Færslur eftir höfund:

Borgþór Arngrímsson

Þriðji hver Dani býr einn
Í nýjum tölum kemur fram að þriðji hver Dani býr einn. Þessi tala hefur farið síhækkandi á undanförnum árum. Fleiri karlar búa einir en konur, flestir einhleypir eru í höfuðborginni og hlutfallið er hæst hjá fólki á aldrinum 30-49 ára.
26. mars 2017
Þessi kisi er eitthvað hræddur; er eflaust að horfa á bíómynd sem er bönnuð innan 12.
Köttur um kött frá ketti til kattar
Hvað er svona merkilegt við kisur? Borgþór Arngrímsson kannaði hætti katta.
19. mars 2017
Daniel Kristiansen með brot úr flaki flugvélarinnar sem hann fann.
Flakið í mýrinni
Fjórtán ára grunnskólanemi í Danmörku átti að skrifa ritgerð um eitthvað sem tengdist seinni heimstyrjöldinni. Hann fór til leitar með föður sínum og endaði á að finna flugvélaflak þýskrar vélar, með líkamsleifum hermanns. Málið hefur vakið mikla athygli.
12. mars 2017
Norwegian ævintýrið
Norska flugfélagið Norwegian er, miðað við fjölda farþega, stærsta flugfélag á Norðurlöndum, orðið stærra en SAS. Stjórnendur ætla félaginu enn stærri hluti á næstu árum. En í flugrekstri á orðatiltækið „skjótt skipast veður í lofti“ vel við.
26. febrúar 2017
Hvað verður um póstinn?
Ársskýrsla Postnord er svört, skýrsla danska hlutans biksvört. Allt eigið fé danska hlutans er uppurið og tapið á síðasta ári nam einum og hálfum milljarði danskra króna (tæpum 24 milljörðum íslenskum). Danski peningakassinn er tómur.
19. febrúar 2017
Danir með svipaðar reglur og Trump vill innleiða
Fólk frá Sýrlandi og Sómalíu fær ekki að koma til Danmerkur, og Danir skipta fólki sem þangað sækir í fimm flokka eftir þjóðerni. Borgþór Arngrímsson skrifar um innflytjendamál frá Kaupmannahöfn.
12. febrúar 2017
Tímamót hjá SAS
SAS hyggst færa út kvíarnar og opna starfsstöð í London og á Spáni. Þrátt fyrir að fljúga um allan heim, hefur félagið ekki áður stigið skref sem þetta út úr Skandinavíu. Borgþór Arngrímsson kynnti sér merkilega sögu SAS.
5. febrúar 2017
Mary krónprinsessa Danmerkur er vinsæl.
Sannkallaður betri helmingur krónprinsins
Danir elska Mary, krónprinsessu Danmerkur. Það gera dönsku glanstímaritin líka.
29. janúar 2017
Landamæragæsla á Danmerkurenda Eyrarsundsbrúarinnar.
Langa landamæratilraunin
Landamæragæsla sem Danir tóku upp og átti að gilda í tíu daga stendur enn og enginn veit hvenær henni lýkur. Kostnaðurinn við gæsluna er mikill og deilt er um gagnsemina.
22. janúar 2017
Óttast ögranir og hernaðarbrölt Rússa
Claus Hjort Frederiksen varnarmálaráðherra Danmerkur segir að Danir verði að stórauka framlög til varnarmála á næstu árum. Vaxandi hernaðarumsvif Rússa séu veruleg ógnun og ástandið nú líkist æ meira kaldastríðsárunum, að mati ráðherrans.
15. janúar 2017
Risaflóðið 1872
Þegar danska veðurstofan tilkynnti, í byrjun liðinnar viku, að víða í landinu mætti búast við talsvert hærri sjávarstöðu en venjulega, grunaði fæsta að þessi tilkynning væri undanfari mesta flóðs í Danmörku síðan 1872.
8. janúar 2017
Konungur hljóðfæranna þrjú hundruð ára
Um þessar mundir eru þrjú hundruð ár síðan hljóðfærið sem iðulega er nefnt konungur hljóðfæranna varð til. Slagharpan, eða píanóið, á engan eiginlegan ,,afmælisdag” en um aldamótin 1700 er þessa hljóðfæris fyrst getið.
1. janúar 2017
Hér ber að líta Hans Cristian Andersen-jólamarkaðinn á Axeltorv í Kaupmannahöfn.
Vilja jólamarkaðina burt úr miðborginni
Meirihluti Borgarráðs Kaupmannahafnar vill banna jólamarkaðina sem árlega eru haldnir í og við miðborgina. Segir þá, í núverandi mynd, ekkert erindi eiga þar og þeir væru betur komnir í íbúðahverfum fjær miðborginni.
25. desember 2016
Aleqa Hamm­ond, þing­maður Græn­lands, dönsku rík­is­stjórn­ina um sinnu­leysi og sagði brýnt að stjórnin tæki málið þegar í stað upp og krefðist þess að Banda­ríkja­menn hefð­ust handa við að fjar­lægja úrgang­inn sem þeir skildu eftir.
Grænlendingar hafa í hótunum við Dani og Bandaríkjamenn
18. desember 2016
Borgarstjóri vill losna við dósafólkið
11. desember 2016
Ekki er allt sem sýnist. Umbúðir og útlit LEPIN-kubba eru nær alveg eins og af LEGO-kubbum.
Kubbaframleiðandi kljáist við Kínverja
LEPIN er kínverska eftirmynd LEGO en er alls ekki á vegum LEGO-fyrirtækisins danska. LEGO ætlar að höfða mál gegn LEPIN.
4. desember 2016
Fátækum fjölgar í Danmörku
26. nóvember 2016
Jörðin brann undir fótum danska forsætisráðherrans en hann fann slökkvitækið
Staða Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem formaður Venstre var talin afar veik fyrir helgi. Nú virðist hann, að öllum líkindum, hafa slegið vopnin úr höndum þeirra sem farnir voru að gjóa augum á formannsstólinn.
20. nóvember 2016
Vantar 350 kíló af kannabis
19. nóvember 2016
Vantar þig myntsláttu- eða seðlaprentvél?
Danski seðlabankinn ætlar að selja peningaprentvélarnar sínar. Borgþór Arngrímsson, fréttaritari Kjarnans í Danmörku, kynnti sér málið.
13. nóvember 2016
Ekki benda á mig og hver sagði hvað við hvern
6. nóvember 2016
Hvað slær klukkan? Hún slær þrjú!
30. október 2016
Í kosningunum til Evrópuþingsins árið 2014 fékk fulltrúi Danska Þjóðarflokksins Morten Messerschmidt tæplega fimm hundruð þúsund atkvæði.
Skjótt skipast veður í lofti
Danski Þjóðarflokkurinn er í vanda vegna Evrópusambandsstyrkja sem notaðir hafa verið í þágu flokksins, en eitt meginstef hans er að vera gagnrýninn á Evrópusambandið. Styrkirnir hafa nú verið endurgreiddir.
23. október 2016
Reyna að semja um Europol
9. október 2016
Handahreyfingar og höfuðhnykkir
Það er misjafnt milli þjóða hvernig fólk notar líkamann til að tjá sig. Líkamstjáningin getur sagt mikið af því sem sjaldan er komið í orð, hvort sem það er viljandi eða ekki. Borgþór Arngrímsson kynnti sér danska rannsókn á líkamsbeitingu við tjáningu.
2. október 2016