Færslur eftir höfund:

Borgþór Arngrímsson

Sanna Marin, í miðjunni, ásamt fjórum ráðherrum finnsku stjórnarinnar. 12 af 19 ráðherrum eru konur.
Kassadama sem varð forsætisráðherra
Konur í áhrifastöðum mega iðulega sæta háðsglósum og niðurlægjandi umælum. Því hefur forsætisráðherra Finna, Sanna Marin, fengið að kynnast. Hún hefur verið kölluð kassadama, gleðikona, tík og fleira í svipuðum dúr.
4. apríl 2021
Úr íbúðarhúsi í Pompei. Þarna hefur ekki verið skreytt með ódýrum veggspjöldum
Drápsgasið í Pompei
Árið 79 varð mikið gos í eldfjallinu Vesúvíusi á Ítalíu. Bærinn Pompei grófst undir ösku og tvö þúsund létust úr gaseitrun. Ný rannsókn sýnir að það tók gasið aðeins 17 mínútur að gera út af við íbúana.
28. mars 2021
Kynjahalli í myndastyttum
Ef lesa ætti sögu Danmerkur út frá þeim 2500 myndastyttum mætti halda að í landinu hefðu einungis búið karlar. Innan við 30 styttur af konum, eða þeim tileinkaðar, er að finna í landinu á almannafæri utandyra. Brátt fjölgar líklega kvennahópnum, um eina.
21. mars 2021
Ted Hui var þingmaður á svæðisþinginu í Hong Kong.
Sneru á Kínverja
Kínversk stjórnvöld hugsa Dönum þegjandi þörfina eftir að danskir þingmenn hjálpuðu andófsmanni, sem átti yfir höfði sér fangelsisdóm, að komast frá Hong Kong til Danmerkur.
14. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
7. mars 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
28. febrúar 2021
Þotuhreyflar sem keyrðir eru á fullu afli í flugtaki mynda mikinn sogkraft og geta sogað að sér hluti sem liggja á brautinni. Og flugbrautarljósin sjálf, ef ekki er tryggilega gengið frá þeim.
Hvað vissi ráðherrann?
Danskir þingmenn vilja fá að vita hvort samgönguráðherra landsins hafi haustið 2019 sagt þinginu allt sem hann vissi um öryggismál á Kastrup flugvelli. Málið snýst um biluð flugbrautarljós sem hefðu getað valdið stórslysi.
21. febrúar 2021
Semlur seljast sem heitar lummur í þeim dönsku bakaríum sem hafa þær á boðstólum.
Sænska bolluinnrásin
Danir hafa sjaldnast litið upp til Svía þegar kemur að matargerð. Þess vegna kemur það kannski mörgum spánskt fyrir sjónir að sænskar bolludagsbollur eiga vaxandi vinsældum að fagna meðal Dana.
14. febrúar 2021
Støjberg var ráðherra innflytjendamála í stjórn Lars Løkke Rasmussen 2015–2019. Hún er fylgjandi harðri stefnu í málefnum flóttafólks og hælisleitenda.
Kveður Venstre en hvað svo?
Inger Støjberg er umdeildasti stjórnmálamaður Danmerkur nú um stundir. Eftir að meirihluti á danska þinginu, þar á meðal hennar eigin flokkssystkin, samþykkti að stefna henni fyrir landsdóm sagði hún skilið við flokkinn. Verður utanflokkaþingmaður.
7. febrúar 2021
Styttan af Hans Egede í Nuuk
Minningarhátíð í uppnámi
Mikil hátíðahöld sem fyrirhuguð voru í Nuuk, höfuðstað Grænlands í sumar eru í uppnámi. Minnast átti þess að 300 ár eru síðan Hans Egede kom til landsins og kristnaði þjóðina. Sumir Grænlendingar telja hann þjóðhetju, aðrir segja hann nýlenduherra.
31. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
24. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
17. janúar 2021
Stacey Abrams hefur unnið ötullega að því að fjölga kjósendum í minnihlutahópum á kjörskrá í Georgíuríki.
Þúfan sem velti hlassinu
Demókratar hrósuðu sigri í aukakosningum til Öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu sl. þriðjudag. Þann sigur þakka þeir ekki síst baráttu konu sem kannski fáir kannast við.
10. janúar 2021
Inger Støjberg er ekki lengur varaformaður Venstre.
Vandræðin í Venstre flokknum
Danski Venstre flokkurinn er í miklum vanda. Varaformaðurinn Inger Støjberg var neydd til afsagnar og Lars Løkke Rasmussen fyrrverandi forsætisráðherra hefur sagt sig úr flokknum.
3. janúar 2021
Njálsturn í uppbyggingu. Ljósu húsin hægra megin við turninn tilheyra Hafnarháskóla
Byggingarsjúsk
Ekkert byggingarleyfi, ótraustar undirstöður, gölluð steypa og mútumál. Slík lýsing hljómar ekki vel, allra síst þegar um er að ræða háhýsi sem skagar 86 metra upp í loftið, á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn.
27. desember 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála, fylgist með umræðum um innflytjendamál í danska þinginu, Folketinget, í janúar 2016.
Vandræðabarnið í Venstre
Í nýrri skýrslu kemur fram að Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku, braut lög með fyrirskipunum sínum varðandi málefni hælisleitenda og laug að þinginu. Margir þingmenn vilja að landsdómur fjalli um málið.
20. desember 2020
Bófarnir á bókasafninu
Á nokkrum árum hafa bíræfnir þjófar komist yfir milljónir danskra króna af fjölmörgum bankareikningum. Þeir sem orðið hafa fyrir barðinu á þjófunum eiga það sameiginlegt að hafa notað almenningsbókasöfn víða í Danmörku.
13. desember 2020
Milljónir minka hafa verið felldar í Danmörku síðustu vikur.
Hvað gera bændur nú?
Danskir (fyrrverandi) minkabændur eru í miklum vanda. Þeim hefur verið lofað bótum vegna þess að fella þurfti bústofninn en enginn veit hvenær þær bætur fást greiddar, meðan skuldir hrannast upp. Bankarnir hafa lítinn skilning á vandanum.
6. desember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
29. nóvember 2020
Styttan af Friðriki V á kæjanum.
Listgjörningur eða skemmdarverk
Brjóstmynd af Friðriki V Danakóngi eyðilagðist þegar deildarstjóri við Konunglega fagurlistaskólann í Kaupmannahöfn, ásamt hópi nemenda, henti styttunni sem var í samkomusal skólans í sjóinn. List sagði deildarstjórinn sem hefur verið sendur heim.
22. nóvember 2020
Kjötbollurnar unnu á tæknilegu rothöggi
Fyrir nokkru fékk danska ríkisstjórnin snjalla hugmynd sem hún vildi hrinda í framkvæmd. Gallinn var hins vegar sá að fáum öðrum þótti hugmyndin góð.
14. nóvember 2020
Dönskum minkabændum hefur verið gert að lóga öllum sínum dýrum.
Sautján milljón minkar slegnir af
Þessa dagana er verið að lóga öllum minkum á dönskum minkabúum, um 17 milljónum talsins. Ástæðan er nýtt afbrigði kórónuveiru, sem þegar hefur borist í menn. Óttast er að væntanlegt bóluefni virki ekki á veiruna.
8. nóvember 2020
Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur.
NATO snuprar Dani
Dönsk stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd í nýrri skýrslu frá NATO. Þar segir að Danir hafi ekki staðið við loforð um framlög til varnarmála og herinn sé ófær um að gegna skyldum sínum innan Atlantshafsbandalagsins. Danski varnarmálaráðherrann er ósammála.
1. nóvember 2020
Frank Jensen, hélt blaðamannafund á Íslandsbryggju þar sem hann sagði af sér embætti yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar.
Þegar kóngur fellur
Hann hefur verið kallaður „konungur Kaupmannahafnar“. Var yfirborgarstjóri frá árinu 2010 og ekki á þeim buxum að hætta. Nú er Frank Jensen fallinn af stallinum. Fyrir eigin hendi, ef svo má segja.
25. október 2020
Scandinavian Star hér við bryggju í Lysekil í Svíþjóð. Þangað var skipið dregið brennandi
Enn ein rannsóknin á brunanum í Scandinavian Star
Danskir þingmenn krefjast nú nýrrar rannsóknar á brunanum í farþega- og bílaferjunni Scandinavian Star árið 1990. Nýlega komu í ljós alvarlegar brotalamir varðandi rannsókn eldsvoðans sem kostaði 159 mannslíf.
18. október 2020