18 færslur fundust merktar „fæðingarorlof“

Andri Valur Ívarsson
Nokkrar staðreyndir um nýja fæðingarorlofsfrumvarpið
8. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
4. desember 2020
Sérstakir styrkir fyrir mæður sem þurfa að dvelja fjarri heimili fyrir fæðingu
Ríkisstjórnin samþykkti í dag nýtt frumvarp um fæðingar- og foreldraorlof. Áfram er lagt til að hvort foreldri fái sjálfstæðan sex mánaða rétt til orlofs. Foreldrum fjærst fæðingarþjónustu verður bætt upp að þurfa að dvelja utan heimilis fyrir fæðingu.
17. nóvember 2020
Mjög skiptar skoðanir eru á nýju frumvarpi um fæðingar- og foreldraorlof, ef marka má umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda.
Framsækið skref sem vekur heimsathygli eða forræðishyggja aftan úr fornöld?
Alls bárust 253 umsagnir um drög að frumvarpi til nýrra fæðingarorlofslaga. Landlæknisembættið telur vinnumarkaðsáherslur of fyrirferðamiklar, en fræðafólk við HÍ telur að samþykkt frumvarpsins væri framfaraskref sem myndi vekja alþjóðaathygli.
9. október 2020
Um 130 umsagnir hafa þegar borist við drög að frumvarpi til laga um fæðingarorlof.
Leggur til viðbótarfæðingarorlof fyrir þá sem búa fjarri fæðingarþjónustu
Byggðastofnun telur brýnt að koma til móts við foreldra sem búa fjarri fæðingarþjónustu með einhverjum hætti í nýjum fæðingarorlofslögum. Kvenréttindafélagið fagnar því að stefnt sé að jöfnu orlofi foreldra. Alls hafa 130 umsagnir borist um málið.
4. október 2020
Til stendur að eyrnamerkja hvoru foreldri sex mánaða fæðingarorlof hér á landi. Ljóst er að ekki eru allir sammála um ágæti þess.
Jafnari skipting orlofs stórt skref til jafnréttis á vinnumarkaði
Ef ætlunin er að loka launabili kynjanna er nýtt frumvarp um breytingar á fæðingarorlofinu skref í rétta átt og í rauninni alveg ótrúlega stórt skref, að mati Herdísar Steingrímsdóttur hagfræðings við CBS í Kaupmannahöfn.
3. október 2020
Sæunn Kjartansdóttir
Tímaskekkja
26. september 2020
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
26. september 2020
Sex mánaða orlof á hvort foreldri verði tekið á fyrstu 18 mánuðunum í lífi barns
Drög að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þegar fæðingarorlofið verður lengt í 12 mánuði um komandi áramót er ráðgert að hvort foreldri taki 6 mánaða orlof. Einungis einn mánuður verður framseljanlegur.
24. september 2020
Þóra Kristín Þórsdóttir
Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar
16. september 2019
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Hækka fæðingarorlofsgreiðslur
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð um hækkun á greiðslum til foreldra í fæðingarorlofi frá 1. janúar 2019. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækka um 80.000 krónur á mánuði.
18. desember 2018
Erna Solberg er forsætisráðherra Noregs.
Telja Norðmenn brjóta á feðrum í fæðingarorlofi
ESA hefur höfðað mál gegn Noregi fyrir EFTA dómstólnum vegna meintra brota landsins á jafnræðisreglunni þegar kemur að töku karla á fæðingarorlofi.
7. maí 2018
Hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði hækkar um 20.000 krónur
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks.
2. janúar 2018
Ísland eftirbátur Norðurlandaþjóða í réttindum barna til dagvistunnar
Það er mat BSRB að núver­andi skipan dag­vist­un­ar­mála hérlendis standi í veg fyrir jöfnum mögu­leikum kynj­anna til þátt­töku á vinnu­mark­aði þar sem ábyrgð á umönnun barna lendi að mestu leyti á mæð­rum.
3. júní 2017
Steingrímur J. Sigfússon
Metnaðarfullt fæðingarorlofskerfi: hvenær og hvernig?
19. apríl 2017
Færri börn fæddust á Íslandi í fyrra en árið á undan.
Frjósemi á Íslandi aldrei verið minni
Frjósemi íslenskra kvenna var 1,75 börn á hverja konu, og hefur aldrei mælst minni frá því að mælingar hófust árið 1853. Rétt um fjögur þúsund börn fæddust á Íslandi í fyrra.
7. apríl 2017
Sífellt færri karlar taka sér fæðingarorlof og þeir sem taka sér orlof eru að jafnaði frá vinnu í styttri tíma.
Enn færri feður taka fæðingarorlof
Þeim feðrum sem taka fæðingarorlof með börnunum sínum fækkar hratt milli ára, og þeir sem taka orlof gera það í styttri tíma en áður. Á sama tíma taka mæður jafnlangt fæðingarorlof og áður, en fæðingum heldur áfram að fækka.
6. apríl 2017
Skiptar skoðanir um fæðingarorlof
Umsagnaraðilar eru flestir jákvæðir gagnvart frumvarpi um lengingu fæðingarorlofs. Sumir vilja leggja áherslu á að hækka greiðslur frekar en að lengja, öðrum finnst forræðishyggja að skilyrða orlofið við hvort foreldri um sig.
1. mars 2017