Færslur eftir höfund:

Borgþór Arngrímsson

Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
25. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
19. september 2021
Lítil, meðal, stór, mjög stór
Einu sinni voru hænuegg bara hænuegg. Svolítið mismunandi að stærð, hvít eða brún. Í dag er öldin önnur: hvít egg, hamingjuegg, lífræn egg, brún egg o.s.frv. Stærðarflokkanir að minnsta kosti fjórir. Varphænur lifa ekki sældarlífi.
12. september 2021
Félagar í glæpasamtökunum Loyal to Familia
Sögulegur dómur
Hæstiréttur Danmerkur hefur úrskurðað glæpasamtökin Loyal to Familia ólögleg. Dómsmálaráðherra Danmerkur segir dóminn marka tímamót í baráttu gegn glæpasamtökum.
5. september 2021
Gunilla Bergström skrifaði hinar geysivinsælu bækur um Einar Áskel.
Þekkt en þó óþekkt
Flestir kannast við Einar Áskel, burstaklippta strákinn sem býr með pabba sínum. Færri þekkja hinsvegar nafn höfundarins sem skrifaði sögurnar og teiknaði myndirnar. Gunilla Bergström er látin.
29. ágúst 2021
Lögreglumenn í eftirlitsferð um Pusher Street, miðstöð hassviðskipta í Kristjaníu.
Ólga og áhyggjur í Kristjaníu
Íbúar Kristjaníu í Kaupmannahöfn hafa vaxandi áhyggjur af auknu ofbeldi og afbrotum í tengslum við sölu á fíkniefnum á svæðinu. Þeir eru hinsvegar ekki sammála um til hvaða ráða skuli gripið.
22. ágúst 2021
Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Fangelsidómur, 4 krónur gerðar upptækar
Rúmenskur maður var í liðinni viku dæmdur í 14 daga fangelsi í Kaupmannahöfn. Fyrir betl. Fjórar krónur sem maðurinn hafði betlað voru gerðar upptækar. Margir danskir stjórnmálamenn segja dóminn ganga gegn úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu.
15. ágúst 2021
Morten Messerschmidt kemur hér fyrir rétt í Lyngby í vikunni.
Vandræðin í danska þjóðarflokknum
Það blæs ekki byrlega fyrir danska þjóðarflokkinn um þessar mundir. Fylgið hrynur og margir vilja skipta um karlinn í brúnni. Morten Messerschmidt, sem verið hefur helsta vonarstjarna flokksins, er nú fyrir rétti, ákærður fyrir svindl og misnotkun á fé.
8. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
1. ágúst 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
25. júlí 2021
Rauða gullið eru jarðarberin stundum kölluð á Spáni þar sem framleiðslan er mjög umfangsmikil.
Þrældómur
Það er fátt fallegra og girnilegra en nýtínd jarðarber. Á sumrin fyllast útimarkaðir og hillur verslana af þessum skærrauðu og glansandi berjum. Það er hinsvegar enginn glans yfir vinnuaðstæðum margra þeirra sem vinna við tínsluna.
18. júlí 2021
Vegabréfabiðlisti
Þegar útlit er fyrir að kórónuplágunni linni hugsa margir Danir sér til hreyfings. Þá er jafngott að það allra nauðsynlegasta sem hafa skal með í ferðalagið, vegabréfið, gleymist ekki heima og sé í gildi. Löng bið er hins vegar eftir nýju vegabréfi.
11. júlí 2021
Stóri bróðir
Stóri bróðir má fylgjast með
Hvað má hið opinbera í Danmörku ganga langt í eftirliti sínu með borgurunum? Um þetta var tekist á í réttarhöldum sem staðið hafa í þrjú ár en niðurstöðunnar hafa margir beðið með óþreyju. Hún liggur nú fyrir, dómur var kveðinn upp sl. miðvikudag.
4. júlí 2021
Mogens Nielsen býr í Holbæk í Danmörku.
Áttræður fyrir rétt út af smáaurum
Eftir tvo daga á áttræður Dani að mæta fyrir rétt. Stefnandinn er orkufyrirtæki sem vill að maðurinn borgi fyrir að segja upp samningi sem aldrei hefur verið gerður. Umboðsmaður neytenda segir orkufyrirtækin einskis svífast.
27. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
20. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
13. júní 2021
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Dýrustu minkapelsar sögunnar
4. nóvember í fyrra tilkynnti forsætisráðherra Danmerkur að allur danski minkastofninn skyldi sleginn af. Hræ tæplega 17 milljóna dýra voru urðuð í miklum flýti, í stað þess að brenna þau. Nú er verið að grafa hræin upp, og brenna, með ærnum tilkostnaði.
6. júní 2021
Metro kerfið í Kaupmannahöfn hefur notið fádæma vinsælda. Og nú er stefnt að því að láta það teygja sig til Svíþjóðar.
Metro undir Eyrarsund til Malmö
Fyrir níu árum sagði yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar að hann sæi fyrir sér að Metro lestarkerfið í Kaupmannahöfn næði yfir Eyrarsund til Malmö innan fárra áratuga. Fáir voru trúaðir á þessa framtíðarsýn. Nú er komið annað hljóð í strokkinn.
30. maí 2021
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
23. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
16. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
9. maí 2021
Frægastur danskra leikara
Hann fæddist í Kaupmannahöfn, lærði ballett og var atvinnudansari í 10 ár. Þrítugur að aldri lauk hann leikaranámi og er í dag frægastur allra danskra leikara. Heitir Mads Mikkelsen. Gleymska hafði einu sinni næstum orðið honum dýrkeypt.
2. maí 2021
Bestseller og herforingjastjórnin í Myanmar
Getur hugsast að stærsti fataframleiðandi Danmerkur styðji, með óbeinum hætti, herforingjastjórnina, og mannréttindabrot í Myanmar? Ekki bara hugsanlegt, heldur staðreynd segir danski utanríkisráðherrann, sem varar fyrirtækið við.
25. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
18. apríl 2021
Burger King-verslun á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn
Margt skrýtið í danska kýrhausnum
Der er noget galt í Danmark heitir þekkt danskt lag. Þessi titill ætti kannski vel við mál dansks athafnamanns sem fékk milljónir í styrki en var á sama tíma dæmdur í háar fjársektir, og fangelsi.
11. apríl 2021