Færslur eftir höfund:

Borgþór Arngrímsson

Fílaeigendur í fýlu
Fyrir nokkrum dögum náðu dönsku stjórnarflokkarnir ásamt Sósíaldemókrötum og Danska þjóðarflokknum samkomulagi um að fílar, sæljón og sebrahestar verði bönnuð í dönskum fjölleikahúsum. Fjórir fílar sem tvö fjölleikahús eiga fá þó tímabundið „starfsleyfi“.
1. apríl 2018
Höfuðstöðvar DR í Kaupmannahöfn.
Megrunarkúr danska útvarpsins
Á næstu árum minnka fjárveitingar til danska útvarpsins, DR, um samtals 20% prósent. Fjármálaráðherrann kallar þetta megrunarkúr, stjórnarandastaðan aðför.
25. mars 2018
Með hraða snigilsins
Í febrúar 2008 undirrituðu samgönguráðherrar Danmerkur og Þýskalands samkomulag um brúargerð yfir Femern sundið milli Rødby í Danmörku og Puttgarden í Þýskalandi. Þá höfðu árum saman staðið yfir umræður um ,,akveg“ yfir sundið.
18. mars 2018
Gríðarlegur fjöldi blaða- og fréttamanna fylgist með réttarhöldunum.
Réttarhöld aldarinnar í Danmörku
„Réttarhöld aldarinnar” er heitið sem danskir fjölmiðlar hafa gefið réttarhöldum yfir kafbátseigandanum Peter Madsen. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall í ágúst í fyrra. Réttarhöldin hófust sl. fimmtudag, 8. mars.
11. mars 2018
Burt með gettóin
Síðastliðinn fimmtudag stormuðu átta danskir ráðherrar inn á Mjølnerparken á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Slíkt er ekki daglegur viðburður. Tilefnið var að kynna áætlun dönsku ríkisstjórnarinnar um að uppræta hin svokölluðu gettó.
4. mars 2018
Pétur mikli og laumufarþegarnir
Danmörk hefur öldum saman verið hertekin af rottum, eins og fleiri evrópskar stórborgir. Baráttan snýr að mestu leyti við að halda henni í skefjum þar sem hún virðist sjá við öllum þeim brögðum sem gegn henni er beitt.
25. febrúar 2018
Litríkur og fjölhæfur Frakki látinn
Henrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar lést í síðustu viku, að kvöldi13. febrúar. Prinsinn hafði glímt við veikindi og var í skyndi fluttur heim til Danmerkur frá Egyptalandi í lok janúar. Hann var alla tíð umdeildur.
18. febrúar 2018
Kínverjar vilja ekki lengur ruslið
Þegar tóm jógúrtdósin flaug ofan í rusladallinn í skápnum undir eldhúsvaskinum velti sá sem spændi upp úr dósinni því sjaldnast fyrir sér hvað varð um hana. Dósarinnar beið hins vegar langt ferðalag, alla leið til Kína.
11. febrúar 2018
Lars Lökke Rasmussen
Að vera eða ekki vera forsætisráðherra
Orðatiltækið „kötturinn hefur níu líf“ þekkja flestir. Vísar til fornrar trúar og þeirrar staðreyndar að kettir eru bæði lífseigir og klókir. Ef þetta orðatiltæki gilti um stjórnmálamenn væri Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana í þeim hópi.
4. febrúar 2018
Jólasveinar klóra sér í skegginu
Danir íhuga að setja lög sem hafa áhrif á konur sem vilja ganga með búrkur. Löggjöfin gæti einnig haft áhrif á jólasveina og mótorhjólakappa.
28. janúar 2018
Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
21. janúar 2018
Úr klósettinu í kranann
Okkur Íslendingum þykir sjálfsagt að vatn, bæði heitt og kalt, streymi úr krananum þegar skrúfað er frá. Þótt hrepparígur geti komið við sögu þegar rætt er um vatnið er neysluvatn á Íslandi undantekningarlaust gott. Sú er ekki raunin alls staðar.
14. janúar 2018
Byssurnar frá Stary Tekov
Þeir eru margir staðirnir í henni veröld sem nánast engir kannast við né vita hvar eru. Einn slíkra er smábærinn Stary Tekov í Slóvakíu. Enn færri kannast líklega við kaupmanninn Jozef Hostinsky og verslunina Tassat. Hostinsky er vopnasali, selur byssur.
7. janúar 2018
Brúðkaupseyjan
Íbúar dönsku smáeyjunnar Ærø þekkja líklega ekki íslenska máltækið „það dugir ekki að deyja ráðalaus“. Þeir hafa hins vegar ákveðið að deyja ekki ráðalausir og óvenjuleg „atvinnugrein“ skapar eyjarskeggjum umtalsverðar tekjur, og atvinnu.
31. desember 2017
Verkstæði jólasveinsins
Hvert er heimilisfang jólasveinsins? Stórt er spurt.
24. desember 2017
Helle Thorning-Schmidt og Hu Jintao funduðu í júní 2012. Heimsókn Kínaforseta átti eftir að draga dilk á eftir sér.
Enginn vill sitja uppi með apann
Þegar hver bendir á annan og allir segja „ekki ég“ endar alltaf með því að einhver hefur engan til að benda á. Þetta kalla Danir „að sitja upp með apann“.
17. desember 2017
Lars Lökke Rasmussen
Á bláþræði
Danska ríkisstjórn hefur átt í vök að verjast að undanförnu. Danski Þjóðarflokkurinn er í lykilstöðu á hinu kvika pólitíska sviði í Danmörku.
10. desember 2017
Keyptu barn á netinu
Fyrir nokkrum dögum hlutu dönsk hjón dóm fyrir að hafa árið 2014 keypt pólskan hvítvoðung eftir þau auglýstu eftir barni á netinu. Borgþór Arngrímsson greinir frá málinu.
3. desember 2017
Á bálið með byggingateikningarnar
Fyrir nokkru kom fram í þætti í danska útvarpinu að starfsfólk danskra sveitarfélaga hefði brennt margar gamlar byggingateikningar. Viðbrögðin voru hörð.
26. nóvember 2017
Brooke Harrington.
Eins og í lygasögu
Þekktur bandarískur prófessor hefur verið kærður fyrir að halda fræðslufyrirlestur hjá starfsfólki danska skattsins og skattanefnd danska þingsins. Þyngsta refsing við slíku broti er brottvísun úr landi.
19. nóvember 2017
Milljarða sekt
Hvað verður nú um TV2 í Danmörku? Borgþór Arngrímsson skrifar um fjölmiðlalandslagið í Danmörku.
12. nóvember 2017
Þegar fellur á silfrið
Allir sem á annað borð fylgjast með hræringum í „hönnunarheiminum“ kannast við dönsku vörurnar sem bera nafnið Georg Jensen. Margs konar skartgripir, borðbúnaður, armbandsúr og listmunir. Í dag gengur rekstur þessa þekkta fyrirtækis ekkert alltof vel.
5. nóvember 2017
Eins og apar í búri
Í byrjun júlí árið 2012 keypti sjóðurinn ,,Fristaden Christiania“ flestar byggingar ásamt stærstum hluta svæðisins sem gengur undir nafninu Kristjanía af danska ríkinu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá þeim tíma.
30. október 2017
Herluf Andersen, „endurnotapresturinn“, lést árið 2013, þá áttræður að aldri.
Endurnotkunarbylgjan
Í Danmörku eru 950 verslanir sem selja notuð föt, húsgögn og annan notaðan varning. Þeim fjölgar sífellt og þar voru á síðasta ári opnaðar 70 slíkar verslanir. Allt byrjaði þetta á presthjónum.
15. október 2017
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
8. október 2017