Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun

Auglýsing

Til­kynnt var um að nefnd sem ætti að skoða leiðir til að styrkja íslenskt fjöl­miðlaum­hverfi yrði skipuð í lok árs 2016. Und­ir­liggj­andi var að tryggja að gagn­rýnin umræða, aðhald, fjöl­breyttar skoð­­anir og sjón­­­ar­mið, menn­ing­­ar­­leg fjöl­breytni og rann­­sókn­­ar­­blaða­­mennska – grund­­völlur hvers lýð­ræð­is­­rík­­is – myndi eiga sér til­veru­grund­völl. 

Nefndin setti fram sjö til­­lögur um umbætur sem gætu bætt rekstr­­­ar­skil­yrði fjöl­miðla. Þær snéru meðal ann­­­ars að stöðu Rík­­­is­út­­­varps­ins á aug­lýs­inga­­­mark­aði, að lækka virð­is­auka­skatt sem leggst á vörur fjöl­miðla, að heim­ila aug­lýs­ingar í íslenskum fjöl­miðlum sem í dag eru bann­að­ar, tryggja gagn­sæi í kaupum hins opin­bera á aug­lýs­ingum í fjöl­miðlum og end­ur­greiðslum fyrir textun og tal­­­setn­ingu. Flestar til­lög­urn­ar, sem allar eiga fullan rétt á sér og nauð­syn­legt er að hrinda í fram­kvæmd, eiga það sam­eig­in­legt að nýt­ast helst þremur stærstu fjöl­miðla­húsum lands­ins. Við það eru ekki gerðar athuga­semdir hér heldur lýst yfir stuðn­ingi við slíkt.

Ein til­laga var almenn og hafði það mark­mið að fjöl­miðlar á Íslandi yrðu fjöl­breyttir og í eigu ólíkra aðila. Um var að ræða styrkja­kerfi að nor­rænni fyr­ir­mynd sem í átti að fel­ast að end­ur­greiða hluta af fram­leiðslu­kostn­aði á fréttum og frétta­tengdu efn­i. 

Þessu mark­miði þótt­ust íslensk stjórn­völd vera að reyna að ná í næstum fjögur ár, með upp­setn­ingu á allskyns leik­þátt­um, á meðan að inn­viðir íslenskra fjöl­miðla voru látnir drabb­ast áfram nið­ur.

En nú hefur verið opin­berað að lík­ast til var þetta allt saman plat. Eng­inn vilji er til staðar hjá ráða­mönnum til að tryggja fjöl­breytni og fjöl­ræði í íslensku fjöl­miðlaum­hverfi með ólíku eign­ar­haldi. Þvert á móti er ætlun þeirra að stuðla að þróun í þver­öf­uga átt. 

Almennir styrkir verða sér­tækir styrkir

Á mánu­dag var til­kynnt að fyrstu beinu styrkja­greiðslur í sögu íslenskra fjöl­miðla verði þannig háttað að þær fari nær allar til þriggja stærstu fjöl­miðla­húsa lands­ins: Árvak­urs (út­gáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins), Torgs (út­gáfu­fé­lags Frétta­blaðs­ins) og Sýnar (sem rekur frétta­stofu Stöðvar 2, Bylgj­unnar og Vísis). 

Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, sem falið var fullt og óskorað vald til að móta úthlutun styrkj­anna með reglu­gerð, ákvað að hækka hámarks­greiðslur til hinna þriggja stóru úr 50 millj­ónum króna í 100 millj­ónir króna, og minnka þann pott sem allir aðrir miðlar á Íslandi geta sótt sér styrki í úr 250 millj­ónum króna í 100 millj­ónir króna.

Öll stóru fjöl­miðla­húsin þrjú hafa verið rekin í miklu tapi og halda, að minnsta kosti að hluta, úti ósjálf­bærum rekstr­ar­mód­elum fyrir sína frétta­þjón­ustu. Það á sér­stak­lega við þá sem þrá­ast við að prenta og dreifa dag­blöðum árið 2020, með til­heyr­andi kostn­aði og óum­hverf­is­vænum áhrif­um. 

Skýrasta dæmið þar er vit­an­lega Árvak­ur. Frá því að nýir eig­endur tóku yfir félagið á árinu 2009 og fram til loka árs 2018 tap­aði félagið sam­tals um 2,2 millj­­örðum króna. Tap Árvak­­urs árið 2018 var 415 millj­­ónir króna og jókst mikið frá árinu á und­an, þegar það var 284 millj­­ónir króna. Ekki er búið að greina frá því hversu mikið tapið var í fyrra en í ljósi þess að hlutafé í félag­inu var aukið um hálfan millj­arð á rúmu ári má ætla að það hafi verið veru­legt. Þeir sem greiða þennan reikn­ing eru að mestu útgerð­ar­fyr­ir­tæki og sá sem leiddi kaupin hefur greint frá því opin­ber­lega að það hafi verið gert til að berj­ast fyrir sér­hags­munum þess geira. Auk þess er odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík á meðal stærstu eig­enda. 

Lestur Morg­un­blaðs­ins hjá fólki undir fimm­tugu hefur á þessu tíma­bili næstum helm­ing­ast og er nú ein­ungis 13,1 pró­sent. Samt hefur blað­inu verið breytt í frí­blað einu sinni í viku, án nokk­urrar lestrar­aukn­ing­ar. 

Auglýsing
Fréttablaðið hefur tapað enn fleiri les­endum undir fimm­tugu. Í apríl 2010 lásu 63,8 pró­sent lands­manna í ald­urs­hópnum 18-49 ára blað­ið. Í maí síð­ast­liðnum voru þeir 26,8 pró­sent og höfðu dreg­ist saman 58 pró­sent á ára­tug.  

Í fyrra keypti þekktur við­skipta­maður Torg, útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins. Í kjöl­farið var tveimur ósjálf­bærum fjöl­miðla­fyr­ir­tækjum í miklum tap­rekstri, Hring­braut og DV, rennt inn í sam­stæð­una. Fyrir liggur að Torg á í rekstr­ar­erf­ið­leik­um. Það kom til að mynda fram í apríl þegar útgáfu­dögum Frétta­blaðs­ins var fækkað um einn.

Áður hafði Sýn keypt ljós­vaka­miðla 365 miðla á yfir­verði og þau kaup hafa alla tíð síðan verið til gíf­ur­legra vand­ræða í rekstri þess skráða fyr­ir­tæk­is. Tap Sýnar í fyrra var 1,7 millj­arður króna. 

Aðlögun að nútím­anum á ekki upp á pall­borðið

Til sam­an­burðar má nefna að Kjarn­inn, sem er sjö ára fjöl­miðla­fyr­ir­tæki, hefur ætið lagt áherslur á nýjar leiðir í tekju­öflun og dreif­ingu. Við höfum gert mörg mis­tök á þeirri veg­ferð og þurft að læra af þeim. Tap okkar á ári í gegnum þennan upp­bygg­ing­arfasa, og þar af leið­andi inn­greitt hlutafé frá byrjun frá alls 19 mis­mun­andi ein­stak­ling­um, nemur sirka einum mán­að­ar­launum ann­ars rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins að með­al­tali á ári. 

En afleið­ingin er að við erum nú með sjálf­bært rekst­ar­módel í vexti þar sem tekjur koma fyrst og síð­ast frá not­endum í gegnum styrki og áskrift­ir, og aug­lýs­inga­tekjur eru hverf­andi þáttur þótt þær vaxi á milli ára. Um 90 pró­sent af öllum tekjum fara í að greiða starfs­mönnum laun. Ekki ein ein­asta króna fer í að halda uppi dýrum dreif­ing­ar­kerf­um. 

Það hefur skilað því að not­endum Kjarn­ans hefur fjölgað um tæp 50 pró­sent í ár og inn­litum um rúm 30 pró­sent, þrátt fyrir að áherslur okkar séu ekki á smelli­beitur og magn, heldur á færri en ítar­legri efni og að búa til eft­ir­sókn­ar­vert starfs­um­hverfi fyrir reynslu­mikla blaða­menn. Mest hefur aukn­ingin í lestri verið í yngri ald­urs­hóp­unum og hjá kon­um. Fjöldi les­enda í ald­urs­hópnum 18-24 ára hefur til að mynda tvö­fald­ast. 

Og við for­dæma­lausar aðstæður þá höfum við haldið sjó rekstr­ar­lega með því að leggja áherslu á Kjarna­sam­fé­lag­ið, Vís­bend­ingu og ensku frétta­bréfin okk­ar. Rekst­ur­inn hefur meira að segja vaxið og er í góðu jafn­væg­i. 

Styrkja­kerfi undir eðli­legum for­merkjum myndi vökva sprota sem okk­ar, og fjöl­marga aðra sam­bæri­lega, meðal ann­ars þá sem flytja fréttir í heima­hér­aði, þannig að þeir gætu vaxið og dafn­að. Ráðið fleira fólk og þróað vöru­fram­boð sitt. Tryggt betur sjálf­stæði sitt.

Ósjálf­bærni verð­launuð

Styrkja­kerfið sem sitj­andi rík­is­stjórn hefur kynnt til leiks, fyrst um sinn undir for­merkjum neyð­ar­að­stoðar vegna COVID-19 far­ald­urs, gerir það hins vegar ekki. Það snýst þvert á móti fyrst og síð­ast um að færa 75 pró­sent af þeim fjár­munum sem eru til úthlut­unar – 300 af 400 millj­ónum króna – til þriggja fyr­ir­tækja sem eru föst í að spila varn­ar­leik til að við­halda fjöl­miðlaum­hverfi sem gekk sér til húðar fyrir meira en ára­tug síð­an. Og við­heldur með því þeirri bjögun sem verið hefur á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði og birt­ist í því að fjár­sterkir aðilar nið­ur­greiða, af ein­hverjum ástæð­um, rekstur í bull­andi tapi án þess að gera nauð­syn­legar aðlag­anir á hon­um. 

Öll þrjú stóru fjöl­miðla­húsin eiga það sam­eig­in­legt að treysta mest á aug­lýs­inga­tekj­ur, þótt hluti þeirra haldi líka úti gam­al­dags áskrift­ar­kerf­um. Í góð­æri síð­ustu ára gerð­ist það hins vegar í fyrsta sinn í Íslands­sög­unni að aug­lýs­inga­tekjur íslenskra fjöl­miðla juk­ust ekki í upp­sveiflu, heldur leit­uðu ann­að, aðal­lega til sam­fé­lags­miðla. Sam­hliða hefur hefð­bundnum áskrif­end­um, að prent­miðlum og ein­stökum sjón­varps­stöðv­um, hríð­fækk­að.

COVID-19 far­ald­ur­inn hefur veitt slíku tekju­mód­eli annað þungt högg. Það sést best á því að RÚV, sem rekur mjög öfl­uga og fjöl­menna aug­lýs­inga­sölu­deild og er besti birt­ing­ar­vett­vang­ur­inn fyrir ljós­vaka­aug­lýs­ing­ar, var 150 millj­ónum krónum undir áætlun í aug­lýs­inga­tekjum á fyrri hluta yfir­stand­andi árs og reiknar með því að tekju­sam­drátt­ur­inn verði 300 millj­ónir króna á næsta starfs­ári. Þessi staða er yfir­fær­an­leg yfir á aug­lýs­inga­tekjur Árvak­urs, Torgs og Sýn­ar.

Ekk­ert stóru fjöl­miðla­hús­anna þriggja sækir sér sem neinu nemur beinar not­enda­tekjur fyrir star­fræna miðlun frétta­efn­is. 

Ábend­ingar Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins hunds­aðar

Vert er, í þessu sam­hengi, að minna á firna­sterka umsögn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um styrkja­kerfi fyrir fjöl­miðla sem birt var snemma á þessu ári. Þar kom fram að það teldi brýnt að stuðn­­ingur við fjöl­miðla af almannafé hafi það að meg­in­­mark­miði að styðja við fjöl­ræði og fjöl­breytni. „Í þessu sam­­bandi hefur Sam­keppn­is­eft­ir­litið í huga að eign­­ar­hald stærri einka­rek­inna fjöl­miðla hefur í vax­andi mæli þró­­ast á þann veg að eign­­ar­haldið hefur færst á hendur fjár­­­sterkra aðila sem standa fyrir til­­­tekna skil­­greinda hags­muni í íslensku atvinn­u­­lífi. Í sumum til­­vikum blasir við að ráð­­stöfun þess­­ara aðila á fjár­­munum í fjöl­miðla­­rekstur hefur það meg­in­­mark­mið að ljá hags­munum við­kom­andi aðila enn sterk­­ari rödd og vinna þeim þannig frek­­ari fram­­gang.“ 

Í umsögn þess sagði enn fremur að við ofan­­greindar aðstæð­­ur, þar sem fjár­­­sterkir aðilar sem standi fyrir til­­­tekna skil­­greinda hags­muni í íslensku atvinn­u­­lífi nýti fjöl­miðla í sinni eigu til að vinna hags­munum sínum fram­­gang, væri mik­il­vægt að stjórn­­völd hagi stuðn­­ingi sínum við fjöl­miðla þannig að þeir aðilar eða hags­muna­öfl sem hafa úr minni fjár­­munum að moða geti einnig komið sínum mál­­stað á fram­­færi. „Ættu stjórn­­völd að þróa almenn við­mið um stuðn­­ing með þetta í huga, án þess að afstaða sé tekin til við­kom­andi lög­­­mætra hags­muna eða þeim mis­­mun­að.“

Auglýsing
Sam­keppn­is­eft­ir­litið taldi að öll skil­yrði fyrir stuðn­­ingi sem miði að, eða hefði þau áhrif, að opin­ber stuðn­­ingur yrði fyrst og fremst stærri og öfl­­ugri fjöl­miðlum til gagns, á kostnað smærri fjöl­miðla, væri óheppi­­leg út frá þessum sjón­­­ar­hóli. „Slík skil­yrði fá raunar illa sam­ræmst mark­miðum um fjöl­ræði og fjöl­breytni yfir­­höf­uð. Að þessu leyti tekur Sam­keppn­is­eft­ir­litið undir athuga­­semdir ýmissa smærri fjöl­miðla, sem fram hafa kom­ið, sem benda á að breyt­ingar á frum­varp­inu, frá fyrri útgáfu, sem horfa til strang­­ari skil­yrða fyrir stuðn­­ingi (og lægra end­­ur­greiðslu­hlut­­falls), vinni gegn smærri fjöl­miðlum og þar með fjöl­breytni og fjöl­ræð­i.“

Þessi skoðun einnar öfl­ug­ustu eft­ir­lits­stofn­unar lands­ins, sem reyndar nýverið var útvötnuð niður af sömu stjórn­völd­um, var með öllu huns­uð. 

Veik von um að fjöl­miðla­nefnd sýni styrk

Eina von skyn­sem­innar er að fjöl­miðla­nefnd, sem fær það hlut­verk að taka við umsóknum um styrk­ina, stigi fast niður og túlki ákvæði í reglu­gerð ráð­herr­ans um að fjöl­miðla­veitur fái ekki styrki ef þær hafa verið í fjár­hags­erf­ið­leikum þann 31. des­em­ber 2019 þannig að mörg hund­ruð millj­óna króna tap á ári séu sann­ar­lega fjár­hags­legir erf­ið­leik­ar, þótt að sér­hags­muna­að­ilar í eig­enda­hópi miðl­anna séu til­búnir að borga þann reikn­ing ítrek­að. 

Sömu­leiðis er ákvæði í reglu­gerð­inni um að fjöl­miðla­veita megi ekki hafa fengið „björg­un­ar­að­stoð eða end­ur­skipu­lagn­ing­ar­að­stoð“ og því ættu Myllu­set­ur, útgáfu­fé­lag Við­skipta­blaðs­ins, Árvak­ur, Birt­ingur og Sýn að vera úti­lokuð frá styrkj­um, í ljósi þess að öll fyr­ir­tækin nýttu sér hluta­bót­ar­leið stjórn­valda á síð­ustu mán­uð­u­m. 

Því miður er ekk­ert í fyrri verkum fjöl­miðla­nefndar sem gefur til­efni til að ætla að hún hafi í sér slíka stað­festu. Mun lík­legra er að flest ofan­greind fyr­ir­tæki finni leið, í gegnum hefð­bundin póli­tísk tengsl, til að kom­ast fram hjá þessu varn­ar­á­kvæð­um.

Vinir valds­ins

Það hafa margir stjórn­mála­menn talað um að það sé mik­il­vægt að byggja upp almennt styrkja­kerfi að nor­rænni fyr­ir­mynd til að auka heil­brigði íslensks fjöl­miðlaum­hverfis með lýð­ræð­is­leg mark­mið að leið­ar­ljósi. Það sem kynnt var á mánu­dag er ekki slíkt, heldur að mestu milli­færsla á miklum pen­ingum til fjöl­miðla í eigu ríkra sér­hags­muna­að­ila í bún­ingi almennrar aðgerð­ar. Um er að ræða aðgerð sem er and­stæð þeim mark­miðum sem lagt var upp með. Og við­heldur því sem Stundin kall­aði nýverið í góðum leið­ara „Syk­ur­pabbaland­ið“.

Við hin sem keppum á þessum bjag­aða mark­aði von­uð­umst auð­vit­að, af veikum mætti, til þess að stjórn­mála­mönn­unum sem töl­uðu á stundum svo skyn­sam­lega um að stærð fjöl­miðla segði ekki alltaf allt um mik­il­vægi þeirra, eða að mark­mið styrkja­kerfis fyrir fjöl­miðla væri að að tryggja lýð­ræð­is­­lega umræðu og sam­ræður í sam­­fé­lag­inu um mál­efni þess, væri alvara með þeim orð­u­m. 

Nú er ljóst að svo er ekki. Ekk­ert annað bjó að baki en að þvæla umræðu árum saman til að veikja enn stöðu þeirra miðla sem höfðu ekki í djúpa sér­hags­muna­vasa að leita, og svo vilji til að milli­færa úr rík­is­sjóði hund­ruð millj­óna króna til vina valds­ins. 

Það var svo sem ekki við öðru að búast, enda fyr­ir­liggj­andi hvar póli­tíkin og fjöl­miðlar fara saman á Íslandi. Sér­hags­munir eru á end­anum alltaf teknir fram yfir almanna­hags­muni. Það hefur oft verið mjög sýni­legt hjá sitj­andi rík­is­stjórn eins og öðrum sem á undan henni hafa set­ið. 

Um er að ræða með­vit­aða til­raun til að drepa alla fjöl­miðla nema RÚV, Árvak­ur, Torg og Sýn. Það skal þó ekki takast. Það mun ekki takast.

Við munum halda okkar striki og berj­ast áfram. 

Hægt er að styrkja Kjarn­ann hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari