Færslur eftir höfund:

Borgþór Arngrímsson

Margrét Þórhildur Danadrottning verður áttræð 16. apríl. Til stóð að halda rækilega upp á áfangann, en svo kom COVID-19.
Engin veisla hjá Margréti Þórhildi á áttræðisafmælinu
Margrét Þórhildur Danadrottning verður áttræð næstkomandi fimmtudag, 16. apríl. Veirufaraldurinn sem nú geisar kemur í veg fyrir veisluhöld. Þegar drottningin varð sjötug var það Eyjafjallajökull sem setti strik í veislureikninginn.
12. apríl 2020
Það slokknaði á LED perunni
Rífandi gangur, milljónasamningar við stór fyrirtæki og framtíðin björt. Þetta var lýsing forstjóra danska ljósaframleiðandans Hesalight haustið 2015. Nokkrum mánuðum síðar var Hesalight komið í þrot og við blasti risastórt fjársvikamál.
5. apríl 2020
Svindlarar nýta sér óttann
Stundum er sagt að tækifærin séu alls staðar, fólk þurfi bara að koma auga á þau. Evrópulögreglan, Europol, varar við fólki sem nú, á dögum kórónuveirunnar, hefur komið auga á tækifæri til að auðgast á kostnað samborgaranna.
29. mars 2020
Ástæða þess að fjórmenningarnir völdu Rørdal við Álaborg fyrir verksmiðjuna var ekki tilviljun. Á þessu svæði var, og er enn, auðveldur aðgangur að þeim jarðefnum.
Sementið og kórónuveiran
Þótt mörg dönsk fyrirtæki séu meira og minna lömuð vegna COVID-19 gildir það ekki um gamalgróið fyrirtæki í Álaborg. 175 þúsund manns treysta á að starfsemi þess stöðvist ekki. Það framleiðir ekki spritt, sápu né andlitsgrímur.
22. mars 2020
Rasmus Paludan.
Glæpahundarnir gæta hans
Rasmus Paludan, umdeildasti stjórnmálamaður Danmerkur, vill breyta nafninu á flokki sínum til að geta boðið fram í næstu kosningum. Lögreglan, sem Rasmus kallar glæpahunda, gætir hans allan sólarhringinn, með ærnum tilkostnaði.
15. mars 2020
Baulið frá blikkbeljunum
Í Evrópu búa um það bil 140 milljónir fólks við heilsuspillandi hávaða frá farartækjum. Talið er að árlega látist 12 þúsund manns í álfunni fyrir aldur fram úr sjúkdómum tengdum hávaða frá umferð. Í Danmörku einni látast árlega um það bil 500 manns.
8. mars 2020
Að takast – eða ekki að takast – í hendur
Síðastliðinn þriðjudagur var hinn árlegi ríkisborgaradagur víða í Danmörku. Þá fá þeir ríkisborgararétt sem sótt hafa um, og uppfylla kröfurnar, með einu skilyrði. Það skilyrði er umdeilt.
1. mars 2020
Sænskur hermaður við æfingar í Boden.
Óttinn við Rússa
Svíar ætla að auka framlög sín til varnarmála um marga milljarða króna á næstu árum. Ástæðan er síaukið hernaðarbrölt Rússa sem Svíum stendur stuggur af. Jafnframt stefna Svíar að auknu varnarsamstarfi við aðrar þjóðir, ekki síst Dani og Norðmenn.
23. febrúar 2020
Grænlenski olíudraumurinn lifir enn
Þrátt fyrir mikla leit að olíu og margar tilraunaboranir sem hafa engan árangur borið hyggst grænlenska landsstjórnin ekki leggja árar í bát. Landsstjórnin kynnir þessa dagana nýja olíuáætlun.
16. febrúar 2020
Kínverjar vilja Níðstöngina burt
Ný myndastytta, sem komið hefur verið fyrir við Kristjánsborgarhöllina í Kaupmannahöfn fer mjög fyrir brjóstið á Kínverjum. Styttan heitir Skamstøtte, Níðstöng. Ástæðan fyrir uppsetningu styttunnar er ástandið í Hong Kong.
9. febrúar 2020
Falsarinn
Þeir voru ekki kátir yfirmenn sænska hersins þegar þeir uppgötvuðu að í þeirra hópi var maður sem hafði logið sig til metorða, og lagt fram fölsuð prófskírteini. Maðurinn hafði fyrir rúmum tuttugu árum verið rekinn úr sænska liðsforingjaskólanum.
2. febrúar 2020
Kirkja í Holte í Danmörku.
Tækifæriskirkjur
Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.
26. janúar 2020
Ertu örugglega danskur ríkisborgari?
Hann er sjötugur arkitekt, hefur frá barnsaldri búið í Danmörku, aldrei komist í kast við lögin og ætíð átt danskt vegabréf. Nú á hann á hættu að verða vísað frá Danmörku.
19. janúar 2020
Skipulögðu kjarnorkuárásir á Danmörku
Það er ekki ofmælt að yfirstjórn danska hersins og margir háttsettir danskir stjórnarráðsstarfsmenn hafi orðið undrandi þegar þeir hlýddu á fyrirlestur tveggja danska sérfræðinga skömmu fyrir jól.
12. janúar 2020
Bókavörðurinn blés á Kínverjana
Þegar Norðmenn buðu 40 kínverskum skíðamönnum að æfa fyrir vetrarólympíuleikana sem fara fram í Kína 2022, fékk norskur bókavörður kínverska embættismenn í heimsókn. Það var ekki kurteisisheimsókn.
5. janúar 2020
Hvað verður um Bang & Olufsen?
Fjárhagsstaða danska sjónvarps- og hljómtækjaframleiðandans Bang & Olufsen er nú svo alvarleg að vafasamt er að fyrirtækið geti starfað áfram, í óbreyttri mynd. Þetta er mat danskra sérfræðinga.
29. desember 2019
Kínverjar hafa í hótunum við Þjóðverja
Ef Þjóðverjar útiloka kínverska fyrirtækið Huawei frá því að taka þátt í útboði vegna 5G háhraðanets í Þýskalandi gætu Kínverjar svarað með því að banna innflutning á þýskum vörum, t.d. bílum, til Kína.
22. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
15. desember 2019
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
8. desember 2019
Marc Veyrat
Ostur eða saffran?
Franskur matreiðslumaður hefur stefnt útgefendum Michelin veitingastaðahandbókarinnar og segir þá saka sig um vörusvik. Hann hafi, að sögn Michelin, notað breskan cheddar ost í vinsælan rétt í stað franskra osta. Málaferlin hófust síðastliðinn miðvikudag.
1. desember 2019
Súes-skurðurinn árið 1869
Konungur skipaskurðanna 150 ára
Þótt flestir tengi nafnið Súes við skipaskurð eru þeir færri sem þekkja sögu þessa lengsta skipaskurðar í heimi. Nú eru 150 ár síðan hann var opnaður.
24. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
17. nóvember 2019
Kínverjar teygja sig í vínið
Þeir sem hafa á liðnum árum ferðast um Bordeaux og nálæg svæði í Frakklandi hafa séð þar vínbúgarða í hundraðatali þar sem nöfnin eru Chateau hitt eða þetta. En núna má líka sjá á búgörðum, nöfn sem minna kannski frekar á kínverska veitingastaði.
10. nóvember 2019
Er sandurinn í heiminum að klárast?
Þeim sem leið eiga um sunnlensku sandana eiga kannski erfitt með að trúa því að sandur sé auðlind, hvað þá takmörkuð auðlind. En þótt nóg sé af þeim svarta Mýrdalssandi og fleiri slíkum er víða skortur á þessu mikilvæga efni.
13. október 2019
Fræg pósa leikkonunnar Julie Andrews úr kvikmyndinni Sound of music.
Söngvaseiður 60 ára
Í byrjun nóvember verða 60 ár síðan einn vinsælasti söngleikur allra tíma Sound of Music, Söngvaseiður, var fyrst sýndur á sviði. Kvikmynd með sama nafni, frumsýnd árið 1965 sló öll aðsóknarmet.
6. október 2019