Færslur eftir höfund:

Þórunn Elísabet Bogadóttir

Stjórnarandstaðan tekur ekki afstöðu til óséðs jafnlaunavottunarfrumvarps
Píratar, VG og Samfylkingin vilja sjá frumvarp um jafnlaunavottun áður en flokkarnir taka afstöðu til þeirra. Framsóknarflokkurinn hefur ekki rætt frumvarpið.
15. febrúar 2017
Brynjar styður ekki heldur jafnlaunavottun
Fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla ekki að styðja jafnlaunavottun, sem er frumvarp ríkisstjórnarinnar og er kveðið á um í stjórnarsáttmálanum.
13. febrúar 2017
RÚV braut lög um Ríkisútvarpið
RÚV braut lög með því að kosta sjö þætti sem ekki teljast „íburðarmiklir dagskrárliðir“. Fjölmiðlanefnd féll frá stjórnvaldssekt í málinu vegna þess að búið er að breyta reglum RÚV eftir að 365 miðlar kvörtuðu.
13. febrúar 2017
Langmest viðskipti með íbúðir á milli einstaklinga
Í kringum 75% fasteignaviðskipta með íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eiga sér stað á milli einstaklinga. Fyrirtæki eru mun duglegri að kaupa íbúðir af einstaklingum miðsvæðis í Reykjavík en annars staðar.
13. febrúar 2017
Þorgerður Katrín: Viljið þið elsku vinir fara að semja
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að grípa til sértækra aðgerða í sjómannadeilunni. Frekar eigi að skoða almennar aðgerðir og einföldun á skattkerfinu.
12. febrúar 2017
Bjarni biðst afsökunar á illri meðferð og vanrækslu á Kópavogshælinu
Ríkisstjórnin biður allt fatlað fólk, sem orðið hefur fyrir ofbeldi eða illri meðferð á stofnunum hér á landi, afsökunar. Allir sem voru vistaðir sem börn á Kópavogshælinu eru líka beðnir sérstaklega afsökunar.
10. febrúar 2017
Tekjutap hins opinbera af sjómannaverkfalli 3,5 milljarðar
Tekjutap ríkis og sveitarfélaga af sjómannaverkfalli eru gróft áætlað um 3,5 milljarðar króna. Að miklu leyti er það afturkræft, og innheimtist þegar sjómenn fara til vinnu á ný. Útflutningstekjur hafa minnkað um 3,5 til 5 milljarða.
10. febrúar 2017
Ótækt að dómsmálaráðherra efist um kynbundinn launamun
10. febrúar 2017
Byrjað að undirbúa stofnun stöðugleikasjóð
Bjarni Benediktsson er búinn að skipa þrjá einstaklinga í sérfræðinganefnd sem á að undirbúa löggjöf um stofnun stöðugleikasjóðs. Hann segist finna fyrir miklum þverpólitískum stuðningi við málið.
9. febrúar 2017
Væntanlegur forsetaframbjóðandi dæmdur í annað sinn
Alexei Navalny, stjórnarandstöðuleiðtogi í Rússlandi, var í gær dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi í annað sinn í sama máli. Navalny ætlar að bjóða sig fram til forseta árið 2018 sama hvað.
9. febrúar 2017
Vinstri græn stærsti flokkur landsins
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur stærsti flokkur landsins. Það er Vinstrihreyfingin - grænt framboð. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar milli mælinga MMR og er nú 32,6 prósent.
9. febrúar 2017
Dómsmálaráðherra: Ekkert hægt að fullyrða um „kynbundinn“ launamun
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir „kynbundinn“ launamun vera of lítinn til að hægt sé að fullyrða nokkuð um kynbundið misrétti. Karlar afli almennt meiri tekna en þeir vinni meira. Á sama tíma fái konur fleiri „dýrmætar stundir með börnum sínum.“
8. febrúar 2017
Ekkert lát á fjölgun ferðamanna: Met slegið í janúar
Fjöldi bandarískra og kínverskra ferðamanna tvöfaldaðist milli janúar í fyrra og janúar í ár. Fjöldi Kanadamanna þrefaldaðist. Aldrei hefur verið eins mikil aukning milli ára í janúar.
7. febrúar 2017
Vilja að Alþingi fordæmi tilskipun Trump gegn múslimum
Sjö þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu.
7. febrúar 2017
Skoskir þingmenn munu hafna Brexit
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, segir atkvæðagreiðslu skoska þingsins um Brexit í dag vera eina þá mikilvægustu í sögu skoska þingsins. Hún hefur þó ekkert gildi í útgöngu Bretlands úr ESB.
7. febrúar 2017
Katrín spurði Bjarna um afsökunarbeiðni til þingsins
Katrín Jakobsdóttir spurði hvort Bjarni Benediktsson skuldaði ekki Alþingi afsökunarbeiðni vegna seinna skýrsluskila. Bjarni svaraði því ekki, en benti á að Katrín hefði sjálf verið hluti af ríkisstjórn sem ekki hefði svarað öllum fyrirspurnum.
6. febrúar 2017
Betra ástand á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum
Hagvöxtur var meiri á evrusvæðinu í fyrra en í Bandaríkjunum. Atvinnuleysi hefur minnkað, störfum fjölgað mikið og jákvæðni gagnvart hagkerfinu er meiri en verið hefur lengi. Viðmælendur Financial Times furða sig á því hvað batinn á evrusvæðinu fer lágt.
6. febrúar 2017
Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, í hópi leiðtoga EFTA-ríkjanna.
Frammistaða Íslands gagnvart EES fer versnandi á ný
Ísland stendur sig enn og aftur verst EES ríkjanna við að innleiða tilskipanir frá Evrópusambandinu. Innleiðingarhallinn hefur aukist milli mælinga.
4. febrúar 2017
30% lækkun Icelandair á einni viku
Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 30% á einni viku, eftir afkomuviðvörun frá félaginu fyrr í vikunni.
3. febrúar 2017
Í forgangi að hækka fæðingarorlof
Stjórnvöld vilja hækka fæðingarorlof, en stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn leggur til lengingu. Starfshópur síðasta ráðherra vildi gera bæði, og innleiða frítekjumark. Hækkun gagnast feðrum, en fæstum mæðrum.
3. febrúar 2017
Óttarr: Ekki ætlunin að einkavæða eða stórauka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu
2. febrúar 2017
365 aftur með í Eddu-akademíunni
365 verður aftur með í Íslensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­dem­í­unni eftir að hafa sagt sig frá Eddu-verðlaununum árið 2015.
1. febrúar 2017
Vilja afnema refsingu fyrir að móðga erlenda þjóðhöfðingja
Frumvarp hefur verið lagt fyrir Alþingi.
1. febrúar 2017
Forsætisnefnd lækkar greiðslur til þingmanna
31. janúar 2017
Guðlaugur Þór mótmælti tilskipunum Trump formlega
31. janúar 2017