Færslur eftir höfund:

Þórunn Elísabet Bogadóttir

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis.
Þingfararkostnaður nam 168 milljónum í fyrra
Þingfararkostnaður, sem bætist ofan á þingfararkaup alþingismanna, nam 4,7 milljónum á hvern þingmann að meðaltali í fyrra. Búið er að lækka þessar greiðslur til að koma til móts við gagnrýni á launahækkun.
11. maí 2017
Sjónvarpsþáttur Kjarnans er á Hringbraut.
Bankaskattur rýri eignir skattborgara
Ef bankaskattur er lagður á áfram geta eignir skattborgara rýrnað, það mun hafa áhrif á arðgreiðslur og virði eigna sem eru í eigu ríkisins. Þetta segir Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
10. maí 2017
Konum fjölgar ekki í stjórnunarstöðum á Íslandi
Hlutfall kvenna í stjórnum og framkvæmdastjórastöðum á Íslandi helst nánast óbreytt milli ára. Langt er í að kynjakvóta sé náð. Eingöngu í félagasamtökum og annarri þjónustustarfsemi eru konur í meirihluta stjórnenda.
10. maí 2017
Andrés Ingi Jónsson er einn þeirra stjórnarandstöðuþingmanna sem stendur að gagnrýninni.
Stjórnarandstaðan sameinuð í gagnrýni á sameiningu
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna á þingi gagnrýna harðlega vinnubrögð stjórnvalda í mögulegri sameiningu Tækniskólans og FÁ. Þau segja engin fagleg eða rekstrarleg rök að baki.
9. maí 2017
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra.
Nauðsynlegt að skoða frekari sameiningar í framhaldsskólum
Mennta- og menningarmálaráðherra segir að þó ekki sé verið að skoða frekari sameiningar en hjá Tækniskólanum og Fjölbrautarskólanum við Ármúla sé brýnt að huga að frekara samstarfi eða sameiningu skóla.
9. maí 2017
Þorsteinn Víglundsson, ráðherra félags- og húsnæðismála
Staðlaráð vill ekki lögfesta jafnlaunavottun
Staðlaráð er eigandi jafnlaunastaðalsins en vill ekki lögfesta jafnlaunavottun. Velferðarráðuneytið hafði aldrei samband við ráðið við gerð frumvarpsins, sem ráðið segir samráðsleysi með ólíkindum.
8. maí 2017
Fjöldi samruna hefur orðið á fjölmiðlamarkaði að undanförnu og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun að mati fjölmiðlanefndar.
Fjölmiðlanefnd „getur ekki með nokkrum hætti“ staðið við skuldbindingar sínar
Málafjöldi fjölmiðlanefndar hefur aukist verulega og mál verða sífellt umfangsmeiri. Nefndin hefur fengið auknar skyldur samkvæmt lögum, en ekki aukið fjármagn. Hún telur þörf fyrir umfangsmikla hækkun framlaga.
8. maí 2017
56% Íslendinga eru á móti því að veggjöld verði innheimt af þeim sem ferðast um þjóðvegi landsins, ef marka má könnun MMR.
Meirihluti andvígur veggjöldum
Einn af hverjum fjórum Íslendingum eru fylgjandi veggjöldum, en karlar eru frekar andvígir slíkum gjöldum en konur. Fólk á landsbyggðinni er líklegra til að vera á móti veggjöldum.
8. maí 2017
Emmanuel Macron er nýr forseti Frakklands.
Macron nýr forseti Frakklands
Allt bendir til stórsigurs Emmanuels Macron í frönsku forsetakosningunum.
7. maí 2017
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Bjarni vildi að Jóhanna segði af sér vegna brots á jafnréttislögum
Bjarni Benediktsson spurði Jóhönnu Sigurðardóttur hvort hún íhugaði ekki að segja af sér eftir að Kærunefnd jafnréttismála komst að því að hún hefði brotið jafnréttislög. Nefndin segir Bjarna hafi brotið sömu lög og Jóhanna spyr hvað hann ætli að gera.
5. maí 2017
Ólafur Ólafsson
Ólafur Ólafsson fær opinn fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ákveðið að verða við formlegri beiðni Ólafs Ólafssonar um að mæta á fund með nefndinni. Fundurinn verður opinn fjölmiðlum.
4. maí 2017
Flokkar þeirra Óttarrs Proppé og Benedikts Jóhannessonar ríða ekki feitum hesti frá ríkisstjórnarsamstarfinu, að minnsta kosti um þessar mundir.
Björt framtíð og Flokkur fólksins með jafnmikið fylgi
Björt framtíð mælist með 3,2% fylgi og Viðreisn 5%. 31,4% aðspurðra segjast styðja ríkisstjórnina, sem er minna fylgi en þessi ríkisstjórn hefur mælst með hingað til.
2. maí 2017
Sigmundur Davíð: „Nei, ég er ekki að fara í borgina“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki vera á leið í borgarmálin, þótt hann hafi verið hvattur til þess af áhrifafólki innan Framsóknar. Margt sé ógert í landsmálunum sem hann vilji taka þátt í.
2. maí 2017
Þorsteinn Víglundsson, ráðherra félags- og húsnæðismála
Ráðherra segir hamfaraspár ferðaþjónustunnar ekki trúverðugar
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að breytingar á virðisaukaskatti ættu að vera gleðiefni, þar sem ferðamenn borgi aðeins meira en almenningur aðeins minna. Hann efast um málflutning ferðaþjónustunnar.
1. maí 2017
Fjárfestingarsjóðirnir fengu evruna á 137,5 krónur
Fjórir fjárfestingarsjóðir sem hafa fallið frá málshöfðun á hendur ríkinu fengu sama verð fyrir aflandskrónueignir sínar og aðrir undanfarið. Þeir fengu evru á 137,5 krónur og gerðu samkomulag við Seðlabankann í mars síðastliðnum.
28. apríl 2017
Þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja ekki hafa fund með Ólafi opinn
Brynjar Níelsson víkur úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í Búnaðarbankamálinu, en tjáir sig um það við Fréttablaðið í dag. Hann er þeirrar skoðunar að fundur með Ólafi Ólafssyni ætti ekki að vera opinn almenningi og fjölmiðlum.
28. apríl 2017
Óttarr Proppé er heilbrigðisráðherra.
Þyrftum að útskrifa tvöfalt fleiri heimilislækna
Síðustu ár hafa að meðaltali átta heimilislæknar útskrifast á Íslandi. Þeir þyrftu að vera tæplega tvöfalt fleiri. Stjórnvöld þurfa að grípa inn í til að ekki verði skortur á næstu árum. Skortur er í fleiri sérgreinum, til dæmis geðlæknisfræðum.
28. apríl 2017
Þróunin í ferðaþjónustunni hefur verið svo hröð að íslenskt samfélag hefur á ýmsum sviðum átt fullt í fangi með að reyna að halda í við þróunina.
Ráðherra opinn fyrir sértækum aðgerðum á veikum svæðum
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu sé í samræmi við prinsippið um fækkun undanþága í kerfinu. Hún er miklu frekar opin fyrir sértækum aðgerðum ef einhver svæði verða illa úti.
27. apríl 2017
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Frestur til auðveldari breytinga á stjórnarskrá að renna út
Frestur til þess að gera breytingar á stjórnarskránni án þess að rjúfa þing og kjósa aftur rennur út á sunnudaginn, án þess að breytingar hafi verið gerðar.
27. apríl 2017
Uppbygging á íbúðahúsnæði á lóðum ríkisins er á viðræðustigi milli borgar og ríkis.
Eðlilegt að ríkið geti selt sveitarfélögum án auglýsingar
Ríkið hefur litið svo á að það sé eðlilegt að það svari ákalli sveitarfélaga um kaup á lóðum ríkisins án auglýsingar, ef fyrir liggja gildar ástæður fyrir kaupunum og þau eigi sér stað á viðskiptalegum forsendum. Margar lóðir í borginni í skoðun.
26. apríl 2017
Frosti, Sigurður Kári og Þór Saari í bankaráð Seðlabankans
Nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands var kjörið á Alþingi í dag.
25. apríl 2017
15 milljóna króna sekt Samherja felld úr gildi
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á útgerðarfyrirtækið Samherja vegna brota á gjaldeyrislögum. Bankinn þarf að greiða fjórar milljónir í málskostnað.
24. apríl 2017
Ríkisendurskoðun stendur við niðurstöðu bótaskýrslu en viðurkennir mistök
Ríkisendurskoðun viðurkennir að hafa gert mistök í skýrslu um bótasvik, en stendur engu að síður við meginniðurstöðurnar. Stofnunin segist ekki geta borið ábyrgð á því hvernig almenningur, fjölmiðlar og stjórnmálamenn túlkuðu skýrsluna.
24. apríl 2017
882 á aldrinum 20 til 29 ára fengu fjárhagsaðstoð til framfærslu í fyrra.
Færri fá fjárhagsaðstoð frá borginni
Ríflega 2.200 einstaklingar fengu fjárhagsaðstoð sér til framfærslu frá Reykjavíkurborg í fyrra og hafa ekki verið færri frá því fyrir hrun. Fjórir af hverjum tíu sem fá aðstoð eru á þrítugsaldri, og 27 prósent á fertugsaldri.
20. apríl 2017
Björn Ingi Hrafnsson hefur verið útgefandi og stjórnarformaður Pressunnar en ætlar nú að hverfa til annarra verkefna innan samstæðunnar.
Pressan fær 300 milljóna hlutafjáraukningu og Björn Ingi hættir sem stjórnarformaður
Félag í eigu Róberts Wessman og fleiri kemur inn í Pressuna með 155 milljónir. Björn Ingi Hrafnsson hættir sem stjórnarformaður og útgefandi en starfar áfram innan Pressunnar.
18. apríl 2017