Færslur eftir höfund:

Borgþór Arngrímsson

Stærsta tréð í skóginum fallið
Þegar Danir nudduðu stírurnar úr augunum síðastliðinn sunnudagsmorgun, 30. september, og kveiktu á útvarpinu eða kíktu á netmiðlana blasti alls staðar við þeim sama fyrirsögnin: Kim Larsen er død, Kim Larsen er látinn.
7. október 2018
Úlfar hafa verið að skjóta upp kollinum í Danmörku undanfarið.
Úlfur úlfur
Eftir 200 ára fjarveru lifa nú tugir villtra úlfa í Danmörku. Þeir eru alfriðaðir en fyrr á þessu ári skaut danskur bóndi úlfynju skammt frá búgarði sínum. Bóndinn sagðist hafa óttast um líf sitt en hefur nú verið dæmdur til refsingar fyrir athæfið.
30. september 2018
Af handaböndum og faðmlögum
Stundum er haft á orði að ekkert sé svo einfalt að ekki sé hægt að gera úr því stórmál. Fram til þessa hefur handaband og einfalt faðmlag ekki talist til stórmála en umræða um slíkt hefur nú ratað inn í sveitastjórnir í Danmörku, og danska þingið.
23. september 2018
Flugstjóri stefnir Primera Air
Norskur flugstjóri sem starfaði hjá Primera Air flugfélaginu um tveggja ára skeið hyggst stefna félaginu fyrir dóm í Danmörku. Flugstjórinn segir félagið hafa hlunnfarið sig og krefst hálfrar milljónar danskra króna.
16. september 2018
Einsleitnin
Í búðarglugga við Læderstræde, einni elstu götu Kaupmannahafnar, fast við Strikið, standa þrjár berstrípaðar gínur. Pappír hefur verið límdur innan á rúður annarra glugga verslunarinnar. LOKAÐ, stendur á dyrunum. Kauptu mig, stendur á þarnæsta húsi.
9. september 2018
Baráttan um Brókina
Þeir sem í síðustu viku ætluðu að smella sér inn á Skindbuksen (Brókina) í miðborg Kaupmannahafnar og fá sér hakkebøf, biksemad eða skipperlabskovs hafa líklega hrokkið við þegar þeir komu þar að læstum dyrum. Óljóst er hvað verður um staðinn.
2. september 2018
Bögglapóstur frá Kína
Kínverskir póstmenn eiga annríkt. Fyrir utan allan þann póst sem sendur er innanlands í fjölmennasta ríki heims fara daglega milljónir póstsendinga til annarra landa. Til Danmerkur berast daglega 40 þúsund pakkar frá Kína.
26. ágúst 2018
Myndver Fox News í New York-borg.
Tilbúinn sannleikur
Borgþór Arngrímsson skrifar um fréttaumfjöllun FOX um Danmörku í síðustu viku.
19. ágúst 2018
Magasin du Nord við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn.
Að láta kaupmannsdrauminn rætast
Þeir sem hafa alið með sér þann draum að verða kaupmenn geta nú látið drauminn rætast og eignast verslun í Kaupmannahöfn. Og það er ekki nein búðarhola sem er til sölu heldur ein þekktasta verslun á Norðurlöndum, nefnilega Magasin du Nord, Den gamle dame.
12. ágúst 2018
Danskir bændur vita ekki sitt rjúkandi ráð
Hitabylgjan sem herjað hefur á mörg Evrópulönd undanfarnar vikur hefur valdið margvíslegum vandræðum og óþægindum. Menn og skepnur jafna sig líklega fljótt þegar hitabylgjan verður liðin hjá en ekki verður það sama sagt um jarðargróðurinn.
5. ágúst 2018
Girða fyrir villisvínin
Á næsta ári verður reist 70 kílómetra löng girðing á landamærum Danmerkur og Þýskalands. Girðingunni er ætlað að koma í veg fyrir að villisvín frá Þýskaland komist til Danmerkur. Danir óttast að svínin gætu borið með sér afríska svínapest.
29. júlí 2018
Klámið í kjallarageymslunum
Í geymslum danska útvarpsins, DR, leynast margar útvarps- og sjónvarpsperlur. Danir þekkja margar þeirra en í geymslunum er einnig að finna efni sem fæstir hafa nokkurn tíma heyrt minnst á, hvað þá heyrt eða séð.
22. júlí 2018
Danskir hermenn
Óhæfir til hermennsku
Á síðasta ári reyndust rúmlega fimmtíu prósent þeirra pilta sem kallaðir voru til grunnþjálfunarprófs í danska hernum óhæfir. Langflestir vegna margs konar geðrænna vandamála.
15. júlí 2018
Loyal to Familia
Er hægt að banna félagasamtök?
Danski dómsmálaráðherrann hyggst höfða mál gegn glæpasamtökunum Loyal to Familia, LTF, í því skyni að banna starfsemi þeirra með lögum. LTF hafa á undanförnum árum átt í stríði við önnur glæpasamtök í Kaupmannahöfn, þar sem fjölmargir hafa særst.
8. júlí 2018
Mette Bock, menningarmálaráðherra Danmerkur.
Myrkraverk eða aðlögun
Skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sl. föstudags kynnti danski menningarmálaráðherrann fjölmiðlasamkomulag stjórnarinnar og Danska Þjóðarflokksins. „Sannkallað myrkraverk,“ segir stjórnarandstaðan, „aðlögun í breyttu fjölmiðlalandslagi,“ segir ráðherrann.
1. júlí 2018
Gamla ráðhúsið í Randers
Danskur eftirlíkingarmiðbær í Kína
Er nokkuð 1. apríl sagði Anne Mette Knattrup framkvæmdastjóri ferðamála í Randers á Jótlandi þegar hún frétti að í Kína stæði til að reisa nákvæma eftirlíkingu miðbæjarins í Randers. En þetta var ekki 1. aprílfrétt og Kínverjum er full alvara.
24. júní 2018
Rigshospitalet
Myglusveppur og sjúklingar á göngunum
Það er víðar en á Íslandi sem sjúkrahús eru í fréttum vegna þrengsla og lélegs viðhalds húsakostsins. Flest dönsku sjúkrahúsanna eru árið um kring yfirfull, hundruð sjúklinga neyðast til að liggja á göngunum og byggingarnar líða fyrir skort á viðhaldi.
17. júní 2018
Rússagrýlan skýtur Svíum skelk í bringu
Flestir Íslendingar þekkja þjóðvísuna um hana Grýlu gömlu sem dó eftir að hafa gefist upp á rólunum. Og enginn syrgði. En þær eru fleiri grýlurnar og að minnsta kosti ein þeirra hefur hreint ekki gefist upp á rólunum, nefnilega rússagrýlan.
10. júní 2018
Nokkrar konur íklæddar niqab yfirgefa danska þingið eftir að lögin voru samþykkt.
Búrkubannið
Það er ekki á hverjum degi sem danska þingið, Folketinget, fjallar um klæðnað fólks, og enn sjaldnar að þingið samþykki lög sem banni tiltekinn fatnað. Slíkt gerðist þó fyrir nokkrum dögum þegar þingið samþykkti lög, sem almennt kallast búrkubannið.
3. júní 2018
Friðrik danaprins.
Friðrik krónprins fimmtugur
Á örfáum árum hefur danska ríkisarfanum tekist að gjörbreyta ímynd sinni í huga dönsku þjóðarinnar. Danir eru stoltir af prinsinum og telja hann fullkomlega færan um að taka við krúnunni, þegar þar að kemur. Friðrik varð fimmtugur í gær, 26. maí.
27. maí 2018
Magasin du Nord, Den gamle dame, 150 ára
Íslendingar ættu flestir að þekkja Magasín du Nord úr heimsóknum sínum til Kaupmannahafnar og frá þeim tíma sem íslenskir athafnamenn áttu þessa sögufrægu verslun um stutt skeið. Hún á stórafmæli í ár.
6. maí 2018
Óboðnir rússneskir gestir á baðherberginu
Tæknin gerir öðrum kleift að fylgjast með þeim sem á, eða notar, símann. Hlustað á símtöl, séð við hvern er talað og hve lengi, hverjum símaeigandinn sendir smáskilaboð, hvar símaeigandinn er staddur hverju sinni o.fl.
29. apríl 2018
Uppgangur með blikkandi viðvörunarljós
Níutíu og fimm prósent útflutningstekna Færeyinga koma frá fiski og fiskafurðum. Fyrir utan síld og makríl er laxinn það sem mestu skiptir í þessu samhengi. Í þessari einhæfni felst mikil áhætta.
22. apríl 2018
Eftirlitslaust eftirlit eða beitt vopn
Víða í Kaupmannahöfn í Danmörku getur fólk vart farið hænufet án þess að það sé myndað í bak og fyrir.
15. apríl 2018
Ráðherrann á sjömílnaskónum
Fjölmiðlalandslagið hefur breyst mikið á undanförnum árum og Danir eru að boða róttækar breytingar á lögum um fjölmiðla og danska ríkisútvarpið.
8. apríl 2018