tindurinn til hægri á myndinni. Efst eru Geirvörtur.
Vilja að nafnlausi tindurinn heiti Helgatindur
Nafnlaus tindur sem stendur um 60 metra upp úr ísbreiðu Vatnajökuls ætti að heita Helgatindur til heiðurs Helga Björnssyni jöklafræðingi, segir í tillögu sem sveitarstjórn Skafárhrepps hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
1. desember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
30. nóvember 2022
Grafið eftir demöntum í Suður-Afríku.
Jákvæð teikn á lofti í Afríku en skuggi faraldurs og stríðs vofir yfir
Framleiðni í mörgum ríkjum Afríku hefur þokast í rétta átt á síðasta áratug og útflutningstekjur nokkurra ríkja aukist. Lönd álfunnar eru enn alltof háð öðrum með aðföng en við blasir tækifæri til að draga úr því.
29. nóvember 2022
Tromsø í Norður-Noregi.
Rafmagnsverð í hæstu hæðum í Noregi
Orkan kostar sífellt fleiri krónur og aura hjá nágrönnum okkar í Noregi. Fyrst urðu Sunnlendingar illa úti en nú hefur orkukrísan náð norður í land. Beðið er eftir blæstri svo vindorkuverin skili sínu.
29. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
28. nóvember 2022
Ísinn í Síberíu geymir mörg leyndarmál fortíðar. Og veirur sem herjuðu á lífverur í fyrndinni.
Veirur frá ísöld vaktar til lífs á rannsóknarstofu
Veirur sem legið hafa í sífreranum í Síberíu í 48.500 ár hafa verið endurlífgaðar á rannsóknarstofu. Tilgangurinn er að komast að því hvað bíður okkar ef sífrerinn þiðnar.
26. nóvember 2022
Greta Thunberg hefur barist fyrir loftslagið í mörg ár.
Greta Thunberg leggur baráttu Sama lið
Íbúar í norðurhluta Svíþjóðar, þeir hinir sömu og stjórnarformaður breska námufyrirtækisins Beowulf sagði engu máli skipta, ætla að halda áfram baráttu sinni fyrir járngrýtisnámu með stuðningi Gretu Thunberg.
26. nóvember 2022
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
26. nóvember 2022