Færslur eftir höfund:

Borgþór Arngrímsson

Morten Østergaard, fyrrverandi leiðtogi Radikale Venstre í Danmörku.
Að leggja hönd á læri
Það getur reynst dýrkeypt að leggja hönd á læri manneskju sem ekki kærir sig um slíkt. Og reyna mörgum árum síðar að leyna því. Slíkt athæfi kostaði danskan stjórnmálamann leiðtogasætið í flokki sínum.
11. október 2020
Nord Stream gasleiðslurnar
Óvissan um stóra rörið
Þýskir þingmenn, með Merkel kanslara í broddi fylkingar eru foxillir út í Rússa vegna tilræðisins við Alexei Navalní og tala um að fresta jafnvel að taka nýja gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands í notkun. Það hefði mikil áhrif á efnahag Rússa.
4. október 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
27. september 2020
Bill Clinton og Poul Nyrup Rasmussen.
Leyndarmálið í skjalaskápnum
Árið 1997 kom Bill Clinton í heimsókn til Danmerkur, fyrstur bandarískra forseta. Með hástemmdum lýsingarorðum, þakkaði forsetinn Dönum gott fordæmi, en sagði ekki fyrir hvað. Þangað til nú hafa einungis örfáir vitað hvað hann meinti.
20. september 2020
Fjölmiðlakonurnar og karlaáreitið
Frásögn Sofie Linde í skemmtiþætti á TV2 í Danmörku af framkomu karla gagnvart henni, hefur vakið mikla athygli. Rúmlega 1.600 núverandi og fyrrverandi fjölmiðlakonur hafa í kjölfarið lýst stuðningi við Sofie Linde og hælt henni fyrir að segja frá.
13. september 2020
Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur.
Það er engin leið að hætta
Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Dana hefur verið áberandi í dönskum fjölmiðlum síðan ný bók hans kom út í síðustu viku. Margir velta fyrir sér hvort Løkke hyggi á endurkomu í stjórnmálin, jafnvel stofna nýjan flokk.
6. september 2020
Lars Findsen og Thomas Ahrenkiel. Þeir hafa nýlega verið látnir taka pokann sinn.
Leyniþjónustuklúður
Hún lét ekki mikið yfir sér tilkynningin sem danska varnarmálaráðuneytið sendi frá sér mánudagsmorguninn 24. ágúst. Þótt tilkynningin hafi verið stutt vakti hún margar spurningar og hefur valdið miklum titringi á danska þinginu, og í stjórnkerfinu.
30. ágúst 2020
Hrun í giftingabransanum
Klúður við framkvæmd laga sem sett voru til að koma í veg fyrir svokölluð sýndarbrúðkaup hafa orðið til þess að nokkur sveitarfélög í Danmörku hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi.
23. ágúst 2020
Kafbáturinn Kursk á siglingu
Þegar Pútín hélt hann gæti þagað
Að morgni 12. ágúst árið 2000 sýndu skjálftamælar, í Noregi og víðar, að eitthvað hafði gerst á botni Barentshafs. Fljótlega kom í ljós að þarna hafði orðið slys sem kostaði 118 manns lífið.
16. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
9. ágúst 2020
Kassar af Eskimo Pie ís frá Dreyer's. Fyrirtækið hyggst breyta nafni íssins síðar á árinu en nýja nafnið er óákveðið.
Eskimo breytir um nafn
Mótmælaaldan gegn kynþáttamisrétti teygir anga sína víða. Meðal annars til Danmerkur en vinsælustu íspinnar þar í landi hafa hingað til heitið Eskimo. Annar tveggja stærstu ísframleiðenda Danmerkur gefur íspinnunum nýtt nafn.
2. ágúst 2020
Ilmar nokkuð betur en sólþurrkaður þvottur?
Góða útilyktin í handklæðunum
Þeim sem þurrka þvott sinn á snúrum finnst fátt jafnast á við lyktina af þvotti sem þornað hefur í sól og golu. Snúruaðdáendur gefa lítið fyrir þurrkaralykt, vísindamenn segjast hafa fundið skýringuna á góðu útisnúrulyktinni.
26. júlí 2020
Ein af myndunum eftir Jim Lyngvild í Heilagsandakirkjunni í Faaborg
Kirkjulist eða klám
Undir venjulegum kringumstæðum er ekki dagsdaglega stríður straumur fólks í Heilagsandakirkjuna í Faaborg á Fjóni. Undanfarið hefur hins vegar fjöldi fólks streymt í kirkjuna, ekki þó til að hlýða á guðsorð eða biðjast fyrir.
19. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
12. júlí 2020
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
5. júlí 2020
Fyrsti turninn sem hefur verið fullkláraður á Carlsberg-svæðinu er kenndur við eðlisfræðinginn Niels Bohr.
Ljóti lúxusturninn
Á Carlsberg-svæðinu í Kaupmannahöfn stendur ný 100 metra há bygging. Átti að verða sú flottasta í borginni en þykir forljót. Illa gengur að selja fokdýrar íbúðirnar og það sem verra er, klæðingin á húsinu skapar stórhættu.
28. júní 2020
Styttur bæjarins
Í þekktu lagi söng Spilverk Þjóðanna um stytturnar „sem enginn nennir að horfa á“. Í dag yrði kannski frekar sungið um styttur og götunöfn sem enginn vill vita af og helst af öllu fjarlægja. Þar á meðal í Danmörku.
21. júní 2020
Jóakim ásamt eiginkonu sinni Marie í fyrrahaust.
Danaprins verður varnarmálasérfræðingur
Dönum þykir sjaldnast fréttnæmt þótt nýr starfsmaður sé ráðinn í danskt ráðuneyti. Flestir, ef ekki allir, danskir fjölmiðlar greindu þó frá nýjum starfsmanni utanríkisráðuneytisins. Starfsmaðurinn er ekki einhver „Jón úti í bæ“ heldur prins.
14. júní 2020
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
7. júní 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
31. maí 2020
Í mars 2017 fagnaði Inger Støjberg því sérstaklega að þá hefði hún, síðan hún varð ráðherra eftir kosningarnar 2015, samtals 50 sinnum hert reglur um málefni hælisleitenda og flóttafólks.
Rjómaterturáðherrann
Umdeild ákvörðun sem Inger Støjberg fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku tók árið 2016 er nú til sérstakrar rannsóknar. Hún er varaformaður Venstre og kjör hennar í það embætti gæti reynst flokknum dýrkeypt í næstu kosningum.
24. maí 2020
Hans Høyer, yfirmaður Rekstrardeildarinnar.
Maðkur í dönsku varnarmálamysunni
Málefni danska hersins og varnarmálaráðuneytis Danmerkur hafa um árabil ratað reglulega í danska fjölmiðla. Það eru þó ekki afrek í hernaði sem þótt hafa fréttnæm heldur frændhygli og fjármálaóreiða.
17. maí 2020
Anne-Elisa­beth Hagen og eiginmaður hennar Tom Hagen.
Er Tom Hagen úlfur í sauðargæru?
Í ágúst í fyrra fékk fyrrverandi félagi í dönsku mótorhjólagengi beiðni um að aðstoða norska auðmanninn Tom Hagen við leit að konu sinni. Daninn telur útilokað að „atvinnumenn“ hafi rænt eiginkonu Hagens sem sjálfur liggur undir grun.
10. maí 2020
Vonast er til þess að um 6.000 störf skapist við byggingu  Femern-ganganna.
Loksins hillir undir göngin
Eftir áralangar umræður og þrætur, að ógleymdum óteljandi kærumálum, hillir loks undir að göng undir Femern sundið milli Danmerkur og Þýskalands verði að veruleika. Framkvæmdir hefjast í ársbyrjun 2021.
26. apríl 2020
Margrét Þórhildur Danadrottning.
Þegar drottningin ræskti sig
Að ræskja sig hefur sjaldnast annan tilgang en að hreinsa kverkaskít. Þegar Margrét Þórhildur Danadrottning ræskti sig á fundi með forsætisráðherra Dana árið 1993 var tilgangurinn þó annar og hafði afdrifaríkar afleiðingar í dönskum stjórnmálum.
19. apríl 2020