Færslur eftir höfund:

Þórunn Elísabet Bogadóttir

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
„Brexit hefur losað mikla krafta úr læðingi“
Utanríkisráðherra segir að útganga Bretlands úr ESB hafi losað mikla krafta úr læðingi og það sé Íslands að fanga þá krafta. Hann segir Ísland í öfundsverðri stöðu þegar kemur að fríverslun.
10. mars 2017
Miklu færri vilja frá Mexíkó til Bandaríkjanna eftir forsetaskipti
40 prósent fækkun varð á komum óskráðra innflytjenda til Bandaríkjanna frá Mexíkó milli janúar og febrúar, að sögn stjórnvalda í Bandaríkjunum.
10. mars 2017
Tæplega 70 þúsund einstaklingar eru grunaðir um að tengjast smygli á fólki yfir landamæri.
Að minnsta kosti fimm þúsund glæpasamtök í Evrópu
Europol hefur varað við því að fjöldi glæpagengja hafi aukist verulega, og sérstaklega hafi smygl á fólki og netárásir aukist verulega. Tæknigeta skipulagðra glæpasamtaka er alltaf að aukast, og þar með geta þeirra til að stunda glæpi í gegnum netið.
9. mars 2017
Vilja hækka bensín- og olíugjald fyrir vegaframkvæmdir
Fimm þingmenn VG hafa lagt fram frumvarp um sérstakar fjáröflunarráðstafanir í vegamálum. Það kveður á um hækkun bensín- og olíugjalds og þar með aukið fé til Vegagerðarinnar.
9. mars 2017
Lilja Alfreðsdóttir og Svandís Svavarsdóttir eru tvær af þrjátíu konum sem kjörnar voru á Alþingi í haust.
Íslenskar þingkonur í fararbroddi
Hlutfall kvenna á Alþingi er 48%, sem gerir að verkum að Ísland er það ríki innan EES svæðisins sem næst kemst jöfnum kynjahlutföllum á þingi. Hlutfallið er lægst í Ungverjalandi, þar sem tólf prósent þingmanna eru konur.
9. mars 2017
Stjórnvöld koma með tillögur í gjaldeyrismálum í þessum mánuði
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að verið sé að vinna að tillögum um viðnám í gjaldeyrismálum, og þær verði tilbúnar í þessum mánuði. Fulltrúar vogunarsjóða óskuðu eftir fundi með stjórnvöldum í New York nýverið.
9. mars 2017
Meirihluti Íslendinga á móti vegatollum
58% Íslendinga eru á móti vegatollum, en 42% eru hlynntir slíkum tollum. Íbúar Suðurlands og Reykjaness eru helst á móti tollum.
9. mars 2017
Starfsmaður Sjálfstæðisflokksins nýr stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs
Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins verður tímabundið formaður stjórnar Íbúðalánasjóðs, eftir að formaðurinn sagði af sér vegna flutninga til útlanda. Nýr ráðherra á eftir að skipa stjórn.
8. mars 2017
Þrír karlar fá milljón fyrir að læra til leikskólakennara
Verkefni sem miðar að því að auka hlut karla í yngri barna kennslu ætlar að borga þremur körlum milljón á mann fyrir að ljúka meistaranámi í leikskólakennarafræðum.
8. mars 2017
Atvinnuþátttaka kvenna aldrei verið meiri
Fleiri konur en karlar eru með háskólapróf, óleiðréttur launamunur kynjanna var 14% árið 2015 og atvinnuþátttaka kvenna hefur aldrei verið meiri. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar.
8. mars 2017
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Þrjú hætta í stjórnum lífeyrissjóða vegna nýrra reglna SA
Þrír stjórnarmenn SA í Birtu og Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafa ákveðið að hætta, til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Þau sitja öll í stjórnum skráðra hlutafélaga líka.
7. mars 2017
Segja fjármálaráðherra sýna þinginu fádæmalausa óvirðingu
Stjórnarandstöðuþingmenn segja Benedikt Jóhannesson sýna þinginu dónaskap og vanvirðingu með ummælum um að samþykkt samgönguáætlunar án fjármögnunar sé „nánast siðlaus.“
7. mars 2017
Fleiri komu heim í fyrsta sinn frá hruni
Fleiri Íslendingar fluttu heim í fyrra frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð samanlagt en fluttu til þessara landa. Þetta er í fyrsta sinn frá hruni sem fleiri koma heim frá þessum ríkjum en fara til þeirra. Í heildina fluttu samt fleiri burt en heim.
7. mars 2017
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Endurskoðun á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins hafin
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur látið birta drög að frumvarpi sem tekur á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins.
6. mars 2017
Ríkisstjórnarfundum fækkað og reglum um starfshætti breytt
Fundum ríkisstjórnarinnar verður fækkað í einn á viku að jafnaði. Nýjar reglur um starfshætti ríkisstjórnar eiga að gera ráðherrum kleift að kynna sér málefni annarra ráðherra betur.
3. mars 2017
Landsbankinn auglýsir hlut í tólf félögum til sölu
2. mars 2017
Fyrrverandi þingmaður, héraðsdómarar og prófessorar sækja um embætti við Landsrétt
14 karlar og 23 konur sóttu um dómaraembætti.
2. mars 2017
Stjórnarráðsstarfsmönnum fækkað um tæplega 100 frá hruni
Starfsmönnum í Stjórnarráðinu hefur fækkað talsvert frá hruni. Skrifstofustjórum hefur fækkað um 30 og ráðuneytisstjórum um fimm.
2. mars 2017
Engin stefnubreyting í málefnum aflandskrónueigenda
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður tókust á um áætlun um losun hafta á þingi í morgun.
2. mars 2017
Skiptar skoðanir um fæðingarorlof
Umsagnaraðilar eru flestir jákvæðir gagnvart frumvarpi um lengingu fæðingarorlofs. Sumir vilja leggja áherslu á að hækka greiðslur frekar en að lengja, öðrum finnst forræðishyggja að skilyrða orlofið við hvort foreldri um sig.
1. mars 2017
Alþingi skipar siðanefnd
Forsætisnefnd Alþingis hefur skipað þrjá einstaklinga í ráðgefandi siðanefnd, sem á að láta í ljós álit sitt á því hvort þingmenn brjóti gegn siðareglum þingmanna.
28. febrúar 2017
Ástæða til að fylgjast með bólumyndun á fasteignamarkaði
Hækkun á íbúðarhúsnæði hefur á síðustu mánuðum farið töluvert fram úr kaupmáttaraukningu, sem gefur ástæðu til að fylgjast með verðbólumyndun á fasteignamarkaði. Íbúðaverð hefur hækkað um 16 prósent á einu ári.
28. febrúar 2017
Kannað hvort íslenskir fjárfestar væru á bak við kaup í Arion
Seðlabanki Íslands kannaði hvort aðrir fjárfestar, til dæmis íslenskir, stæðu í raun á bak við tilboð í Arion banka. Svo virðist ekki vera.
27. febrúar 2017
Sjálfstæðisflokkur aftur stærstur
Sjálfstæðisflokkurinn mælist á ný stærsti flokkur landsins og stuðningur við ríkisstjórnina mælist meiri en síðustu vikur.
27. febrúar 2017
Kennaraskortur yfirvofandi
Mikill fjöldi leikskóla- og grunnskólakennara starfar ekki við kennslu og kennaranemum hefur fækkað svo mikið á undanförnum árum að kennaraskortur er yfirvofandi. Aðeins þriðjungur þeirra sem vinna á leikskólum eru menntaðir kennarar.
27. febrúar 2017