Færslur eftir höfund:

Borgþór Arngrímsson

Ilmar nokkuð betur en sólþurrkaður þvottur?
Góða útilyktin í handklæðunum
Þeim sem þurrka þvott sinn á snúrum finnst fátt jafnast á við lyktina af þvotti sem þornað hefur í sól og golu. Snúruaðdáendur gefa lítið fyrir þurrkaralykt, vísindamenn segjast hafa fundið skýringuna á góðu útisnúrulyktinni.
1. nóvember 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Góða útilyktin í handklæðunum
31. október 2022
Danskt herskip við höfnina í Ronne í Borgundarhólmi, ekki langt frá því þar sem spreng­ingar urðu í Nord Str­eam-gasleiðsl­unni fyrir skömmu.
Hafa sofið á eftirlitsverðinum
Eftirlit með rafmagns- og tölvuköplum sem liggja á hafsbotni í Evrópu, ásamt gas- og olíuleiðslum, er allt of lítið. Skemmdirnar á Nord Stream-gasleiðslunum hafa vakið margar þjóðir Evrópu, þar á meðal Dani, af værum blundi.
30. október 2022
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
25. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Starfslokasamningur fílanna
25. október 2022
Mesta niðurrif í sögu Danmerkur
Á næstu árum verða minkahús á meira en tólf hundruð dönskum minkabúum rifin. Kostnaðurinn við niðurrifið, sem tekur sex til sjö ár, nemur milljörðum danskra króna. Bætur til minkabænda nema margfaldri þeirri upphæð.
23. október 2022
Gunilla Bergström skrifaði hinar geysivinsælu bækur um Einar Áskel.
Þekkt en þó óþekkt
Flestir kannast við Einar Áskel, burstaklippta strákinn sem býr með pabba sínum. Færri þekkja hinsvegar nafn höfundarins sem skrifaði sögurnar og teiknaði myndirnar. Gunilla Bergström er látin.
18. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Þekkt en þó óþekkt
18. október 2022
Óveðursskýin hafa hrannast upp í kringum Søren Pape Poulsen.
Slær í bakseglin
Eftir tvær vikur ganga Danir til kosninga. Íhaldsflokknum hafði verið spáð góðu gengi en á allra síðustu dögum hefur slegið í bakseglin. Vinsældir formannsins Søren Pape Poulsen hafa dvínað mjög, af ýmsum ástæðum.
16. október 2022
Við handtökuna tilkynnti lögreglan Arne Herløv Petersen að hann væri grunaður um njósnir fyrir Sovétríkin.
Furðulegasta njósnamál Danmerkur
Í nóvember 1981 var danskur rithöfundur handtekinn, grunaður um njósnir. Eftir þrjá daga var honum sleppt en hefur aldrei verið hreinsaður af ásökunum. Málið er nú, 41 ári síðar, komið til kasta Landsréttar.
11. október 2022
Útlit er fyrir að stormflóð verði tíðari og áhrif þeirra meiri í Danmörku á næstu áratugum.
Gjörbreytt Danmörk árið 2150
Dönsk rannsóknarstofnun telur að sjávarborð við strendur Danmerkur muni á næstu áratugum hækka mun hraðar og meira en áður hefur verið talið. Ef svo fer fram sem horfir verði margar eyjar óbyggilegar og bæir og strendur fari undir vatn.
9. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
4. október 2022
Danadrottning  með barnabörnunum á svölum Amalíuborgar á 76 ára afmælisdaginn 2016. Í vikunni tilkynnti hún að barnabörnin verða svipt prinsa- og prinsessutitlum frá og með næstu áramótum.
Niðurskurður í höll Margrétar Þórhildar
Þótt nær daglega séu fluttar fréttir af niðurskurði er óhætt að fullyrða að niðurskurðartíðindin sem borist hafa úr dönsku konungshöllinni hafi nokkra sérstöðu. Enda snúast þær fréttir um titla en ekki peninga eða samdrátt í viðskiptalífinu.
2. október 2022
Fröken Klukka
Fyrir örfáum áratugum hringdi fólk í Fröken Klukku til að vita nákvæmlega hvað klukkan væri. Þótt nútímatækni hafi tekið við hlutverki Frökenarinnar svarar hún enn hér á Íslandi. Í Danmörku hefur Frøken Klokken lagt á og svarar ekki lengur.
27. september 2022
Hott hott á kústskafti
Getur það talist íþrótt að hlaupa um með hálft kústskaft með heimagerðan hrosshaus á endanum á milli fótanna? Já segja finnskar danskar norskar og sænskar stúlkur. Aldagamall leikur með reiðprik nýtur vaxandi vinsælda í þessum löndum.
25. september 2022
Semlur seljast sem heitar lummur í þeim dönsku bakaríum sem hafa þær á boðstólum.
Sænska bolluinnrásin
Danir hafa sjaldnast litið upp til Svía þegar kemur að matargerð. Þess vegna kemur það kannski mörgum spánskt fyrir sjónir að sænskar bolludagsbollur eiga vaxandi vinsældum að fagna meðal Dana.
20. september 2022
Skrifræði í vegi vindorku
Í júní undirritaði meirihluti þingmanna á danska þinginu samkomulag sem kynnt var sem „risaskref“ í orkumálum. Meðal annars á að fimmfalda raforku frá vindmyllum á hafi úti fram til 2030. En eitt er að ákveða og annað að framkvæma.
18. september 2022
Margrétarskálin
Hvað er svona merkilegt við skál úr melamíni sem þótti ekki rétt að setja sjóð­andi vökva í þær og eiga ekki erindi í örbylgju­ofn­inn, og eru kjötbollurnar í alvöru besta ef þær eru hrærðar í „Margréti“?
13. september 2022
Frá nefnd á vegum dönsku ríkisstjórnarinnar hefur komið sú tillaga að banna notkun slæðu, eða hijab, í grunnskólum landsins. Ekki eru allir á einu máli um ágæti tillögunnar.
Að bera slæðu eða ekki
Nefnd á vegum dönsku ríkisstjórnarinnar leggur til að slæður verði bannaðar í dönskum grunnskólum. Tillagan, sem enn er aðeins drög, er mjög umdeild og margir þingmenn telja útilokað að tillaga um slæðubann yrði samþykkt í danska þinginu.
11. september 2022
Matreiðslubækur vinsælt lesefni hjá Dönum – fæstir elda upp úr þeim
Danir eru miklir áhugamenn um mat og margir þeirra eru allt of þungir. Það ætti því ekki að koma á óvart að þessi mikla mat­ar­þjóð skuli hafa áhuga fyrir að lesa um mat og skoða upp­skrift­ir.
6. september 2022
Ekki allir þjónar jafnir í dönsku guðshúsunum
Niðrandi og niðurlægjandi framkoma í garð kvenpresta er vandamál í dönsku þjóðkirkjunni og mörg dæmi um að þær hafi hrakist úr starfi. Dönsk lög um jafnrétti til starfa óháð kyni hafa til þessa undanskilið eina starfsstétt: presta.
4. september 2022
Þessi kisi er eitthvað hræddur; er eflaust að horfa á bíómynd sem er bönnuð innan 12.
Köttur um kött frá ketti til kattar
Hvað er svona merkilegt við kisur? Borgþór Arngrímsson kannaði hætti katta.
30. ágúst 2022
Árið 1787 keypti Søren Gyldendal hús við Klareboderne í Kaupmannahöfn og þar er forlagið Gyldendal enn til húsa.
Gyldendal í vanda
Það er ekki allt í lukkunnar velstandi hjá hinu gamalgróna danska bókaforlagi Gyldendal. Fjölmargir þekktir höfundar hafa yfirgefið forlagið á síðustu árum og útgáfan dregist saman. Forstjórinn hefur verið rekinn.
28. ágúst 2022
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
23. ágúst 2022
Tímarnir hafa sannarlega breyst frá því að Olsen Banden var og hét.
Tekjufall hjá bankaræningjum
Tæknilegar framfarir eru oftast taldar af hinu góða og gagnast öllum. Ekki er það þó algilt. Breytingar í meðferð fjármuna hafa gert bankaræningja nær atvinnulausa. Í fyrra var gerð 1 tilraun til bankaráns í Danmörku, þær voru 237 árið 1992.
21. ágúst 2022