61% líkur á að vinstrikvartettinn geti myndað meirihluta

Flokkarnir fjórir sem hafið hafa þreifingar um meirihlutasamstarf að loknum kosningum fengu eins manns meirihluta í aðeins 61% 100.000 sýndarkosninga í Kosningaspánni.

rýnir í kosningaspána
rýnir í kosningaspána

Sam­an­lagt eru 61 pró­sent líkur á því að Pírat­ar, Vinstri græn, Björt fram­tíð og Sam­fylk­ingin geti myndað eins manns meiri­hluta á Alþingi að loknum kosn­ingum ef marka má þing­sæta­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­son­ar. Þing­sæta­spáin byggir á upp­lýs­ingum sem má finna í fyr­ir­liggj­andi könn­unum á fylgi stjórn­mála­flokka sem gerðar hafa verið í aðdrag­anda kosn­ing­anna á laug­ar­dag­inn.

For­svars­menn þess­ara fjög­urra flokka hitt­ust um liðna helgi og ræddu mögu­legt rík­is­stjórn­ar­sam­starf að kosn­ingum loknum og er ráð­gert að full­trúar flokk­anna hitt­ist aftur á morgun til að halda þessum við­ræðum áfram.

Ljóst er af nið­ur­stöðum kosn­inga­spár­innar að ólík­legt er að þessir flokkar geti myndað sterkan meiri­hluta á þing­inu, og alls ekki víst að þeim tak­ist að mynda meiri­hluta yfir höf­uð.

Þing­sæta­spáin er reikni­líkan sem fram­kvæmir 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­ar“ þar sem nið­ur­stöður fyr­ir­liggj­andi kann­ana eru hafðar til grund­vall­ar. Líkanið hönn­uðu stærð­fræð­ing­arnir Baldur Héð­ins­son og Stefán Ingi Valdi­mars­son með það að mark­miði að reikna líkur á því að ein­staka fram­bjóð­andi nái kjöri í Alþing­is­kosn­ing­un­um. Skoð­ana­kann­anir í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga 2009 og 2013 voru not­aðar til að sann­prófa þing­sæta­spána, þar sem spáin er borin saman við end­an­lega úthlutun þing­sæta.

Hér að neðan er rýnt í sam­an­lagðar líkur á því hversu marga þing­menn ein­staka flokkur getur náð á lands­vísu miðað við fyr­ir­liggj­andi kann­an­ir. Kjarn­inn hefur und­an­farna daga fjallað um nið­ur­stöður þing­sæta­spár­inn­ar. Á mánu­dag voru lands­byggð­ar­kjör­dæmin þrjú tekin fyrir; Norð­vest­ur­kjör­dæmi, Norð­aust­ur­kjör­dæmi og Suð­ur­kjör­dæmi. Á þriðju­dag var fjallað um þrjú stærstu kjör­dæmi lands­ins; Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Norð­ur, Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Suður og Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Nánar má lesa um fram­kvæmd þing­sæta­spár­innar á Kosn­inga­spár­vef Kjarn­ans þar sem allar nið­ur­stöður Kosn­inga­spár­innar verða aðgengi­legar fram að kosn­ingum og kosn­inga­úr­slitin að þeim lokn­um.

Sam­fylk­ingin og Björt fram­tíð fall­völt­ust

Áður en við förum að púsla saman hugs­an­legum þing­meiri­hlutum skulum við líta á mögu­leika ein­staka flokka til að ná mönnum á þing í töflu #1 hér að neð­an. Eins og það sem kjör­dæma­töfl­urnar á kosn­inga­vef Kjarn­ans sýna þá eiga Sjálf­stæð­is­menn lang­mestan mögu­leika á að eiga stærsta þing­flokk­inn að afstöðnum kosn­ing­um. Í öllum 100.000 hermunum sýnd­ar­kosn­ing­anna náðu 12 full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins kjöri. Í tæp­lega helm­ing herman­anna varð þing­flokk­ur­inn 17 þing­menn og í einu pró­sent til­vika fékk flokk­ur­inn 21 þing­mann kjör­inn.

Þetta rímar við fylgiskann­anir á lands­vísu sem sýna að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn nýtur mests fylgis meðal kjós­enda. Næst stærstir eru Píratar og þeir munu fá, ef þing­sæta­spáin gengur eft­ir, minnst níu þing­sæti. Í öllum sýnd­ar­kosn­ing­unum fékk flokk­ur­inn níu þing­sæti, í 60 pró­sent til­vika fékk flokk­ur­inn 13 þing­sæti. Aðeins tvö pró­sent líkur eru á að þing­flokkur Pírata muni telja 17 þing­menn.

Þetta kemur heim og saman við kjör­dæma­töfl­urnar þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn virð­ist ætla að eiga flest örugg þing­sæti í öllum kjör­dæmum nema í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur, þar sem Birgitta Jóns­dóttir mun leiða Pírata til sig­urs, ef þing­sæta­spáin reyn­ist rétt.

#1 – Fjöldi þingmanna frá flokkumUppsafnaðar innbyrðis líkur á fjölda þingmanna eftir flokkum. Hér er fjöldi tilvika þar sem flokkur fékk einn þingmann í 100.000 sýndarkosningum lagðar saman við fjölda tilvika þar sem sami flokkur fékk tvo þingmenn kjörna og svo framvegis.
A: Björt framtíð, B: Framsóknarflokkur, C: Viðreisn, D: Sjálfstæðisflokkur, P: Píratar, S: Samfylkingin, V: Vinstri græn
Þingmenn A B C D P S V
>=24
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=23
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=22
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
>=21
0%
0%
0%
1%
0%
0%
0%
>=20
0%
0%
0%
4%
0%
0%
0%
>=19
0%
0%
0%
13%
0%
0%
0%
>=18
0%
0%
0%
28%
0%
0%
0%
>=17
0%
0%
0%
49%
2%
0%
0%
>=16
0%
0%
0%
71%
6%
0%
0%
>=15
0%
0%
0%
88%
16%
0%
1%
>=14
0%
0%
0%
97%
35%
0%
3%
>=13
0%
0%
0%
99%
60%
0%
10%
>=12
0%
0%
1%
100%
82%
0%
25%
>=11
0%
1%
5%
100%
94%
0%
49%
>=10
0%
3%
16%
100%
99%
0%
73%
>=9
1%
9%
37%
100%
100%
0%
90%
>=8
4%
24%
62%
100%
100%
2%
97%
>=7
14%
47%
83%
100%
100%
7%
99%
>=6
33%
72%
95%
100%
100%
20%
100%
>=5
59%
90%
99%
100%
100%
42%
100%
>=4
82%
98%
100%
100%
100%
68%
100%
>=3
92%
100%
100%
100%
100%
82%
100%
>=2
92%
100%
100%
100%
100%
83%
100%
>=1
95%
100%
100%
100%
100%
92%
100%

Fimm af þeim sjö flokkum sem mældir eru í Kosn­inga­spánni fengu mann kjör­inn í öllum 100.000 hermunum sýnd­ar­kosn­ing­anna. Tveir flokkar þurk­uð­ust út í ein­hverjum til­vik­um. Það eru Björt fram­tíð og Sam­fylk­ingin sem eru fall­völt­ust fram­boð­anna. Sam­kvæmt þing­sæta­spánni þá eru átta pró­sent líkur á því að Sam­fylk­ingin hverfi af Alþingi eftir kosn­ing­arnar á laug­ar­dag­inn. Fimm pró­sent líkur eru á að Björt fram­tíð fái ekki mann kjör­inn.

Þessir tveir flokkar munu jafn­framt eiga minnstu þing­flokk­ana ef þeir ná kjöri. Séu nið­ur­stöður allra sýnd­ar­kosn­ing­anna birtar fyrir hvert fram­boð getum við séð hvernig þing­sæta­fjöld­inn dreifð­ist og áttað okkur á lík­leg­ustu nið­ur­stöð­unni.

Eins og sést í töflu #2 þá fékk Sam­fylk­ingin oft­ast fjóra þing­menn kjörna í sýnd­ar­kosn­ing­unum 100.000, eða í 26 pró­sent til­vika. Nærri því jafn oft, eða í 26 pró­sent til­vika, fékk Björt fram­tíð fimm þing­menn kjörna. Þetta er því lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­ing­anna fyrir Sam­fylk­ing­una og Bjarta fram­tíð. Þess bera að geta að í 22 pró­sent til­vika fékk Sam­fylk­ingin fimm þing­menn kjörna og nærri því jafn oft fékk Björt fram­tíð aðeins fjóra þing­menn. Hér eru vik­mörk þing­sæta­spár­innar að verki.

Út frá þess­ari töflu má ætla að átta pró­sent líkur séu á að Sam­fylk­ingin nái ekki kjöri og fimm pró­sent líkur á því að Björt fram­tíð nái ekki kjöri. Að sama skapi eru auð­vitað 92 pró­sent líkur á að Sam­fylk­ingin fái í það minnsta einn full­trúa og 95 pró­sent líkur á að Björt fram­tíð verði áfram á Alþingi.

Eðli vik­marka Kosn­inga­spár­innar er að þau stækka eftir því sem fylgi við fram­boðin eykst. Þing­sæta­spáin dreifir fjölda þing­manna í þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem mælist með mest fylgi í skoð­ana­könn­un­um, þess vegna aðeins meira en í hinum fram­boð­un­um. Oft­ast hlaut Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 16 þing­menn kjörna eða í 22 pró­sent til­vika. Í 20 pró­sent til­vika var þing­flokk­ur­inn 17 þing­menn.

#2 – Dreifing þingsætaÍ töflunni má sjá dreifingu á fjölda tilvika þar sem flokkur fékk ákveðinn fjölda þingmanna kjörinn í 100.000 sýndarkosningum.
A: Björt framtíð, B: Framsóknarflokkur, C: Viðreisn, D: Sjálfstæðisflokkur, P: Píratar, S: Samfylkingin, V: Vinstri græn
Þingmenn A B C D P S V
0
5%
0%
0%
0%
0%
8%
0%
1
3%
0%
0%
0%
0%
9%
0%
2
0%
0%
0%
0%
0%
1%
0%
3
10%
2%
0%
0%
0%
14%
0%
4
23%
8%
1%
0%
0%
26%
0%
5
26%
18%
4%
0%
0%
23%
0%
6
20%
25%
11%
0%
0%
13%
0%
7
10%
24%
21%
0%
0%
5%
2%
8
3%
15%
25%
0%
0%
1%
8%
9
1%
6%
20%
0%
1%
0%
17%
10
0%
2%
11%
0%
5%
0%
24%
11
0%
1%
4%
0%
12%
0%
23%
12
0%
0%
1%
1%
22%
0%
15%
13
0%
0%
0%
3%
25%
0%
7%
14
0%
0%
0%
8%
19%
0%
2%
15
0%
0%
0%
17%
10%
0%
1%
16
0%
0%
0%
22%
4%
0%
0%
17
0%
0%
0%
21%
1%
0%
0%
18
0%
0%
0%
15%
0%
0%
0%
19
0%
0%
0%
8%
0%
0%
0%
20
0%
0%
0%
3%
0%
0%
0%
21
0%
0%
0%
1%
0%
0%
0%
22
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
23
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
24
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%

Það þarf miklu fleiri en tvo til að dansa tangó

Ef við gefum okkur að sá þing­manna­fjöldi sem flokk­arnir fengu oft­ast verði nið­ur­staða kosn­ing­anna á laug­ar­dag­inn er hægt að bjóða í örlít­inn sam­kvæm­is­leik og raða í stæti við ímyndað rík­is­stjórn­ar­borð. Nú þegar hafa full­trúar stjórn­mála­flokk­ana rætt heil­mikið um hugs­an­legt sam­starf þeirra á milli að kosn­ingum lokn­um. Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði til dæmis á fundi Félags kvenna í atvinnu­líf­inu á dög­unum að hann hefði heil­miklar áhyggjur af stöð­unni því það er alls ekki á hreinu hver eða hverjir eiga að leiða stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður ef nið­ur­staðan verður á þá leið sem skoð­ana­kann­anir benda til­. Það mun þurfa fleiri en tvo flokka til.

Kjarn­inn hefur fjallað um þessa hugs­an­legu stjórn­ar­kreppu og bent á að Guðni Th. Jóhann­es­son gæti átt erfitt verk­efni fyrir höndum við sína fyrstu stjórn­ar­mynd­anir eftir að hann tók við emb­ætti for­seta Íslands í sum­ar. Ekki bætir úr skák að ein­hverjir flokkar hafa úti­lokað sam­starf með öðrum og aðrir flokkar gefið mis­vísandi skila­boð um hvað þeir muni gera eftir kosn­ing­ar.

Fjórir flokkar hafa þegar fundað um mögu­legt rík­is­stjórn­ar­sam­starf að loknum kosn­ing­um. Það eru Píratar (P), Vinstri græn (V), Björt fram­tíð (A) og Sam­fylk­ingin (S). Þessir flokkar munu, sam­kvæmt lík­leg­ustu nið­ur­stöðu kosn­ing­anna, fá 13, 10, 5 og 4 þing­menn (í þeirri röð sem flokk­arnir voru taldir upp). Slíkt dugar fyrir ein­faldan meiri­hluta á Alþingi, með 32 þing­menn gegn 31 stjórn­ar­and­stöðu­þing­manni.

Oddný Harðardóttir, Birgitta Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Óttarr Proppé hafa fundað um mögulegt samstarf að kosningum loknum.

Í kosn­inga­spánni er hægt að finna líkur á því hversu marga þing­menn flokk­arnir munu fá sam­an­lagt í kosn­ing­un­um. Aðeins 61 pró­sent líkur eru á því að sam­starf þess­ara fjög­urra flokka muni duga til þess að mynda 32 manna – eins manns – meiri­hluta á þing­inu. Það þýðir að í 61 pró­sent 100.000 hermana sýnd­ar­kosn­ing­anna fengu þessir flokkar sam­an­lagt 32 þing­menn kjörna.

Lík­urnar eru enn minni ef þrösk­uld­ur­inn fyrir ásætt­an­legan meiri­hluta hækk­ar. 27 pró­sent líkur eru til dæmis á því að þessir flokkar geti myndað 34 manna meiri­hluta á þing­inu að loknum kosn­ing­um.

#3 – Líkur á samanlögðum þingmannafjöldaLíkur á að samanlagður þingmannafjöldi framboðslista nái meirihluta á þingi. Til að fá eins manns meirilhuta á Alþingi þarf samanlagður fjöldi að vera 32 þingmenn. Rauða strikið í töflunni hér að neðan er sláin sem þarf að komast yfir.
A: Björt framtíð, B: Framsóknarflokkur, C: Viðreisn, D: Sjálfstæðisflokkur, P: Píratar, S: Samfylkingin, V: Vinstri græn
Flokkur BD BCD DV DP PV APV APSV ACPSV ACPV
>=40
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
61%
8%
>=39
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
77%
15%
>=38
0%
0%
0%
0%
0%
0%
1%
88%
27%
>=37
0%
1%
0%
0%
0%
0%
3%
95%
43%
>=36
0%
3%
0%
1%
0%
0%
7%
98%
59%
>=35
0%
7%
0%
2%
0%
0%
15%
99%
75%
>=34
0%
14%
0%
4%
0%
1%
27%
100%
86%
>=33
0%
25%
1%
9%
0%
3%
44%
100%
94%
>=32
0%
39%
2%
18%
0%
7%
61%
100%
97%
>=31
0%
56%
6%
31%
0%
15%
75%
100%
99%
>=30
0%
73%
13%
48%
0%
28%
86%
100%
100%
>=29
1%
85%
24%
65%
1%
43%
93%
100%
100%
>=28
2%
93%
40%
81%
3%
60%
97%
100%
100%
>=27
5%
97%
58%
91%
7%
76%
99%
100%
100%
>=26
12%
99%
75%
97%
16%
87%
100%
100%
100%
>=25
23%
100%
87%
99%
29%
94%
100%
100%
100%

Hingað til hefur ekk­ert verið minnst á Við­reisn (C). Þessi nýji flokkur mun skjóta rót­grónum flokkum á borð við Fram­sókn­ar­flokk og Sam­fylk­ingu ref fyrir rass ef marka má kosn­inga­spána. Við­reisn mun lík­leg­ast fá átta þing­menn kjörna, miðað við sex þing­menn Fram­sókn­ar­flokks og fjóra þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við­reisn hlýtur að vera nær­tæk­asti kost­ur­inn fyrir „vin­strik­var­tett“ Pírata, Vinstri grænna, Bjartar fram­tíðar og Sam­fylk­ing­ar, vilji þeir styrkja meiri­hluta sinn á þingi. Í öllum 100.000 hermunum kosn­inga­spár­innar fengu þessir fimm flokkar sam­an­lagt 34 þing­menn kjörna. Í 95 pró­sent til­vika fengu þeir sam­an­lagt 37 þing­menn og í 61 prós­net til­vika var þessi meiri­hluti kom­inn í 40 þing­menn.

Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur, hefur sagt að flokkur sem fær ekki for­mann­inn sinn kjör­inn sé varla stjórn­ar­tækur flokk­ur. Það gæti þess vegna farið svo að Sam­fylk­ingin segi sig frá þessum hugs­an­lega „vin­strik­var­tett“. Pírat­ar, Vinstri græn og Björt fram­tíð munu ólík­lega geta myndað meiri­hluta án aðkomu fjórða flokks­ins. Saman hafa þessir þrír flokkar sjö pró­sent líkur á að fá 32 þing­menn kjörna.

Með Við­reisn inn­an­borðs eru lík­urnar mun meiri á því að hægt verði að mynda meiri­hluta á þing­inu. Lík­urnar á að Pírat­ar, Vinstri græn, Við­reisn og Björt fram­tíð geti myndað 32 manna meiri­hluta eru 97 pró­sent. Ef mark­miðið er að mynda 36 manna meiri­hluta eru lík­urnar 59 pró­sent.

Rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks ekki mögu­leg

Núver­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starf Sjálf­stæð­is­flokks­ins (D) og Fram­sókn­ar­flokks­ins (B) á enga mögu­leika á að halda meiri­hluta á þing­in­um, sam­kvæmt kosn­inga­spánni. Til þess að ná ein­földum meiri­hluta þarf 32 þing­menn en lík­urnar á því að þessir tveir flokkar geti saman fengið 29 þing­menn er eitt pró­sent.

Ef mynda ætti rík­is­stjórn til hægri hlýtur Við­reisn að vera nær­takasti kost­ur­inn til að stoppa upp í gat­ið. Það eru hins vegar aðeins 39 pró­sent líkur á að þessir þrír flokkar nái að mynda meiri­hluta.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mun sam­kvæmt lík­leg­ustu nið­ur­stöðu Kosn­inga­spár­innar verða stærstur flokka á þing­inu eftir kosn­ing­ar. Mjög litlar líkur eru á að hann geti myndað tveggja flokka meiri­hluta. Tveir næst stærstu flokk­arn­ir, Píratar og Vinstri græn, hafa auk þess nær úti­lokað rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­mönn­um. En, allt er hægt í póli­tík er stundum sagt; Með Pírötum eru 18 pró­sent líkur á því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn geti myndað 32 manna meiri­hluta á þing­inu. Með Vinstri grænum eru tvö pró­sent líkur á því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn geti myndað meiri­hluta.

Póli­tískur ómögu­leiki?

Ef við lítum hlut­lægt á gögnin úr kosn­inga­spánni og reynum að finna mestar líkur á meiri­hluta­sam­starfi tveggja flokka verður það lík­leg­ast sam­starf Sjálf­stæð­is­flokks og Pírata. Lík­urnar á 32 manna meiri­hluta eru, eins og áður sagði, 18 pró­sent.

Ef við reynum að finna mestar líkur á meiri­hluta­sam­starfi þriggja flokka verður það lík­leg­ast sam­starf Sjálf­stæð­is­flokks, Pírata og Vinstri grænna. Lík­urnar á því að þessir þrir flokkar geti myndað 32 manna meiri­hluta eru 100 pró­sent. Og ef þrösk­uld­ur­inn er færður ofar þá eru 71 pró­sent líkur á að þessi meiri­hluti verði 39 þing­menn.

Ef við reynum að finna mestar líkur á meiri­hluta­sam­starfi fjög­urra flokka verða það lík­lega sömu flokkar auk Við­reisnar sem mynd­uðu þann meiri­hluta. Lík­urnar á því að þessi hópur verði að minnsta kosti 42 þing­menn eru 100 pró­sent.

Svona væri hægt að setja saman lík­indin enda­laust. Í öllum 100.000 hermunum kosn­inga­spár­innar var eina sam­setn­ingin sem virk­aði í öllum til­fellum sam­starf allra flokka. Lík­urnar á því að sá meiri­hluti geti verið 63 þing­menn er 100 pró­sent.

Þing­sæta­spáin

Þing­sæta­spáin er ítar­legri grein­ing á gögnum kosn­inga­spár­innar sem mælir lík­indi þess að ein­staka fram­bjóð­andi nái kjöri í Alþing­is­kosn­ing­um. Nið­ur­stöð­urnar byggja á fyr­ir­liggj­andi könn­unum á fylgi fram­boða í öllum sex kjör­dæmum lands­ins hverju sinni og eru nið­ur­stöð­urnar birtar hér að vefn­um. Þing­sæta­spáin sem nú er birt byggir á Þjóð­ar­púlsi Gallup 3.–12 októ­ber (vægi 57%) og Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 23. sept­em­ber - 5. októ­ber (vægi 43%). Ef fleiri könn­un­ar­að­ilar birta fylgi fram­boða niður á kjör­dæmi ásamt upp­lýs­ingum um fram­kvæmd könn­unar verður þeim upp­lýs­ingum bætt inn í þing­sæta­spánna.

Gallup er eini könn­un­ar­að­il­inn sem hefur veitt opinn aðgang að fylgis­tölum niður á kjör­dæmi. Auk þess var að finna fylgi niður á kjör­dæmi í Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar sem birt var í Morg­un­blað­inu. Fylgi flokka í kjör­dæmum hefur ekki hefur verið birt í Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 6.–12 októ­ber eða í Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 13.–19 októ­ber.

Fyrir kjör­dæmin

Líkur á því að ein­staka fram­bjóð­andi nái kjöri byggja á reikni­lík­ani stærð­fræð­ing­anna Bald­urs Héð­ins­sonar og Stef­áns Inga Valdi­mars­son­ar. Í stuttu máli er aðferða­fræðin sú að fylgi fram­boða í skoð­ana­könn­unum er talin lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­inga að við­bættri óvissu sem byggir á sögu­legu frá­viki kann­ana frá kosn­inga­úr­slit­um. Sögu­leg gögn sýna fylgni er á milli þess að ofmeta/van­meta fylgi flokks í einu kjör­dæmi og að ofmeta/van­meta fylgi flokks­ins í öðrum kjör­dæm­um. Frá­vikið frá lík­leg­ustu nið­ur­stöðu fyrir flokk er því ekki óháð milli kjör­dæma. Ef frá­vikið er nei­kvætt í einu kjör­dæmi fyrir ákveð­inn flokk aukast lík­urnar á að það sé sömu­leiðis nei­kvætt í öðrum kjör­dæm­um.

Reikni­líkanið hermir 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­ar“ og úthlutar kjör­dæma- og jöfn­un­ar­sætum út frá nið­ur­stöð­un­um. Líkur fram­bjóð­anda á að ná kjöri er þess vegna hlut­fall „sýnd­ar­kosn­inga“ þar sem fram­bjóð­and­inn nær kjöri.

Tökum ímyndað fram­boð X-list­ans í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sem dæmi: Fram­boðið mælist með 20 pró­sent fylgi. Í flestum „sýnd­ar­kosn­ing­un­um“ fær X-list­inn 2 þing­menn en þó kemur fyrir að fylgið í kjör­dæm­inu dreif­ist þannig að nið­ur­staðan er aðeins einn þing­mað­ur. Sömu­leiðis kemur fyrir að X-list­inn fær þrjá þing­menn í kjör­dæm­inu og í örfáum til­vikum eru fjórir þing­menn í höfn.

Ef skoðað er í hversu mörgum „sýnd­ar­kosn­ing­um“ hver fram­bjóð­andi komst inn sem hlut­fall af heild­ar­fjölda fást lík­urnar á að sá fram­bjóð­andi nái kjöri. Sem dæmi, hafi fram­bjóð­and­inn í 2. sæti X-list­ans í Norð­vest­ur­kjör­dæmi náð kjöri í 90.000 af 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­um“ þá reikn­ast lík­urnar á því að hann nái kjöri í Alþing­is­kosn­ing­unum 90 pró­sent.

Skoð­ana­kann­anir í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga 2009 og 2013 voru not­aðar til að sann­prófa þing­sæta­spánna, þar sem spáin er borin saman við end­an­lega úthlutun þing­sæta.

Fyrir landið í heild

Þegar nið­ur­stöður í öllum kjör­dæmum liggja fyrir er hægt taka nið­ur­stöð­urnar saman fyrir landið í heild og reikna út líkur á því hversu marga þing­menn hver flokkur fær á lands­vísu. X-list­inn gæti, svo dæm­inu hér að ofan sé haldið áfram, feng­ið:

  • 8 þing­menn í 4% til­fella
  • 9 þing­menn í 25% til­fella
  • 10 þing­menn í 42% til­fella
  • 11 þing­menn í 25% til­fella
  • 12 þing­menn í 4% til­fella

Þetta veitir tæki­færi til þess að máta flokka saman reyna að mynda meiri­hluta þing­manna og skoða líkur á því hvaða flokkar muni ná meiri­hluta á þingi að afstöðnum kosn­ing­um. Ef X-list­inn er einn af þeim flokkum sem myndar meiri­hluta að loknum kosn­ingum er þing­manna­fram­lag hans til meiri­hlut­ans aldrei færri en 8 þing­menn, í 96% til­fella a.m.k. 9 þing­menn, í 71% til­fella a.m.k. 10 þing­menn o.s.frv. Lands­líkur X-list­ans eru því settar fram á form­inu:

  • = > 8 þing­menn í 100% til­fella
  • = > 9 þing­menn í 96% til­fella
  • = > 10 þing­menn í 71% til­fella
  • = > 11 þing­menn í 29% til­fella
  • = > 12 þing­menn í 4% til­fella
  • = > 13 þing­menn í 0% til­fella

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None