Færslur eftir höfund:

Borgþór Arngrímsson

Mette Frederiksen skoðar birgðir danska hersins í Eistlandi árið 2020.
Ekki nóg að eiga byssur ef engin eru skotfærin
Um áratugaskeið mátti danski herinn sæta niðurskurði á fjárlögum, þingmenn töldu ástandið í heiminum ekki kalla á öflugan og vel búinn danskan her. Nú er öryggi heimsins ógnað en danski herinn vanbúinn.
27. mars 2022
Stóra samgöngubótin
Fyrir tæpum tuttugu árum fullyrti danskur þingmaður, í umræðum í þinginu, að fyrir miðja öldina yrði komin vegtenging yfir Kattegat, milli Sjálands og Jótlands. Kollegarnir í þinginu hlógu að þessum orðum, það gera þeir ekki lengur.
20. mars 2022
Við handtökuna tilkynnti lögreglan Arne Herløv Petersen að hann væri grunaður um njósnir fyrir Sovétríkin.
Furðulegasta njósnamál Danmerkur
Í nóvember 1981 var danskur rithöfundur handtekinn, grunaður um njósnir. Eftir þrjá daga var honum sleppt en hefur aldrei verið hreinsaður af ásökunum. Málið er nú, 41 ári síðar, komið til kasta Landsréttar.
13. mars 2022
Húsbóndinn í Kreml
Er Vladimir Pútín með öllum mjalla eða er hann orðinn snarruglaður? Þetta er spurningin sem heimurinn spyr sig þessa dagana. Enginn veit svarið. Ýmsir sem til hans þekkja segja hann ekki sama mann og fyrir örfáum árum.
6. mars 2022
Í stuttu máli er vandi SAS sá að tekjurnar eru ekki nógu miklar en kostnaður of mikill.
Stendur SAS á bjargbrúninni?
Skandinavíska flugfélagið SAS hefur ekki farið varhluta af þeim erfiðleikum sem flugfélög víða um heim hafa mætt að undanförnu. Erfiðleikarnir hjá SAS eru ekki ný bóla, og reksturinn oft staðið tæpt. Þó kannski sjaldan eins og nú.
27. febrúar 2022
Nýi Leopard A7 skriðdrekinn, sem danski herinn hefur pantað frá Þýskalandi.
Skriðdrekar og skrifræði
Það er ekki nóg að eiga nýleg tæki og tól. Slíkur búnaður þarf að vera í lagi þegar til á að taka. Stór hluti skriðdreka danska hersins er úr leik, vegna seinagangs og skrifræðis.
20. febrúar 2022
Pútín Rússlandsforseti hefur margoft sagt, síðast í samtali við forseta Ungverjalands fyrir nokkrum dögum, að sá möguleiki að Úkraína fengi aðild að NATO myndi ógna öryggi Evrópu.
Hvað er Pútín að pæla?
Liðssafnaður rússneska hersins við landamæri Úkraínu að undanförnu hefur vakið margar spurningar. Enginn veit svarið þótt margir óttist að Rússar ætli sér að ráðast inn í Úkraínu. Forseti Rússlands þvertekur fyrir slíkt.
13. febrúar 2022
Árið 2017 voru heim­il­is­lausir í Dan­mörku um það bil eitt þús­und. Stærstur hluti þessa hóps hafði komið til Dan­merkur frá Aust­ur-Evr­ópu og dró fram lífið á betli og snöp­um.
Er betl mannréttindi?
Það getur varðað fangelsisvist að standa fyrir utan aðalbrautarstöðina í Kaupmannahöfn og rétta fram tóman pappabolla. Hæstiréttur Danmerkur hefur dæmt litháískan mann í 60 daga fangelsi fyrir betl. Málið gæti komið til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu.
6. febrúar 2022
Per Christensen var formaður verkalýðsfélagsins 3F er upp komst um hans tvöfalda líf.
110 prósent formaður
Að undanförnu hefur fátt vakið meiri athygli Dana en fréttir af skrautlegu einkalífi danska verkalýðsforkólfsins Per Christensen. Orðatiltækið að leika tveim skjöldum er kannski nærtækasta lýsingin.
30. janúar 2022
Þrátt fyrir að verk Jens Haaning hafi ekki verið mikið fyrir augað varð það til þess að mun fleiri sóttu listasýninguna í Kunsten en reiknað var með.vÆtlunin var að sýningin yrði opin til áramóta, en var framlengd til 16. janúar sl.
Take the money and run
Fólk grípur til ýmissa ráða í því skyni að drýgja heimilispeningana. Danski myndlistarmaðurinn Jens Haaning bætti jafngildi tæpra ellefu milljóna íslenskra króna í budduna. Aðferðin hefur vakið mikla athygli, enda var það tilgangurinn.
23. janúar 2022
Lars Findsen
Ótrúlegra en lygasaga
Yfirmaður leyniþjónustu danska hersins situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa lekið upplýsingum, sem varða öryggi Danmerkur, til fjölmiðla. Slíkt getur kostað tólf ára fangelsi.
16. janúar 2022
Danska freigátan Esbern Snare.
Einfætti maðurinn og gæsluvarðhaldið
Það er ekki daglegt brauð að maður grunaður um að undirbúa sjórán sé leiddur fyrir dómara í Kaupmannahöfn. Slíkt gerðist þó sl. föstudag. Maðurinn var handtekinn eftir skotbardaga á Gíneuflóa en situr nú í gæsluvarðhaldi.
9. janúar 2022
Jarðfræðingurinn Christian Knudsen hefur rannsakað danska „gullvinnslu“ í sand- og malarnámum ásamt Bjarne Overgaard.
Gulldraumar
Draumurinn um að finna gull hefur iðulega látið hjörtu slá örar. Slíkir draumar rætast sjaldnast en tveir danskir karlar eru þess fullvissir að þeirra gulldraumur geti ræst.
2. janúar 2022
Notre Dame og pólitíkin
Baráttan vegna forsetakosninganna í Frakklandi í apríl á næsta ári er hafin og öll vopn dregin fram. Emmanuel Macron forseti er sakaður um að vilja gjörbreyta kirkjuskipi Notre Dame að innan. Kirkjan skemmdist mikið í eldi árið 2019.
26. desember 2021
Fangelsun og brottrekstur af þingi
Inger Støjberg er vafalítið umdeildasti stjórnmálamaður Danmerkur á síðari árum. Framganga hennar á ráðherrastóli hefur nú kostað hana tveggja mánaða fangelsi og að líkindum brottrekstur af þingi. Slíkt er fáheyrt í Danmörku.
19. desember 2021
Fröken Klukka
Fyrir örfáum áratugum hringdi fólk í Fröken Klukku til að vita nákvæmlega hvað klukkan væri. Þótt nútímatækni hafi tekið við hlutverki Frökenarinnar svarar hún enn hér á Íslandi. Í Danmörku hefur Frøken Klokken lagt á og svarar ekki lengur.
12. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
5. desember 2021
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
28. nóvember 2021
Kaupmannahöfn
Sveitarstjórnasviptingar
Niðurstöður nýafstaðinna sveitarstjórnakosninga í Danmörku voru áfall fyrir Jafnaðarmenn. Danski þjóðarflokkurinn er í sárum og formaðurinn hefur boðað afsögn. Formaður Íhaldsflokksins hefur ástæðu til bjartsýni og Venstre flokkurinn hélt sjó.
21. nóvember 2021
Danska varnarmálaráðuneytið, herinn og danska þingið, Folketinget, komust að þeirri niðurstöðu að F- 35 vélin væri besti kosturinn fyrir danska herinn.
Herþotur til sölu
Þeir sem láta sig dreyma um að eignast orrustuþotu geta kannski látið drauminn rætast. Danski flugherinn ætlar að selja 24 gamlar F-16 þotur. Margir sýna þeim áhuga en ekki fær hver sem er að kaupa vélarnar.
14. nóvember 2021
ABBA snýr aftur
Fáar fréttir í tónlistarheiminum hafa undanfarið vakið meiri athygli en þegar frá því var greint að hljómsveitin ABBA væri vöknuð til lífsins eftir nær 40 ára hlé, og ný plata, Voyage, á leiðinni. Hún kom út sl. föstudag.
7. nóvember 2021
Gimi Levakovic og fjölskylda hans hafa ítrekað verið til umfjöllunar í dönskum fjölmiðlum.
Súkkulaði, klósettpappír, kjúklingur og beikon
Hvað á til bragðs að taka ef ekki er vinnufriður fyrir lögreglu og dómstólum í Danmörku? Svarið vafðist ekki fyrir körlunum í Levakovic fjölskyldunni, þeir fluttu sig yfir sundið, til Svíþjóðar.
24. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
17. október 2021
Barn í flóttamannabúðum í Sýrlandi í apríl 2021.
Þrjár konur og fjórtán börn
Þrjár danskar konur sem dvalist hafa í Sýrlandi um árabil sitja nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku. Þeirra bíða réttarhöld. Fjórtán börn þeirra komu með til Danmerkur en fá ekki að dvelja hjá mæðrum sínum, í bili að minnsta kosti.
10. október 2021
Flutningskerfi heimsins hefur raskast vegna kórónuveirufaraldursins. Það mun kom fram í hækkandi verðum til neytenda.
500 flutningaskip komast ekki leiðar sinnar
Þessa dagana sitja hundruð fullhlaðinna flutningaskipa föst vítt og breitt um heiminn. Afleiðingarnar eru þær að alls kyns varningur kemst ekki á leiðarenda. Og jólin nálgast.
3. október 2021